Morgunblaðið - 15.05.1984, Side 31
35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 1984
Hagtrygging hf.:
Rekstrar-
hagnaður nam
1,6 milljónum
AÐALFUNDUR Hagtryggingar hf.
var haldinn 28. aprfl sl. í Domus
Medica í Reykjavík. Ingólfur Hjart-
arson hdl. var kjörinn fundarstjóri
og Ásgeir Thoroddsen hdl. fundar-
ritari.
f frétt frá Hagtryggingu hf. seg-
ir, að formaður félagsins, dr.
Ragnar Ingimarsson, hafi flutt
skýrslu félagsstjórnar fyrir liðið
starfsár, en framkvaemdastjóri,
Valdimar J. Magnússon, skýrði
reikninga félagsins og fjárhags-
stöðu.
Heildartekjur félagsins árið
1983 voru 31,4 milljónir króna þar
af höfðu iðgjaldatekjur frum-
trygginga aukist um 14,3 milljónir
króna eða 86,8%. Rekstrarhagnað-
ur nam 1.647 þúsund kr. þegar tek-
ið hafði verið tillit til verðbreyt-
ingafærslu. Aðalfundur sam-
þykkti tillögu stjórnar um ráð-
stöfun tekjuafgangs til greiðslu
10% arðs fyrir árið 1983. Arður
verður póstsendur hluthöfum á
næstu vikum. Þá samþykkti aðal-
fundur að gefa út jöfnunarhluta-
bréf til tvöföldunar á hlutafjár-
eign hluthafa eins og hún var um
sl. áramót, þ.e. úr 4,5 milljónum
króna í 9,0 milljónir króna.
Á fundinum var endurkjörið í
aðalstjórn, en hana skipa nú:
Dr. Ragnar Ingimarsson, verkfr.,
formaður, dr. Ágúst Valfells,
verkfr., varaformaður, Sveinn
Torfi Sveinsson, verkfr., ritari,
Ingvar Sveinsson, forstjóri, og
Þorvaldur Tryggvason, fulltrúi,
meðstjórnendur, Haukur Péturs-
son, verkfr., var kjörinn sem sér-
stakur fulltrúi neytenda sam-
kvæmt tilnefningu Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda. Vara-
stjórn skipa eftirtaldir menn: Geir
U. Fenger, verslunarstjóri,
Sveinbjörg Guðmundsdóttir, hús-
frú, Valdimar J. Magnússon,
framkvæmdastjóri. Endurskoð-
endur voru kjörnir: Ólafur V. Sig-
urbergsson, löggiltur endurskoð-
andi, Hilmar Norðfjörð, fyrrv.
loftskeytamaður, Adolf J. E.
Petersen, fyrrv. verkstjóri, og til
vara: Garðar Sigurðsson, prent-
smiðjustjóri.
Hluthafar Hagtryggingar eru
969 og hlutafé 9,0 milljónir króna.
Fasteignamat húseigna og lóða fé-
lagsins er 29,2 milljónir króna.
Eigið fé félagsins er 30,4 milljónir
króna og tryggingasjóðir 20,6
milljónir króna, segir í frétt frá
• félaginu.
Húsið, sem björgunarstöðin verður í. ,
Reisa björgunarstöð í Keflavík
Vogum
Björgunarsveitin Stakkur hefur
fest kaup á hluta af húsi við Iðavelli
í Keflavík, að grunnfleti 165m2 á
tveimur hæðum um alls 330 m2 und-
ir björgunarstöð. Stefnt er að því að
neðri hæðin sem er ætluð undir bfla-
geymslur verði tekin í notkun í vor,
en allt húsið fyrir áramót.
Að sögn Þorsteins Marteinsson-
ar formanns Stakks er húsið af-
hent fokhelt, og munu Stakksfé-
lagar vinna að innréttingum í hús-
inu í sjálfboðavinnu. Sveitin væri
vel búin af iðnaðarmönnum, að
öðru leyti en því að múrara hefðu
þeir ekki. Hefðu þeir því samið við
byggingaverktaka í bænum um
skiptivinnu, byggingafyrirtækið
útvegaði múrara, en Stakkur tæki
að sér að tyrfa í staðinn.
Þorsteinn sagði það ekkert nýtt
þó björgunarsveitarmenn leggðu á
sig mikla sjálfboðavinnu, því
sjálfboðavinna við húsnæði og
tæki sveitanna, auk fjáraflana
tæki oftast mestan tíma, enda sem
betur fer lítið um útköll til björg-
unarstarfa. Þorsteinn sagði Kefl-
víkinga ætíð hafa tekið fjáröflun-
um sveitarinnar vel, sem hefði
augljóslega komið í ljós að undan-
förnu.
Til að fjármagna kaupin á nýja
húsinu hefur verið ákveðið að
selja eldra húsnæði sveitarinnar,
sem hefur verið allt of lítið, auk
þess sem einn bíll sveitarinnar
verður seldur.
Þorsteinn Marteinsson formað-
ur Stakks sagði að í nýja húsinu
yrði bílageymsia, stór fundarsal-
ur, hreinlætisaðstaða og geymsl-
ur. Sagði hann mikla möguleika
bjóðast í húsinu frá því sem áður
var. Þarna yrði öll starfsemi sveit-
arinnar á einum stað og rými
nægjanlegt. E.G.
VERKFÆRIN HENTA VIÐAST HVAR.
VIÐ SJÁVARSÍÐUNA, IÐNAÐINN,
LANDBÚNAÐINN OG HJÁ TÓMSTUNDA FÓLKI
V'' A
SKELJUNGUR H/F SÍÐUMÚLA 33 SKELJUNGS-
SMÁVÖRUDEILD S: 81722 - 38125 BÚÐIN