Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 15

Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 15 Starfshópur um heimavistarþörf á Akureyri: Ótvíræð þörf á að byggja heima vist fyrir 200—225 nemendur Akureyri, 9. maí. Morgunblartid (iBerg. Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var lagt fram álit „starfshóps um heimavistir framhaldsskóla á Ak- ureyri", sem bæjarstjórn skipaði fyrr í vetur. Fram kemur að starfshópurinn hefur haldið 7 fundi og skilaði hann frá sér eftir- farandi áliti, sem ástæða þykir til að birta í heild: Verkefni nefndarinnar var sam- kvæmt bréfi menntamálaráðu- neytis 4. janúar 1984 „að fjalla um húsnæðismál framhaldsskóla á Akureyri" og samkvæmt bókun bæjarráðs Akureyrar 25. október 1983 að gera: a) Rannsókn á þörf framhalds- skólanemenda á Akureyri fyrir heimavistarhúsnæði. b) Athugun á hverskonar húsnæði henti best. c) Könnun leiða til fjármögnunar. d) Gerö tillagna um rekstur og nýtingu. Nefndin hefur haldið 7 fundi, þann fyrsta 21. janúar 1984. Nefndin lét það verða sitt fyrsta verk að kalla skólastjóra framhaldsskólanna á Akureyri og ræða ítarlega við þá um heimavistarmál og hleraði þær hugmyndir, sem þeir höfðu. Á þeim fundi setti Tryggvi Gísla- son, skólameistari MA, fram þá hugmynd að byggt yrði við heimavist MA. Slík viðbygging nýttist mjög vel fyrir þær bygg- ingar, sem fyrir eru, vegna þess að ýmis konar þjónusta, sem nú þegar er fyrir hendi, nýttist til Heimavist MA. fulls. Auk þess er það ódýrara en að byggja nýjar vistir. Nefndin fól Bernharð Har- aldssyni, skólameistara VMA, að kanna skiptingu framhalds- skólanemenda á Akureyri eftir lögheimili. Leitaði hann eftir upplýsingum frá öllum fram- haldsskólunum og lagði fram skýrslu. Einnig var Gunnari Frímannssyni, félagsfræðingi, og félagsfræðideild MA falið að gera félagsfræðilega könnun á viðhorfum nemenda og vilja til ólíkra tegunda húsnæðis. Hinn 25. febrúar 1984 var haldinn fundur með forystu- mönnum ferðamála á Akureyri til að kanna vilja þeirra til að taka þátt í byggingu húsnæðis, sem hentaði bæði sem heima- vist og hótel, og ræða rekstr- arhætti slíks fyrirtækis og stað- arval. Skólameistari VMA og formaður nefndarinnar hittu einnig ferðamálafrömuði í Reykjavík. Á þessum fundum kom ekki í ljós vilji eða frum- kvæði ferðamálamanna til að byggja slíkt húsnæði. Á fundi í byrjun mars lagði Gunnar Frímannsson fram niðurstöður könnunar, em hann hafði unnið ásamt nemendum sínum. í henni kom fram, að við óbreyttar aðstæður væri þörf á heimavistarrými fyrir 180—200 nemendur. Hafa verður í huga, að nemendaspá fyrir VMA, gerð af menntamálaráðuneytinu, gerir ráð fyrir 700—750 nem- endum að meðaltali á ári í framtíðinni í stað um það bil 600 nemenda, sem nú eru í þeim skólum, sem VMA tekur við af 1. júní nk. Má því ætla að raunveruleg þörf sé á bilinu 200—225 til viðbótar því sem nú er. Leigumarkaður á Akureyri er um þessar mundir mjög að- gengilegur og rúmur, en þar er ekki á vísan að róa. Ályktun: Að áliti nefndarinnar er það bestur kostur að byggja við nú- verandi húsnæði heimavistar MA. Þar eru, eins og áður hefur verið nefnt, ýmsir þjónustu- möguleikar, sem ekki hafa verið fullnýttir og með viðbyggingu mætti auka fjölbreytni í gerð húsnæðis og félagslegrar að- stöðu nemenda. Nemendur beggja skóla eru á svipuðum aldri og hafa um margt líkar þarfir og viðhorf þó að þeir stundi nám á ólíkum sviðum og brautum. Skólarnir eru nær samtímis og mynda ásamt öðr- um skólum og íþróttaaðstöðu skemmtilegan reit á grónum bæjarhluta. Augljóst er að fjár- hagslega er þetta einnig auð- veldasti kosturinn, tæknilega fremur einfaldur og ætti að geta tekið skamman tíma, ef fjármagn er fyrir hendi. NiAurstaða: 1. Þörfin er ótvíræð og byggja þarf heimavistir fyrir 200—225 nemendur. 2. -3. Ódýrasti kosturinn er að byggja við núverandi heima- vistir MA fyrir u.þ.b. 150 nemendur. í framtíðinni verði reist annars konar hús- næði og athugaður möguleiki á að fjármagna það úr hús- næðislánakerfinu. 4. Rekstur verði í hefðbundnu formi með sjálfstæðri stjórn en í nánu samráði við skóla- meistara framhaldsskólanna beggja. í starfshópi þessum sátu, skipuð af bæjarstjórn Akureyr- ar: Haukur Árnason, Helga Eiðsdóttir, Bárður Halldórsson, Gunnar Jónsson og Torfi Sig- tryggsson. Skipaðir af mennta- málaráðuneytinu í hópinn voru: Guðmundur Heiðar Frímanns- son og Tómas Ingi Olrich. GBerg Beckers Sænsk gæöamálning íléttumoglaglenum litumáallt húsið DeiiACCAyc. SCOTTE: RENASSANS: Otimálning á steinveggi sem ekki hafa verið málaðir áður. flagnar ekki og gengur vel inn í steininn. Blandast með terpentínu og hrindir vel frá sér vatni. Sjö litir. 1,4 og 12 Itr. dósir. UTANHUS-AKRYLAT: Útimálning á steinveggi og timbur, sem hefur verið málað áður og einnig sem nýmálning. Akryl-plastmálning með góða út-öndun. Allir litir. 4 og 12 Itr. dósir. EXPONIL PL 50: Fúavarnarefni í tíu mismunandi litum. 1,4 og 12 Itr. dósir. TACKLASYR: Þekjandi fúavarnarefni, ætlað á timbur og er í átta mismunandi litum, m.a. hvitt, brúnt, rautt og blátt. 1 og 4 Itr. dósir. PLOMB-T AKFÁRG: Sendin þakmálning i sex litum. Mikil viðloðun og auðveld í með- förum. 4 og 10 Itr. dósir. GRUNNMÁLNING: Renassans grunnmálning á steinveggi fyrir nýmálningu. Hefur mikla viðloðun og þynnist með terpentinu. 4 og 12 Itr. dósir. VÁGGFÁRG: Plastveggmálning með 7% gljáa ætluð á stofur og svefnherbergi. 24 grunnlitir og möguleikar á blöndun allt að 400 litaafbrigða. 1,4 og 12 Itr. dósir. VÁGGFÁRG: Plastveggmálning með 35% gljáa, ætluð á eldhús, baðherbergi og ganga. Sérlega slitsterk málning í 24 grunnlitum og 400 blöndunar- og litaafbrigði. 1,4 og 12 Itr. dósir. 4r \ V ÖLL EFNISEM ÞÚ ÞARFT ALLIR REGNBOGANS LITIR BLANDAÐIR Á STAÐNUM SCOTTE: Mjög þykk og þekjanleg málning, með teygjanlegum eiginleika. Fáanleg með 3%, 7% og 20% gljáaáferð. Um 400 litir mögulegir úr Beckers-litrófinu. 1,4 og 12 Itr. dósir. SCOTTE-LETTAK: Akrylmálning með eðlisþyngd 6 á móti 10, þurrefnisinnihaldið er gasblásnar plastkulur. Sérlega góð fyrir loft, steinmött í hvftu. 12 Itr. dósir. GÓLFMÁLNING: Gólf-akrylat, ódýrt og slitsterkt ætlað á stein- og timburgólf. Lyktar- laust. Átta grunnlitir. 1,4 og 12 Itr. dósir. STÁRKA-GOLV: Tveggja þátta uretan lakkmálning á gólf, t.d. stigapalla, þvotta- hús, geymslur, svalir og bilageymslur. Otrúlega slitsterk og hörð málning í átta litum Þessi málning býður upp á fjölda möguleika og mikla endingu. 0,4 og 2ja Itr. dósir. PARKETLAKK 200: Lyktarlaust vatnslakk með 80% gljáa. Mjög auðvelt í meðförum. 5 og 20 Itr. dósir. GUSCKO: Olíu-parketlakk með 50% og 90% gljáa. Þveggja þátta. Mjög slitsterkt. 5 og 25 Itr. dósir. HURÐA- OG GLUGGAMÁLNING: Lakkmálning með mikilli fyllingu í hvítu og hvít-gráum lit. 25% og 85% gljái, 1 og 4 Itr. dósir. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1a SÍMI: 86117

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.