Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAl 1984 69 Málsnilld Um íslenska tungu, framburðar- kennslu, framsögn og ræðumennsku — eftir Arna Sigurðsson Nú á vordögum, hefur komið fram á Alþingi athyglisverð og tímabær tillaga til þingsályktunar um framburðarkennslu í íslensku og málvöndun. Góðar almennar undirtektir þingmanna við um- ræður að lokinni framsöguræðu 1. flutningsmanns, Árna Johnsen, sýndu áhuga og vilja þingmanna til að snúa vörn í sókn í þessum efnum, með því að gera átak í skólum og ríkisfjölmiðlum. MÓÐURMÁLIÐ OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN íslenskan, móðurmál okkar og tunga, hefur allt frá öndverðu ver- ið hornsteinn íslenskrar menning- ar og þeirrar arfleifðar er við höf- um hlotið frá forfeðrum okkar, og skipað hefur einn meginsessinn í íslenskri bókmenntasögu; fornrit- in. Hún varð til þess að þjappa þjóðinni saman og efla dug hennar og áræði í sjálfstæðisbaráttu okkar gegn erlendri áþján. Tung- an varð ein til þess að tengja okkur fortíðinni og okkar glæsi- lega menningararfi, fornritunum, í landi þar sem mannanna verk voru bæði fá og af vanefnum gerð og meginþorri þjóðarinnar lifði við sult og seyru. I grein er birt var hér í Morgun- blaðinu í páskavikunni, eftir Sig- urð heitinn Nordaí og bar heitið Málfrelsi, kemst hann svo að orði: „Það kveður stundum við, að tung- an, íslenskan, sé mesti kjörgripur þessarar þjóðar. Að einu leyti má undir eins færa þetta til sanns vegar. Tungan greinir manninn, framar öllu öðru, frá skynlausum skepnum. Án hennar væri mann- legt sálarlíf og félagslíf óhugs- andi. Einsætt er, að leggja beri rækt við slíkt höfuðtæki menning- arinnar, svo að sem bestum notum korni." Og síðar bætir hann svo við: „Hún er einasta fornleif vor, hennar list vor einasta þjóðlist." I þessum orðum hins virta fræði- manns, sem rituð voru fyrir hart- nær hálfri öld, endurspeglast mik- ilvægi verndunar íslensku tung- unnar og aukinnar málræktar. Skáldjöfurinn og þjóðskáldið Matthías Jochumsson kvað svo um hina íslensku tungu: Hvað er tungan? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði.— Hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs, í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. SKÓLAKERFIÐ OG TUNGAN í greinargerð með fyrrgreindri þingsályktunartillögu er lögð mik- il áhersla á mikilvægi tungunnar, hins hljómandi máls. Þar er m.a. vitnað í grein í Morgunblaðinu 10. febrúar sl. eftir prófessor Matthí- as Jónasson þar sem hann vitnar í ritgerð sína, Móðurmálsnám (Tímarit MM 1951, 3. h.) þar sem hann segir m.a.: „Rétt ritað mál, lesið á réttan hátt, hljómar sem mælt mál. Hér sannast enn á ný að sú rót, sem allar greinar máls- ins vaxa af, er tungan, hið hljóm- andi mál. Málið er hið sama, rétt lesið af bók og mælt af munni fram. Þannig numin lýkur tungan upp fyrir börnum og unglingum dýrast andlegum auði þjóðarinn- ar, bókmenntunum," Síðar segir „í skólakerfínu hefur víð- ast hvar gleymst að gefa hmu hljómandi máli nægi- legan gaum, tungunni sem birtist í framsögn, mælsku, ræðumennsku. Framsögn og ræðu- mennska ætti að verða stór þáttur í kennslu í framburði íslenskrar tungu, málvöndun og málrækt. Ef ekki sem hluti af íslenskukennsl- unni sjálfri þá sem sérstök námsgrein.“ hann: „Þannig er vanræksla í kennslu hins mælta máls að drepa alla lifandi orðsnilld. Því að mælskan hvílir á tungu manns, ekki á pennanum. Hún krefst ann- arrar tækni en ritlistin ...“ Enn segir: „Stafsetningaræfingar og skrifleg fullgreining ná aldrei til- gangi sínum, meðan hljómfegurð, myndauðgi og skýrleiki mælts máls týnast og gleymast í skugga þeirra. Ef við viljum innræta æsk- unni málvöndun, bæði að hljómi, orðvali og byggingu, þá verðum við öllu framar að kenna henni að þekkja og virða lögmál málfræð- innar i hinum síhvika straumi þess.“ I framahldi af þessu bendir prófessor Matthías á hugmyndir sínar í þá veru að stóraukin rækt verði lögð við kennslu og þjálfun í mæltu máli í grunnskólum lands- ins, þ.e. frá þriðja eða fjórða ári grunnskóla. Hann segir m.a.: „Eft- ir þrjú skólaár er allur þorri barna orðinn sæmilega læs. Þá ætti að hefjast nýr þjálfunar- áfangi í áheyrilegum lestri og framsögn og standa til loka grunnskólans." Þetta eru ákaflega athyglisverð- ar tillögur og vert að gefa þeim gaum. í skólakerfinu hefur víðast hvar gleymst að gefa hinu hljómandi máli nægilegan gaum, tungunni sem birtist í framsögn, mælsku, ræðumennsku. Framsögn og ræðumennska ætti að vera stór þáttur í kennslu í framburði ís- lenskrar tungu, málvöndun og málrækt. Ef ekki sem hluti af ís- lenskukennslunni sjálfri þá sem sérstök námsgrein. MÁLSNILLD, NAUÐ- SYN HVERJUM MENNTUÐUM MANNI Málsnilldin eða orðsins list hef- ur frá örófi alda verið talin ein göfugasta list, einhver guðdómleg- asta gjöfin sem mönnum hefur hlotnast. Mælskan hefur marg- víslega þýðingu. Hún skipar stórt hlutverk í verndun íslenskrar tungu auk þess að vera nauðsynleg hverjum þeim er vill vernda lýð- ræðið og rétt einstaklingsins, þvi mikla þýðingu hefur það fyrir hvern og einn að kunna að koma fyrir sig orði, skapar þeim sjálfstraust og gerir þeim kleift öðru fremur að tjá sig á skipuleg- an og áheyrilegan hátt. Hvar í stétt eða stöðu, sem maður stend- ur, geta alltaf þau atvik komið fyrir, að maður finni sig knúinn til þess að taka til máls. Því er nauð- synlegt að kunna tök á orðfæri sínu og geta sett skoðanir sínar skipulega fram fyrir lítinn og stóran hóp manna. Með fullum rétti má segja, að það sé skylda hvers manns að gefa gaum þeim hæfileikum að koma fyrir sig orði, því að þekking og gáfur verða lftils virði, ef ekki er unnt að koma þeim á framfæri í ræðu og riti. Dr. Gunnar Thorodd- sen benti á þetta í ritgerð sinni: „Um ræðumennsku", í ritinu Stjórnmál, sem Heimdallur gaf út 1941. Hann sagði: „Hver sá, sem vill heita menntaður maður, á að geta beitt af myndarskap talgáfu sinni, lýst hugsunum sínum og sett fram þekkingu sína skýrt og skorinort, hvar sem er, hvenær sem er og gegn hverjum sem er.“ Hann bætir svo við: „Það er oft deilt um hugtakið menntaður maður, og það eru til margar frábrugðnar skilgreiningar á því, en í rauninni er varla hægt að telja það menntaðan mann, sem hefur vanrækt talgáfu sína og framsögn, hversu glæsilegum gáf- um og fyrirferðarmiklum þekk- ingarforða sem tilveran hefur troðið í hann að öðru leyti. Það er vissulega hörmulegt, en kemur því miður stundum fyrir, að vita vel gefna og fjölfróða menn standa klumsa og orðvana, meðan grunn- hyggnir yfirborðsmenn með lipra tungu vinna hugi fólksins til framdráttar hæpnum málstað." Það er sitthvað mælgi og mælska. VARÐVEISLA ÍSLENSKRAR TUNGU, MIKILVÆGT ÞJÓÐRÆKNISMÁL Þjálfun ræðumennskunnar hef- ur einnig aðra og menningarlega þýðingu, eins og áður hefur verið bent á, og hún er sú að varðveita og fegra hina íslensku tungu, og því vert að hafa það í huga þegar rætt er um framburðarkennslu m.a. í skólum. Einn þáttur ræðu- listarinnar er að þroska talfæri sín, svo að menn verði skýrmælt- ari en áður, en sérstaklega er bent á það í greinargerð með fyrr- greindri þingsályktunartillögu. Það er staðreynd, að málspilling og mállýti spretta oft upp af óskýru tali og eiga rót sína að rekja til leti manna við að bera skýrt fram, en góður ræðumaður þarf að ná sem bestu valdi á ís- lenskri tungu og ræðumaður, sem er vel þjálfaður og undirbúinn, vandar mál sitt meira en aðrir og talar fegurra og heflaðra mál. Vinnan er móðir mælskunnar. Dr. Gunnar Thoroddsen segir i fyrr- greindri ritgerð sinni: „Það er undravert, hvernig eitt einasta orð getur verið gerólíkt eftir því, hvernig það er sagt. Hyldýpi fyrir- litningar, nístandi hæðni og hin mýksta mildi getur legið í blæ- brigðum mannsraddarinnar." Mannsröddin er undursamlegt hljóðfæri sem ásamt þjálfaðri tungu og vönduðu máli getur verið aflmikið vopn og tæki til að miðla þekkingu og upplýsingum, öllum til hagsbóta. Við ættum að gefa því gaum í þjóðfélagi okkar sem á sér svo rika menningararf- leifð og þar sem við kennum að máttur málsins sé meiri en mátt- VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Árni Sigurósson ur stálsins og penninn sé öflugra vopn en sverðið, að láta nú ekki undir höfuð leggjast, nú á 40 ára afmæli lýðveldisins, að veita þessu þjóðræknismáli, sem varðveisla íslenskrar tungu og hins hljóm- andi máls, málsnilldarinnar, er. Kennsla í framsögn og ræðu- mennsku hefur víðast hvar verið vanrækt í þjóðfélagi okkar. Úr því þarf að bæta með því að gera kennslu í framsögn og ræðu- mennsku að skyldufagi í grunn- skólum og framhaldsskólum landsins. ÆSKAN, DÝRMÆTASTI EFNIVIÐUR ÞJÓÐARINNAR í greinargerð með fyrrgreindri þingsályktunartillögu er vitnað til orða Helga Hálfdanarsonar rit- höfundar í samtali við 1. flutn- ingsmann. Hann sagði m.a.: „Tungan og æskan eru okkar dýrmætasti efniviður, en það er aðeins einn og einn kennari sem gerir sér far um að bæta málfar nemenda sinna.“ Dr. Gunnar Thoroddsen segir í ritgerð þeirri er áður var vitnað til: „Æskan lærir margt það f skólunum, sem nauðsynlegt er hverjum manni, nema það að láta i ljós í mæltu máli skoðanir sínar og hugsanir.“ Dr. Bjarni Benediktsson sagði að framtak og dugur einstaklingsins væri forsenda gæfu þjóðarheildar- innar. ORÐSINS LIST OG LÝÐRÆÐIÐ Við íslendingar búum í einu elsta þingræðisríki í heiminum. Hér er lýðræðið traust. Okkur hef- ur ávallt verið Ijós nauðsyn þess að hver og einn geti látið í ljós skoðanir sínar, verndað þær og annan rétt sinn. Skoðana- og tján- ingarfrelsið er grundvöllurinn að sönnu lýðræði. Ef við Islendingar viljum halda áfram að hlúa að tungu okkar og menningu, fornri arfleifð, lýðræðinu og rétti ein- staklingsins verðum við að bera skynbragð á að mennta og fræða æsku iandsins í orðsins list, sem birtist okkur í ræðumennsku, mælsku. Hér sannast hið fornkveðna: Þeir gjalda best sinn gamla arf, sem glaðir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjóð. Markmið okkar allra hlýtur að vera hið sama. HEILLOG HEIÐUR ÍSLANDS. Árni Sigurðsson er nemi á bók- námssviði Fjölhrautaskólans í Breiðholti og írrrrerandi formaður Málfundafélags Nemendafélags FB. GRUNN- NÁMSKEIÐ 1 MARKMIÐ: Að fræða þátttakendur um undirstöðuatriði er varða tölvur, kynna helstu hugtök og tækjabúnað. Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur átti sig á því hvernig tölvan vinnur, hvað sé hægt að framkvæma með henni. EFNI: — Grundvallarhugtök í tölvufræðum. — Stutt ágrip af sögu tölvuþróunarinnar. — Lýsing helstu tækja sem notuð eru í dag. — Hugbúnaður og vélbúnaður. — BASIC og önnur forritunarmál. — Notendaforrit: Kostir og gallar. — Æfingar á tölvuútstöðvar og smátölvur. — Kynning á notendaforritum fyrir ritvinnslu og áætlanagerð. Þ ÁTTT AKENDUR: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða munu nota tölvur og öllum þeim sem hafa hug á að kynnast tölvufræði. LEIÐBEINANDI: Björn Guömundsson, rekur eigin forritunarþjónustu. TIMI-STAÐUR: 14.—17. maí 1984, samtals 16 klst. Síðumúli 23, 3. hæð. TILKYNNIÐ PÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmennt- unarsjóður starfsmanna ríkisstofnana styrkir félaga sína til þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. STJÓRNUNARFÉIAG ISIANDS SHXJMÚLA 23 SIMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.