Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 15

Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 63 fimm manna kjarni sem vann aðallega að undirbúningnum. Auk hans hefur fjöldi annara lagt hönd á plóginn." Einhleypum fer fjölgandi Hópurinn telur að einhleypum fjölgi stöðugt og ástæður fyrir því telur hann meðal annars vera aukið fjárhagslegt sjálf- stæði einstaklingsins. „Hug- myndin er að stofna skemmtileg hagsmunasamtök, sem miða fyrst og fremst að því að bæta fjárhagslega og félagslega stöðu einhleypra." Á fundinum skráðu menn sig í starfshópa. Einn hópurinn kem- ur til með að vinna að efna- hagsmálum, svo sem skatta- og húsnæðis óg lánamálum. Annar hópur vinnur að skipulagi sam- takanna og kynningu auk þess að vinna að drögum um lög sam- takanna. Þá er í bígerð að félag- ið gefi út fréttabréf. Þriðji hóp- urinn, sem reyndist vinsælastur meðal fundargesta, mun vinna að félags- og skemmtanamálum, sem væntanlega verða snar þáttur í starfseminni. Alls skráðu um 200 manns sig stofn- félaga að samtökunum og tæp- lega 60 manns skráðu sig í starfshópana. Samtökin stofnuÖ í haust Fundurinn hófst með inn- gangsorðum Arnars S. Þorleifs- sonar sem sagði frá undirbún- ingi og aðdraganda fundarins. Þá flutti Guðríður Adda fram- söguerindi sitt um efnahags- og skattamál einhleypra. Einnig ræddi hún um framfærslukostn- að þeirra og lánakjör. Gisli Magnússon tók næstur til máls og fjallaði um skipulagsmál og starfið framundan. í ræðu sinni lagði Gísli m.a. til að starfshóp- arnir tækju til starfa mjög fljótlega. Að loknum framsöguræðum tóku allmargir fundargestir til máls. Lýstu þeir yfir ánægju sinni með fundinn og lögðu til að samtökin yrðu stofnuð hið fyrsta. En þar sem ýmis mál eru enn óunnin, ályktaði fundurinn að stofnfundur skyldi ekki hald- inn fyrr en í haust, í síðasta lagi í nóvember næstkomandi. Vantar húsnæði Hvernig kemst fólk í samband við fyrirhuguð samtök? „Þeir, sem ekki komust á fundinn, en hafa áhuga á að vera með, verða að fylgjast með tilkynningum og auglýsingum frá okkur. Enn sem komið er höfum við ekki yfir neinu hús- næði að ráða. Við erum að leita að stað þar sem við getum hald- ið 10 til 15 manna fundi og haft síma. Annars erum við öll í símaskránni." Nú verður ekki betur séð en áhugi á stofnun samtaka ein- hleypra sé töluverður. Hvernig komið þið til með að fylgja undir- búningnum eftir? „Fólkið sem skráði sig í starfshópa verður boðað til fundar mjög fljótlega og svo verður unnið markvisst að und- irbúningi stofnfundarins. Starf- ið kemur að sjálfsögðu til með að byggjast algjörlega á virkni félaganna sjálfra og ef áhugi er fyrir hendi ætti ekkert að verða því til fyrirstöðu að svæðisfélög verði stofnuð úti á landi. Þessi fundur hefur ótvírætt sýnt að grundvöllurinn er fyrir hendi og hin góða fundarsókn var mikil uppörvun fyrir okkur sem stóð- um að undirbúningnum." Að þessum orðum mæltum þótti fimmmenningunum tími til kominn til að „fá sér snúning því „makalausum dansleik" hafði verið slegið upp til klukk- an þrjú um nóttina. hafi orðið fyrir vonbrigðum, en eins og ég segi, þá bjóst ég við að meiri áhersla yrði lögð á félags- skapinn sjálfan. Að vísu var rætt um ferðalög og ýmislegt þesshátt- ar, sem ég tel mjög jákvætt, og eins hlýtur það að vera jákvætt að hópur einhleypra skuli berjast fyrir réttindum sem þeir telja sjálfsögð. Samt sem áður tel ég að það sé ekki rétt að ýta undir frek- ari fjölgun einhleypra í þjóðfélag- inu, frá því sem nú er.“ Hvers vegna komstu á fundinn? „Ég sá hann auglýstan og kom til að forvitnast. Jú, ég skráði mig stofnfélaga og reikna með þvf að mæta á fundinn sem haldinn verð- ur í haust. Annars á ég ekki von á að þetta verði virkur félagsskapur fyrr en í haust fyrir þá sem eru einir." Dagný Haralds- dóttir 30 ára: Einhleypir eiga rétt á sín- um félagsskap Við hittum að máli Dagnýju Har- aldsdóttur scm er þrítug. „Mér leist ljómandi vel á fund- inn og mér finnst að einhleypt fólk eigi fullan rétt á sínum félagsskap eins og til dæmis einstæðir for- eldrar. Ýmislegt athyglisvert kom fram á fundinum bæði í sambandi við lánveitingar til einstaklinga og skattamál þeirra og hve mismun- unin er mikil og óréttlát." Hvers vegna komstu á fundinn ? Dagný Haraldsdóttir: „Heyrði fund- inn auglýstan í útvarpi og það var fyrst og fremst fyrir forvitni að ég kom.“ „Ég heyrði hann auglýstan í út- varpinu og það var fyrst og fremst fyrir forvitni að ég kom. Ég bý ein og er á leiðinni að kaupa mér íbúð og mig langaði meðal annars til að forvitnast um hvernig ég stæði til dæmis gagnvart lánasjóðum." Hefurðu búið lengi ein? „Nei, en ég var í sanibúð og hjónabandi frá því ég var 17 ára gömul þar til fyrir nokkrum mán- uðum. Nú langar mig til að búa ein og ég held að ég geri það ör- ugglega næstu árin að minnsta kosti. Ég skráði mig stofnfélaga og er ákveðin að vera með þegar næsti fundur verður haldinn og þegar starfsemin hefst. Fólkið hér skemmtir sér stórkostlega, en það er svo mikið um að fólk sem býr eitt, eftir skilnað til dæmis, loki sig af og einangrist, en félagsskap- ur af þessu tagi getur hjálpað því að komast í samband við annað fólk sem er í svipaðri aðstöðu. Tónlistarskóla Sauðárkróks slitið Sauóárkróki 14. maí. NÍTJÁNDA starfsári Tónlistarskólans á Sauðárkróki lauk með tónleikum í Safnahúsinu sl. sunnudag að við- stöddu fjölmenni. Þar kom fram fjöldi nemenda, sem spiluðu á ýmis hljóðfæri við góðar undirtektir áheyr- enda. Skólastjórinn, Eva Snæbjarnardóttir, gerði grein fyrir starfseminni í vetur og kom þar fram að 140 nem- endur hefðu innritað sig í skólann. Tónlistarskólinn flutti í nýtt húsnæði sl. haust, en hann hefur haft aðsetur í Safnahúsinu síðustu árin. Fastráðnir kennarar við skólann eru þrír og stundakennarar tveir. Kári. GDpioneer Vinsælustu bíltæki í heimi KP3230 Útvarpskassettutækí LW/MW/FM steríó. Sjálfvirk endurspólun. Hraöspólun i báöar áttir. Verö kr. 7.110.- KP 4230 Útvarpskassettutæki LW/MW/FM steríó. Spilar báöum megin. „PNS" truflanaeyöir. „ATSC“-öryggiskerfi. „ARC III", „Loudness". Verö kr. 8.470.- C □ íl ÖEEE KE 6300 Útvarpskassettutæki LW/MW/FM steríó. Quartz læstar stillingar. „ARC" móttökustillir. Sjálfvirkur stöövaleitari. Fastar stöövastillingar. „Loudness". Verð kr. 14.840.- KEX 73 Utvarpskassettutæki LW/MW/FM steríó. Sjálfvirk endurspólun. „Dolby" „Metal" „ATSC“-öryggiskerfi. 15 fastar stillingar. Lagaleitari. „Loudness". Verö kr. 19.860,- BP 320 Kraftmagnari 2 x 20W. Verö kr. 2.300.- GM 4 Kraftmagnari 2 x 20W. Verö kr. 2.780.- TS 162Dx Hátalarar 16 cm. Niöurfelldir, tvöfaldir. 40-20.000Hz, 20W. Verö kr. 990.- etk. ÍNVW | TS 2000 hátalarar „Cross- Axial”, þrefaldir. Niðurfelldir. 30—21.000 Hz. 60 w. Verðkr. 4.110. TS-106 hátalarar, innfelldir, 20 w. Passa í flestar gerðir bif- reiða. Verö kr. 880. TS 1644 Hátalarar 12,5 cm. Niöurfelldir, tvöfaldir. 40-20.000Hz, 25W. Verð kr. 1.810.- stk. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.