Morgunblaðið - 27.05.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.05.1984, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 J>ö þingmeirihlutinn og ríkisstjórn hans hef- ur á meðal kjósenda." ÞREKRÍKIS- STJÓRNARINNAR — Því verður ekki á móti mælt að þessi ríkisstjórn sem nú situr hefur haft góðan byr og notið víðtæks stuðnings meðal al- mennings, allt fram á síðustu vikur að minnsta kosti. Undir þinglok riðlaðist meirihluti stjórnarflokkanna í ýmsum málum. Vanda ríkissjóðs var skotið á frest með erlendum lántökum, kosninga- lög voru samþykkt með þeim fyrirvara að þau yrðu tekin fyrir aftur næsta haust og bjórmálið var þæft þannig að á því fékkst engin niðurstaða. Má taka þessi dæmi og segja sem svo að þau séu til marks um að stjórnin hafi ekki haft þrek nema til eins árs? „Þú nefnir þarna nokkur mál sem gefa alls ekki rétta mynd af störfum þingsins. Þú lætur hins vegar undir höfuð leggjast að tíunda allt það sem þingið afgreiddi. Málin sem lentu í undandrætti eru aðeins brot af þeim verkefnum sem þingið hefur tekist á við og sum þeirra eins og bjórinn, eru hvorki ríkisstjórnarmál né flokksmál. Ríkisstjórnin hefur tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem valdið hafa þáttaskilum." — Og lifir enn á þeim? „Þau mál sem þar um ræðir eru að baki. Nú iáta ýmsir eins og það sé veik- leiki þegar varpað er fram hugmyndum um að gera nýjan verkefnalista fyrir rík- isstjórnina. Ég lít þvert á móti á það sem styrkleika. Sá árangur hefur náðst sem að var stefnt þegar stjórnin var mynduð fyrir réttu ári og verkefnum var raðað í forgangsröð. Hins vegar verður ekki látið staðar numið heldur samið um nýjan verkefnalista. En lýðræðið er tímafrekt og það eru tiltölulega fá mál sem unnt er að leiða til lykta með skjótum hætti." — Þingmenn hafa glímt við bjórmálið i 35 ár án þess að losna út úr því. Er það lýðræðinu að kenna eða hræðslu þing- manna við að taka ákvörðun? „Fyrr á árum var það fellt á þingi að leyfa bjór, en málið er síður en svo úr sögunni og réttilega má gagnrýna þing- menn fyrir að reyna að skjóta sér undan ákvörðun í því. En ég vil minnast á annað deilumál nú í þinglok sem sýnir að menn hika ekki við að taka afstöðu þegar á reynir. Við sjálfstæðismenn vísuðum til grundvallarstefnu flokks okkar og neituð- um að leigusamvinnufélagið Búseti fengi meiri og betri opinbera lánafyrirgreiðslu en til dæmis byggingarsamvinnufélögin. Við töldum það vera grundvallaratriði að koma í veg fyrir það misrétti sem að var stefnt í þessum efnum og það tókst. Það hefði verið ranglátt og ósanngjarnt að veita fólki í leigusamvinnufélagi meiri rétt en fjölskyldu með sömu tekjur í byggingasamvinnufélagi." — Verður ágreiningurinn um Búseta eða kakómjólkina til að grafa undan stjórnarsamstarfinu? „Þessi mál koma alls ekki í veg fyrir að stjórnarflokkarnir geti sameinast um nýjan verkefnalista. Ágreiningur milli stjórnarflokka hlýtur auðvitað að hafa áhrif á samstarf þeirra — að minnsta kosti tímabundin. Mér dettur ekki í hug að neita því. Ekkert af því sem gerst hef- ur í samstarfi framsóknarmanna og sjálfstæðismanna nú þarf þó að draga dilk á eftir sér — sumt eru smámál sem gleðja helst rokufréttablöðin og mátt- lausa stjórnarandstöðu. Stjórnarandstað- an hefur verið slök við að finna snögga bletti á stjórnarflokkunum, hún sýnist einna helst þrífast á útúrsnúningum rokufréttablaðanna um smámál eins og skatt á kakómjólk og mangósopa." ÞÁTTASKILMEÐ SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM — Má ekki líta á yfirlýsingar um nýj- an verkefnalista stjórnarinnar sem til- raun til að draga athyglina frá getuleysi stjórnarinnar í þinglok? „Því fer fjarri. Umræður um nýjan verkefnalista stafa af því að þessi stjórn hefur tekið á málum og komið verkefnum frá. Hún hefur valdið umskiptum og sjálfstæðismenn vilja fyrir sitt leyti halda baráttunni áfram vegna þess fyrst og fremst að hún hefur skilað árangri til þessa. Umskiptin eru ekki aðeins í efna- hagsmálum. Undir forystu sjálfstæðismanna blása nú nýir vindar í menntamálaráðuneytinu. Á því ári sem liðið er frá því að Ragnhild- ur Helgadóttir varð menntamálaráðherra hefur orðið stefnubreyting í menntamál- um og nefni ég þá sérstaklega hugmyndir um aukin tengsl heimila og skóla. Rækt- un þessara tengsla er mjög mikilvæg við þær aðstæður sem nú ríkja í íslensku þjóðlífi. f umróti undangenginna ára hef- ur heimilið og fjölskyldan komist í upp- nám. Við þurfum að snúa af þeirri braut og hlú að fjölskyldunni. í því efni eru tengsl heimila og skóla einn mikilvægasti hlekkurinn. Menntamálaráðherra hefur jafnframt beitt sér fyrir því að treysta samband atvinnufyrirtækja og skóla. Ekki er síður ástæða til að binda vonir við það frumkvæði. Án hagnýtrar og traustrar menntunar standast íslenskir atvinnuvegir ekki vaxandi alþjóðiega samkeppni. Þessi mikilvægu verkefni mega menn ekki leiða hjá sér þó að átökin við efnahagsmálin séu tímafrekust. Þó að við leikum ekki stórhlutverk á alþjóðavettvangi verðum við á sama hátt að gæta vel að stöðu okkar í þeim efnum. Þegar Geir Hallgrímsson varð utanrík- isráðherra í maí 1983 hafði enginn sjálfstæðismaður gegnt því embætti í 30 ár eða síðan 1953 er Bjarni Benediktsson lét af því ráðherraembætti. Þrátt fyrir víðtæka samstöðu um meginþætti utan- ríkisstefnunnar milli flokka í öll þessi ár og þótt þessir meginþættir hafi upphaf- lega verið mótaðir af sjálfstæðismönnum hefur það komið í ljós á undanförnum 12 mánuðum að það skiptir ekki síður máli að sjálfstæðismenn hafi framkvæmd utanríkisstefnunnar með höndum. Þetta kom hvað skýrast fram á síðustu dögum þingsins þegar ræddar voru skýrslur utanríkisráðherra um utanríkismál og verktöku fyrir varnarliðið. Á þeim um- brotatímum sem nú ríkja á alþjóðavett- vangi er mikils virði að íslenskum utan- ríkismálum sé stjórnað með markvissum hætti og þjóðinni gerð undanbragðalaus grein fyrir aukaatriðum og aðalatriðum. Svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að íslendingar leggist á sveif með tals- mönnum frelsis gegn boðberum ófrelsis. Undir forystu sjálfstæðismanna er þeim málflutningi einfaldlega hafnað sem byggist á þvi að bæði risaveldin séu jafn slæm og þess vegna eigi ísland að vera varnarlaust. Við munum aldrei viður- kenna að unnt sé að bera frelsis- og mannréttindaskerðingu saman við lýð- ræðislega stjórnarhætti." NÝR VERKEFNALISTI — En við vorum að tala um nýja verk- efnalistann. Hvað ber hæst á honum? „Ef stjórnin ætlar að ná verulegum árangri þarf að gera breytingar í peningakerfinu og stjórnkerfinu... “ — Viltu nefna dæmi? „Nauðsynlegt er til dæmis að breyta ákvörðunum um vexti. Að óathuguðu máli finnst mörgum það ekki skipta miklu hver ákveði hæð vaxta. En íhugi menn stöðuna á peningamarkaðnum hljóta þeir að draga þá ályktun að besta leiðin til að koma þar á jafnvægi sé að bankarnir ráði sjálfir vöxtum. Gamla frystingaraðferðin í Seðlabankanum fel- ur i sér of mikla skömmtunarstjórn. Hvers vegna má markaðurinn ekki ráða á þessu sviði? Skömmtunarkerfið gerir engar kröfur til arðsemi en það gerir markaðurinn. Mestu skiptir að fjármagn sem notað er til framkvæmda skili arði — sé þess ekki gætt batna ekki lífskjörin. Þar sem ég reifa hér eitt af baráttumál- um Sjálfstæðisflokksins finnst mér rétt að minna á að Alþýðusamband íslands hefur einnig álýktað á þann veg að gætt skuli að arðsemi fjárfestinga áður en í þær er ráðist.“ — En hvað með samstarfsmennina í Framsóknarflokknum hafa þeir skilning á þessu? „Bankamálanefnd hefur skilað tillög- um til viðskiptaráðherra þar sem sam- staða er milli flokkanna um meginstefnu í þessum málum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun enn um breyt- ingar á vaxtastefnunni." — Þú minntist á stjórnkerfisbreyt- ingu. í hverju fælist hún? „Ég nefndi hana sem annað dæmi. Nauðsynlegt er að gera breytingar á fjár- festingarlánasjóðunum og opna að minnsta kosti einn sjóðinn. Hvaða sjóður það verður þarf að meta en ekki væri óeðlilegt að líta til Iðnlánasjóðs eins og staðan er núna. Sjóðurinn yrði þá opnað- ur fyrir nýjungum og efldur í samræmi við það. Þá er verið að vinna að endur- skoðun á landbúnaðarkerfinu, verðmynd- un í landbúnaði, Framleiðsluráði og sölu- kerfi á landbúnaðarafurðum." — Hvernig er að takast á við landbún- aðarmálin fyrir formann Sjálfstæðis- flokksins sem jafnframt er fyrsti þing- Þorsteinn Pálsson á skrifstofu sinni í Valhöll. maður mesta landbúnaðarhéraðs lands- ins, Suðurlands? „Það er fyrst og fremst skemmtilegt verkefni. Sjálfstæðismenn leggja höfuð- kapp á samstöðu milli neytenda og fram- leiðenda um mótun nýrrar stefnu í land- búnaðarmálum. Á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins höfum við efnt til fjölmargra funda í því skyni að samræma sjónarmið- in að þessu leyti. Enginn flokkur hefur jafn sterka stöðu og Sjálfstæðisflokkur- inn til að móta og hrinda í framkvæmd stefnu sem sættir sjónarmið neytenda og bænda. Ég tel góðar líkur á því að við náum samkomulagi um skynsamlegar til- lögur í þessu efni.“ — Við framsóknarmenn líka? „Það verður að koma í ljós. Þeir hafa gefið yfirlýsingar um stefnumótun í land- búnaði sem ekki er unnt að skilja á annan veg en svo að þeir vilji breytingar. Svo hafa þeir til dæmis undirritað yfirlýsingu um að aflétt skuli einokun í kartöflu- verslun. Því er þó ekki að neita að fram- kvæmd landbúnaðarráðherra á sam- komulagi stjórnarflokkanna um að leyfa innflytjendum kartöflukaup erlendis á meðan innlendar kartöflur eru ekki á markaðnum hafa valdið miklum von- brigðum. Ráðherrann hefur gengið á svig við það sem um var talað á milli flokk- anna í þessu efni.“ — Þú hefur rætt um verkefnin hér að ofan en hvað um nýja menn í stjórnina? „Ég er búinn að svara þessari spurn- ingu svo oft síðustu daga, að öllum ætti að vera orðið ljóst að ég tel ótímabært að velta mönnum fyrir sér á þessu stigi. Vangaveltur um skipan ráðherrasæta eru jafnan vinsælar en viðfangsefni ríkis- stjórna skipta mestu og framgangur stefnumála." DEILUR ÍALÞÝÐU- BANDALAGI — Þér finnst stjórnarandstaðan slöpp. Við gerð kjarasamninganna í febrúar varð djúpstæður ágreiningur innan Al- þýðubandalagsins, þegar pólitískir for- ystumenn flokksins lentu í andstöðu við verkalýðsforingja. Hvert er þitt mat á þessari stöðu innan stærsta stjórnar- andstöðuflokksins? „Enginn fer í launkofa með það að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til minni kaupmáttar hjá launafólki. Ljóst er að aðeins sterk ríkisstjórn hefur getað haldið á málum eins og gert hefur verið. Sóknin gegn verðbólgunni byggist ekki einvörðungu á hagfræðikenningum heldur einnig á pólitískum styrk og ekki síst á því að fólkið treysti á stjórnina, trúi því að hún sé að gera rétt. Við þessar aðstæður hefur Alþýðubandalagið skekist sundur og saman, innan þess hefur orðið mesti ágreiningur síðan Hannibal Valdi- marsson klauf flokkinn 1968. Takist ríkis- stjórninni að halda þannig á málum á næstu mánuðum að fólkið beri áfram til hennar traust og sannfærist um að hún sé að skapa atvinnuvegunum lífvænleg skilyrði og þar með bæta lífskjörin mun ágreiningurinn innan Alþýðubandalags- ins halda áfram að vaxa. Það telst til merkisatburða í stjórn- málasögunni að flokksforysta Alþýðu- bandalagsins skuli hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir verkalýðsforystunni, að flokksbroddunum skuli ekki hafa tekist að blása til allsherjarátaka við ríkis- stjórn sem grípa þurfti til jafn harðra aðgerða og sú sem nú situr. Svavar Gestsson og félagar hafa meira að segja orðið að sæta opinberum vítum frá eigin verkalýðsmönnum." — Frá Vestur-Evrópuríkjum berast nú fréttir um verkföll og alls kyns skærur á vinnumarkaðnum. Fylkingarfélagar hafa lýst því yfir að þeir ætli að beita Dags- brún fyrir vagn sinn til að breyta verka- lýðshreyfingunni í byltingarkennt bar- áttutæki. Heldur þú að við stöndum frammi fyrir slíku öngþveiti hér á landi í haust? „Vissulega sáust þess merki í vetur að verkalýðsfélög voru misnotuð með þess- um hætti. En það sýnir best hve illa er komið fyrir flokksforystu Alþýðubanda- lagsins að Fylkingin skuli vera orðin helsta stoð hennar og stytta innan laun- þegahreyfingarinnar. Þetta er þróun sem menn úr öllum flokkum verða að hugsa um og þá ekki síst launþegar sjálfir. Und- ir stjórn öfgamanna verða kjörin ekki bætt.“ — Á hinn bóginn má draga þá ályktun af því hvernig alþýðubandalagsmenn tala til dæmis um varnar- og öryggismál, að þeir vilji nálgast Sjálfstæðisflokkinn og séu jafnvel fúsir til stjórnarsamstarfs við hann. Er slík ályktun á rökum reist að þínu mati? „Forystumenn Alþýðubandalagsins hafa verið í ríkisstjórn um nokkurra ára skeið. Það er engum vafa undirorpið að þeir telja sig ekki hafa þau völd sem þeir æskja nema í ríkisstjórn. Sennilega eru þeir komnir í þær ógöngur að ætla að vera hvort tveggja byltingarkennt upp- lausnarafl og ábyrgt stjórnmálaafl. Átök af þessu tagi hafa jafnan átt sér stað meðal sósíalista og kommúnista. En þeir hafa ekki áður reynt að leika þessi tvö hlutverk í senn, þess vegna er ógerningur að reiða sig á þá, innan eigin raða segjast þeir einmitt ætla að nota völdin til að koma á þjóðskipulagi sem samrýmist ekki hugmyndum lýðræðissinna. Þegar forystumenn Alþýðubandalagsins tala við okkur eru þeir ráðherrasósíalistar en þegar þeir kalla á Fylkinguna sér til bjargar eru þeir gömlu byltingarsósíalist- arnir. Á þingi í vetur hefur Svavar Gestsson talað ýmist eins og gamaldags sósíal-demókrati eða flutt gömlu ræðurn- ar hans Einars Olgeirssonar þegar hann var upp á sitt besta og sagði auðvaldinu innan lands og utan stríð á hendur í nafni heimskommúnismans." AFL SJÁLFSTÆÐ- ISMANNA — Frá því þú varst kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þú ferðast um landið þvert og endilangt og hitt fjöl- marga flokksmenn á fundum. Finnst þér þú hafa fast land undir fótum eftir þau kynni? „Ég ákvað að einbeita mér að því að kynnast trúnaðarmönnum Sjálfstæðis- flokksins sem best og hitta eins marga flokksmenn að máli og frekast væri kost- ur. Ég sé síður en svo eftir þeirri ákvörð- un. Þessar ferðir hafa verið ánægjulegar. Sjálfstæðisflokkurinn byggir á ótrúlega traustum grunni um land allt. Einmitt þess vegna er hann eina stjórnmálaaflið í landinu sem getur tekist á við meinsemd- irnar í efnahagslífinu og gert það á þann veg að menn skilji nauðsyn skynsamlegra aðgerða, þótt þær kunni að vera þung- bærar. Sá stuðningur sem ég fann alls staðar er ómetanlegur og hann hlýtur að auka manni í senn bjartsýni og þrótt til að takast á við næstu verkefni með sömu festu og þegar ríkisstjórnin lagði til at- lögu við verðbólguna fyrir réttu ári. Markmið okkar á að vera félagslegt markaðskerfi. f því felst annars vegar aukið sjálfstæði atvinnulífsins og um leið meiri ábyrgð. Á hinn bóginn er skylda stjórnvalda að veita borgurunum félags- legt öryggi. Forsenda þess er öflugt at- vinnulíf, sem skilar arði og eykur verð- mætin sem til skipta eru. Þetta er leiðin til hagsældar og aukinnar velferðar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.