Morgunblaðið - 15.05.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984
29
Minning:
Ferdinand H.
Jóhannsson
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför Ferdinands
H. Jóhannssonar, er lést föstudag-
inn 4. maí sl. Hann hafði kennt
lasleika undanfarin misseri, þó
það væri ekki áberandi, sökum
þess hve vel hann bar sig.
í október sl. veiktist hann
snögglega og var fluttur í Land-
spítalann, um jólaleytið komst
hann heim og bjó við nokkra
heilsu, eða þar til í mars að leiðin
lá í Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík
þar sem hann dvaldi, að undan-
skildum páskadögum, að hann
fékk notið þess að vera heima, þá
helsjúkur orðinn.
Ferdinand var fæddur í Reykja-
vík 2. september 1910, sonur hjón-
anna Guðlaugar Árnadóttur og
Jóhanns H. Jóhannssonar, er
fyrstur veitti forstöðu Manntals-
skrifstofunni í Reykjavík. Ferdin-
and fór snemma að vinna, eins og
flestir unglingar á þeim tíma. Um
tvítugsaldur fór hann til sjós, þar
til leið hans lá á Manntalsskrif-
stofuna, þar sem hann vann undir
strangri stjórn föður síns meðan
hans naut við, og allt til ársins
1977, að hann hætti störfum fyrir
aldurssakir.
Fyrstu áratugina, sem Mann-
talsskrifstofan starfaði, var
manntal tekið árlega, með þeim
hætti að skýrslublöð voru borin í
hvert hús í Reykjavík og innheimt
nokkrum dögum síðar. Verkefni
Manntalsskrifstofunnar var
margþætt, unnin var kjörskrá
fyrir hverjar Alþingis- og bæjar-
stjórnarkosningar o.m.fl. Þar
störfuðu menn með afburðagóða
rithönd, Ferdinand var einn
þeirra, vandvirkni og snyrti-
mennska voru honum eðlislæg.
Á jólum 1935 kvæntist Ferdin-
and ungri og glæsilegri stúlku,
Báru, dóttur hjónanna Lýðs 111-
ugasonar og Kristínar Hall-
af „Uppeldi“
ÚT ER komið „Uppeldi", tímarit fé-
lags uppeldisfræðinga við Háskóla
íslands. Efni blaðsins er fjölþætt,
þ.á m. greinar um tölvur í skóla-
starfi, skólaráðgjöf og friðaruppeldi.
Prentun annaðist Prentstofa G.
Benediktssonar. Blaðið er fáanlegt
í Bóksölu stúdenta.
(Fréttatilkynning.)
7~~ |
XJöfdar til
n fólks í öllum
starfsgreinum!
varðsdóttur, sem þá bjuggu í
Reykjavík, Snæfellingar að ætt-
erni.
Bára og Ferdinand eignuðust 4
börn, þau eru: Ægir, kvæntur
Guðrúnu Auði Marinósdóttur;
Hallvarður, kvæntur Sesselju
Jónsdóttur; Kristín, gift Oddi
Jónssyni og Hafþór, kvæntur
Hrafnhildi Þorgeirsdóttur, barna-
börnin eru 10, sem öll hafa fengið
að njóta félagsskapar afa síns, um
lengri eða skemmri tíma.
Ferdinand var hjálpsamur og
greiðvikinn, sem lýsti sér meðal
annars í því, hve fljótur hann var
að leysa úr vanda aldraðra og
sjúkra, er þurftu á fyrirgreiðslu að
halda.
Ferdinand hafði hressilega
framgöngu, enda skapmikill, og
lét skoðanir sínar einarðlega í
ljósi, honum fylgdi frískandi and-
blær, sem gerði hann að aufúsu-
gesti, eins var hann heim að
sækja, hress í anda þar sem gest-
risni og höfðingslund ríkti á heim-
ili þeirra hjóna.
Nú þegar leiðir skilur um stund,
þakka ég og fjölskylda mín sam-
fylgdina frá fyrstu tíð, og óska
honum velfarnaðar á nýjum
lífsbrautum, og eins og þrá hans
til að komast heim um páskana
varð að veruleika, eins megi ferðin
sem nú er hafin að heiman einnig
verða ferðin heim.
Eiginkonu hans, Báru, sem af
einstakri alúð annaðist hann í
veikindunum og vakti yfir honum
dag og nótt síðustu stundirnar,
votta ég dýpstu samúð, og bið
henni og fjölskyldunni blessunar
um ókomin ár.
Hjörtur F. Jónsson
engaráhyggjur
Kynntu þér kjörin sem
bankinn býöur sparendum. Beröu
þau saman viö þaö sem aörir bank-
arbjóða núna.
Viö bjóöum 21,6% ársávöxtun á
BANKAREIKNINGI MEÐ BÓNUS.
Þú getur valiö milli þess aö hafa
slíka reikninga verötn/ggöa eöa
óverðtryggða.
Þú mátt einnig færa á milli þessara
reikninga, án þess aö þaö skeröi
bónus eöa lengi 6 mánaöa bindi-
tíma.
þessu fellst mikiö ön/ggi - ef verðbólgan vex.
Mnaðaibankmn
Fer eigin leiöir-fyrirsparendur