Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984
57
„Að sjálfsögðu fylgja því
ýmsar skuggahliðar að
leika fyrir framan
myndavél. Ég kynnist
leikstjórunum ekki vel.
Ég geri bara það sem
mér er sagt. Ég held að
það sé þess vegna sem ég
er oft ekki mjög góður i
kvikmyndum. Þeir eru
hræddir við að leiðbeina
mér vegna þess hversu
gamall og reyndur ég er
og mér er illa við að
segja: - Svona segið þið
mér til!“
faldlega ekki nógu góð til að slá í
gegn á sviði. — Til dæmis „Wat-
ers of the Moon“ og „Separate
Tables". Þau eru alveg út í hött.
Ég á bágt með að trúa að okkur
hafi nokkru sinni líkað þau. Fyrir
40 árum leikstýrði sir John „The
Importance of Being Earnest" við
mikinn orðstír. Að tilhlutan
Bandaríkjamanna var ætlunin að
hann setti það á svið að nýju, en
hvarf frá því ráði, þegar í ljós kom
að A1 Pacino og Robert Redford
áttu að fara með aðalhlutverkin.
Sir John fór einnig mjög þakk-
samlegum orðum um listamenn þá
sem honum hefur auðnazt að
starfa með. — Ég var svo gæfu-
samur að hefja leikstjórn snemma
á fjórða áratugnum og fá að vinna
með hópi góðra og reyndra leik-
ara, er höfðu starfað með ýmsum
helstu leikstjórum Breta. Þeir
héldu allir sínum stíl en voru
reiðubúnir að taka við tilskipun-
um frá mönnum eins og mér. Það
var þáttur í lífi þeirra að koma vel
fram, sýna stundvísi, kurteisi og
háttprýði. Þeir höfðu tamið sér
aga og trúmennsku í garð leik-
hússins. Ég lærði margt af þeim.
Gielgud hefur jafnan lagt kapp
á að vinna með hæfileikamiklum
listamönnum sem leikstjóri. Leik-
stjórinn hefur á stundum skyggt á
leikarann í honum, og hann er of
samvizkusamur til að nýta sér til
hlítar tækifæri til stjörnuleiks. Er
það meira en unnt er að segja um
ýmsa aðra.
Loks rifjaði hann upp atriði,
sem voru honum f mjög fersku
minni og hann sagði: — Ég var
svo heppinn að fá að vera með í
„Home“ og „No Man’s Land“. Það
voru dásamleg leikrit. Og það var
dásamlegt að vinna með Ralph. Og
nú er hann farinn, bætti hann við
með trega í röddinni. — Ég mun
aldrei eignast annan eins sam-
starfsmann. Án hans verður leik-
húsið aldrei það sama og áður. Og
þar fyrir utan var hann einstakur
vinur og félagi, sagði þessi aldni
listamaður að lokum.
6 ár eru nú liðinn síðan sir John
fór síðast með hlutverk á leiksviði,
það 126. í röðinni samkvæmt út-
reikningum mínum. Það gladdi
mig mjög er hann sagði mér, að
hann væri ekki hættur að leika á
sviði. — Ég myndi mjög gjarnan
vilja fara aftur á svið, ef ég fengi
gott hlutverk. Það er alveg satt.
Hann hefur fengið mörg tilboð
um að leika, bæði frá enskum og
bandarískum leikhússtjórum.
Hingað til hefur hann hafnað
þeim öllum, því að vandfýsni er
meðal helztu eiginleika hans í
daglegu lífi. •
Meðal þess, sem hann hefur ver-
ið beðinn um, er að fara með hlut-
verk skólastjóra í leikritinu
„Forty Year On“, en í því sló hann
eftirminnilega í gegn. Það var
hins vegar fyrir 16 árum og skilj-
anlega er honum ekkert um að
grafa upp gömul frægðarverk.
Slíkt er hann oft beðinn um að
gera. Hann fór síðast með hlut-
verk Hamlets í Kaíró árið 1946.
Níu ár eru liðin frá því sir John
var síðast leikstjóri, en oft hefur
hann haft meiri ánægju af því að
leikstýra en að leika sjálfur.
— Núna er ég ekki oft beðinn um
að fara með leikstjórn, segir hann.
Raunar hafa honum verið boðin
allmörg leikrit frá ýmsum tímum,
en oft kemst hann að raun um, að
leikrit sem sóma sér vel í handriti
eða í sjónvarpsupptöku, séu ein-
ur með leikstjórum eins og Peter
Brook, Peter Hall og Lindsey And-
erson, en það eru menn sem eru
ekkert hræddir við að segja við
mig: — Þetta er orðið úrelt hjá
þér! Gerðu þetta ekki aftur! En ég
hef þörf fyrir að svona sé talað til
mín. Það er erfitt að brydda upp á
einhverju nýju og hitta síðan fólk
sem segir að maður sé orðinn
gamaldags. Það er að sama skapi
erfitt að þola fjandsamlega gagn-
rýni, en samt þarf maður meira en
nokkru sinni fyrr á gagnrýni að
halda, þegar maður er orðinn
gamall. Stundum er ekki gott að
hlusta of mikið á vini sína. Eftir
því sem tíminn líður er erfitt að
vita nákvæmlega hvar maður
stendur. Og svo er það annað. Þeg-
ar maður er orðinn, tja, þjóð-
sagnapersóna — hann ber orðið
fram hægt og hikandi, — þá er
erfitt að finna sér stað í nýjum
félagskap.
Ég spurði hann, hvort honum
hefði ekki alltaf hætt við mikilli
sjálfsgagnrýni. — Kannski einum
of mikið, svaraði hann. — Ég hef
alltaf verið mjög örgeðja og hellt
mér út í hlutina. Eigi að síður hef
ég aldrei verið viss um að slík
vinnubrögð séu rétt. Ég er alveg
reiðubúinn að taka því þegar mér
er sagt að ég hafi farið skakkt aö,
og ég er vís með að kúvenda, byrja
upp á nýtt og gera eitthvað ger-
ólíkt.
„Þaö er erfitt aö
brydda upp á ein-
hverju nýju og
hitta síðan fólk
sem segir að mað-
ur sé orðinn gam-
aldags. Það er að
sama skapi erfitt
að þola fjandsam-
lega gagnrýni, en
samt þarf maður
meira en nokkru
sinni fyrr á gagn-
rýni að halda, þeg-
ar maður er orðinn
gamall.“
Kork-o-Plast
Gólf-Gljái
Fyrir PVC-filmur, linoleum,
gúmmí, parket or steinflísar.
GC-Floor Polish 2000 gefur end-
in(?argóða gljáhúö. ^
Notkun: Þvoið gólfið.
Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt
á gólfið með svampi eða rakri
tusku.
Notið efnið sparlega en jafnt. Lát-
ið þorna í 30 mín.
A illa farin gólf þarf að hera
2—3svar á gólfið.
Til að viðhalda gljáanum er nóg að
setja 1 tappafylli af CC-Floor Pol-
ish 2000 i venjuleua vatnstoiu at'
voIku vatni.
Til að fjarlægja Kljáann er best að
nota R-1000 þvottaefni frá sama
framleiðanda.
Notið aldrei salmíak eða ðnnur ;
sterk sápuefni á Kork-o-Plast.
Kínkaumboð á úlandi:
1». horgrímsson & Co.,
Ármúla 16. Keykjavík,». 3*640.
Á
$fcfrnclirvcKArt4fe4Arfr\ $UC
— vttwr—
-jatckar, fiU, tjfMaf
cyjljfriijpirr, ólcotciccvf'
- -ýiilci-jiBviírjethicSuy"-
'NÍiÍAWAHUrgE^
JANE WlkSTRÖH
■DESI6W SWEOEN
0?«*” <=\-\8 yrui^íö
10-lA Idu.
StwJUom cfis-lKGi'-fu.
.@í/n&i£
loio
étnmi XlS7?
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!