Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 67 Hofeós: Búnaðarbankinn í nýtt húsnæði Bæ, HöfAastrftnd, 3. mal. EFTIR góðan vetur hér í Skagafirði kom um sumarmálin páskahret, sem fólk telur sjálfsagðan hlut. Fimm daga ótíð var þá, og setti niður fönn, meiri en áður hefur komið I vetur. Nú um mánaðamót aprfl—maí er þó öll fönn tekin upp á láglendi og tún að byrja að graenka, en eru blaut og jafnvel klakahlaup komin í jörðu. Sumstaðar er byrjað að bera á til- búinn áburð. Vorfuglar eru að koma og spá manna er, að sumarið verði gott og gjöfult Grásleppuveiði hefur verið betri en síðastliðin ár. Togarar Skag- firðinga hafa aflað vel að undan- förnu og smærri bátar eru að byrja á fiski hér innfjarðar. Er hann fullur af rækju og toðnu. Utan Skagafjarðar virðist eitt- hvað vera að byrja fiskiganga því vel hefur orðið vart á handfæri fyrir utan. Árið 1973 voru þrettán tungl á lofti og árið að mörgu leyti merki- legt hér i Skagafirði. Klakalaus tún voru í mars en óstillt mjög. 17. nóvember var félagsheimili fyrir Hofsós og nágrenni vígt með mikl- um myndarbrag, og 30. nóvember þetta ár var Sparisjóður Hofsóss, sem stofnaður var um aldamótin tagður undir Búnaðarbankann og útibú frá þeim banka opnað á Hofsósi þann dag. Fyrsta innlegg- ið var frá aldraðri konu, fimm þúsund krónur, og fékk hún fagr- an blómvönd frá bankanum. Síðan þetta gerðist, fyrir rúmum tíu ár- um, hefur bankaútibúið verið rek- ið í einu leiguherbergi á staðnum, með einum starfsmanni, þeim sama frá byrjun, Pálma Rögn- valdssyni. Þjónusta þessi hefur verið ómetanleg fyrir byggðarlag- ið og hafa býsna miklir fjármunir gengið um hendur Pálma útibús- stjóra. Nú 3. maí er nýr áfangi stiginn þegar bankastarfsemin flyst í eig- in húsnæöi, sem byggt hefur verið hér á svokölluðum Hofsósbökkum, sem er talinn einn fegursti útsýn- isstaður í Skagafirði. Við Austur- Skagfirðingar þökkum góða þjón- ustu bankans og óskum honum velfarnaðar í nýju og ágætu hús- næði. Björn. eigendur Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir MAZDA bíla á mjög hagstæðu verði. Dæmi um verð á komplett pústkerfum: í í í MAZDA 929 árg. ’74-’78 kr. 3.338 MAZDA 929 árg. ’79-’81 kr. 3.249 MAZDA 626 árg. ’79-’81 kr. 3.123 MAZDA 323 árg. ’77-’80 kr. 2.894 MAZDA 323 árg. ’81-’84 kr. 3.158 MAZDA 818 allar árg. kr. 2.509 MAZDA 616 allar árg. kr. 2.934 í í í ísetnmgarþjónusta á stadnum. Notið eingöngu EKTA MAZDA VARAHLUTI eins og fram- leiðandinn mælir fyrir um. ÞAÐ MARGBORGAR SIG. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 Fyrirliggjandi í birgðastöð Heildregnar pípur Sverleikar: 1“ -10“ Din 2448/1629/3 ST35 oOO O o Oooo OOo SINDRA AmSTALHF Borgartúni 31 sími 27222 GÆDIN L^%ni ii GRUI ICokkarnir á virtustu veitingahúsum um allan heim velja ávallt besta fáanlega hráefnið til matargerðar. Þeir hafa úr mörgu að velja. Þegar þeir velja íslenska fiskinn gera þeir það gæðanna vegna. Með því að velja íslenskan fisk telja þeir sig vissa um að viðskiptavinirnir verði ánægðir og komi aftur. Það er því sameiginlegt markmið allra sem starfa við sjávarútveg að gæði íslenska fisksins sóu ávallt sem mest. Kymvngnrslórl tyrr bætlum hskgæómn ptotgptidHjifrito Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.