Morgunblaðið - 15.05.1984, Page 29

Morgunblaðið - 15.05.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984 33 75áræ Tilboö sem veröur ekki endurtekið Martin Jensen símaverkstjóri Gildir til 19. maí ’84. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar Góðvinur minn, Martin Jensen símaverkstjóri, Fannborg 1, Kópa- vogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Innan við tvítugt hóf Martin störf hjá Ottó B. Arnar við fyrstu útvarpsstöðina í Reykjavik á Mel- unum. Þegar Ríkisútvarpið tók til starfa varð hann einn af fyrstu starfsmönnum þess. Hann vann síðan við þá stofnun og síðar Landsíma íslands þar til hann lét af störfum vegna aldursmarka, sjötugur. Siðan hefur hann unað sér vei í hlutastarfi á öðrum vett- vangi. í fyrstu má segja að hann hafi unnið að ýmsum frumherjastörf- um, t.d. að setja niður svokallaðar neistastöðvar í bátaflotann í Vest- mannaeyjum og víðar. Martin starfaði við uppbygg- ingu útvarpsstöðvarinnar á Vatnsenda frá byrjun og má segja að hann hafi varið starfsævi sinni við stöðvarnar á Vatnsenda og Rjúpnahæð. Sérgrein hans var þó að reisa hin mörgu og háu möstur sem á þessum stöðvum eru og sið- ar að halda þeim við. Martin mun hafa starfað undir yfirstjórn allra þeirra fimm póst- og símamálastjóra sem verið hafa hérlendis og kæmi mér ekki á óvart að hann væri eini núlifandi fslendingurinn sem það hefur gert. Oft kom fyrir að hann var sendur til ýmissa verkefna um landið, t.d. reisa útvarpsmöstur í Skjaldarvik, á Eiðum og víðar. f frium sinum hjá Landsímanum vann hann oft við hafnarfram- kvæmdir sem kafari. Á striðsár- unum vann hann einnig oft að köf- unarstörfum i Hvalfirði fyrir her- inn. Martin kvæntist Önnu Egils- dóttur árið 1933. Þau byggðu sér hús í Rjúpnadal við Reykjavík og bjuggu þar í áratugi. Eignuðust þau tvo syni. Anna lést árið 1972. Barnabörnin eru orðin fimm og eru sérstakir kærleikar milli þeirra og afa. Á yngri árum var Martin með snjöllustu fimleikamönnum lands- ins og var í úrvalsflokki fimleika- manna undir stjórn Jóns Þor- steinssonar um árabil. Til gamans má geta atviks á Þingvöllum er hann um tvítugt kafaði til botns í Flosagjá (Peningagjá) til að ná í „Konungssverðið" sem reyndist vera rörbútur þegar upp var kom- ið. ólíklegt er að nokkur hafi leik- ið þetta eftir, án nokkurs útbúnað- ar og ósmurður feiti. En lengi býr að fyrstu gerð og ber Martin þess ljósan vott með léttu og þróttmiklu fasi sinu. And- lega heldur Martin sér ekki síður og er minni hans mjög gott. Vil ég þakka honum margar ánægju- legar gönguferðir um höfuðborg- ina, sérstaklega gamla bæinn, þar sem hann er fæddur. Þær stundir hafa verið mér besti skóli, því Martin er hafsjór af fróðleik og sögum um menn, málefni og hús, sem ekki verður lært í skóla eða lesið í bókum. í vinnu hefur Martin ávallt get- ið sér gott orð. Hann er sérlega nákvæmur og skyldurækinn. Hóg- værð er þó hans helsta aðals- merki. Það kom mér því ekki á óvart er hann tjáði mér að hann hygðist halda til vinnu sinnar í dag og vildi alls ekkert umstang í tilefni dagsins. Ég sendi honum bestu afmælis- óskir. Hörður M. Felixsnn ATH: Tilboðið veróur ekki endurtekiö. OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 12.5 og 19.5 opið frá kl. 10—3 e.h. K.M. Húsgögn Langholtsvegur 111 — Simar 3701 0— 37144 — Reykjavík. Hugsanlega heíurðu þrjá vinninga í hendi^ þegar upp styttir þann 17. júní! Happaregn er happdrœtti Slysavamafélags íslands. í það er ráðist til viðhalcis og eílingar slysa vama á íslandi og á öllum haísvœðum umhveríis það. JL / . juiu giiu ii uuiiu cuu, eins og allir miðar greiddir þá eða íyrr. Þá verða aðalvinningarnir dregnir út. Þetta er sannkallað happaregn! AÐALVINNINGAR: 10 FIAT UNO bíll ársins '84 _ 22 NORDMENDE myndbandstœki /N* AUKAVINNIN G AR: 1 JMBR^fl 400 REALTONE utvarpsviðtœki, með Jfl klukku og vekjara 400 PIRATRON tölvuúr með vekjara og raleindareikni 200 POLAROID VIVA ljósmyndavélar VTÐ ÞÖRFNUMST ÞÍN 1000 vinningar alls, alvea aukalega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.