Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAl 1984 63 Tollvörugeymslan hf.: Áttatíu þúsund afgreiðslur 1983 — hrein veltuaukning var 26 % AÐALFUNDUR Tollvörugeymsl- unnar hf. var haldinn 26. apríl sl. á Hótel Sögu. í skýrslu formanns stjórnar fyrirtækisins, Hilmars Fenger, kom fram aó afkoma síóasta árs var góö. Hrein veltuaukning nam 26%, og samþykkt var að greiða hluthöfum 10% aró. Einnig kom fram aó ákveöið hefur veriö aö hækka hlutafé fyrirtækisins um 50%, meó útgáfu jöfnunarbréfa. f frétt frá fyrirtækinu segir, að forsvarsmenn Tollvörugeymsl- unnar hf. hafi mikinn áhuga á því að bæta enn þjónustu við við- skiptavini sína. f gangi eru við- ræður við Landsbanka Islands um stofnun útibús bankans á lóð Tollvörugeymslunnar. Einnig er unnið að því að tollstjóraembættið komi fyrir tollafgreiðslustöð, sem sinnti allri tollmeðferð þar á staðnum. Helgi K. Hjálmsson forstjóri Tollvörugeymslunnar hf. gat þess í skýrslu sinni að á síðasta ári hefði verið lokið við tölvuvæðingu fyrirtækisins, og hefði hún heppn- ast einkar vel. Sérstaklega hefði tölvuvinnslan komið að góðum notum við birgðaskráningu og eft- irlit, gerð tollskýrslna og úttekt- arbeiðna. Sagði Helgi að við- skiptavinir fyrirtækisins hefðu al- mennt notfært sér þessa nýju þjónustu og hefði það í för með sér mikið hagræði fyrir alla aðila. Á síðasta ári voru afgreiðslur Tollvörugeymslunnar um 80 þús- und og toilverðmæti, að viðbætt- um aðflutningsgjöldum, nam rúmlega 1,5 milljarði króna. At- hafnasvæði fyrirtækisins er um 20 þúsund m2 að flatarmáli og hefur að undanförnu verið leitað eftir leyfi fyrir stækkun hjá borgaryf- irvöldum. í stjórn Tollvörugeymslunnar eiga nú sæti: Hilmar Fenger, formaður, Jón Þór Jóhannsson, fé- hirðir, Bjarni Björnsson, varafor- Rekistefna í mióborginni vegna bifreidar sem lagt var Kranabill nytur á brott bifreið, sem lagt var ólöglega. ólöglega. Mori'unblaðið/Júlíus. Miðborg Reykjavíkur: Kranabflar taka bfla sem er ólöglega lagt \tk Helgi K. Hjálmsson forstjóri. maður, Óttarr Möller Björn Albertsson. og Ingi „Aö undanförnu hefur mjög boriö á, aó ökumenn háfi lagt hifreiöum sínum ólöglega í miðbænum. Þvf höfum vió gripió til þess ráós aó fá kranabíl til þess aö taka bifreiöir, sem hefur verið lagt ólöglega og hindra aóra ökumenn aó komast leiöar sinnar og gangandi vegfarend- ur oft á tíóum. Viö höfum farið meó þessar bifreiðir inn á Hverfisgötu. Þangaó hafa ökumenn sótt bifreióir sínar gegn gjaldi fyrir flutninginn,“ sagöi Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn, í samtali við Mbl. „Við höfum staðið illa að vígi þegar fólk hefur spurt hvar finna megi stæði, en eftir að bifreiða- geymslan opnaði í húsi Seðlabank- ans, hefur ástandið batnað veru- lega. Þar eru 170 bílastæði en nýt- ing þeirra hefur verið afleit. I ljósi þessa höfum við tekið harðar á því þegar ökumenn leggja bifreiðum sínum ólöglega í miðborginni. Það sætir undrum hve bifreiðastæðin í Seðlabanka- húsinu eru lítið notuð og benda mætti fyrirtækjum og bönkum í miðborginni á, að kaupa þar bíla- stæði fyrir starfsfólk sitt, svo fleiri bifreiðastæði verði í mið- borginni fyrir viðskiptavini," sagði Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga: Afkoma félagsins með besta móti — Rekstrarafgangur 8,1 millj. kr. Akureyri, 8. maí. AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn á Akureyri 5. og 6. maí. Fram kom á fundinum aö sl. ár haföi verið félaginu hagstætt rekstursár, afkoma félagsins var meö besta móti og aö efnahagur þess stendur traustum fótum. o INNLENT Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnar- formaður, setti fundinn og minntist látinna félagsmanna og starfs- manna, auk þess sem hann flutti skýrslu stjórnarinnar. Síðan fjallaði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, ýtarlega um rekstur og stöðu félags- ins. Nefndi hann sérstaklega mikinn árangur stjórnvalda í baráttunni við verðbólguna, sem ætti að geta stuðl- að að farsælum rekstri félagsins í framtíðinni, þótt vissulega væru ýmsar blikur á lofti, sérstaklega að því er varðar samdrátt í sjávarafla. Heildarvelta KEA var kr. 2.140,3 millj. kr. á árinu 1983 og nam aukn- ing frá 1982 74%, sem er nokkurn veginn í samræmi við verðbólgu. Að samstarfsfyrirtækjum meðtöldum var veltan kr. 2.663,9 millj. kr. Laun og launatengd gjöld í aðalrekstri og afurðareikningum hækkuðu að með- altali um 56% milli áranna. Beinar launagreiðslur námu rösklega 230 millj. kr. og að samstarfsfyrirtækj- um meðtöldum 291 millj. kr. Fjöldi ársstarfa hjá KEA var 1.026 og 1.249 að starfsfyrirtækjum meðtöldum og er félagið einn stærsti launagreið- andi á landinu. Á árinu innheimti félagið söluskatt fyrir ríkið að upp- hæð kr. 60,9 milj. kr., en opinber gjöld, sem færast á rekstur og af- urðareikninga námu samtals 13,7 millj. Ófrádráttarbær opinber gjöld, sem færast á rekstrarreikning, námu 3,5 millj. ög vörugjald kr. 900 þús. Rekstursreikningur ársins 1983 sýnir hagnað að fjárhæð kr. 8,1 millj. kr. Fjármunamyndun í heild- arrekstri félagsins var kr. 112,6 millj. kr., en var á árinu 1982 46,2 millj., þannig að fjármunamyndun hefur aukist hlutfallslega mjög mik- ið. Eigið fé og stofnsjóðir voru í árs- lok 678 millj. kr. og hafði aukist um 75%. Fjárfestingar félagsins á árinu 1983 urðu samtals 49,7 millj. kr., eða heldur minni að raungildi en árið 1982, enda hafði stjórn félagsins ákveðið að draga úr fjárfestingum. Til fjárfestinganna fengust ný lán að upphæð kr. 32,1 millj. kr., en afborg- anir af eldri lánum námu 24,7 millj. kr., þannig að aukning langtímalána vegna þessara fjárfestinga nam að- eins 7,4 millj. kr. Stofnsjóðir hækk- uðu um 12,4 millj. kr. og fjármagn innlánsdeildar jókst um 36,6 millj. kr., þannig að nýtt fjármagn fékkst inn í félagið til að mæta fjárfesting- unum. Varðandi ráðstöfun tekjuaf- gangs samþykkti fundurinn m.a. að 5 millj. kr. skyldu endurgreiðast í stofnsjóð og í reikninga félags- manna. Reiknaðir verða 20% vextir af innistæðum í stofnsjóði til viðbót- ar þeim vöxtum, sem þegar hafa ver- ið reiknaðir, u.þ.b. 2.150 þús. kr., auk þess sem framlag til eflingar lífeyr- issjóðs félagsins verður 1 millj. og til Menningarsjóðs KEA renna 400 þús. kr., Menningarsjóður félagsins hefur nýlega úthlutað 17 styrkjum að upp- hæð samtals kr. 285 þús. kr. til ýmiss SÁÁ kynnir starfsemi sína í Svíþjóð: „Svíar á steinaldarstigi í meðferð alkóhólista“ — segir formaður SÁÁ „ÞAÐ SEM mér þykir einna merki- legast við þetta er aö við skulum nú vera á undan hinum Noröurlanda- þjóöunum á einhverju sviöi. Svíarnir segjast vera um þrjátíu árum á eftir okkur í meðferð alkóhólisma," sagöi llendrik Berndsen, formaöur SÁA, í samtali við blaðamann Mbl. um þátttöku fimm fulltrúa SÁÁ í ráö- stefnu um áfengisvandamál í Stokkhólmi síðar í þessum mánuði. Hendrik sagði Svía vera að setja á stofn félagsskap á borð við SÁÁ og er skipulag félagsins miðað við samtökin hér á landi. „Þetta byrj- aði þannig, að hingað komu nokkr- um sinnum trúnaðarlæknir SAS og Monica Getz, kona jazzistans fræga, Stan Getz. Hún hafði kynnst þessu vandamáli, m.a. hjá manni sínum, og fékk mikinn áhuga á því, sem var að gerast hér í meðferðarmálum áfengissjúkl- inga,“ sagði Hendrik. „Þau tvö urðu svo forsprakkar fyrir stofnun samtakanna SCAA (Swedish Council on Alchoholic Abuse) og hafa notað sömu aðferð og byrjað var á hér, þ.e. að ferja fólk yfir til Bandaríkjanna í meðferð og byggja svo á þeim kjarna. Þau fengu m.a. lög og skipu- lagsskrá SÁÁ og hafa verið að móta starfsemina á þeim grunni. Fyrirhuguð ráðstefna er ætluð til að vekja almenning og stjórnvöld í Svíþjóð til umhugsunar um vandann og hvað er raunverulega hægt að gera alkóhólistum til hjálpar. Þau segja raunar að Svíar séu á steinaldarstigi hvað varðar þessi mál og að þau mæti nánast engum skilningi. Þess vegna hafa þau leitað til okkar og þannig stendur á að við erum að fara utan til að kynna okkar starfsemi og árangur á þessari ráðstefnu, sem verður haldin 13.—18. maí. Ýmsir sænskir fyrirmenn munu sitja ráðstefnuna, m.a. sænski heil- brigðisráðherrann og konungur- inn er væntanlegur í heimsókn einn daginn." ■ Hendrik sagði að sænski land- læknirinn kæmi hingað til lands í sumar til að sitja alþjóðlega læknaráðstefnu. Hann hefði sér- staklega óskað eftir því að fá að hitta fulltrúa SÁÁ að máli og að skoða sjúkrastöðvar samtakanna. „Sá árangur, sem við höfum náð hér, hefur vakið mikla athygli í útlöndum,“ sagði hann, „enda hef- ur hvergi á byggðu bóli náðst jafn mikill árangur með starfinu. Sam- bærileg samtök hafa einnig verið stofnuð í Danmörku, enda hefur allstór hópur íslendinga og Dana komið þaðan til að fara í meðferð hér. Ástandið I Danmörku er alveg hrikalegt — hér eru um 9000 manns í SÁÁ, flest svokallaðir „social drinkers“, en þar eru félag- ar samtals sjötíu. Þar þarf greini- lega að taka til hendinni og við viljum gjarnan hjálpa til.“ Rekstur nýju sjúkrastöðvarinn- ar Vogs í Grafarvogi hefur gengið mjög vel, að sögn formanns SÁÁ. „Það hefur aldrei verið meiri eftir- spurn eftir plássi," sagði hann. „Við erum stöðugt með 50—60 manns í meðferð þótt við höfum enn ekki fengið heimild til að nýta nema 30 af þeim 60 rúmum, sem eru í stöðinni. Mismuninn höfum við fjármagnað sjálfir en þetta mun standa til bóta alveg á næst- konar menningar- og félagsstarf- semi á félagssvæði KEA. Aðalmál þessa aðalfundar voru landbúnaðarmál og flutti Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi á Öng- ulsstöðum, framsögu um þau, auk þess sem Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, tók þátt í umræðum og veitti ýmsar upplýsingar. Aðalfundurinn samþykkti eftir- farandi tillögu varðandi landbúnað- armálin: „Meðal þróaðra þjóða er hvar- vetna lögð höfuðáhersla á öfluga innlenda matvælaframleiðslu sem eina af forsendum sjálfstæðis og ör- yggis hvers lands. Nágrannaþjóðir okkar hafa talið rétt að vernda landbúnað sinn með margvíslegum aðgerðum og greiða niður búvöruverð til neytenda. Ekki getur talist raunhæft að íslendingar skeri sig úr hvað þetta varðar. Því telur fundurinn að sú umræða um landbúnaðarmál, sem að undanförnu hefur borið hæst í fjölmiðlum og á hinu háa Alþingi sé á villigötum. Þessi umræða hefur einkennst af yf- irboðum um það hvernig skera má landbúnaðarframleiðsluna sem mest niður á sem skemmstum tíma og órökstuddum fullyrðingum um háan vinnslu- og dreifingarkostnað. f þessa umræðu skortir veigamikil rök til þess að hægt sé að marka þá stefnu sem landi og þjóð er fyrir bestu. Ekki má líta á landbúnað sem einkamál bænda og vinnslustöðva þeirra því augljóst er að skyndilegur samdráttur í búvöruframleiðslu nú myndi valda verulegu atvinnuleysi og því koma enn þyngra niður á þéttbýli en dreifbýli. Til að meta þessi áhrif af raunsæi þarf að safna upplýsingum, t.d. um starfsmanna- fjölda og verðmætamyndun í bú- vöruiðnaði. Því skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að láta nú þegar gera löngu ákveðna úttekt á þjóðhagslegu gildi landbúnaðarins. Með niðurstöð- ur slíkrar úttektar að leiðarljósi þurfa þeir sem málið varðar — neyt- endur, starfsfólk í búvöruiðnaði og bændur — að taka höndum saman og marka ábyrga og öfgalausa stefnu um framtíð landbúnaðar á íslandi, þannig að þörf markaðarins verði mætt sem best á hverjum tima.“ Úr stjórn félagsins áttu að ganga Hjörtur E. Þórarinsson og Jóhannes Sigvaldason, en þeir voru báðir endurkjörnir. í varastjórn voru kjörnir Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, Öngulsstöðum, Magnús Stefáns- son, Fagraskógi, og Þóroddur Jó- hannsson, Akureyri. Aðalfundurinn sátu 242 fulltrúar af 257, sem rétt áttu til fundarsetu. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.