Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAJPI& FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 79 • Algeng sjón þegar Moses kemur aö síftustu grincjinni í 400 m grindahlaupi. Hann er einn á ferð. Keppinautar hans hafa dregist svo langt aftur úr aft þeir eru ekki sjáanlegir. íslandsmeistarinn í fimleikum: „Ætla að halda áfram keppni eins lengi og ég mögulega get“ segir Hulda Ólafsdóttir Björk HÚN VAKTI athygli fyrir liprar og vel gerftar æfingar á síðasta Ís- landsmóti í fimleikum. Enda fór það svo aö hún hreppi íslands- meistaratitilinn í greininni. Hún heitir Hulda Ólafsdóttir og er 16 ára gömul frá Hafnarfiröi. Við spuröum Huldu hvenær áhuginn á fimleikum hefði vaknaö? — Ég hef æft frá því að ág var 10 ára gömul. Ég fékk mikinn áhuga á fimleikum út frá sjón- varpinu. Ég horfi mikift á fimleika í íþróttaþættinum og viö það kviknaði áhuginn. Síðan fór ég að æfa meö fimleikafélaginu Björk, en þar stunda núna 150 stúlkur æfingar. Hver er nú uppáhaldsæfingin þín og hvaö æfir þú oft í viku? — Ég æfi alltaf fimm sinnum í viku. En svo bætast æfingar viö þegar ég æfi meö landsliöinu. Þá æfi ég allt aö 9 sinnum í viku og þaö er oröið nokkuö mikiö. Uppá- haldsæfing mín er gerö á tvíslá. Tvísláinn heillar mig og mér finnt mest gaman aö æfa á henni. Kom sigurinn á islandsmótinu þér á óvart? — Já og nei, ég gat ekki veriö meö á íslandsmótinu í fyrra þar sem ég var tognuö í hálsi. Ég var því ákveöinn í því aö gera vel núna og lagði mig alla fram og gekk vel. Þaö var ánægjulegt aö veröa ís- landsmeistari i fimleikum. Ég haföi keppt aö því og þaö tókst. Ertu ákveöin í aö æfa og keppa áfram og hvaö er nú framundan hjá fimleikafólki? — Ég ætla aö halda áfram eins lengi og ég get. En eftir því sem maður þroskast og þyngist þá veröur erfiöara aö stunda æf- ingarnar. Framundan eru stór verkefni hjá fimleikafólki. Til dæm- is landskeppni viö Skota þann 12. júní í Skotlandi. Ég hef keppt í Noregi og líka í Skotlandi og geng- iö vel og þaö þroskar mann og veitir manni mikla reynslu aö keppa ytra, sagöi Hulda, þessi geöuga fimleikastúlka sem vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil á síðasta meistaramóti í greininni. En varla þann síöasta. M0SES Hann stefnir að því að keppa 100 sinnum í röð án þess að tapa ÞAÐ jafngjlcjir sigri að ná öðru sæti þegar keppt er á móti íþróttamanni sem ber nafnið Edvin Moses. Hvernig má það nú vera, spyrja sjálfsagt margir. Jú, Ed Moses er nefnilega enginn venjulegur íþróttamaöur. Hann er eöa öllu heldur hefur veriö ósigrandi- Ed Moses á svo óvenjulegan feril aö baki í keppnis- grein sinni 400 m grindahlaupí að meö ólíkindum þykir. Hann hefur nú tekið þátt í 83 úrslitahlaupum í keppnisgrein sinni, 400 m grindahlaupi, án þess að tapa. Og ef öll hlaupin sem hann hefur gengiö í gegn um í undanrásum og milliriðlum væru talin, skiptu þau hátt á þriöja hundrað hlaupin, sem hann hefur sigraö í. En það eru víst aöeins sjálfir sigrarnir í mótun- um sem eru taldir. Moses hefur verið einvaldur og ókrýndur konungur í keppnisgrein sinni allar götur síðan árið 1976. Enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana. Ed Moses er blökkumaöur, fæddur og uppalinn í Suðurríkjun- um. Hann hóf ungur að stunda alls kyns íþróttir og var mjög liötækur körfuknattleiksmaöur á sínum yngri árum. En þegar hann hóf nám í háskóla hóf hann aö stunda frjálsar íþróttir af miklu kappi. Árangurinn lét ekki standa á sér. Hann náöi fljótt afbragðs góöum tíma í spretthlaupum svo og í 400 metra hlaupi. Hann er leggjalangur og eins og fleiri blökkumenn þá hefur hann ótrúlega mikla mýkt til aö bera. Þetta sá þjálfari hans og því lét hann Moses reyna fyrir sér i grindahlaupi. íþróttagrein sem krefst mikillar nákvæmni og mýkt- ar. Árangurinn lét ekki standa á sér. Moses setti hvert metiö al fætur ööru í skólanum. Hann reyndi fyrir sér í 110 m grinda- hlaupi og 400 m grind og náöi góöum árangri í báöum greinum. Hann sneri sér síðan alveg aö lengri vegalengdinni og hefur hald- iö sig viö hana meö slíkum árangri aö hann á ekki sinn líka. Ed Moses á í dag heimsmetiö í greininni, 47.03, sett í ágúst á síö- asta ári. Sérfræöingar spá því aö Moses eigi eftir aö bæta þaö á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar, en þar stefnir hann aö sigri. Er Moses einn af fáum sem bóka má Ólympúgull ef hann gengur heill til skógar. Slíkir eru yfirburðir hans í greininni. í dag má segja aö Moses sé at- vinnumaður í íþrótt sinni. Hann er mjög eftirsóttur á stórmót víöa um heim og tekur hann háar fjárupp- hæöir fyrir aö koma fram og keppa. Hann er einn tekjuhæsti frjálsíþróttamaöur heimsins í dag. Jafnframt hefur hann eins og svo margir miklar auglýsingatekjur. Hann segir sjálfur aö ekki sé hægt aö vera í fremstu röö nema að helga sig íþróttinni í einu og öllu. Og það hefur hann svo sann- arlega gert. Moses hefur veriö sæmdur ýmis konar viöurkenning- um á ferli sínum og þykir honum vænt um þær. Hann lítur ekki á sig sem atvinnumann. Hann gerir mik- iö af þvi aö leiöbeina ungu áhuga- sömu fólki og kemur víöa fram og heldur fyrirlestra. Hann stefnir nú markvisst aö því aö setja heimsmet og vinna gull- verölaun í 400 m grindahlaupi í Los Angeles. Fyrir framan landa sína ætlar hann aö sanna hvers hann er megnugur. Moses keppir á mörgum mót- um, og oft daglega. Síöastliðið sumar keppti hann sex sinnum í • Þaö skipti litlu méli fyrir Moses að skóþvengur hans losnaði í 400 m grindahlaupinu í Helsinki síð- astliöið sumar. Hann kom í mark sem yfirburöasigurvegari og varð heimsmeistari í greininni. einni viku. Og árangur hans var sem hér segir: Mánudagur 47,90 sek., þriöjudagur 47,14 sek., fimmtudagur 47,13 sek., föstudag- ur 47,14 sek., laugardagur 47,45 sek., sunnudagur 47,43 sek. Eng- inn íþróttamaöur í heiminum hefur náö slíkum árangri eöa getur stát- aö sig af slíku. Ed Moses er 28 ára gamall, hann hefur sett heimsmet fjórum sinnum í 400 m grindahlaupi. Hann setti sitt fyrsta met árið 1976, 47,64 sek. Tók hann heimsmetið frá Ugandabúanum John Akii-Bua. Líklega nær Moses því takmarki í sumar aö hlaupa 100 úrslitahlaup í 400 m grind án þess aö tapa. Þykir nokkrum skrýtiö aö litiö sé á annaö sætiö sem sigur? • Heimsmethafinn og -meistarinn Ecjvin Moses stefnir að því aö hlaupa 100 úrslitahlaup án þess að tapa. Jafnframt ætlar hann sér að vinna gullverölaun í Los Angeles á Olympíuleikunum í sumar. Moses hefur ekki tapaft keppni í étta ér. Ótrúlegt en satt. • íslandsmeistarinn í fimleikum kvenna Hulcja Ólafsdóttir, Björk, Hafnarfiröi. Þrír íslendingar keppa í Noregi á móti í Boccia NORDURLANDAMÓT í Boccia verftur haldið í Noregi 12.—13. maí nk. Ákveðið hefur verið að þrír íslendingar taki þátt í mót- inu. Þeir eru: Siguröur Björnsson, ÍFR, Björn Magnússon, ÍFA, og Tryggvi Haraldsson, ÍFA. Munu þeir allir keppa bæöi í eínstakl- ings- og sveitakeppni. Er þetta í fyrsta skipti sem is- land sendir liö í keppni á Noröur- landamót í Boccia. Spennandi veröur að fylgjast meö árangri ís- lensku keppendanna. ekki er ástæöa til aö ætla annað en aö þeir standi sig meö miklum sóma. Þaö sýndu tilþrif þeirra á is- landsmótinu á dögunum. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.