Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 57 Árni Grélar Finnsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Einar Ingi Halldórsson, bæjarstjóri. starfsemi og munu framkvæmdir hefjast á næstu 2 til 3 árum. Gert hefur verið átak í skipu- lagsmálum og staðfest nýtt aðal- skipulag og samþykkt nýtt miðbæj- arskipulag sem og nýtt deiliskipu- lag í Setbergi. I Hafnarfirði eru góðar aðstæður til atvinnurekstrar. Staðsetning bæjarins er góð, við höfum nægar lóðir, tvær bestu hafnir landsins og dugmikinn mannafla," sagði Einar. „Bæjarstjórn hefur sett sér það stefnumark að opinberar álögur og verð á þjónustu sé að minnsta kosti sambærilegt við önnur sambærileg sveitarfélög," bætti Árni Grétar við. Þeir kváðu að hafnarfram- kvæmdum yrði haldið áfram í ár, enda skipti höfnin veigamiklu máli í atvinnulífi bæjarins. „Haldið verður áfram að fegra Hafnarfjarðarbæ," sagði Árni Grétar, „en mikið hefur verið unnið að þeim málum undanfarin ár. Nú er svo komið að Hafnarfjörður er orðinn einhver fallegasti bær landsins og eiga íbúar bæjarins þar mikinn afbragðshlut að máli. Hafnarfjörður er annað tveggja sveitarfélaga sem reka útgerð sem er algjörlega í eigu og ábyrgð bæj- arsjóðs," sagði Árni Grétar. „Á ég hér við Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar. Rekstur hennar var erfiður síð- asta ár og bæjarsjóður þurfti að styðja rekstur hennar með veru- legum fjárframlögum. Til að mynda þurfti að gera endurbætur á togurum útgerðarinnar, en þrátt fyrir ýmsar framkvæmdir stendur rekstur hennar mjög höllum fæti. Því hefur bæjarstjórn ákveðið að kjósa þriggja manna nefnd til að leita leiða til úrbóta á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækisins." Þeir sögðu að veittir yrðu styrkir til margvíslegrar starfsemi, bæði einstaklinga og samtaka. Þar mætti nefna verulegan styrk til viðbyggingar Hrafnistu, dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, að fjárhæð 600.000 krónur, en bæjar- stjórnin hefði á undanförnum ár- um styrkt þetta merka framtak Sjómannasambandsins, að reisa hjúkrunar- og dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. 900.000 króna styrkur verður veittur til kirkju- byggingar Víðistaðasóknar og 2,8 milljónir til rekstrar dagheimilis að Hörðuvöllum, en það rekur Verkakvennafélagið með miklum myndarbrag. Þá gengur einnig styrkur til leikskóla sem St. Jós- efssystur reka. Þá voru þeir inntir eftir því hversu öflug menningarstarfsemi væri í Hafnarfirði og svaraði Ein- ar: „Menningarlíf er blómlegt og fer vaxandi í Hafnarfirði. Hér eru starfandi mörg félög og klúbbar. Á síðasta ári átti Hafnarfjarðar- kaupstaður 75 ára afmæli. Færðu þá heiðurshjónin Sverrir Krist- jánsson, lyfsali, og kona hans, Ingi- björg Sigurjónsdóttir, bænum að gjöf stóra fasteign, Hafnarfjarðar- apótek á Strandgötu 34, og veglegt málverkasafn að gjöf. Þar er nú lista- og menningarstofnunin Hafnarborg til húsa. Á vegum stofnunarinnar verða haldnar 4 málverkasýningar á næstu vikum. Sú fyrsta var opnuð 24. mars og sýndi Gunnar Hjaltason þar verk sín. Jón Þór Gíslason opnaði þar sýningu laugardaginn 14. apríl, en Jón Gunnarsson og Gunnlaugur Stefán Gíslason munu sigla I kjöl- farið. Á þessu ári verður hafið að reisa sýningarsal við húseign Hafnar- borgar á Strandgötu 34. Áfram er unnið við að endurreisa Bryde- pakkhús, sem vonandi verður til- búið á þessu ári, en þar verður Sjóminjasafn ríkisins til húsa. Einnig verður haldið áfram að endurnýja innréttingar Bókasafns Hafnarfjarðar." Að lokum voru þeir spurðir hvort Hafnfirðingar og bæjarsjóður hefðu ekki drjúgar tekjur af ÍSAL. Árni Grétar svaraði: „Það er mál manna að ÍSAL hafi afgerandi áhrif á tekjur bæjarins, sem að nokkru leyti er rétt. Um helmingur þeirra sem vinna hjá ÍSAL, eru Hafnfirðingar og tekjur bæjarsjóðs af framleiðslugjaldi eru um 16 milljónir á þessu ári, sem eru rúm 5% af tekjum bæjarins." vel við nýsmíði orða, þá líður nátt- úrulega að því að forðann þrýtur og orð verða tekin hrá upp úr öðr- um málum eða af landabréfum. Allskyns tökuorð bera vott um nýja menningarstrauma og sum laga sig að reglum málsins og falla loks inn í það eins og flís við rass. Önnur eru þess eðlis að þau verða ætíð framandi, en vísa um leið út í heimsbyggðina og minna á fjarlæga staði, stundir og tung- ur. Þau skipa því ávallt sérstakan sess í hugum okkar, gefa okkur örlitla hlutdeild í heimsmenning- unni, The Global Village, og minna okkur rækilega á að við er- um Top Class Citizens. Við getum sagt bon bon við hliðina á Madam og brugðið okkur í Studio 8, Salon Ritz eða til Milano, nú eða gengið inn í Domus. öll þessi ósköp veita okkur sem sé óræða upplyftingu, einhverja loftkennda sýn út yfir hversdaginn. Einungis einn stóran skugga ber á hugvitið mikla við Laugaveginn, og ætti reyndar að banna með öllu strax á morgun. En það eru heiti eins og t.a.m. Hljóðfærahúsið, Brynja, Helgafell, Von, Iðunn, Stjörnuskóbúðin og fleiri þvílík af íslensku bergi sem skjóta upp kolli hér og þar við veginn þvert ofan í heimsmenninguna. Menn hændir að landabréfum og með ímyndun- arafl á heimsmælikvarða ættu að ráða hér bót á hið fyrsta með því þessi orðskrípi eru til háborinnar skammar svo ekki sé meira sagt. Og varla er ástæða til að örvænta um endurbætur þar sem útlend orð eru ótöluleg og hugvitið ómælt, auk þes sem út í hött er að ætlast til þess fánýtis að hin er- lendu orð beri merkingu; slík della er algert aukaatriði. Reyndar eru undur að ekki skuli leitað til þessara sömu manna og þeir fengnir til að beita hugviti sinu á þau vandamál sem daglega eru auglýst í fjölmiðlum og sögð ógnar erfið viðfangs; sum nánast óleysanleg, eins og t.d. gataspjald ríkisstjórnarinnar. Væri það gert rynni brátt upp sælutíð með þjóð- inni, og mætti hefja leikinn með nafnbreytingu algengra vanda- mála. Hin skapandi hugsun fengi þá loks að ríða röftum svo um munaði. Eða hvað stenst hugar- flug manna sem hugsa upp versl- unarheiti í líkingu við þau er að ofan getur eða þessi: Bella, Dídó, Elle, Bimm Bamm, Casa, Dux, Bombey, Ciro, Lollipop, Marella. Þarf að deila um það? ■ Nú og þegar hugvitsmenn þessir á heimsmælikvarða hafa þjónað lund sinni og leikið sér um stund, getur þjóðin loksins eftir langa mæðu andað léttar og kvakað og þakkað í þúsúnd ár með séra Matthíasi. Þórður Kristinsson 1‘órdur Kristinsson er prótsijóri vió Háskóla íslands. Njuifl RÁSUM íkarUS '****■, er tímabaert eymdinni 09 n y þjóöarmalum er á eitthvaö m owoTkalböIbætaaöben ^s. Berti Ahyg'' a- "S Megas m.a. e ný \ög ettir innaö k*y reir og Shakahneyjan ' Begg'. Dlanki, MX'Ge'r.0|ailir meölim.r 'keraSfþessari Tolia. Annars eiga a ^ Megas. '°9 e Jtir aö Brag', Kpmwj_ iatan á ore9e ^eyfum viö p'ötu. Nvia 'kar^ P athyg" °9 '^einhver □ Þorlókur Kristinsson — The Boys From Chicago. TILBODSVERÐ: 199 kr. Hljómsveitin Ikarus varö til í kringum gerö þessarar plötu. Nú, þegar nýja íkarusplatan kemur út bjóðum viö „The Boys From Chicago“ á tilboösveröi meöan upplag endist. Flestir muna ef- laust eftir Krókudílamanninum, Hvíta hestinum, Kyrrlátt kvöld við fjöröinn og Óskalag sjó- manna. □ KUKL — Söngull/Pönk fyrir byrjendur 7“ Fyrsta plata Kuklsins fáanleg aftur. □ NEW ORDER — Thieves Like Us/Murder 12“45rpm Thieves Like Us er giæný plata meö hinni vinsætu hljómsveit New Order (Blue Monday). Hér vekja New Order á ný upp gömlu aðdáendurna, jafnframt sem diskótekin koma án efa til meó aó líka platan vel. □ NEW ORDER — POWER, CORRUPTION AND LIES. Tilboósverð: 290 kr. Platan verður ekki endurútgefin Nýjar og áhugaverðar plötur: □ Axewitch — The Lord Of The Flies (Heavy Metal) □ Bauhaus — Burning From The Inside □ The Birthday Party — Mutiny □ Cabaret Voltaire — Johnny Yesno □ Julian Cope — World □ Cramps — Smell of Female □ Cure — Caterpilier/Japanese Whispers + allar hinar □ Mississippi Delta Blues Band — Greatest Hits □ Pure Overkill (Heavy Metal samansafn) □ Propaganda — Dr. Mabuse (Pottþétt danstónlist, □ San Francisnr. D!'r,;irTand (heimsóttu Island fyr«r skömmu) □ The Smiths — The Smiths (1. Ip frá einni vinsælustu hljómsv. Breta) □ The Smiths — What Differ- ence Does It Make? (12“45rpm) □ Soft Cell — This Last Night □ The Style Council — Café Bleu (Paul Weller úr Jam) □ Roger Waters — The Pros And Cons Of Hitch Hiking 12“45rpm) Eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af valls konar tónlist, blús, soul, jazz o.s.frv FURÐUVERÖLD FYRIR TÓNLISTAR ÁHUGAFÓLK Póstsendum samdægurs. Laugavegur 17 sími: 12040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.