Morgunblaðið - 15.05.1984, Side 33

Morgunblaðið - 15.05.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 19B4 37 Kjartan Bitru — Fæddur 26. nóvember 1908 Dáinn 5. maí 1984 Kjartan varð bráðkvaddur að heimili sínu Garðsenda 5 í Reykja- vík, en þar hafði hann búið sl. 12 ár ásamt konu sinni, Sesselju Gísladóttur, og Jóni, syni þeirra, sem alltaf hefur átt heimili hjá foreldrum sínum. Kjartan Jónsson var fæddur og uppalinn að Brjánsstöðum á Skeiðum, sonur hjóna sem þar bjuggu lengi, Jóns Sigurðssonar frá Galtalæk í Biskupstungum, Teitssonar í Skáldabúðum Jóns- sonar. Helga móðir Kjartans var Þórðardóttur bónda í Þrándar- holti, Oddssonar í Austurhlíð. Kona Þórðar í Þrándarholti og amma Kjartans var Anna Páls- dóttir frá Brúnastöðum, Jónsson- ar þar, Pálssonar í Úthlíð, Snorra- sonar á Gýgjarhóli. Kjartan ólst upp í stórum systk- inahópi því foreldrar hans eignuð- ust 18 börn og náðu 14 þeirra full- orðinsaldri. Tæplega tvítugur fór hann alfarinn að heiman til Hafn- arfjarðar þar sem hann nam hús- gagnabólstrun og stundaði síðan að loknu sveinsprófi þá iðn í all- mörg ár, og bjó þá í Hafnarfirði og Reykjavík. Kjartan kvæntist árið 1931 Sesselju Gísladóttur frá Vesturholtum i Þykkvabæ, 19 ára gamalli myndarstúlku, og hefur sambúð þeirra verið mjög farsæl. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá pilta og eina stúlku. Barnaláni hafa þau átt að fagna, því öll eru systkinin sæmdar- og dugnaðar- fólk. Þrjú þeirra eru gift, eiga börn og heimili. Þó Kjartani vegnaði vel við iðn sína bjó alltaf í honum þrá til sveitalífs og búskapar og að kom- ast í átthagana eða í nánd við þá. Hann greip því tækifærið árið 1940 þegar jörðin Bitra í Hraun- gerðishreppi var til sölu, náði kaupum á henni og gerðist bóndi þar. í Bitru bjuggu þau hjón þar til þau urðu að selja jörðina 1972 og flytja burt vegna heilsubilunar Kjartans. Var þetta allþung ákvörðun því hvort tveggja var, að þau hjón höfðu í 32 ára búskap fest tryggð við jörð sína og einnig hitt, að þau áttu marga góðvini í sveitinni, sem þau urðu nú að fjar- lægjast. En til að rótslitna ekki að fullu frá jörð og sveitalífi tók Kjartan það til bragðs að eiga áfram hluta af Bitrulandi, þar sem hann reisti þægilegt sumar- hús og dvöldu þau hjónin þar oft sér til ánægju og tóku móti göml- um vinum og nágrönnum. Kjartan ræktaði þar túnblett og hafði reit fyrir kartöflugarð. Við þessi rækt- unarstörf hlaut hann bæði ánægju og holla hreyfingu. Þegar Kjartan bjó í Bitru var hann óskiptur við heimili sitt og búrekstur. Gerði hann miklar um- bætur þar bæði í byggingum og ræktun. Naut hann við þau störf dyggilegrar aðstoðar barna sinna eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg, sérstaklega Jóns, yngsta sonarins. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar veröa að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaöi, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargrcinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Jónsson Minning Þrátt fyrir góða hæfileika hélt Kjartan sér ekki fram til trúnað- arstarfa og olli því meðfædd hlé- drægni hans. Þó sat hann nokkur á í Iðnfræðsluráði Árnessýslu og nálægt aldarfjórðungi var hann í kirkjukór Hraungerðiskirkju enda var hann gæddur sönggáfu og hljómlistareðli. Kjartan og kona hans áttu bæði oft við taisverða vanheilsu að búa, en með trú og bjartsýni unnu þau sitt ævistarf. Kjartan var hinn mesti drengskaparmaður, þýður og hógvær í dagfari, hagvirkur og hygginn. í hverju máli vildi hann hafa það sem sannara reyndist. Hér hefur mikill heiðursmaður horfið yfir landamærin. Hallgrím- ur segir í hinum fræga sálmi: „Þó leggist lík í jörðu, lifir mín sála frí.“ Ég trúi þeim orðum og að við taki nýtt líf. Víst er sviplegt og sárt fyrir lífsförunaut Kjartans, Sesselju Gísladóttur, sem í 53 ár hafði notið sambúðar við hinn ljúfa og þýða ástvin sinn að verða að horfa honum á bak. En hrein minning um hinn mæta mann er arfur, sem Sesselja mun eiga og búa að þar til endurfundir verða. Þegar Kjartan Jónsson nú er kvaddur með þakklátum huga af okkur vinum og samferðamönnum eru um leið konu hans og ástvin- um öllum færðar samúðarkveðjur. Ágúst Þorvaldsson Þegar við kveðjum Kjartan Jónsson, fyrrv. bónda í Bitru, Hraungerðishreppi, fer ekki hjá því að við rifjum upp liðnar stund- ir. Við minnumst Kjartans sem þess manns er reyndist okkur ávallt hinn glaði og góði velgjörð- armaður. Alltaf traustur og ein- stakur. Alltaf kátur og vildi hvers manns götu greiða. Alltaf orðvar og grandvar í öllum gjörðum. Það var ávallt einstaklega ánægjulegt að heimsækja þau hjón, Kjartan og Sesselju Gísla- dóttur, að Bitru og síðar í Garðs- enda. Við hugsum um það nú, að það var alltof sjaldan, sem við heimsóttum þau. Kannski var það fjarlægðin hin seinni ár, kannski hið nútíma „stress" og tímaleysi, sem allir virðast svo mjög haldnir í dag. En svona er gangur hins daglega lífs fólks í dag. Kannski er það aftur á bak. Við eigum þeim Kjartani og Sesselju og börnum þeirra margt að þakka. Af óvandabundnu fólki hafa þau verið okkur sérstök. Er við minnumst Kjartans er okkur efst í huga góðvild og hjálpsemi. Við Guðrún Bryndís og Logi vorum hjá þeim Kjartani og Sess- elju í sveit, sem kallað er, flest okkar bernskuár, en við vorum meira en í sveit hjá Kjartani og Sesselju, við vorum hjá Kjartani pabba og Sesselju mömmmu, það segir nokkuð um þessi ágætu hjón og þeirra fjölskyldu. Þannig eru þau hjón í okkar huga í dag og hafa verið frá upphafi okkar kynna. Kjartan og Sesselja áttu því láni að fagna að eignast fjögur börn og fjölskyldan var einstak- lega samhent og hamingjusöm. Þau eignuðust þrjá drengi, Rögn- vald, Grétar og Jón og dótturina Jóhönnu Sólrúnu. Allt þetta fólk er okkur ein- staklega kært, einkum dóttir þeirra Kjartans og Sesselju, sem bjó hjá okkur í mörg ár og var sem ein af fjölskyldunni, dóttir og systir. Það er einstök lukka, að kynnast slíkri fjölskyldu, sem fjölskyldu Kjartans Jónssonar. Það er ham- ingja í lífi fólks að geta yljað sér við svo góðar minningar. Við kveðjum Kjartan Jónsson. Við þökkum honum allt það sem hann var okkur: Góður, traustur, hreinlyndur, ráðhollur og sann- gjarn. Það var einstakt lán að kynnast slíkum manni. Honum þökkum við, er hann kveður hið jarðneska líf. Sesselju, börn þeirra og aðra ástvini biðjum við Guð að styrkja í sorg þeirra. Guðrún Bryndís, Logi, Erla og Hörður Valdimarsson. Finnbogi Magnús- son — Kveðja Fæddur 28. maí 1931 Dáinn 2. maí 1984 Síðastliðinn laugardag var Finnbogi Magnússon skipstjóri jarðsettur í heimabyggð sinni, Patreksfirði. Ég kynntist Finn- boga barn að aldri, því leiksystir mín og vinkona var Sigurey dóttir hans. Mér er minnisstæð sú ástúð og hlýja sem hann sýndi mér sem barni og ávallt síðar, er ég kom á heimili þeirra hjóna. Sannaði það mér að Finnbogi var mikill og tryggur í sinni vináttu. Nú þegar hann er horfinn á vit feðra sinna, vil ég þakka öll vináttutengsl okkar og bið ég honum Guðs bless- unar. Ég votta þér, Dómhildur mín, börnum þínum og öðrum ætt- ingjum, innilegustu samúð mína og fjölskyldu minnar. Ásthildur Ágústsdóttir t Þökkum innilega samúö og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdafööur og afa, ARNODDS JÓHANNESSONAR, Vesturgötu 25, Keflavík. Jóhanna Arnoddsdóttir, Sigvaldi Arnoddsson, tengdabörn og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir hluttekningu viö fráfall DR. EINARS ÓL. SVEINSSONAR, prófessors. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvítabandsins. Sveinn Einarsson, Þóra Kristjánsdóttir, Ásta Kristjana Sveinsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFAR KRISTJÁNSDÓTTUR (LÓU), Marklandi 10, Reykjavik. Sérstakar þakkir til lækna hennar og starfsfólks deildar 12A Landspítalans. Guösveinn Þorbjörnsson, Gunnar Guösveinsson, Helga Guðmundsdóttir, Oddrún Guösveinsdóttir, Gestur Guónason, og barnabörn. ## COLLECTION MONICA gullfallegar og vandaðar postulínsvörur. Andlitsmyndirá postulíni eftir Monicu Beauv- is, París. Myndir af níu fallegum Konum „gullaldartímabilsins", þarsem „rómantíkog elegans" naut sín til fulls. Postulíns hálsmen, - veggplattar, - diskar, - vasar, - spegill í veski, - skartgripaskrín og ekki síst mokkabollar. Petta eru einstaklega hlýlegar litlar gjafir, sem eiga við öll tækifæri, - og fyrir allan aldur. «1 V '<«* TEKJK'- KKISTIII Laugavegi15 sími 14320 Vandað postulin Vinsæl gjöf ALT tTIRSCHENREUTH) 1838 GERMANY

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.