Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1984 39 Skart í Nor- ræna húsinu List og hönnun Bragi Ásgeirsson Anddyri Norræna hússins prýðir þessa dagana lítil sýning á skarti er gert hafa fjórar norskar konur, þær Inger-Marie Andersen, Sigrun Aune, Toril Glenne og Synnöve Korrsjöen. Við hér á hjara veraldar eig- um öllu frekar að venjast því, að það séu karlmenn er standa að baki sýningum sem þessari þótt ein og ein kona slæðist með. Það hlýtur þó að vera fremur hefð en regla þvf að eðli skartgripagerð- ar ætti vissulega að höfða meira til kvenna en karlmanna. Þetta segi ég hér í þeirri von að strandhögg hinna norsku val- kyrja verði til þess að breyta viðhorfum fólks til gullsmíða- fagsins. Hér gætu margar af okkar hæfileikaríku listakonum látið til sín taka. Og eitt er mik- ilvægt og það er að menn átti sig á að gullsmíði er miklu meira en einungis fag er menn geta lært hjá meistara. Margir frægustu gullsmiðirnir eða réttara, hönn- uðir tímanna, voru menn er höfðu listskólanám að baki og voru sumir myndhöggvarar út í fingurgóma. Hér má vísa til frægra svo sem ítalans Ben- venuto Cellini (1500—1571) og Danans Hennings Koppel (1918—1981) svo einhverjir séu nefndir. Þess er getið hér vegna þess að allar eru norsku konurn- ar menntaðar frá listiðnaðar- skólanum í Osló og ein þeirra, Inger-Marie Andersen, lauk námi frá forskóla Myndlista- og handíðaskólanum árið 1966, er hann var í hvað mestum upp- gangi. Máski hefur hún einna haldbestu undirstöðumenntun- ina, í öllu falli eru skartgripir hennar einna formsterkastir. Þetta er falleg og áhugaverð sýning sem prýði er að í anddyr- inu, gripirnir eru úr silfri og ýmsum öðrum málmum og einn- ig nota þær leður, perlur, þræði og fjaðrir. Einkum ber mikið á fjöðrunum svo að á stundum geta gripirnir að nokkru minnt á veiðiflugur. En eru skartgripir ekki einnig að nokkru veiðarfæri konunnar í formfegurð sinni og hugmyndaauðgi? Að sjálfsögðu ber fólk glys og skart til að vekja athygli á mannamótum og vanda hér vel valið. Hér eru góðir gestir á ferð með þokkafulla og ekta gripi í malnum — megi sem flestir slík- ir sækja okkur heim frá bræðra- þjóðunum í norðri. Nú kveður við annan tón Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Madness Keep Moving Steinar hf. Sá sem ekki man eftir Mad- ness-æðinu hér fyrir nokkrum árum er annaðhvort of ungur eða ekki með lífið á hreinu. Sum- um fyrirgefst en öðrum ekki. Þeir sem ekki þurfa á fyrirgefn- ingu að halda muna að hljóm- platan sem skapaði þetta æði var fyrsta breiðskífa bresku hljóm- sveitarinnar Madness. Afbragðs góð plata sem vel hefur staðist tímans tönn og verður sjálfsagt sígild mannamóta- og „partý“- plata. En hvað hefur gerst? Madness er ekki lengur sama skemmti- lega „stuðgrúppan". Hvers vegna? Ef til vill eru til mörg svör en ég held að þetta ætti að skíra margt. Drengimir í flokknum hafa þroskast sem persónur og tónlistarmenn. Eins og pönkarar vaxa þeir upp úr barnaskapnum og leitast fyrr en seinna við að gera eitthvað al- varlegt. Hvernig var þetta t.d. á „The rise and fall“, síðustu plötu Madness? Þar hættu þeir að kalla sig gælunöfnunum og byrj- uðu að sveigja tónlistina inn á alvarlegri braut. Þess vegna ætti enginn að hrópa upp yfir sig, þegar hann kemst að því, að nýj- asta plata þeirra er beint fram- hald af „The rise and fall“. Drengirnir kalla hana „Keep moving" og á henni eru 12 ný lög. Ég átti ekki von á öðru en að þessi plata mundi valda mér vonbrigðum, rétt eins og platan á undan. En ég minnist þess einnig að síðasta plata kom mik- ið til við nánari hlustun og er í raun frábær plata. Þannig virð- ist þetta einnig ætla að vera með „Keep moving". Hún verður áheyrilegri með hverju skiptinu sem hún er sett á og ekki yrði ég hissa þótt hún yrði hátt skrifuð undir lok ársins. Annars er þetta hennar kostur og galli. Sumir endast til að gefa henni nægan tíma og njóta þess að heyra hana koma til. Aðrir gefast strax upp og nenna ekki að leggja eyrun við. Og þeir sömu eiga heldur ekki skilið að njóta þess sem Madness býður uppá, þegar allt kemur til alls. Flash- point Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Madeleine Duke: Flashpoint Útg. Michael Joseph Itd. 1982 Ekki veit ég hvernig ætti að flokka þessa bók: er þetta heim- ildaþriller eða vísindaskáldsaga eða léttruglaðar hugrenningar, sem eiga sér enga stoð. Hvað sem því líður, bókin er feikilega góð og spennandi aflestrar og ákaflega trúverðug, þrátt fyrir að efnið sé stundum á mörkum þess að fá staðist. Hér er í fyrstu sögð saga nokk- urra einstaklinga og fjölskyldna þeirra á hinum ýmsu stöðum á hnettinum, í Sovétríkjunum, í Kenýa, í Bandaríkjunum. Höfund- ur gerir þessu fólki afar skýr skil, svo að þegar saman tvinnast ævi þeirra og örlög þegar líður a Lók- ina er lesandi með allt á hreinu. Allir þessir einstaklingar snúa sér á einn eða annan hátt að rann- sóknum á sviði kjarnorkuvopna. Þeir gera sér grein fyrir þeirri voðahættu sem vofir yfir mann- kyni vegna ógnunar kjarnorku- styrjaldar. Eða er það kjarnorku- styrjöld sem er mesti ógnvaldur- inn? Það skyldi þó aldrei vera að svo langt séu menn komnir í gönu- hlaupi vísindarannsókna, að ann- að og langtum geigvænlegra vopn sé í burðarliðnum. Og hvernig á að bregðast við þessu nýja vopni, sem fæstir gera sér grein fyrir að sé til? Njósnir og gagnnjósnir, hryðjuverk og hörmungar. En loks hafa þeir í sameiningu fundið svarið sem gæti gefið heiminum og manninum annaðhvort skilyrð- islausa framtíð eða það er á þeirra valdi, að þurrka út þá hluta af heiminum sem þeim hugnast eig- inlega án þess að nokkur verði þess var. Flashpoint hvarflar frá fjölda- útrýmingu í Eritreu, sem veldur jafnmikilli furðu innan rússnesku leyniþjónustunnar KGB sem og vestrænna leyni- og öryggisþjón- usta. Morð er framið á hóteli í friðsömum baðstrandarbæ, mann- rán í Kaliforníu og Vínarborg — og allt tengist þetta að líkindum Eritreu-atburðunum. Madeleine Duke fléttar þetta ákaflega vel og sannverðuglega saman. Og þrátt fyrir að útlitið sé dökkt — getum við átt framtíð — þrátt fyrir allt. Eða hvað? FLUOMDE: Altt sérfræóinganna liggur fyrir. Fluoride Plus Signal 2 er framleitt í samræmi við eina blönduna sem sérfræðinga- hópurinn, sem minnst er á hér við hliðina, rannsakaði. í henni er þó 40% meira af flúorupplausn. Sérfræðingar í tannvernd og tannsjúkdómum hafa fengið verk- efni fyrir Alþjóðlegu heilbrigðismála- stofnunina (WHO). Þeir hafa stað- fest að vissar tannkremsblöndur draga úr tannskemmdum. (Sjá: Bulletin of World Health Organis- ation, 60 (4): 633-6381982).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.