Morgunblaðið - 05.05.1984, Page 48

Morgunblaðið - 05.05.1984, Page 48
Opiö ötí fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvötd. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633 Opid alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Óður byssumaður í Vesturbænum í gærkveldi; „Hótaði að drepa alla sem nálguðust hannu Skaut tugum skota á hús og bfla UMSÁTURSÁSTAND ríkti í tæpa klukkustund vestast í vesturborginni í gærkvöld á meöan óður maður gekk þar um götur skjótandi tugum hagla- byssuskota á hús og bfla. Lögreglan í Reykjavík handtók manninn um kl. 22, þar sem hann hafði búið um sig í bát í Daníelsslipp neðan við Mýrargötu. Mesta mildi var að enginn skyldi slasast meðan á umsátrinu og skothríðinni stóð. Maðurinn var áberandi drukkinn, að sögn varðstjóra í Reykjavíkurlög- reglunni, og er ekki vitað hvað honum gekk til. Ilann kallaði eftir réttlæti fyrir sín mál en útskýrði það ekki nánar. Yfirheyrslur yfir honum hefjast nú árdegis. Það var kl. 21:05 í gærkvöld, að lögreglunni barst tilkynning um að maður væri á ferð um Vesturgötu, Framnesveg og Bakkastíg, skjót- andi á hús og bíla. „Það fóru héðan þegar í stað tiltækir menn,“ sagði Erlendur Sveinsson, lögregluvarð- stjóri, í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld, skömmu eftir að maður- inn hafði verið handtekinn. „Við fórum í skotvestum og ég hafði með táragasbyssu og haglabyssu svo hægt væri að króa hann af. Við vissum af honum í Slippnum Byssunni var stolið HAGBLABYSSUNNI, sem skot- maðurinn beitti, var stolið í fyrri- nótt úr trillu, sem lá við Granda. BrotLst var inn í trilluna og ein- hleypa sovéskri haglabyssu, 12 kalibera, var stolið ásamt nokkrum tugum haglaskota. Engu öðru var stolið og lítil skemmdarverk unnin á trillunni. Þjófnaðurinn var tilkynntur til Rannsóknarlögreglu ríkisins um miðjan dag í gær. Morirunblaðið/Július. og fórum þar í gegn inn í Daníels- slipp. Þar heyrðum við skothríðina og fórum í var við járnhólka yst i slippnum. Hann haföi uppi hróp og köll og skaut nokkrum skotum í hólkana frá skipinu, sem hann var kominn upp í. Eg skaut þá tveimur skotum úr haglabyssunni á móti, f skipsskrokkinn. Það var eins og hann róaðist aðeins við það og við gátum farið að tala saman — eða réttara sagt að kallast á,“ sagði Er- lendur. Þegar hér var komið sögu hafði drifið að talsverðan mannfjölda úr nærliggjandi húsum. Maðurinn skaut upp eftir Bakkastígnum og rigndi höglum yfir hús og bíla þar og á Vesturgötu. Maður nokkur fékk hagl í andlitið en það kom ofan frá og var svo máttlaust orðið að það sakaði hann í engu. Á meðan biðu lögreglumennirnir í Slippnum eftir „víkingasveitinni", sem kölluð hafði verið út, og Erlendur varð- stjóri reyndi að tala byssumanninn til og róa hann. „Hann hótaði í fyrstu að drepa alla, sem kæmu nálægt og eins ætl- aði hann að sálga sjálfum sér,“ sagði Erlendur í samtalinu við blaðamann Mbl. „Það var þó eins og bráði af honum annað slagið og þá vildi hann fá lækni til sín. Inn á milli skaut hann að fólki, sem var ofar í Slippnum en til allrar ham- ingju slasaðist enginn. Hvað honum gekk til veit ég ekki, enda var hann í slíku ástandi, að Umsátur í Vesturbænum — lögreglumaður skipar fólki í var, sem hafði hætt sér of nærri. Fjær sést vopnaður lögregiumaður og tveir aðrir lögreglumenn í vari við trillu. Maðurinn sem stendur í vari lengst til vinstri er Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Morgunbiaðið/ Júlíus. hann var vart hæfur til skýrslu- gjafar. Hann kallaði þó eftir rétt- læti — hafði orð á því að hann vildi fá réttlæti fyrir sín mál. Það út- skýrði hann ekki nánar." Þegar liðsmenn „víkingasveitar- innar", fimm eða sex talsins, allir með vopn og búnir skotheldum vestum, komu á staðinn voru þeir Erlendur og byssumaðurinn að kallast á. „víkingasveitar“-menn- irnir fóru upp í nærliggjandi báta og nálguðust byssumanninn hægt og rólega. Þegar þeir voru komnir um borð í bátinn, sem hann hafði búið um sig í, kastaði hann frá sér byssunni og gafst upp. Fáum andar- tökum síðar var hann færður í lög- reglubíl á brott og beint á Slysa- deild Borgarspítalans, þar sem taka átti úr honum blóðsýni áður en hann yrði færður í huld. Sjá ennfremur bls. 2. Alvopnaðir lögreglumenn í víkingasveitinni á umsátursstað í gærkvöldi. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis: Nýjar og fleiri orrustu- þotur í Keflavík 1985 — aukin þátttaka íslendinga í eftirlitsstörfum „ÁÆTLAÐ er, að á miðju ári 1985 verði skipt um orustuþotur varnar- liðsins og þá teknar í notkun vélar af gerðinni F-15. Vegna hinnar stöðugu aukningar á undanförnum árum á flugi herflugvéla frá Kola-skaga úr norðri, er ákveðið að fjölga orustu- þotum úr 12 í 18 i því skyni að treysta eins og hægt er eftirlit og loftvarnir íslands. Utköll á orustu- þotum varnarliðsins hafa aukist verulega á síðustu árum,“ segir í skýrslu Geirs Hallgrímssonar, utan- ríkisráðherra, til Alþingis um utan- ríkismál sem lögð hefur verið fram á þingi. 1 skýrslunni, sem er 35 síður, er gerð ítarleg grein fyrir þróun al- þjóðamála á síðasta ári og greint sérstaklega frá því er ísland varð- ar á sviði varnar- og öryggismála, hafréttarmála, þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipti. í skýrslunni kemur fram það sjónarmið að eftirlitsstarf í varn- ar- og öryggisskyni þurfi að auka umhverfis Island og íslendingar eigi „eindregið að taka þátt í slíku starfi" eins og það er orðað. Bend- ir Geir Hallgrímsson á tvö dæmi um mögulega þátttöku íslendinga og segir: „Rætt hefur verið um byggingu nýrra ratsjárstöðva til að bæta úr brýnni þörf á eftirliti með her- flugvélum, er birtast skvndilega í námunda við lofthelgi fslands án nokkurrar viðvörunar eða tilkynn- ingar. Ljóst er, að íslenskir starfsmenn eru færir um að starf- rækja slíkar stöðvar einir. Kanna þarf gaumgæfilega hlut- verk landhelgisgæslunnar í eftir- litsstarfi umhverfis ísland og hvort ekki sé rétt að koma á verk- efnaskiptingu, sem gæti stuðlað að mun nákvæmari upplýsingaöfl- un um skipaferðir nálægt landinu en nú er fyrir hendi." Sjá nánar á miðopnu blaðsins.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.