Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 29
. - ./-MÓi^úiiláí^btö/ri^¥döÁh!ife!íð! 'AiA'í' i&4 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FOSTUDAGS Ekki rétt að fella niður beina skatta Björn Egilsson skrifar: Fyrr og síðar hefur verið mikil umræða um skattheimtu ríkisins. Fyrir áratugum var því haldið fram, að allir skattar ættu að vera óbeinir, því þá vissi lýðurinn ekki hvenær eða hvernig hann greiddi þá. Fyrir 60 árum hlustaði ég á tal tveggja merkismanna, annar var prestur en hinn hreppstjóri. Hreppstjórinn var stórríkur og hélt því fram, að allir ættu að greiða jafn mikið til ríkisins fyrir sömu vernd, sem það veitti hverj- um einstökum. Prestur var á ann- arri skoðun. Hann hélt því fram að ríkismaðurinn ætti að greiða meira, því fjármunavernd ríka mannsins væri honum miklu meira virði. Ég var þá þegar á sama máli og séra Tryggvi Kvaran. Ég tel ekki rétt að fella niður beina skatta, en um það má endalaust deila, hvað þeir eiga að vera háir. Ég hef ekki áður tekið þátt í umræðu um skattamál, enda er mér ekki sýnt um fjármál og hefur aldrei verið. En nú er ég óánægð- ur. Mér finnst persónufrádráttur vera of lágur. Persónufrádráttur er nú metinn 28 þúsund. Þessi frádráttur á tekj- um á að mæta eðlilegum og sanngjörnum framfærslukostnaði. Hjá mér er þetta þannig, að ég greiddi fyrir fæði árið sem leið 6 þúsund krónur á mánuði, krónur 200,- á dag og mun það ekki kall- ast dýrt og sex sinnum 12 eru 72 og þá dugar persónufrádráttur hjá mér fyrir fæði í fjóra og hálfan mánuð. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1983 greiddi ég eitthvað minna fyrir fæði, en það skarð fyllir leiga á herbergi. Og fslendingar þurfa föt, af því þeir búa í köldu landi og fataslit hlýtur að vera fram- færslukostnaður. Ég eyði ekki miklu í föt, nema í sláturhúsi. Þar er fataníðsla mikil. Það má vel vera, að framfærslu- kostnaður sé minni að meðaltali hjá fjölskyldu en einstaklingi. Þó með því, að fjölskyldan borði hrísgrjónavelling og hafragraut, en ekki annað í staðinn, sem dýr- ara er. Nýlega leit ég á skattskýrslu mína 1983. Þar er tekjuskattstofn 110 þúsund og ég greiddi á ellefta þúsund í útsvar og þá sá ég, að ég hafði greitt útsvar af ellilaunum, en ellilaun og greiðslur úr Lífeyr- issjóði bænda námu 35 þúsundum. Þegar ég var í sveitarstjórn áður fyrr, var fullt samkomulag um að leggja ekki útsvar á ellilaun en það var á valdi hreppsnefndar að gera það eða gera það ekki. Um daginn hitti ég oddvita í minni sveit og spurði, hvort þeir legðu útsvar á ellilaun og svaraði hann því að í fyrra hefði ég getað sótt um lækkun til hreppsnefndar. Þá datt mér í hug, það sem Sigurður sýslumaður Skagfirðinga sagði á manntalsþingi: „Vanþekking á lögunum kemur engum að haldi.“ Á árinu 1983 gaf ég 80 þúsund krónur til tveggja kirkna, þar af 60 þúsund krónur til endurbygg- ingar Hofstaðakirkju. Formenn beggja sóknarnefnda þessara kirkna sóttu um, að þessar gjafir mættu vera skattfrjálsar. Svo kom að því, að ég fékk bréf frá for- manni sóknarnefndar Hofstaða- sóknar, frú Elínborgu í Hofstaða- seli. Bréf þetta er dagsett 6. febrú- ar 1984 og fer hér á eftir: „Þar sem Pétur Sigurgeirsson biskup hefur nýlega fengið heim- ild frá ríkisskattstjóra til þess að gjafir til kirkna séu frádráttar- bærar til skatts, sendi ég þér hér með kvittun vegna gjafar þinnar til Hofstaðakirkju." Samkvæmt þessu bréfi átti ég von á, að ég fengi lækkun á tekjum ársins 1983 um 80 þúsund krónur, en svo fór þó ekki. Lögmaðurinn, sem skrifaði tölurnar á skatt- skýrslu mína, leit til hliðar á leið- beiningablaðið og sagði, að ég ætti að fá til frádráttar 10% af brúttó- tekjum en þær eru 185 þúsund krónur og frádrátturinn verður því 18.500,- krónur eða tæplega einn fjórði af þessum kirkjupen- ingum. Lögmaðurinn sagði, að kannski gæti ég fengið frádrátt á næstu árum af þessu tilefni. En ég hef ekki gagn af skattalækkun þegar ég er dauður, enda verða þá ekki skattar lagðir á mig, þó það væri löglegt að stefna dauðum áð- ur fyrr. Ég er sem sé orðinn gam- all, fæddur 1905, og svo geta aðrir reiknað aldur minn. En ég er heilsugóður, sem ekki er stjórn- völdum að þakka, og þess vegna vil ég halda áfram að gera eitthvað eins og drengirnir hjá Bjarti í Sumarhúsum. Þeir sem setja lög hér á landi eru klókir og þurfa að vera það. Þeir hafa fyrirvara, bakstoppara, svo ekki verði dregið of mikið upp úr ríkiskassanum. Sagan sannar að oft hafa stjórnmálamenn verið klókir. Einn herforingi Napóleons mikla var alltaf með meirihlutan- um, það var öruggara, og von Pap- en sendiherra Hitlers í Tyrklandi var svo mikill diplómat, svo klók- ur, að hann slapp við refsingu eft- ir stríð. Ríki og kirkja eru tengd saman og oftast hefur ríkisvaldið verið kirkjunni vel. Þó eru til menn, sem telja það engan skaða, að kirkjur falli. Fyrir alllöngu man ég eftir blaðagrein, þar sem því var and- mælt að eyða þessum ósköpum af sementi í Hallgrímskirkju og bent á, að bænagerð væri jafngild í litlu torfkirkjunni að Hofi í Öræf- um, sem í stóru steinhúsi. Vel má það vera, að bæn sé jafngóð hvar sem hún er flutt, en því ekki að brúka sement í staðinn fyrir torf, þegar það er til?.Turn Hallgríms- kirkju gnæfir yfir borgina. Hann er eins og mannlegur fingur, sem bendir til himna, þangað sem stefna ber. Ég hef verið að hugsa um að gefa Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 100 þús. krónur á þessu ári, en geri það ekki, nema þessi fjárhæð öll verði skattfrjáls. Ég vildi að þetta kæmist til Al- berts ráðherra, því hann hefur hug og dug til að leysa hnútana þó hann verði að breyta lögum og hirðir ekki um þó hann sé kallaður einræðisherra. Þessir hringdu Jökuldalur og Nýi Jökuldalur Ásgeir Guðmundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Góði Velvakandi, ég hefi með ánægju lesið Gullkornin í dálk- um þínum. Þau sem mér þykir best klippi ég út og lími í úr- klippubókina mína. Viðvíkjandi e.t.v. ónákvæmum fæðingar- og dánarárum höfunda er ekki við þig að sakast. Þá hafa nöfn höf- unda stundum verið umdeild, en það er varla á þínu færi að skera úr um slíkt. Áfram með Gull- kornin. Ætlunin var þó sú að ræða annað. Fyrrum var dalur einn hjá Tungnafellsjökli nefndur Jökuldalur. Fáfarið var um þess- ar slóðir og fór svo að lokum að fáir vissu gjörla hvar þessi dalur var. En nafnið varðveittist svo vel að það er notað ennþá. Löngu seinna rákust einhverj- ir ferðalangar á dalinn og nefndu þeir hann Nýja Jökuldal. Þykir mér þetta hið mesta ónefni. Mætti líkja þessari nafngift við að Jón Jónsson ætti son sem héti Jón Jónsson og far- ið yrði að nefna hann Nýja Jón til aðgreiningar frá þeim eldri. Hvað sem þessu líður þá skora ég á alla fjölmiðla og alla íslend- inga að nota orðið Jökuldalur en fella ónefnið Nýi Jökuldalur niður. Of dýrt í laugarnar Stella Guðmundsdóttir hringdi og hefði eftirfarandi að segja: Mig langar til að spyrja hvort borgaryfirvöldum í Reykjavík finnist ekki sanngjarnt að fólk sýni nafnskírteini við sundstaði í Reykjavík og þá fengju þeir sem væru búsettir í borginni ódýrara en þeir sem byggju utan hennar. Þessir staðir eru það miklar heilsulindir að fólk má til með að notfæra sér þá en nú kostar um 25 krónur í laugarnar og er það fulldýrt. Nýjái vörur á hverjum klukkutíma Slítþols- prófun áklæda Það borgar sig að líta inn til okkar því IDÉ húsgögn færa þér raunverulegan arö: Meö því aö vera hluthafi í IDÉ Möbler A/S, stærstu innkaupasamsteypu Noröurlanda, og taka þátt í sameigin- legum innkaupum 83 stórra hús- gangaverslana í Danmörku víöa um lönd tekst okkur aö hafa á boöstólum úrvals húsgögn — öll meö 2ja ára ábyrgö á miklu lægra veröi en aörar húsgangaverslanir geta boðiö. Gæöaeftirlit IDÉ er svo geysistrangt aö þú ert örugg(ur) um aö fá góö húsgögn þó veröið sé svona lágt. Viö eigum í einu oröi sagt dæmalaust úrval af alls konar húsgögnum og erum stanslaust aö taka viö nýjum vörusendingum. BÍS6A6N&BÖLL1N BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-61199 Ofl 81410 S3? StGeA v/öGA fi ‘\ilveR4u É6 KRLLR PW EKKÍ'N fftT PÓ HP ÞÖ DRU5L- IST MED Mfó i Biþ EÐFI TRODIR UPPIMI6J EINUM OG EINUM SNÚDlf ÞÚ GETUR REVNT HP TRLR V® MIG PE6RR PÓ ERT FRRINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.