Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 71 fclk í fréttum Heimsmeistarar í sudur amerísk- um dönsum + Heimsmeistarakeppni áhugamanna í Suöur- Amerískum dönsum fór fram í Baden Wettingen í Sviss nýlega og voru þaö þau Lene Mikkelsen frá Árósum og Englendingurinn Colin James sem báru sigur úr býtum. Þau sigruöu líka í Evrópukeppni áhugamanna, sem fram fór í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi ( nóvember á síö- asta ári. Þau Lene og Colin eru trúlofuö og búa í Lundúnum þar sem hún starfar viö kjólasaum og hann á skrifstofu ensku járnbrautanna. „Viö erum í sjöunda himni,“ sögðu þau eftir sigurinn og eru aö hugsa um aö gera dansinn aö atvinnu sinni í framtíöinni. + Victoria Principal, feguröardísin í Dallas, vill vera sæmilega örugg um sig þegar hún bregöur sér á klósettið. Baöherbergiö í villunni hennar er þannig úr garði gert, aö þaö er eldtraust, skot- helt og glugginn á því með sérstakan, rafmagn- aöan öryggisbúnaö. Á klósettinu er svo sími, sem er tengdur beint viö öryggisvaröafyrirtæki. + Þegar Evrópumótið í glímu fór fram í Jönköp- ing (Svíþjóö fyrir nokkrum dögum ruddist ailt í einu vopnaöur maður inn á glímuvöllinn. Einn pólsku glímumannanna beið hins vegar ekki eftir þvi aö í Ijós kæmi hvaö maöurinn vildi, heldur kastaði hann sér á manninn og afvopn- aöi hann. Aö sögn sænsku lögreglunnar var hér um aö ræða mann frá ónefndu Austur-Evrópu- landi, sem var aö mótmæla því, aö fjölskylda hans fær ekki aö koma til hans. Astfangin en vill ekki giftast + Enska leikkonan Goldie Hawn, sem er 37 ára gömul, er nú oröin ástfangin af leikaranum Kurt Russ- el, sem Goldie valdi sjálf sem meö- leikara ( sinni síöustu mynd. Þaö sannast hins vegar á Goldie, aö brennt barn foröast eldinn, því að hún á aö baki tvö hjónabönd og heilan helling af mislukkuöum samböndum. „Hjónabönd enda allt- af þannig hjá mér, aö ég verö aö borga manninum stóra fjárfúlgu," sagöi Goldie. COSPER — Sjáðu, Lilli er þegar farinn að ganga. •V Hjólhýsi WMín Sumarið ’84 Tjaldvagnar, danskir — þýskir Upp að vegg og frístandandi. Mjög hagstætt verð. Setjum upp húsin ef fólk óskar. Innréttingar í sendibíla Kerrur, 3 stæröir Þ.á m. hestaflutningakerrur. Fólki til hagræðis höfum við opiö næsta laugardag og sunnudag (12. og 13.5, báöa dagana frá kl. 13—17 og sýnum ofantalda muni og fleira. Gísli Jónsson & Co hf Sundaborg 41, sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.