Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 IÐFÁXI Tímaritið Eiðfaxi EIÐFAXI, fjórða tölublað 1984 er komið út. Auk ýmissa hestafrétta eru í ritinu viðtöl við Árna Þórðarson og Marinó frá Skáney, Maja Loeb- ell skrifar um þjálfunaráætlun keppnishests, Þorkell Bjarnason skrifar um sýningarnefnd og af- kvæmadóma á kynbótahrossum, Kristinn Hugason skrifar um meðgöngutíma og fengitíma hjá hryssum. Ritstjóri Eiðfaxa er Hjalti Jón Sveinsson og ritstjórnarfulltrúi Sigurður Sigmundsson. Borgarstjórn Reykjavíkur: Viðgerðir á höggmyndum Á borgarstjórnarfundi á fimmtudag var tillaga frá borg- arfulitrúum Alþýóubandalagsins á dagskrá um að borgarstjórn beindi því til nefndar vegna und- irbúnings 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar, að hún láti gera áætlun um lagfæringu og merkingu höggmynda í Reykja- vík. Einnig tillaga frá Gerði Steinþórsdóttur (F), um að gefin yrði út eins konar sýningarskrá með höggmyndum í Reykjavík og að höggmyndir í Reykjavík heyrðu undir stjórn Ásmundar- safns og garðyrkjustjóra frá næstu áramótum. Að tillögu Huldu Valtýsdótt- ur, formanns umhverfisráðs borgarinnar, var þessum til- lögum vísað til umhverfisráðs. Sagði Hulda að starfsnefnd, sem unnið hefði skýrslu á veg- um umhverfisráðs um ástand höggmynda í Reykjavík, hefði verið falið að vinna að for- gangsröðun varðandi viðgerð- ar- og hreinsunarverkefni á höggmyndunum. Þá hefði um- hverfisráð falið garðyrkju- stjóra að skrifa öðrum eigend- um höggmynda í Reykjavík varðandi viðhald, þar sem þess væri þörf. Því væri eðlilegt að þessum tillögum væri vísað til umhverfisráðs. Hver verður næsti heimsmeistari í skák? Skák Gunnar Gunnarsson Einvígi þeirra Kasparovs og Smyslovs hefur farið fram með óvenju kyrrlátum hætti, því fyrir- fram var vitað að Kasparov myndi fara þar með sigur af hólmi. Enda þótt hinn fyrrum heimsmeistari, Vasily Smyslov, hafi komið á óvart með öruggri taflmennsku í einvíginu við Ungverjann Ribli, þá töldu flestir hann hafa heldur litla möguleika á móti Kasparov, sem líka hefur komið á daginn. Til þess að tryggja sér réttinn á að skora á heimsmeistarann Karp- ov hefur Kasparov þurft að leggja að velli nokkra snjalla skákmeist- ara. Gaman er að rifja upp hvern- ig hann hefur rutt úr vegi hverri hindruninni á fætur annarri. Fyrst byrjaði hann á að sigra í millisvæðamótinu i Moskva 1982, en í öðru sæti varð Beljavsky og þeir tveir komust áfram. Þá varð Tal að láta sér nægja 3. sætið hálf- um vinningi á eftir Beljavsky. Hinir sem komust áfram voru þeir Portisch og Torre og Ribli og Smys- lov í hinum mótunum, og síðan bættust þeir Hiibner og Kortsnoj. Eins og flestir skákunnendur muna vann síðan Smyslov Hiibner, Ribli vann Torre, Kortsnoj vann Portisch og Kasparov vann Belj- avsky. Flestum er svo enn í fersku minni einvígi þeirra fjórmenninga í London sl., haust, Kasparovs og Kortsnoj og Smyslovs og Ribli. Það er hinsvegar önnur saga allt það fjaðrafok sem Sovétmenn þyrluðu upp með því að neita að tefla á hinum upprunalega fyrirhugaða stað: Pasadena í Bandaríkjunum. Var ekki laust við að hrikti enn einu sinni í stoðum FIDE út af öllum þeim gauragangi. Var það mikil þolraun fyrir eftirmann Friðriks í forsetastóli FIDE, ('ampomanes frá Filippseyjum. Nú þegar eru uppi miklar vangaveltur hvar eigi að halda næsta heimsmeistaraeinvígi í skák. Að sjálfsögðu bendir allt til að það verði haldið ( föðurlandi beggja keppendanna en þó hafa Englend- ingar lýst áhuga sínum á að halda það að hluta til í London. Núverandi heimsmeistari, Anatoly Karpov Karpov fæddist í Leningrad 23. maí 1951 og verður því bráðlega 33 ára gamall. í apríl 1975 var hann krýndur sem heimsmeistari í skák þar eð Fischer neitaði að tefla við hann. Allur skákheimurinn beið eftir einvígi þeirra til að fá úr því skorið hvort nokkur gæti ógnað veldi Bobby Fischers. Margir töldu í fyrstu að Karpov væri því í raun einungis „gerviheimsmeist- ari“, annar sterkari sæti heima. En á næstu árum átti Karpov eftir að sannfæra menn um hið gagn- stæða. Hann hóf að tefla í hverju stórmótinu á fætur öðru og bar alltaf sigur úr býtum. Þegar svo kom að fyrra heimsmeistaraein- víginu við Kortsnoj í Baguio á Fil- ippseyjum 1978 sannaði hann svo ekki varð um villst að hann var verðugur titilsins. Þeir tefldu 32 skákir og úrslitin urðu þau að Karpov varð fyrri til að sigra í 6 skákum, Kortsnoj vann 5, en heildarúrslit urðu þau að Karpov hlaut 16 ‘á vinning en Kortsnoj 15 Vfe. Fjórum árum seinna endurtók sagan sig: Karpov vann Kortsnoj í Karpov Merano á ltalíu 1982, en þá náði Karpov 6. sigrinum i 18. skákinni. Það sem mest einkennir stíl Karpovs er hvað hann virðist tefla áreynslulaust og með miklum létt- leika. Skákir margra skák- meistara bera oft keim af miklum átökum og þeir jafnvel líða fyrir það að finna leiðina til sköpunar. í skákum Fischers mátti oft finna mikinn kraft og sigurvilja. Karpov er miklu afslappaðri; rólegur og yfirvegaður, atburðarásin virðist ekki hröð, hann tekur sjaldan áhættu, en hann forðast alltaf að lenda í tímaþröng. Hann tekur ákvarðanir á undraskjótum tíma og er fljótur að meta stöður. Það er mjög algengt að hann eigi klukkutíma til góða á móti hinum lánlausa andstæðingi sínum. Skilningur hans á skák er honum jafn eðlilegur og móðurmálið, og má óhikað telja Karpov einn af hinum mestu skáksnillingum sem uppi hafa verið. Snillingurinn Kasparov Kasparov hefur oft verið líkt við mestu listamenn skáksögunnar, t.d. Aljekín, Fischer og Tal en þeir höfðu allir það sameiginlegt að tefla mjög hvassan stíl, og vera mjög skapandi og hugmyndaríkir. Skákir þessara snillinga hafa oft yljað skákunnendum um hjarta- ræturnar því svo stórfenglega hafa þeir teflt. Skákstíll Kasp- arovs er feiknarlega kraftmikill, en jafnframt hefur hann agað sig og teflir nú af miklu meiri fjöl- breytileik en nokkru sinni fyrr. í einvíginu við Kortsnoj t.d. sýndi hann að hann er ekki síðri í enda- tafli en i byrjunum. Hann hefur það sameiginlegt með Karpov að hann er geysifljótur að hugsa og kemst sárasjaldan i tímahrak. Einvígi þeirra Karpovs og Kasp- arovs verður tilhlökkunarefni allra skákunnenda, en það hefst i byrjun september nk. Ummæli skákmeistara um Karpov og Kasparov Kortsnoj um Kasparov: „Hann (þ.e. Kasparov) skortir al- gerlega þann eiginleika að vera þolinmóður, en það er mjög þýð- ingarmikið fyrir hvern skákmann. Hann skortir þolinmæði til að notfæra sér smávægilegan hagn- að. 1 öllum skákum leikur hann Da4, Dh5 eða Ba6, alltaf löngum leikjum; hann leikur alltaf mönnum sínum eins langt og þeir komast." Botvinnik um Karpov: „Skákir Karpovs undanfarið bera vott um vissa stöðnun. En hann er „hagsýnn" skákmaður og slíkir skákmenn tefla vel allt fram Norðmenn á haukalóð við landið: Fá 115 krónur fyrir lúðukílóið í Noregi Vonast eftir 115.000 króna hlut fyrir þriggja vikna túr „ÞESSI túr hefur gengið mjög vel hjá okkur og lítur út fyrir góða afkomu, bæði útgerðarinnar og áhafnarinnar. Mest höfum við haft 3 lestir af lúðu á dag en eftir tæpan hálfan mánuð erum við komnir með 14 lestir og vonumst til að ná 25 áður en túrnum lýkur þann 15. maí,“ sagði Karl Longva, matsveinn á línubátn- um Harhaug frá Álasundi, sem nú er á lúðulínu hér við land, í Noregi i samtali við Morgunblaðið. „Við komum á miðin í kantinum vestur af landinu 27. apríl og höfum verið ákaflega heppnir með veður. Það eina, sem hefur valdið okkur erfiðleikum eru háhyrningarnir. Þeir liggja í hópum í námunda við skipið og þegar við drögum línuna stinga þeir sér niður og rífa lúðuna af krókunum. Við fáum stundum bara blákjaftinn af lúöunni upp. Það kveður misjafnlega rammt að þessu, en á mánudaginn gátum við ekkert aðhafzt í 12 tíma vegna þessa. Við höfum reynt að keyra burt frá línunni á hægri ferð og láta háhyrninga elta okkur og keyra síð- an á fullu til baka til að losna við þá og hefur það gengið þokkalega. Afkoma áhafnar og útgerðar af þessum veiðum er mjög góð. Við fáum um 115 krónur fyrir kílóið af lúðunni, en hún er heilfryst um borð. Þannig gefur þriggja lesta dagur um 19.000 krónur á mann og náum við.25 lestum í túrnum gefur hann okkur um 115.000 krónur, sem vissulega er dágott fyrir þrjár vik- ur. Við erum 11 um borð og drögum um 7.000 króka daglega. Nú hefur aflakvóti okkar við ís- land verið minnkaður niður í 1.000 lestir og mega aðeins 10% þess vera þorskur. Því má segja að lúðulínan sé eina leiðin til að ná hagnaði út úr þessu. Við getum einnig veitt tals- vert af keilu, en fyrir hana fáum við of lítið verð til þess, að þessi langa Karl Longva, matsveinn á norska línubátnum Harhaug. sigling, 800 til 900 mílur, borgi sig. Veiðitímabilið stendur yfir frá 27. apríl til 13. júní og nú eru þrír norskir línubátar að veiðum hér og aðrir þrír á leiðinni hingað. Við reiknum með að koma annan túr hingað og vonumst jafnframt eftir því, að veiðitíminn verði lengdur og kvótinn verði aukinn,“ sagði Karl LongVa. Sjónvarpsmóttökuskermur Hljómbæjar: Uppsetningu seinkar lítillega „ÞAÐ seinkar lítillega uppsetningu móttökuskermsins hjá okkur vegna þess, að framleiðandinn lofaði eitt- hvað upp f ermina á sér. Þá hefur komið fram möguleiki á að nota minni skerm en upphaflega var ætlað og munum við prufa hann fyrst, líklega um næstu mánaðamót,“ sagði Birgir Hermannsson, framkvæmdastjóri Hljómbæjar, er blm. Morgunblaðsins innti hann eftir því, hvenær móttöku- skermurinn yrði settur upp. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu er hér um að ræða mót- tökuskerm, sem taka mun á móti efni á 12 rásum frá gervitunglum, sem endurvarpa efni evrópskra sjónvarpsstöðva. Birgir Hermanns- son sagði, að þeir myndu fyrst í stað sjá hvernig móttakan kæmi út og síðar taka ákvörðun um það hvort efninu yrði dreift. Þeir hefðu fullan rétt til þess að taka efnið niður fyrir sjálfa sig, en óljóst væri með dreif- ingarheimild. Þá myndi Hljómbær einnig taka að sér að útvega mót- tökuskerma fyrir almenning ef áhugi á slíkum kaupum væri fyrir hendi. Harhaug heldur á miðin á ný eftir að hafa tekið vistir í Reykjavík og skilið matsveininn eftir, en hann er á leið heim til að ferma dóttur sína. Morgunblaöiö/Rax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.