Morgunblaðið - 15.05.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.05.1984, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 109. tbl. 71. árg.____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Þingkosningarnar á Filippseyjum: Óvæntur árangur hjá stjórnarandstæðingum Manila, 14. maí, AP. Blódsúthellingar, ásakanir um víð- tæk kosningasvik og miklar mót- mælagöngur gegn stjórnvöldum landsins mótuðu kosningadaginn á Filippseyjum í dag. Jafnframt hafði árangur andstæðinga Marcosar for- seta komið mjög á óvart, en fram- bjóðendur þeirra höfðu náð forskoti í mörgum kjördæmum, þar sem þeim hafði verið spáð litlu gengi. Ekki var gert ráð fyrir, að end- anleg úrslit kosninganna yrðu kunn fyrr en á morgun, þriðjudag. Samkvæmt þeim tölum, sem lágu fyrir í kvöld, höfðu stjórnarand- stæðingar forystu í 62 kjördæm- um en frambjóðendur flokks Marcosar í aðeins 36 kjördæmum. Á kjörskrá voru nær 25 millj. manns og var kosningaþátttaka víðast mjög mikil bæði í borgum og úti á landsbyggðinni, en landið samanstendur af 7.100 eyjum. Kosið var um 183 þíngsæti á þjóð- þingi landsins. Mjög róstusamt hefur verið á Filippseyjum undanfarna daga og dró ekki úr því, er kjördagur nálg- aðist. Að minnsta kosti 49 manns, aðallega hermenn og lögreglu- menn, biðu bana í kosningaóeirð- um, sem urðu í gærkvöldi og í dag. Aqapito Aquino, bróðir Benigno Aqu- inos, hins myrta stjórnarandstöðu- leiðtoga á Filippseyjum, gengur að kjörborðinu í gær. Ævintýraleg- NATO fundur um varnarmál ur næturflótti frá Póllandi Stokkhólmi, 14. maí. Frá fréttaritara Morgunhlaósins, Erik Liden, og AP. SJÖ Pólverjar báöu um hæli í Svíþjóð í dag sem pólitískir flóttamenn, eftir að hafa flogið með lítilli sjúkraflugvél í lág- flugi frá Póllandi yfir Eystra- salt. Er þetta í annað sinn, sem flóttamenn frá Póllandi nota þessa flugvél til þess að flýja heimaland sitt. í hópi flóttamannanna eru fimm fullorðnir á aldrinum Loftárás á olíuskip á Persaflóa Kuwait, 14. maí. AP. OLÍUSKIP í eigu stjórnarinnar í Kuwait varð fyrir loftárás á Persaflóa í dag. Lentu tvær eld- flaugar á skipinu, sem varð fyrir miklum skemmdum. Eld- ur kom upp í skipinu, en það tókst þó að slökkva hann að nokkrum tíma liðnum. Gat skipið síðan haldið fór sinni áfram af eigin rammleik til Kuwait. Aðeins tveir af áhöfn skipsins særðust lítillega og þykir mesta mildi, að ekki skyldi hljótast meira mann- tjón af. Herstjórnin í Irak lýsti því yfir í kvöld, að það hefði ekki verið flugvél það- an, sem stóð að loftárásinni í dag. Sama máli gegndi um loftárás, sem gerð var á olíu- skip á Persaflóa á laugardag. Var því haldið fram afdrátt- arlaust, að írakar bæru enga ábyrgð á henni. 30—40 ára og tvö börn. Flug- vél þeirra lenti á Sturup- flugvelli við Málmey um kl. hálf þrjú í nótt. Höfðu þeir flogið vélinni í mjög lítilli hæð til þess að hennar yrði ekki vart á pólskum radar- stöðvum. Talið er víst, að flótta- mönnunum verði veitt póli- tískt hæli í ^víþjóð. Voru þeir yfirheyrðir af lögreglunni í Málmey í dag, en flótti þeirra er talinn bera vott um mikla dirfsku. Það er skoðun lög- reglunnar, að hér sé á ferð- inni sama flugvél og sú, sem notuð var við flótta annars hóps af Pólverjum til Sví- þjóðar í júní 1982, en sá flótti átti sér stað undir mjög áhrifamiklum kringumstæð- um, líkt og flóttinn nú. Stuðningsmenn Khadafys hrópa vígorð og halda á loft spjöldum með mynd- um af leiðtoga sínum. Mynd þessi er af útifundi á aðaltorgi Tripoli í gær, en fundur þessi var haldinn til stuðnings Khadafy eftir uppreisnartilraun þá, sem gerð var gegn honum í síðustu viku. Kríissd, 14. maí. AP. Varnarmálaráðherrar Atlants- hafsbandalagsins koma saman í Briissel á morgun, þriðjudag, til þriggja daga fundar. Er talið, að nú þegar lokið er að mestu upp- setningu nýrra meðaldrægra eldflauga í aðildarlöndum NATO í Vestur-Evrópu, sé sú skoðun ríkjandi innan banda- lagsins, að efla þurfi varnarmátt þess með svokölluðum hefð- bundnum vopnum. Er því gert ráð fyrir að viðræðurnar nú muni einkum fjalla um þennan þátt í vörnum bandalagsins. Jafnframt er talið, að aðildarlönd NATO í V-Evrópu muni leggja áherzlu á framlög landa sinna til NATO og svara þannig þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið á Banda- ríkjaþingi um, að þessi lönd leggi ekki sitt af mörkum til bandalagsins. Fundur þessi fer fram sam- tímis því, sem fregnir berast af ákvörðun Sovétríkjanna um að koma fyrir nýjum kjarn- orkueldflaugum af SS-gerð í Austur-Þýzkalandi. Er talið víst, að á fundi NATO nú verði rætt um, hvernig brugðizt skuli við þessari ráðstöfun. Spennan magnast mjög milli Túnis og Líbýu Túnisborg, 14. maí. AP. STJÓRN Moammar Khadafys í Líbýu er byrjuð að vísa Túnisbúum búsettum þar úr landi svo hundruðum skiptir. Gerist þetta í kjölfar ásakana Lfbýustjórnar í síðustu viku um, að í Túnis séu bækistöðvar afía, sem kyndi undir upp- reisnum og innanlandsófriði í Líbýu. Á sunnudag voru 50 Tún- isbúar reknir burt frá Líbýu og fréttir bárust af því í dag, að miklum fjölda Túnis- manna hefði verið safnað saman við E1 Gharyan um 40 km fyrir sunnan Tripoli og biði þeirra ekki annað en að verða reknir úr landi. Engar ástæður hafa enn verið til- greindar af hálfu Líbýu- stjórnar. Alls eru um 75.000 Túnisbúar búsettir í Líbýu og hafa þeir eiiikum unnið þar við verzlun og iðnað. Sú mikla spenna, sem kom- in er upp svo skyndilega milli landanna hefur vakið mikinn kvíða og ugg í Túnis. Er á það bent, að Líbýuher ræður yfir miklum fjölda nýrra her- gagna frá Sovétríkjunum og myndi hafa verulega yfir- burði yfir her Túnis, ef koma kynni til hernaðarátaka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.