Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAl 1984
... .i.tí > >nri.'. ".■'.'■T-iri'1
sem jafnfrmt mikils er um vert,
fyrir rétt bókhald fyrirtækjanna.
Sá vankantur, að ekki sé vitað
um skiptingu viðskipta milli fé-
lagsmanna og utanfélagsaðila á
ekki við um „Miklagarð". Þar eru
öll viðskipti við utanfélagsmenn og
því ekkert til fyrirstöðu að beitt sé
aðalreglu 9. töluliðs 31. greinar
skattalaganna, sem segir að sam-
vinnufélag skuli greiða skatt af
hagnaði af viðskiptum við utanfé-
lagsmenn; væri hér um samvinnu-
félag að ræða.
Ef fallist er á að nokkur kaup-
félög (samvinnufélög) geti stofnað
til sameignarfyrirtækis er hafi
sjálft enga miðlimi og verzli þann-
ig eingöngu við ófélagsbundið fólk,
en njóti þó allra réttinda
samvinnufélaga um sjóði og
skattgreiðslur, væntanlega vegna
tengslanna við eignarfélögin, er
verið að teygja ákvæði skattalaga
varðandi samvinnufélög langt út
fyrir öll eðlileg mörk. Grundvall-
arreglan í samvinnufélögum er regl-
an um hlutdeild skráðra félags-
manna í „arði“ miðað við eigin
viðskipti. Kaupfélögin sem eiga
„Miklagarð" hafa engin þau við-
skipti við það fyrirtæki er veiti
þeim rétt til arðs að venjulegum
hætti samvinnufélaga. Hins vegar
má vel vera að kaupfélög geti ver-
ið eigendur að sameignarfélagi ef
gengið er frá ábyrgð þeirra á við-
eigandi hátt. En hagnaður slíks
fyrirtækis, sem ekki fullnægir
þeirri grundvallarreglu að vera
fyrst og fremst ætlað að þjóna
hagsmunum skráðra félagsmanna,
hlýtur að eiga að skattleggjast
eins og gerist um önnur sameign-
arfélög.
Teljist samt sú leið góð og gild
sem boðað er að farin verði, að
væntanlegur gróði „Miklagarðs"
verið skattlagður hjá skráðum
eigendum fyrirtækisins, þannig að
hagnaðurinn færi endanlega fyrst
og fremst skattfrjáls í stofnsjóði
(séreignarsjóði) meðlima þessara
félaga þá hefur hér kannski loks
opnast leið fyrir litla kaupmann-
inn á horninu: Fyrst að stofna dá-
lítið „kaupfélag" með vinum sín-
um og vandamönnum. Þá að koma
sér upp stóru „markaðskaupfé-
lagi“, í samvinnu við nokkur
„hornakaupfélag", til þess að ná
til sin sem mestri verzlun og
hagnaði frá fólki vítt og breitt um
þéttbýlið. Þessum hagnaði af
stóra „markaðskaupfélaginu"
skiptu svo litlu „kaupfélögin" með
sér sem langþráðu rekstrarfé, en
greiddu þá í skatt aðeins þriðjung
þess sem „kaupmanninum á horn-
inu“ er nú gert að greiða til sam-
eiginlegra þarfa þjóðfélagsins.
Hvernig vefurunum í Rochdale
litist á svona samvinnuhreyfingu,
ef þeir mættu líta upp úr gröf
sinni, það er svo önnur saga.
Björa Steffensen er löggiltur
endurskodandi.
armeiri en vindlingapakki og
getur passað í vasa eða tösku.
Eins konar rör eða snúður fylgir
pakkanum og stingur neytand-
inn honum í þar til gerða skoru,
sem rýfur innsiglið. Aðeins þarf
að bera snúðinn upp að nösinni
og þá er hægt að anda að sér
tæru og hressandi islenzku
fjallalofti I miðri mengaðri
stórborginni.
Blaðamaður náði tali af Lofti
Loftssyni, framkvæmdastjóra
Loftfélagsins, sem I gær var
staddur á Hótel Loftleiðum. Að-
spurður kvaðst hann vera mjög
bjartsýnn á það, að innan árs
yrði hafinn útflutningur á ís-
lenzku fjallalofti. Sagði hann, að
margir útlendir aðilar hefðu
sýnt málinu mikinn áhuga, og
væru nokkrir beinlínis farnir að
slást um að fá að dreifa loftinu á
erlendum mörkuðum. Málið
hefði einnig komizt í erlenda
fjölmiðla og hefði verið farið
mjög lofsamlegum orðum um
þetta nýstárlega Islenzka fram-
tak.
Þegar Loftur var spurður um
það, hvaða verð myndi fást fyrir
loftið, kvað hann það vera óljóst
á þessu stigi og vildi hann ekki
grípa tölur úr lausu lofti. Aðal-
atriðið væri að hrinda verkinu í
framkvæmd, því hér væri um að
ræða atvinnurekstur, sem marg-
ir myndu njóta góðs af og verða
myndi þjóðinni mikil búbót á
þessum erfiðu tímum. Einnig
mætti ekki gleyma, að þessi út-
flutningur myndi auka hróður
landsins úti I hinum stóra heimi.
Sagði hann að lokum, að ís-
lendingar gætu hér miðlað millj-
ónum útlendinga af þeim gæð-
um, sem þeir nytu í sfnu heima-
landi. „Það er vel mögulegt, að
útlendingar geti I náinni framtíð
setzt að snæðingi i fslenzkan
stól, í íslenzkum ullarflíkum,
snætt íslenzkt lambakjöt, drukk-
ið með íslenzkt vatn og andað að
sér íslenzku fjallalofti með
kjarrilmi. Þetta geta þeir gert
inni í sinni eigin stofu f sfnu
mengaða útlandi," sagði Loftur
Loftsson.
maður, uppalinn í Brynjudal í
Kjós, sagði mér, að á árunum milli
fjörutíu og fimmtíu hefðu hval-
vöður oft verið svo þéttar f Hval-
firði, að ekki var hægt að ferja
yfir fjörðinn dögum saman.
Ef það væri þannig enn, þá gæti
þó doktor í hagfræði bent á eitt-
hvað sýnilegt máli sínu til stuðn-
ings, að ekki sé fslandshvalur í út-
rýmingarhættu.
Og mættu þó vísindamenn ætla,
að betra sé að friða t.d. í tuttugu
ár á meðan sýnilegt brot af þeirri
gömlu auðlegð er til.
Framsýnn vísindamaður, eins
og dr. Helgi Pjeturss, sá útrým-
ingarhættu bæði hvala- og sela-
stofna fyrir, þegar hann fór til
Grænlands, nokkru fyrir síðustu
aldamót. Þessa ættu nú íslend-
ingar fremur að minnast og taka
til greina, heldur en að svíkja eiða
sfna, eins og Gissur jarl.
Til er það fólk, sem einnig sér
hættuna, án þess að vera vísinda-
menn, t.d. veit, að þessi stóru
spendýr endurnýja sig ekki eins og
síld. Og til er líka fólk, sem setur
fyrir sig svo smávægilega hluti, að
vita með vissu þá staðreynd, sem
íslenskir hvalfangarar sýndu
grænfriðungum og öllum heimin-
um í sjónvarpi um leið, þá stað-
reynd, að hvalurinn er a.m.k. tutt-
ugu mínútur að deyja af sprengi-
kúlu. — Það er álíka þjáning án
hvíldar eins og t.d. ódeyfð tann-
spólun í tuttugu mfnútur. —
Flestum þykja nokkur augnablik
nóg, þegar spólað er ódeyft inn í
taug.
íslendingar og ráðamenn vorir
þurfa að vita það að hvalfriðun er
alvörumál hjá framsýnum og
ábyggilegum vísindamönnum og
því fólki, sem fylgir þeim að mál-
um.
Hvalfriðunin er viðkvæmt mál.
Það er prófsteinn á Sjálfstæðis-
flokkinn, hvort hann svfkur nú í
þessu máli, ellegar stendur við úr-
slit atkvæðagreiðslunnar í fyrra.
Það er úti um forystu Sjálfstæð-
isflokksins, íslandi til varnar, ef
hann svíkur í þessu máli.
Þá myndu markaðir íslands
snúast til Rússa, eins og þeir sner-
ust þangað frá Englandi forðum.
Óhægt yrði þá að auka fríðindin
fyrir almenning og háskóla-
borgara líka.
Land og þjóð yrði að lokum hirt
upp i skuld.
Gissur jarl sveik orð og eiða.
Hann sveik, þegar hann þóttist
ekki hafa efni á að halda orð sín
og eið.
Sáttmáli hans við erlent ríki
hefur verið talinn stór-vel saminn,
en frændur vorir sviku sáttmál-
ann. Og íslendingar höfðu ekki
bolmagn til þess að standa á rétti
sínum.
Forystumenn eins og Gissur
jarl, þótt þeir kunni að semja
sáttmála við erlend ríki, hljóta
alltaf vegna óheilinda og lævísra
bragða, sem bregðast, að leiða ein-
veldi, undirokun og frelsissvipt-
ingu yfir sína þjóð.
I verslun Heimilistækja í Sætuni 8 er mesía úrval kæliskápa
sem til er á íslandi. Þeir eru allt frá 90 til 600 lííra,
48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm á hæð, með 1, 2, 3 eða 4 dyrum, -
með eða án frystihólfs, meö hált- eða aisjálfvirkri afþyðingu, í ýmsum litum,
evrópskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco.
Þú tekur mál af gatinu hjá þér og hefur svo samband við okkur í Sætúni 8.
í Hafnarstræti 3 eru einnig fjölmörg sýnishorn af kæliskápaúrvalinu
og þar fást líka allar upplýsingar.
*r' •'
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆT! 3 - 20455- SÆTÚNI 8 -15655
n«an >
j
Rósa B. Blöndals er rithöfundur.