Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 3
■' •MORGUNÖLAÐIÖ, FlMMTUPAGUR 10. MA< 1984 51 Leikdeild UMF Skallagríms í Borgamesi: Boðið að sýna Dúfna- veisluna á Listahátíð Borgarnesi, 7. maí. LEIKDEILD Umf. Skallagríms hefur fengid boð um að sýna Dúfnaveisl- una eftir Halldór Laxness á Listahátíð. Dúfnaveislan var sýnd 13 sinnum í vetur undir leikstjórn Kára Halldórs og á sýningarnar komu rétt um 1000 manns. Bandalag íslenskra leikfélaga fékk boð um að sýna leikrit á Listahátíð og auglýsti þetta boð meðal aöildarfélaga sinna. Tvö leikfélög sóttu um, Skallagrímur með Dúfnasveisluna og leikfé- lagið á Höfn með Elliærisplanið. Dómnefnd var skipuð til að gera upp á milli sýninganna en niður- staðan varð sú að báðar uppsetn- ingarnar væru vel frambæri- legar og báðum félögunum því boðið að vera með tvær sýningar hvoru á Listahátíðinni. Leikdeild Skallagríms sýnir Dúfnaveisl- una í Iðnó 6. og 7. júní en auk þess verður ein sýning enn í Borgarnesi áður en farið verður suður. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur og það sem við höf- um verið að gera,“ sagði Theódór Þórðarson, formaður leikdeildar Skallagríms, í samtali við Mbl. í þessu tilefni. „Fyrir okkur verð- ur ekki lengra komist en að fá að sýna á Listahátiö. Ég held líka að viðurkenning sem þessi geti orðið til að ýmsir heimamenn líti þetta starf okkar öðrum aug- um en áður og átti sig jafnvel á að þessi uppsetning okkar hafi nú kannski verið það athyglis- verð að ástæða hafi verið til að sjá hana.“ — HBj. Frá uppsetningu Leikdeildar Umf. Skallagríms á Dúfnaveislunni. FLUGLEIÐIR AUGLÝSA FLUG OG BÁTUR Flugleidir og Blakes-bátaleigan opna islensku ferðafólki nýja ferðamöguleika Slgllngu á húsbátl eftlr fögrum vatnalelðum Bretlands. Siðustu árin hefur mjög færst í vöxt að fólk verji sumarleyfi sinu i að sigla á húsbáti um friðsæl og falleg sveitahéruð og heimsæki skemmtilega smábæi, forna kastala og sveitakrár I rúma öld hefur ferðafólk leitað hvíldar og skemmtunar á vatnasvæðinu i Norfolk Broads við austurströnd Englands, enda hentar svæðið auk þess mjög vel fyrir byrjendur i bátasiglingum Blakes hefur í boði margar gerðir húsbáta af ýmsum stærðum. I húsbátunum eru svefnherbergi, setustofa, eldhús og bað. Allur aðbúnaður miðast við nútíma þægindi. Vistarverur eru með húsgögnum og heimilistælgum, - meira að segja litasjónvarpi Má segja að húsbáturtnn sé fqotandl lúxusíbúð. Það er afar einfalt að sigla húsbáti eftir lygnum vatnaleiðum. auðveldara en að aka bfl. Þú færð aHar nauðsynlegar upplýsingar áður en þú leggur af stað Sklpstjóratlgnlna færðu án sérstaks leyflsi Frekari upplyslngar velta söluskrtfstofur Fiugleiða. umboðs- menn og ferðaskrtfstofur. Dæmi um verð fyrir 4 m. fiölsk. Flus oe skipstjómtien ^ 45.696

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.