Morgunblaðið - 27.05.1984, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.05.1984, Qupperneq 4
TEIKN 52 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 SVIPMYND Á SUNNUDEGI Carrington lávardur og NATO Hollendingurinn Joseph Luns, sem tók við stöóu aðalfram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins í júní 1971, lætur af því embætti 25. júní nk., og við tekur Bretinn Carrington lávaröur. A embættisárum sínum hjá NATO hefur Luns oft verið ómyrkur í máli og opinskár varðandi fulltrúa NATO-ríkja jafnt sem fulltrúa A-Evrópuríkja, og því stundum um- deildur. En enginn efast um ein- lægan vilja hans til að treysta sam- stöðu og varnarmátt NATO. Áður en Luns tók við embætti aðalframkvæmdastjóra NATO, hafði hann um nærri tveggja ára- tuga skeið verið utanríkisráðherra Hollands. Carrington lávarður, sem nú tekur við embættinu, er einnig fyrrverandi utanríkisráð- herra, en því embætti gegndi hann í Bretlandi árin 1979—82, eða þar til hann sagöi af sér í upphafi átak- anna á Falklandseyjum. Carrington lávarður heitir fullu nafni Peter Alexander Rupert, 6. barón Carrington. Hann er fæddur 6. júní 1919, og verður því 65 ára sama dag og 40 ár verða liðin frá innrás Banda- manna í Frakkland í síðari heimsstyrjöldinni. Eiginkona Carringtons er lafði Iona Mc- Clean, og eiga þau son og tvær dætur. Að loknu námi við Eton- menntaskólann innritaðist hann í konunglega herforingjaskólann í Sandhurst. Þaðan útskrifaðist hann árið 1939, en þá var síðari heimsstyrjöldin hafin, og hóf hann því strax herþjónustu í Grenadier Guards-herdeildinni, sem hann barðist með öll styrj- aldarárin. Virðingarstödur Að heimsstyrjöldinni lokinni sneri Carrington lávarður sér fljótlega að stjórnmálum. Hann var fyrst kjörinn sem frambjóð- andi íhaldsflokksins í héraðs- stjórn heimahéraðs síns, Buck- inghamshire, og sat þar í þrjú ár áður en hann tók sæti í lávarða- deild brezka þfngsins. Auk utan- ríkisráðherraembættisins hefur hann einnig verið landbúnaðar-, orkumála- og varnarmálaráð- herra. Hann var formaður íhaldsflokksins árin 1972—74, forseti lávarðadeildarinnar 1963—64, og talsmaður stjórnar- andstöðunnar í lávarðadeildinni árin 1964—70 og 1974—79. Hann hefur gegnt ýmsum öðrum virð- ingarstöðum, en eftir að hann lét af embætti utanríkisráðherra varð hann formaður stjórnar General Electric Co. í Bretlandi. Þótt ekki hafi Carrington lá- varður stundað háskólanám, hafa þrír háskólar veitt honum heiðurstitilinn LL.D., eða doktor í lögum, en það eru Cambridge, Leeds-háskóli og háskóli Filipps- eyja. Carrington er skarpgáfað- ur maður, hann er alþýðlegur í viðmóti og á auðvelt með að um- gangast aðra. Hann er mikill samningamaður, og lætur ekki stjórnmálakreddur ráða skoðun- um sínum eða gerðum. Á löngum stjórnmálaferli sínum hefur hann áunnið sér miklar vinsæld- ir meðal brezku þjóðarinnar. Hann er vinnuþjarkur mikill, og kvartar helzt undan því, eftir að hann hætti sem utanríkisráð- herra, að hafa ekki nóg að gera. Langur vinnudagur Þessi vinnusemi lávarðarins náði hámarki er hann tók við utanríkisráðherraembættinu ár- ið 1979. Þótt hann væri þá vel að sér í utanríkismálum, átti hann margt ólært, og var það venja hans að fara á fætur klukkan fimm á morgnana, og vinna í tvo tíma við að kynna sér baksvið málefna dagsins, áður en setzt var að morgunverði. Mörg vandamálin fékk Carr- ington lávarður að glíma við í utanríkisráðuneytinu, en mesta vandamálið var án efa framtíð Rhódesíu, sem nú er Zimbabwe. Með hörku og samningalipurð tókst Carrington að knýja í gegn samþykkt þingsins á lausn Rhódesíudeilunnar, en sú lausn leiddi meðal annars til afnáms forréttinda hvítra manna og valdatöku blökkumanna í þessu nýja, sjálfstæða Afríkuríki. Ekki voru allir sáttir við þessa niður- stöðu, eins og gefur að skilja, en Carrington lávarður sér ekki eft- ir því að hafa bundið enda á margra ára skærur og hernað, sem urðu 25 þúsund manns að bana, eða að hafa staðið fyrir einhverjum lýðræðislegustu kosningum, sem efnt hefur verið til í afrísku landi. Hann á erfitt með að skilja andstæðinga sam- komulagsins, því styrjöldina varð að stöðva. En það var víðar en í Afríku, sem vandamálin blöstu við, og vildi Carrington einnig leita samninga við lausn þeirra. Þar má meðal annars nefna málefni Gibraltar, Belize, Hong Kong og Falklandseyja, samskipti austurs og vesturs, ástandið f Mið-Austurlöndum, samvinnu Vestur-Evrópuríkja og samstöðu ríkja Atlantshafs- bandalagsins. Samningsvilji Carringtons lá- varðar, sem reyndist svo áhrifa- ríkur í Rhódesíudeilunni, beið lægri hlut í deilunni við Argent- ínu um yfirráð á Falklandseyj- um, og kaus þá lávarðurinn að láta af embætti til þess að brezka stjórnin gæti einhuga beitt sér að yfirvofandi styrjöld. Samstarfíð við Thatcher Á utanríkisráðherraárunum átti Carrington mjög náið sam- starf við Margaret Thatcher for- sætisráðherra. Áttu þau fundi saman mun oftar — svo til dag- lega — en venja er um forsætis- og utanríkisráðherra landsins. Að sjálfsögðu voru þau ekki allt- af alveg á sama máli, en gagn- kvæm virðing ríkti í viðræðun- um, og þau veittu hvort öðru styrk og stuðning. Aldrei gætti neinnar beiskju í samskiptum þeirra, en sem dæmi um um- hyggju má minnast þess að eitt sinn, síðdegis á laugardegi þegar lausn Rhódesíudeilunnar tók mestan tíma utanríkisráðherr- ans, kom Carrington til viðtals við Thatcher í Downing-stræti númer 10. Forsætisráðherrann komst þá að því að Carrington hafði ekki gefið sér tíma til að snæða hádegisverð og bauð hon- um upp í íbúð sína á efri hæð, þar sem Thatcher eldaði handa honum eggjarétt. Thatcher forsætisráðherra var mjög fylgjandi því að Carr- ington hlyti embætti aðal- framkvæmdastjóra NATO, þótt hann hefði sjálfur lítið gert til að tryggja sér stöðuna. Segja má að val Carringtons í embættið sé sjálfsagt, því það krefst manns, sem veit að gildi öflugra varna er nátengt árangri samninga um eftirlit með vígbúnaði. Erfitt er að hugsa sér hæfari mann til að koma á framfæri stefnumörkum NATO hjá þjóðum vestrænna ríkja, og samræma hagsmuni ríkjanna beggja vegna Atlants- hafsins eftir ágreininginn varð- andi staðsetningu nýrra varnar- flauga í Evrópu, en einmitt Carrington lávarð, mann með reynslu í varnar- og utanríkis- málum, sem nýtur mikils álits hjá öllum aðildarríkjum. Starfíð hjá NATO Aðalframkvæmdastjóri NATO er æðsti starfsmaður stærsta og öflugasta varnarbandalags heims. Hann nýtur þar virð- ingar, en hefur í raun lítil völd. Það er yfirstjórn samtakanna, NATO ráðið, sem skipar Carr- ington í embættið, en í ráðinu sitja ráðherrar allra aðildarríkj- anna. Við embættistökuna verð- ur Carrington formaður ráðsins, og einnig formaður ýmissa und- irnefnda NATO á ráðherrafund- um þeirra, sem venjulega eru haldnir tvisvar á ári, og á fund- um fastafulltrúa í nefndunum, sem haldnir eru að jafnaði tvisv- ar í viku, þar getur aðalfram- kvæmdastjórinn vissulega haft mikil áhrif, en það eru fulltrúar og ráðherrar, sem taka allar endanlegar ákvarðanir, og allar ákvarðanir verða að fá einróma samþykki viðkomandi nefnda. Þegar um ágreining er að ræða, ber framkvæmdastjóranum að leita leiða til samkomulags. Hann getur bent á leiðir til lausnar, en hann getur aldrei kveðið upp úrskurð, eða tekið bindandi ákvarðanir á eigin spýtur. Aðalframkvæmdastjór- inn þarf sem sé að vera sam- vinnuþýður, en jafnframt sann- færandi, samningalipur og út- sjónarsamur. Það orð fer af Carrington lávarði, að hann sé þessum kostum búinn. (Heimildir: The Times, Associ- ated Press ofl. Samantekt: b.) Barustal sígilt íorm ódvr lausn Níu fallegir litir aí barustáli og einnig ólitað. Við aígreiðum þaó klippt 1 allar lengdir að oskum kaupenda með stuttum fyrirvara. Allir fylgihlutir fyrirliggjandi, s.s. þakpappi, kjoljarn og aíellur saumur. þettingar og-slett eíni. —. v Hagstœtt verð = HEÐINN = Storasi 6 210 Garðabœ Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi og báta. Atlas hf Ármúla 7. - Sími 26755. I’óslhólf 4ÍK5 - Hoykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.