Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Vandamál upplýsinga- — norræn lausn Að því er mér skilst er hin tæknilega dreifingarþörf ekki lengur fyrir hendi. Sænskir sjón- varpsáhorfendur sem hafa aðgang að tveimur rásum en engu kapal- kerfi hafa mun minna valfrelsi en grannar þeirra. Danir og Norð- menn eru með áform um að bæta við nýjum sjónvarpsrásum og verður unnt að senda þær dag- skrár út án norræns gervihnattar. Þá stendur ekki annað eftir af öll- um þessum áformum en sú hug- mynd að það sé I þágu hins nor- ræna málstaðar að hluti dagskrár- efnis einstakra landa sé aðgengi- legt öðrum en sjónvarpsáhorfend- um í viðkomandi löndum. Ot af fyrir sig hef ég ekkert á móti því, en þá er spurningin hvort vert sé að leggja fjármuni og krafta í endurbætur þar sem afraksturinn yrði svo takmarkað- ur sem fyrirsjáanlegt er. Það væri rétt lausn á röngu vandamáli. Rétt vandamál snýst ekki um dreifingu heldur um framleiðslu. Þar er að tvennu að hyggja. Það sem mest hefur verið rætt í þessu sambandi eru fjárhagsörðugleikar núverandi sjónvarpsstöðva og getuleysi þeirra á sviði sköpunar. Sænska sjónvarpið er ágætt dæmi um þessi vandamál. Æ meiri hluti þeirra fjármuna sem það hefur yf- ir að ráða fer í fastan kostnað. Verkfærið er í þann veginn að ráða niðurlögum sjálfs sín. Þetta er uggvænlegt ástand með tilliti til þeirrar alþjóðlegu fjöl- miðlunarbyltingar sem er í upp- siglingu. Tryggð áhorfenda við ríkisreknu stöðvarnar er tæpast órofa, jafnvel þótt ekki sé útlit fyrir að þýzkar, franskar og rússneskar útsendingar um gervi- hnött verði ekki miklu skemmti- legri. Enn ískyggilegra er útlitið varð- andi þá hlið málsins sem varla hefur verið minnzt á enn sem komið er. Hvernig mun það koma niður á menningarlífinu I löndum okkar að ríkisreknu sjónvarps- stöðvarnar lamast á sama tíma og hið alþjóðlega framboð eykst jafnt og þétt? Vandamálið sem mér sýnist krefjast úrlausnar er þetta: Hvernig Ieysum við úr læðingi afl í löndum okkar sem I senn fram- kallar fjármuni og hæfileika I kvikmyndagerð? Er einfaldlega hægt að skapa algjörlega nýja teg- und jafnvægis milli listrænna hæfileika og sjónvarps I þessum löndum? Getur fjölmiðlunarpóli- tik loks orðið sá hornsteinn menn- ingarpólítíkurinnar sem svo ótalmargir hafa látið sig dreyma um árangurslaust? Varpa má ljósi á málið með því að rifja upp umræðu sem fram fór I sænsku blöðunum á sínum tima en hefur nú fallið í gleymskunnar dá. Þessi umræða átti sér stað sumarið 1969, fáeinum mánuðum áður en siðari sænska sjónvarps- rásin tók til starfa. Nils Erik Ba- ehrendtz, forstöðumaður sænska sjónvarpsins á frumbýlingsárum þess, skrifaði nokkurs konar erfðaskrá og birti i Expressen. Þetta voru fjórar greinar og í þeim var að mínu viti að finna það skynsamlegasta sem sett hefur verið fram um sænskt og norrænt sjónvarp. Því miður höfðu þessi skrif ekki minnstu áhrif á upp- byggingu þeirra tveggja nýju sjónvarpsrása sem þá var á döf- inni. Grundvallarspurning Ba- ehrendtz var þessi: Verður svo margt fastráðið starfsfólk hjá nýju sjónvarpsstöðvunum að í „Nýja norræna dag- skrárstofnun — nokk- urs konar sjónvarps- SAS þarf aÖ skipuleggja þannig aö sneitt veröi hjá þeim annmörkum sem núverandi sjón- varpsstöövar eru háðar: Miklum reksturskostn- aöi, stirfni skrifræðisins og stefnuleysi í dag- skrárgerð. Hiö æskilega kerfi er það sem í Danmörku hefur verið nefnt verktakakerfi.“ framtíðinni verði ekki unnt að láta vinna verkefni utan stofnun- arinnar? Hann gaf greinilega í skyn að svarið við þessari spurn- ingu væri já, um leið og hann var- aði við þeim óhjákvæmilegu af- leiðingum sem fyrr eða síðar kæmu í ljós: „Þegar kreppir að getur ástand- ið orðið ískyggilegt, einkum þegar fjárveitingar verða skornar niður. Niðurskurður mun einkum koma niður á fjárveitingum sem falla ekki undir fasta liði og jafnvel getur reynzt örðugt að fá peninga til að nægja fyrir þeirri dagskrár- gerð sem fram fer innan stofnun- arinnar." Þetta er einmitt það ástand sem við stöndum nú frammi fyrir inn- an sænska sjónvarpsins. En árið 1969 voru hinir nýráðnu dagskrár- stjórn, Hákan Unsgaard og Örjan Wallqvist ekki með neinar sér- stakar áhyggjur. Við skulum ekki álasa þeim fyrir skort á framsýni, — hver trúði því fyrir fimmtán árum að gullöld sænska fyrir- myndarþjóðfélagsins stæði ekki til eilifðarnóns? Á hinn bóginn fékk Baehrendtz kröftugar undir- tektir hjá Harry Schein, forstöðu- manni Kvikmyndastofnunarinnar, sem benti á að framleiöslueinokun ógnaði því tjáningarfrelsi sem út- sendingareinokuninni væri ætlað að tryggja. Hrakfarir í listrænni sköpun Ekki leikur vafi á því að hrak- farir sænska sjónvarpsins á sviði listrænnar sköpunar eru aö miklu leyti að kenna þeirri óæskilegu þróun sem Nils Erik Baehrendtz spáði I greinum sínum. Þegar ég tala um afturför á ég ekki við hina daglegu dagskrá, tiltölulega áreið- anlega fréttaþjónustu og þokka- lega skemmtiþætti. Mergurinn málsins felst nefnilega i þessari spurningu: Hversu margir virki- lega minnisstæðar kvikmyndir (leiknar), framhaldsmyndaflokka, leiksýningar og heimildamyndir hefur sjónvarpið gert síðan rás- irnar urðu tvær? Hversu margar þeirra mynda sem gerðar hafa verið þola dagsins ljós eftir svo sem tuttugu ár? Hefur sænska sjónvarpið borið gæfu til að upp- götva einn einasta kvikmynda- stjóra á borð við Mauritz Stiller, Uigmar Bergman, Arne Sucks- dorff og Bo Widerberg, sem allir eiga rætur að rekja til sænska kvikmyndaiðnaðarins? Svarið er auðvitað nei. Já, hví skyldum við ekki gera sllkar kröfur til fjölmiðils sem kostar okkur meira en milljarð á ári hverju? Mér skilst að ástandið sé litlu skárra á hinum Norðurlöndunum. Eigin dagskrárgerð er hlutfalls- lega allof lítil. Og alltof lítið af þeirri dagskrárgerð sem þar á sér stað er umfram það sem talizt get- ur þokkalegt handverk. Það er augljóst mál að Svíar eru þess ekki þess umkomnir að hafa á framfæri sínu tvær sjónvarps- stöðvar með eigin efni f háum gæðaflokki. Sama held ég megi segja um hin Norðurlöndin. Hjá engri Norðurlandaþjóðanna eru efnahagslegar og listrænar for- sendur til að sjá tveimur ríkis- reknum sjónvarpsstöðvum fyrir dagskrárefni, a.m.k. ekki á sama tíma og svæðisstöðvum er komið á fót. Sú almenna regla að hindrun í vegi fjölmiðlaþróunar sé fólgin í skorti á dagskrárefni, gildir jafnt á Norðurlöndum sem annars stað- ar. Með tilliti til þessa virðast áf- orm um að koma á laggirnar nýj- um sjónvarpsrásum í Noregi og Danmörku ekki sérlega skynsam- leg. Ein öflug sjónvarpsrás Bezta vörnin gegn alþjóðlegum gervihnöttum tel ég að sé í því fólgin að reka eina öfluga sjón- varpsrás sem nær til alls landsins, ásamt svæðisstöðvunum. Ég tel að svæðisstöðvarnar eigi að fá bróð- urpartinn af því fjármagni og mannafla sem verður til skipt- anna. Og það er í slíku fjölmiðlunar- kerfi sem ég vil hafa norræna gervihnattarsamvinnu. Eða rétt- ara sagt: Samvinnu þar sem gervi- hnötturinn er alls ekki aðalatriðið heldur aöeins eitt af mörgum hugsanlegum verkfærum til að hrinda f framkvæmd grundvall- arhugmyndinni, þ.e.a.s. norrænni dagskrárstofnun. Nýja norræna dagskrárstofnun — nokkurs konar sjónvarps-SAS — þarf að skipuleggja þannig að sneitt verði hýá þeim annmörkum sem núverandi sjónvarpsstöðvar eru háðar: Miklum rekstrarkostn- aði, stirfni skrifræðisins og stefnuleysi f dagskrárgerð. Hið æskilega kerfi er það sem í Dan- mörku hefur verið nefnt verktaka- kerfi. í því felst að fast starfslið beinir kröftum sfnum að innkaup- um á dagskrárefni og sérpðntun- um á dagskrárefni en ekki þvf að stjórna herskara fastráðinna tæknimanna og dagskrármanna. Þannig er hægt að komast af meö tiltölulega fámennt lið fastra starfsmanna. PBSí Bandaríkjunum Sem fyrirmynd vil ég benda á bandarísku stofnunina Public Broadcasting Service sem byggir fjárhagsafkomu sína ekki á aug- lýsingum fremur en Channel Four í Bretlandi. (Channel Four er reyndar rekin samkvæmt verk- takakerfi). Ég tel PBS ekki ein- ungis góða fyrirmynd vegna þess hve vel mannafli nýtist hja þeirri stofnun — 225 manns sem starfa í þremur borgum inna af hendi allt það starf sem unnið er. Aðal PBS er að samræma störf þeirrar deildar sem annast kaup á dag- Norræna ráöherranefndin efndi til ráðstefnu í Stokkhólmi fyrir rúmum hálfum mánuöi um sjónvarp á Norður- löndum. Á ráöstefnu þessari flutti Arne Ruth, menningarritstjóri sænska dag- blaósins Dagens Nyheter, ræðu, sem vakti mikla thygli. Arne Ruth skrifaói síðan grein sem byggð var á þessari ræðu og birtist hún fyrir skömmu í Dagens Nyheter í Stokkhólmi, Aftenposten í Osló og Politiken í Kaupmanna- höfn. Grein Arne Ruth fer hér á eftir. Svarið er tækni. En hver var spurning- in?“ Ekki alls fyrir löngu voru barm- merki með þessari áletrun næsta algeng sjón á förnum vegi og mér kemur hún í hug við iestur tillögu þar sem tíndar eru upp eftirhreyt- ur Nordsatumræðunnar — þ.e.a.s. skýrslu um norræna samvinnu um útvarp og sjónvarp um gervihnött, sem svokallaður forystuhópur á vegum Norðurlandaráðs hefur lagt fram. Skýrslan er fræðileg, skipuleg og ítarleg. En enginn hefur spurt þeirrar spurningar sem þar er svarað. Skýrslan er einfaldlega framlenging á tækninni, eins og þeir sem hana semja taka raunar fram á bls. sex — „framkvæmdin Tele-X með iðnaðar- og tjáskipta- pólitískan tilgang". í skýrslunni er hvergi minnzt á menningarpólitík. Forystuhópur- inn bjástrar við að leita uppi nor- ræn dagskrárafbrigði fyrir iðnað- arframkvæmdina Tele-X. En for- sendurnar sem svífa yfir vötnun- um gefa ekki tilefni til hug- kvæmni því að gervihnattarsam- starfið á að vera milli þeirra ríkis- reknu sjónvarpsstöðva sem þegar eru starfræktar. Við sjálfstæði þeirra má með engu móti hrófla. Tillagan felur einfaldlega í sér að þeim norrænu sjónvarpsdagskrám sem fyrir eru skuli troðið inn á tvær eða þrjár rásir á Tele-X. Svona fer þegar skrifræðið kemst í slagtog við tæknina. Þá kemur menningarpólitíkin eins og gerið á eftir deiginu; óþarfur við- auki við fullunna iðnaðarfram- kvæmd. Þegar enginn hefur borið fram fyrirspurn getur svarið auð- vitað ekki orðið annað en innan- tómt. En er þá til spurning sem kynni að kalla á annað svar? Það álít ég. Og ég verð æ vissari um mikilvægi þess að leita slíkrar spurningar. Annars mundu Norðurlandaþjóð- irnar í lok þessa áratugar sitja uppi með kynstur af tæknilegum lausnum á öðrum vandamálum en þeim sem þær búa við. Helzta ástæðan fyrir þessari skoðun minni er einföld: Það er ekki hægt að hrinda í framkvæmd neinu kostnaðarsömu norrænu verkefni nema það uppfylli aug- ljósa þörf almennings á öllum Norðurlöndunum. önnur ástæða er ekki siður ein- föld: Hvers konar sjónvarpssam- vinna sem verður til þess að skerða það athafnafrefsi sem rikisreknu sjónvarpsstöðvarnar búa þegar við fer að öllum likind- um út um þúfur sakir tregðu inn- an þessara stofnana. Örlög Nordsat Örlög Nordsat-hugmyndarinnar eru lifandi dæmi um hvort tveggja. I upphafi virtist svo sem Nordsat gæti leyst dreifingar- vanda sumra rikisreknu sjón- varpsstöðvanna og þá fyrst og fremst hinnar norsku. Möguleikar á móttöku fleiri rása freistuðu Svia sízt en þeir hafa nú þegar um tvær rásir að velja. Sænskir skoð- anasmiðir voru þar að auki al- gjörlega sannfærðir um að dag- skrárgerðarmenn í nágranna- löndunum væru upp til hópa léleg- ir leikmenn. En rothöggið fékk þessi hugmynd þó ekki fyrr en norræna ráðherranefndin kunn- gerði sína stórbrotnu tvíhyggju í málinu: Sjónvarpsstöðvunum skyldi tryggt fullkomið sjálfstæði um leið og þess var krafizt að dagskrár með menningarlegt gildi skyldu njóta verndar á þann hátt að útsendingar á þeim væru sam- ræmdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.