Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 27 MorgunblaAiA/HBj. Jón og Stefán Haraldssynir í verslun sinni ásamt starfsfólkinu. Jón og Stefán Borgarnesi: Verslunin stækkuð og sett upp kjötborð Borgarnes. JÓN OG STEFÁN Haraldssynir, eigendur Verslunar Jóns og Stefáns í Borgarnesi, hafa stækkað verslun- ina og gert á henni breytingar. Versl- unin hefur verið stækkuð um 50—60 fermetra og þar sett upp kjötborð og fullkominn mjólkurkælir. Ráðinn hefur verið matreiðslu- maður sem þar er við afgreiðslu og við að tilreiða kjötið. „Þessu hefur verið afar vel tekið," sögðu Jón og Stefán Haraldssynir í samtali við fréttaritara. „Fólk hefur kunnað að meta þessa þjónustu og kokkur- inn varla haft undan síðan kjöt- borðið var sett upp. Grillofn sem settur var upp í tengslum við kjötborðið meðal annars til að geta boðið upp á grillaða kjúkl- inga á föstudögum hefur til dæmis ekki haft við og allt selst úr hon- Arlegur hreinsun- ardagur Nk. laugardag, 19. maí, gengst Framfarafélag Breiðholts III fyrir hinum árlega hreinsunardegi í hverfínu, en það spannar Fell, Hóla og Berg. Allir íbúar hverfisins eru hvattir til að taka til hendinni í þessari vorhreingerningu, því mikið af alls kyns rusli er nú komið í ljós eftir veturinn. Undanfarin ár hefur þessi ár- lega vorhreingerning tekist mjög vel og má í því sambandi geta góðrar aðstoðar hreinsun- ardeildar borgarinnar, sem lagt hefur til ruslapoka og hefur einnig verið með bíla í gangi um hverfið allan daginn til brott- flutnings á fylltum ruslapokum sem skildir eru eftir við aðalgöt- urnar. Ibúum hverfisins verða af- hentir ruslapokar í Menning- armiðstöðinni við Gerðuberg, Hólabrekkuskóla og Fellahelli frá kl. 10 á laugardagsmorgun- Fréttatilkynning Kartöflubændur mótmæla frjáls- um innflutningi um jafnóðum." Aðspurður um hvernig verslunarreksturinn gengi sögðu þeir bræður: „Okkar versl- unarrekstur hefur gengið vel og mikil og stöðug aukning verið í versluninni þann tíma sem við höfum verið með þessa verslun. Við höfum gert gagngerar breyt- ingar á versluninni þrisvar sinn- um á þeim rúmum 4 árum sem við höfum rekið hana og mjög ánægjulegt er hvað Borgnesingar hafa tekið breytingunum vel og kunnað að meta það sem við höf- um verið að gera.“ Verslun Jóns og Stefáns er til húsa í Nesbæ við Borgarbraut. Auk allrar almennar mat- og ný- lenduvöru eru þar á boðstólum búsáhöld, leikföng og snyrtivörur. - HBj. KARTOFLUBÆNDUR hafa sent frá sér mótmæli gegn frjálsum innfíutningi kartaflna. Mótmælin eru undirrituð af stjórnarmönnum í félögum kartöflubænda og Landssambandi þeirra. Mótmælin eru svohljóðandi. „Stjórnir Landssambands kart- öflubænda, Félags kartöflubænda á Suðurlandi, Félags kartöflu- bænda við Eyjafjörð, Félags kart- öflubænda í Öræfum og Kartöflu- bændafélagsins Arðs, Hornafirði, mótmæla harðlega hugmyndum um frjálsan innflutning á kartöfl- um og benda á eftirtalin atriði í því til stafestingar. 1. Slíkur innflutningur gæti valdið mikilli ringulreið og skipu- lagsleysi á markaðnum og mestur er vandinn þegar von er nýrrar íslenskrar uppskeru en sá tími er ákaflega mikilvægur fyrir bændur og afkomu þeirra og brýnt að þá séu ekki fyrir í landinu birgðir er- lendra kartaflna. í meðalárferði eru erlendar kartöflur á markaðn- um í aðeins fáar vikur. 2. Mikil hætta getur verið á að ýmsir kartöflusjúkdómar berist til landsins ef innflutningur er á margra höndum. 3. Fullyrða ná að neytendur yrðu fyrir tjóni þar sem margfalt dreifingakerfi yrði mun dýrara en það sem nú er og rýrnun yrði velt yfir á herðar neytenda." Kartöflubændur óánægðir með þær finnsku: Kennir fólki að borða allt ann- að en kartöflur — segir Ingvi Markús- son í Þykkvabæ „VIÐ ERUM afskaplega mikið á móti því. Við teljum annmarkana svo marga og á þessum innflutningi verði að vera svo afskaplega hart eftirlit ef ekki á að drepa innlendu framleiðendurna. Það er að vísu einnig hægt að drepa þetta niður með innflutningi eins og í vetur,“ sagði Yngvi Markússon kartöflu- bóndi í Oddsparti í Þykkvabæ er hann var spurður að því hvort bænd- ur væru samþykkir frjálsum inn- fíutningi á kartöflum. Yngvi sagði að þó hann hefði ekki verið ánægður með allt sem Grænmetisverslunin hefði gert á umliðnum árum þá hefði þetta yf- irleitt gengið vel hjá þeim. Taldi hann að innflutningurinn væri best kominn í höndum eins eða tveggja aðila, vegna þess mikla eftirlits sem þyrfti að vera með þessum innflutningi vegna sjúk- dómahættuuu. Það atriði sagði hann að kartöflubændur væru hræddastir við, það er að slys yrðu í sambandi við sjúkdómavarnir. Hinsvegar sagði hann að það væri auðvitað alvarlegt mál gagnvart bændum sjálfum, ekki síður en neytendum, það sem nú hefði komið á daginn með finnsku kart- öflurnar, því með þeim væri verið að kenna fólki að borða allt annað en kartöflur. Tilboö sem verður ekki endurtekið __________Gildir til 19. maí ’84._ 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar ATH: OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 19.5 frá kl. 10—3 e.h. Sídasti dagur K.M. Húsgögn 19. mai. Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík. Tilboöiö veröur ekki endurtekiö 2000 - Nýr vett- vangur nýrr- ar menningar 2000 — Vettvangur nýrrar menn- ingar nefnist nýtt tímarit sem nú er komið á markaðinn. Fyrsta tölublað ritsins er 55 blaðsíður að stærð og er Baldur Hermannsson útgefandi. ábyrgðarmaður og ritstjóri. Tímaritið mun koma út sex sinnum fyrir næstu áramót að sögn Baldurs Hermannssonar og fjalla um lífshætti nútímamanns- ins, tölvur kvikmyndagerð, ferða- lög, listir, fjölmiðlun og þjóðmál. Verð ritsins í lausasölu er 98 krónur. «% Z r4- n ■mm í«n ■ Kiscaretvii ogþrep Heitgalvaniserað ristarefni úrgæðastáli. Bættvinnu- aðstaða og aukið öryggi starfsfólks er allra hagur. Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, sími: 27222, bein Kna: 11711. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir Aðalfundur Húselninga hf. Aðalfundur Húseininga hf., á Siglufiröi veröur haldinn í kaffistofu fyrirtækisins laugardaginn 26. maí kl. 16.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórn Húseininga hf. Hf. Skallagrímur Akranesi heldur aöalfund sinn föstudaginn 1. júní kl. 14 á Heiöarbraut 40 Akranesi (Bókasafn Akraness). Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnurmál._ Stjórn Hf. Skallagríms. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Skólaslit Verslunardeild veröur slitiö föstudaginn lö. maí nk. kl. 2 e.h. í Hátíöarsal. Stúdentar verða brautskráðir fimmtudaginn 31. maí kl. 2 e.h. einnig í Hátíöarsal skólans. Einkunnir í 3. bekk verða afhentar mánudag- inn 21. maí kl. 2 e.h. Verzlunarskóli íslands. 'rro t’cbfit -’i *,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.