Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 28
. MORGUN,BlAÐJ£VFJMftlT-lJDAG.UR 1Q. MAÍ 1984 "76 3,Pctbbi, eg era& riia geúsöga mírvx. Er „ b/á-fótekur " ei tt or2 Tw HÖGNI HREKKVÍSI KartöDuneytandi hafði þessar kartöflur meðferðis og viidi vekja athygli á hversu lélegar þær væru kartöflurnar sem boðið er upp á núna. Lj6sm. Mbl. Friðþjófur. Lélegar kartöflur Kartöfluneytandi hafði samband við Velvakanda og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég keypti kartöflur i verslun hér í bænum fyrir nokkrum dög- um og sólarhring síðar ætlaði ég að sjóða þær en þá kom í ljós mik- ill ófögnuður. Mér brá illilega við þetta og vil hér með koma því á framfæri að kartöflurnar sem nú er boðið upp á eru ákaflega lélegar. Líkist verslunarháttum á 18. öld Ágústa Ágústsdóttir skrifar. Mikið er langlundargeð okkar íslendinga í kartöflumálum. Ár eftir ár hafa okkur verið boðnar óætar kartöflur. öðru hverju heyrast óánægjuraddir, en áfram skal haldið að flytja þetta óæti inn f landið. Nú heyri ég í útvarpi, að enn eigi að flytja inn þetta finnska óæti, sem þeir nefna kartöflur. Þetta líkist helst verslunarháttum á 18. öld, þegar Hörmangarar fluttu inn maðkað mjöl. Ég vil hér með skora á allar húsmæður að láta ekki bjóða sér svona vöru og einfaldlega að hætta að kaupa þetta óæti. Einnig skora ég á Neytendasamtökin að fylgja þessu máli eftir. Hvernig væri að gefa kartöfluinnflutning frjálsan, þá myndu svona verslunarhættir ekki látnir viðgangast. Stígum skrefið til fulls Diðrik Jóhannsson skrifar. Enn er ríkisstjórnin að reyna að fylla í gatið. Margar hugmyndir hafa komið fram og næstum jafn mörgum hefur verið mótmælt af hagsmunaaðilum. Hér er ein hugmynd handa heilbrigðisráð- herra. Ráðherra, fáðu landlækni til að reikna út — einu sinni enn — hversu margar milljónir kr. megi spara á þessu ári í heilbrigðiskerf- inu með einu pennastriki — með því að lögleiða fullkomlega notkun bílbelta. Þetta er ekki einkamál nokkurra, sem rísa upp og heimta frelsi handa sjálfum sér. Nei. Við höfum komið okkur upp víðtæku samtryggingarkerfi, m.a. í heil- brigðiskerfinu og þar höfum við öll skyldum og hagsmuna að gæta. Enginn hefur betur gert grein fyrir nauðsyn á notkun bílbelta en landlæknir. Lítum á reynslu ann- það strax. Við erum öll þátttak- arra og stígum skrefið til fulls og endur í umferðinni. Sóðaskapur fylgir veggspjöldum G.Þ. skrifar. Ég get ekki orða bundist vegna þess sóðaskapar sem fylgir því að límd eru plaköt í öllum litum á alla mögulega og ómögulega veggi og timburskilrúm í borginni. Ljóst er að enginn nema við- komandi eigandi getur heimilað uppsetningu auglýsinga á hús sín og er því um að ræða frekju og yfirgang þeirra sem stunda þenn- an sóðaskap. Út yfir tók þann 1. maí sl. þegar félagsmáladeild Samhygðar setti upp plaköt á nánast alla ljósa- staura fjölförnustu gatna í borg- inni auk veggja sem blöstu við umferð. Ég geri ekki ráð fyrir að borgar- yfirvöld hafi heimilað uppsetning- una svo ósmekkleg sem hún var. Ég furða mig á að félagsskapur- inn Samhygð skyli standa fyrir svona uppsetningu, því mér hefur virst sem stefna þeirra og jákvæð viðhorf til lífsins væru um margt athygli verð. Önnur spurning er svo hvað kemur til að Samhygð yfirtekur með þessum hætti hlutverk verka- lýðsforustunnar 1. maí. Menn geta deilt um efni áróð- urs, en Reykvíkingar hljóta að frábiðja sér framvegis uppsetn- ingu auglýsinga með þessum hætti og ætlast til að þeir sem að þessu stóðu, hreinsi burtu leifarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.