Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 7
55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984
einkenni í þeirri byggð, að segja
bo-ji og sti-ji fyrir bogi og stigi og
hafa hv en ekki kv í orðum eins og
hvalur. Samt er þar munur á.
Fyrrnefnda einkennið virðist ögn
lífseigara en hitt.
I þessu sambandi er eðlilegt að
spurt sé hvort málvöndunarstarf
hafi haft einhver áhrif á þróunina.
Hefur sú stefna margra að teija
harðmæli fegurra en linmæli og
hv-framburð betri en kv-framburð
haft einhver áhrif á örlög þessara
einkenna? Við þessu fást svör,
þótt ekki séu þau alltaf jafn afger-
andi og menn vildu. Það verður þó
að teljast líklegt að t.a.m. fram-
gang harðmælis í Reykjavík (þótt
ekki sé hann stórkostlegur) megi
að einhverju leyti rekja til þess að
margir hafa barist fyrir því og
harðmæli hefur heldur verið hald-
ið að mönnum í skólakerfinu.
Margt fleira fróðlegt væri hægt að
tína til úr könnun okkar, en hér
gefst ekki rúm til þess.
Hins vegar er rétt að vekja at-
hygli á þvi I lokin, að Málvísinda-
stofnun Háskóla tslands, sem sér-
staklega er ætlað það starf að
vinna að rannsóknum á íslensku
máli, hefur ekki fengið eina ein-
ustu krónu á fjárlögum margra
undanfarandi ára þrátt fyrir
marg-ítrekaðar og rökstuddar til-
lögur um fjárveitingar. Vonandi
verður vilji Alþingis til styrktar
íslenskri tungu til þess að þetta
leiðréttist á næstu fjárlögum.
Kristjiii Árnason er lektor í ís-
lenskri mílfrædi rið Heimspeki-
deild og forstöðumaður Málvís-
indastofnunar Hískóla íslands.
Akureyri:
Kristinn G.
sýnir í Alþýðu-
bankanum
Akureyri, 8. maí.
Á VEGUM listkynningar Alþýóu-
bankans á Akureyri og Menningar-
samtaka Norðlendinga er nú hafin í
afgreiðslusal bankans við Ráðhús-
torg kynning á verkum Kristins G.
Jóhannssonar, listmálara.
Kristinn stundaði fyrst listnám
á Akureyri hjá Hauki Stefánssyni
og Jónasi Jakobssyni en síðan í
Myndlistar- og handíðaskóla ís-
lands og Edinburgh College of Art
á árunum 1956—59 og aftur í
Edinborg 1977—78.
Kristinn sýndi fyrst á Akureyri
1954, en hefur síðan haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í sam-
sýningum hér heima og erlendis.
Kristinn vinnur verk sín með
ýmsum hætti en þau verk sem
sýnd eru í Alþýðubankanum eru
olíumálverk, þar sem annars veg-
ar er leitað fanga í nánasta um-
hverfi á Akureyri, en hins vegar er
fjallað um gömul munstur, en
slíka myndgerð hefur Kristinn
stundað æ meir hin síðustu ár.
Kristinn G. Jóhannsson hefur
verið formaður Menningarsam-
taka Norðlendinga frá stofnun
samtakanna.
Metsölubladá h\<crjum degi!
Mjólkurbú Flóamanna:
Holtsbúið með mestu mjólkina í fyrra
INNVEGIN mjólk hjá Mjólkurbúi
Flóamanna var 38,3 milljónir lítra í
fyrra, sem er 0,2% minna en árið á
undan. Kyrstu þrjá mánuði þessa árs
varð aukning um 10,4% miðað við
sömu mánuði í fyrra, en í apríl dró
aftur úr aukningunni. I'etta kom
fram á aðalfundi Mjólkurbús Flóa-
manna sem haldinn var fyrir
skömmu í Þjórsárveri.
Mjólkurframleiðendum fækkaði
um 11 á árinu, eru nú 753, en kúm
fjölgaði um 58, eru þær nú 12.208
talsins. Meðalmjólkurinnlegg á
hvern framleiðanda var 51.674 lítr-
ar eða 650 ltr. meira en árið áður.
Stærsti mjólkurinnleggjandinn í
fyrra var Félagsbúið í Holti með
356 þúsund ltr. Þrír aðrir framleið-
endur voru með meira en 220 þús-
und lítra innlegg: Laugardælir með
317 þús. ltr., Jósep Benediktsson á
Armóti með 250 þús. ltr. og Félags-
búið á Þorvaldseyri með 226 þús.
ltr. Framleiðendur fengu grund-
vallarverð fyrir mjólkina, sem
reyndist vera fyrir svæði MBF kr.
12,20 á lítra. Nettó útborgunarverð
reyndist vera kr. 11,29 pr. lítra
þegar dregin höfðu verið frá sjóða-
gjöld og flutningskostnaður að bú-
inu.
Sala afurða gekk vel hjá MBF á
árinu. Starfsmenn búsins voru 117
á árinu, fjölgaði um 2 frá fyrra ári.
Á árinu var lagt í verulega fjár-
festingu í vélum og nýju mjölhúsi,
en auk þess var fest kaup á lóð og
nýir bílar voru einnig keyptir.
Stórkosfleg verMækloin!
Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu
Nú hafa veriö felldir niöur tollar og söluskattur af tölvubúnaöi.
Þetta gerir íslendingum kleift aö tölvuvæðast í samræmi viö
kröfur nútímans. Nú átt þú næsta leik!
Nú getum viö boöiö þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi,
Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira
en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e, en þaö er mun meira
en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru
fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald,
lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, verðútreikn-
ingar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensinlaus
bíll.
Á Appie / / e er staölaö islenskt lyklaborö, og hentar hún því
einkar vel til ritvinnslu.
Notendaminni vélarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K
og ætti þaö aö vera nægilegt fyrir flesta.
Apple tölvur eru notaöar hjá skólum, bönkum, opinberum
stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafélögum, flugfélögum, verk-
fræöistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræðistof-
um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráö-
gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiðj-
um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota
Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, vísindamenn, forritarar,
rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn-
ana, læknar, verkfræðingar, þýöendur og blaöamenn, og eru
þá aöeins tekin örfá dæmi.
Verð aðeins
39.980
Innifalið í verði
1. Apple 2 E tölva 64 K
2. Diskdrif
3. Skjár
Utborgun kr. 8.000
og eftirstöövar á 10 mánuðum!
Skipholti 19, sími 29800.