Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Rannsóknir og stefnumörkun í móðurmálskennslu — stutt athugasemd: Stefnumörkun í móðurmálskennslu — eftir Kristján Árnason Ástæða er til þess að fagna allri þeirri opinberu umræðu sem átt hefur sér stað í vetur um fram- burðarmál íslenskunnar og mál- vöndun. Vakinn hefur verið al- mennur áhugi á málefninu, og nú síðast er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um fram- burðarkennslu og málvöndun. Margt hefur komið fram í þess- um blaðaskrifum og sjónarmið verið á ýmsa lund. Hér skal ekki gerð tilraun til þess að vega það allt og meta eða fella dóma. Sumir vilja samræma framburð, aðrir leyfa þúsund blómum að blómstra. Einn vill láta stafsetningu ráða framburði, annar vill láta eðlilegt talmál njóta sín. Raunar eru þessi „ólíku sjón- armið" þegar allt kemur til alls e.t.v. ekki ósættanlegar andstæð- ur, heldur bera þau vott um sam- eiginlegt áhugamál allra þeirra sem hafa látið þessar skoðanir í ljós: að rækta beri móðurmálið, og þá talað mál ekki síður en ritað. Ég hygg að nú sé búið að skerpa „Finna þarf leið til að samræma eftir því sem hægt er hin ólíku sjón- armið og tryggja að þær ákvarðanir sem teknar verða séu skynsamlegar og öllum til góðs, en ekki sigur einnar stefn- unnar yfir hinni.“ „andstæðurnar" nógu mikið og tími sé kominn að eitthvað verði aðhafst í þessum málum. Vonandi ber framkomin tillaga um fram- burðarkennslu og málvöndun vott um vilja löggjafans og stjórnvalda til þess. I nýlegri grein í Morgunblaðinu (28. mars) stingur Ragnheiður Briem upp á því að mörkuð verði stefna í móðurmálskennslu á ís- landi. Þetta eru orð í tíma töluð. Í grein sinni viðurkennir Ragn- heiður það sjónarmið að ekki sé rétt að Háskóli íslands verði einn gerður ábyrgur fyrir stefnunni í þessum málum, heldur beri að leita samráðs margra aðila. Raun- ar hefur ein stofnun lent að miklu leyti fyrir utan umræðuna, en það er Kennaraháskóli íslands. Lítið hefur verið rætt um hlutverk hans í þessum efnum. Þar er þó verið að mennta kennara framtíðarinnar, og þar þarf að hafa einhverja stefnu. Menntamálaráðherra er rétt- kjörinn yfirmaður menningar- mála hér á landi, og er eðlilegt að sú stefna sem mörkuð verður sé mótuð í ráðuneyti hans. Hann á að bera ábyrgðina, en þó ekki ráða ferðinni einn. Ragnheiður stingur upp á því að fjöldi manna verði hafður til ráðuneytis um þetta efni, og hygg ég að það sé rétt stefna. Finna þarf leið til að sam- ræma eftir því sem hægt er hin ólíku sjónarmið og tryggja að þær ákvarðanir sem teknar verða séu skynsamlegar og öllum til góðs, en ekki sigur einnar stefnunnar yfir hinni. Eðlilegt er að sett verði á lagg- irnar nefnd manna sem falið verði að semja skýrslu um þessi mál og gera tillögur um stefnuna, einkum um kennslu móðurmálsins í skól- um. í þessari nefnd þurfa a.m.k. Kristján Árnason að eiga sæti fulltrúar eftirtalinna stofnana og félaga: Háskóli ís- lands, Kennaraháskóli íslands, Félag móðurmálskennara, ís- lenska málfræðifélagið, íslensk málnefnd og Kennarasamband ís- lands. Ekki kæmi mér á óvart, þótt niðurstaða slíkrar nefndar yrði m.a. sú að stórefla þurfi kennslu og rannsóknir á íslensku máli og kennslufræði móðurmálsins. Málrækt og rannsóknir 1 umræðu um framburðarmál er oft vitnað til rannsóknar Björns Guðfinnssonar á fyrri hluta fimmta áratugar þessarar aldar. Flestir vita einnig að Björn var mikill málvöndunarmaður og hafði ákveðnar skoðanir í þeim efnum. Hins vegar gerði hann sér full-ljóst, að málvöndunarbarátta án þekkingar er vonlaus barátta. Þess vegna fékk hann ríflegan opinberan styrk til gagngerrar at- hugunar á framburði landsmanna. Á grundvelli þeirrar þekkingar sem þannig var aflað var síðan mörkuð stefna. Á undanförnum árum höfum við Höskuldur Þráinsson prófess- or unnið að athugun á íslenskum framburði, og notið til þess styrks úr Vísindasjóði og Rannsókna- sjóði Háskóla íslands. Þessi rann- sókn er komin nokkuð á veg, og höfum við þegar birt niðurstöður úr athugun á máli Vestur-Skaft- fellinga í 5. bindi tímaritsins ís- lenskt mál, sem nýlega kom út. Könnun þessi tekur til alls lands- ins, og er úrvinnslu á efni úr Reykjavík að mestu lokið. Niður- stöður okkar staðfesta ýmsar grunsemdir um breytingar á ís- lenskum framburði frá því á fimmta áratugnum, en ýmislegt kemur á óvart. Þessar upplýsingar skipta máli þegar ræða á um stefnu í framburðarmálum, og skal ekki legið á þeim. Upplýs- ingar um málfar í Reykjavík munu birtast í næsta hefti ís- lensks máls, sem kemur út síðar á þessu ári. Meðal þess sem fram kemur í könnun okkar er það að sum (en ekki öll) þau einkenni sem kenna má við óskýrt tal eru greinilega algengari meðal ungs fólks en eldra. Einnig kemur það fram að hið norðlenska harðmæli hefur ögn aukist meðal eldri kynslóð- anna í Reykjavík, enda þótt yngsta fólkið sé býsna linmælt. I Vestur-Skaftafellssýslu hefur þeim fækkað sem nota gamalgróin Að gera mikið úr litlu — eða Fáeinar hugleiðingar um kvikmyndagerð — eftir Þráin Bertelsson Það er gott til þess að vita, að íslensk kvikmyndagerð skuli loks- ins vera farin að eiga fulltrúa á helstu kvikmyndahátiðum heims- ins, og sömuleiðis er það ótrúlegt en satt, að nokkrar íslenskar kvik- myndir hafa unnið til verðlauna hér og þar á minniháttar hátíðum, sem vekja ekki sömu athygli og Berlín og Cannes, þar sem risarnir í al- þjóðlegri kvikmyndagerð leiða sam- an hesta sína. Þetta er góð landk.vnning og vek- ur áhuga á Islandi, jafnvel þótt sá áhugi sé okkur ekki alltaf til góðs, eins og þegar erlend risafyrirtæki í kvikmyndagerð ákveða að nota stórbrotna náttúru landsins sem ókeypis leiktjöld handa James Bond að djöflast í, eða breyta Vest- mannaeyjum í aðra plánetu, þar sem kostar þúsund kall fyrir mann- inn að sofa eina nótt. Við svona risa geta íslenskir kvikmyndagerðarmenn ekki keppt á jafnréttisgrundvelli, því að þegar við tölum á íslensku tala þeir á ensku, og þegar við segjum króna, segja þeir dollar, og þegar við segj- um þúsund, segja þeir milljón. Þessir fuglar eiga dreifingarkerfi sem nær um allan heiminn, og þeir hafa ráðið heimsmarkaðnum frá því á tímum þöglu myndanna. Og þeir eru svo voldugir, að þeir geta jafnvel sjálfir skammtað sér verð- laun og viðurkenningar á kvik- myndahátiðum í Berlín og Cannes með því einu að segjast ekki sýna fleiri risamyndir og ekki mæta með fleiri stórstjörnur á þessar hátíðir, nema fá verðlaun með vissu milli- bili. Þetta eru öndvegisfagmenn og gera skemmtilegar myndir. Myndir sem íslenskir kvikmyndagerðar- menn eru aldir upp við. Fyrst í bíó, svo í kanasjónvarpinu, svo í ís- lenska sjónvarpinu og loks í myndbandinu. „I>að kann líka að þykja lítill metnaður að vilja stefna að því að gera hér myndir, sem eiga raunhæfa möguleika á því að gera framleiðend- um kleift að standa við fjárhagsskuldbindingar sínar. En þá er þess að gæta að íslensk kvik- myndagerð er nýfarin að geta skjögrað um á eigin fótum og það þarf ekki stóráföll til að hún missi fótanna.“ Oft harmaði maður á yngri árum, að allar hetjur á kvikmyndatjald- inu skyldu vera útlendingar — bæði Roy og Tarsan og Chaplin og Mikki mús töluðu útlensku og maður skildi ekki múkk, nema þegar ein- hver var skotinn eða fékk í sig rjómatertu eða datt á rassinn. Og einhvern veginn myndaðist á þess- um árum ásetningur um að sjá til, hvort ekki væri hægt að gera ís- lenskar myndir, þegar maður stækkaði, um íslenskt fólk í um- hverfi sem maður þekkir hér á ís- landi, þar sem hægt er að vera á ferli eftir sólsetur án þess að vera rotaður, og Mafían er gælunafn á bókelskum gleraugnaglámum, en ekki samsafn hríðskjótandi eitur- lyfjakaupmanna. Og viti menn. Þessu marki hefur verið náð. Á undanförnum þrem eða fjórum árum hafa verið gerðar hartnær tuttugu íslenskar kvik- myndir í fullri lengd, sem þjóðin hefur tekið opnum örmum og flykkst til að sjá. Og þar með hafa íslendingar orðið samkeppnisfærir við erlendu risana — á heimavelli. öfugt Það er ekki lítill árangur sem náðst hefur. Mér er sagt að meira en hundrað þúsund manns hafi komið að sjá „Land og syni“ og „Með allt á hreinu" og að fjórar eða fimm myndir til viðbótar hafi feng- ið aðsókn uppá meira en sjötíu þús- und manns. Þetta er frábært. Ekki einu sinni „Stjörnustríð", „James Bond“ eða „Súperman" slá þetta út. En við skuium samt ekki ofmetn- ast, heldur reyna að líta raunhæft á það sem er að gerast: Eftir sem áður eru engilsaxnesk- ar myndir yfirgnæfandi meirihluti þess myndefnis, sem ístendingar horfa á. Hins vegar hefur komið i ljós, að almenningur hefur áhuga á að sjá íslenskar kvikmyndir, svo framarlega sem efni þeirra og efn- istök standast þær kröfur sem hinn almenni áhorfandi gerir til kvik- mynda yfirleitt. Það hefur líka komið í Ijós, að hægt er að gera kvikmyndir á ís- landi, sem geta staðið undir sér listrænt og fjárhagslega, þótt markaðurinn sé ekki stór. Þetta helgast af því að hér er hægt að gera kvikmyndir á ódýrari hátt en víðast erlendis, vegna þess að stétt- arfélög þeirra sem vinna við kvik- myndagerð miða launakröfur sínar við íslenskan veruleika. Ennfremur hefur komið í ljós, að vinsældir íslenskra mynda (og gæði) vaxa ekki í réttu hlutfalli við þann kostnað sem lagt er í við gerð þeirra, og þaðan af síður vex mark- aðsgildi þeirra erlendis, þótt reynt sé að eyða meira fjármagni en skynsamlegt er. Dæmi: Sjónvarps- myndirnar „Silfurtunglið" og „Snorri Sturluson“ og kvikmyndin „Útlaginn". Af þessu hafa ýmsir kvikmynda- gerðarmenn íslenskir dregið þá ályktun, að heppilegast sé að keppa við erlendu risana með þvi að fram- leiða hér myndir, sem fyrst og fremst eru miðaðar við innan- landsmarkað. Líki íslendingum mynd, er góð von til að einhverjum útlendingum þyki hún líka ásjáleg. Hugsanlegt er að einhverjar ís- lenskar myndir eigi eftir að slá í Þráinn Bertelsson gegn á alþjóðamarkaði, en lítil von er til þess að alþjóðamarkaðurinn eigi eftir að fjármagna íslenska kvikmyndagerð á næstunni. Og er þá ekki rétt að myndir sem íslensk- ir áhorfendur fjármagna séu ein- mitt gerðar með þeirra þarfir og áhugamál í huga? Það kann einhverjum að þykja það lítill metnaður hjá kvikmynda- gerðarmanni að vilja fyrst og fremst gera kvikmyndir um sína eigin þjóð og handa henni — í stað þess að einhlína á heimsmarkaðinn og láta örlög sín ráðast í Berlín eða Cannes. Það kann líka að þykja lít- ill metnaður að vilja stefna að því að gera hér myndir, sem eiga raunhæfa möguleika á því að gera framleiðendum kleift að standa við fjárhagsskuldbindingar sínar. En þá er þess að gæta að íslensk kvikmyndagerð er nýfarin að geta skjögrað um á eigin fótum og það þarf ekki stóráföll til að hún missi fótanna. Setjum svo að einhver hugsjóna- maðurinn taki sig til og geri hér kvikmynd sem kostar t.d. 30 millj- ónir, og setjum svo að hálf þjóðin komi til að sjá þessa mynd. Þá skuidar framleiðandinn ennþá bönkum og starfsliði 15 til 20 millj- ónir króna, og þá er röðin komin að alþjóðamarkaðnum að borga brús- ann. Enginn erlendis vill sýna myndina í bíóum, því að í myndinni eru bara frægir íslenskir leikarar, sem eru því miður óþekktir erlendis — og fólk fer ekki í bíó í útlöndum til að sjá óþekkta leikara. (í Frakk- landi er til dæmis aðeins ein trygg- ing fyrir því að fólk komi að sjá franska mynd og hún er sú að Dep- ardieu leiki í henni). Hugsanlegt er að sýna myndina til reynslu í list- rænu bíói í London eða Kaup- mannahöfn í von um að einhver gagnrýnandi verði yfir sig hrifinn, en sá draumur rætist sjaldan, svo að þá er eftir að reyna að selja myndina í sjónvarp. Þjóðverjar hafa mikinn áhuga á íslandi og hafa keypt nokkrar ís- lenskar myndir. Segjum að þeir kaupi þessa og borgi eina og hálfa milljón króna fyrir. Segjum svo að tíu sjónvarpsstöðvar í viðbót (á Norðurlöndum, í Hollandi o.s.frv.) kaupi sýningarrétt á myndinni, sem er langt umfram meðaldreifingu á norrænni mynd. Þessar stöðvar borga að meðaltali fimm þúsund dollara, það gera fimmtíu þúsund dollarar, eða um eina og hálfa milljón króna. Og enn á framleiðandinn eftir að hala inn 12 til 17 milljónir króna, og hann verður að hafa hraðan á, því að vaxtakostnaður af hverri milljón er töluverður, eins og flestir vita. Fyrir nú utan ókunnugleika sinn á alþjóðamörkuðum þarf framleið- andinn að stríða við það, að engin íslensk kvikmyndastofnun er til, sem gæti gert honum dreifingu og kynningu léttari í vöfum. Með þessar skuldir á bakinu á framleiðandinn ekki margra kosta völ. Vonandi er hann ennþá jafn bjartsýnn og i upphafi, og vonandi dettur hann í lukkupottinn. Von- andi fær hann bréf með póstinum á morgun, þar sem einhver virtur umboðsmaður býðst til að kaupa af honum alheimsréttinn fyrir ógrynni fjár. En það eru ekki allir svona bjart- sýnir á að upphefðin komi að utan. Hins vegar er hægt að vera bjart- sýnn á, að íslenskir kvikmynda- húsagestir haldi áfram að kunna að meta íslenskar kvikmyndir, og bjartsýnn á að einstök mynd haldi áfram að gera það gott erlendis. Þess er örugglega ekki langt að bíða, að einhver íslensk kvikmynd komist inn í sjálfa keppnina í Berl- ín eða Cannes, en það er ekki víst, að það verði dýrasta íslenska mynd- in — heldur vonandi sú besta. Og það er ekki sami hluturinn. f því sambandi má benda á þær frábæru móttökur sem kvikmynd Lárusar Óskarssonar, „Andra dans- en“, fékk á síðasta ári. Hún var ein- hver ódýrasta kvikmynd sem Svíar hafa framleitt í mörg ár — og ein- hver sú besta. Enda var manni sagt í gamla daga, að hvaða hálfviti sem væri gæti eytt peningum; vandinn væri sá að gera mikið úr litlum efn- um. Iníinn Bertelsson er leikstjóri og kvikmyndaframleiöandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.