Morgunblaðið - 27.05.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984
67
Sumargleðimenn, HLH-flokkur-
inn og stjórnendur Steina hf.
ásamt Gunnari Þóröarsyni, upp-
tökustjóra, í hljóöverinu í Hafnar-
fírði.
Morgunblaðið/KÖE.
ingjar Björns Péturssonar seldu
helmingseign sína í fyrirtækinu.
Steinar B. ísleifsson, stofnandi
og aðaleigandi Steina, keypti
nýjan tíunda hluta, fyrirtækið
sjálft 10% og eftirstandandi
30% þeir þrír starfsmenn, sem
veita nú fyrirtækinu forstöðu.
Það eru Örn Baldursson, fram-
kvæmdastjóri, Pétur W. Krist-
jánsson, sem annast yfirumsjón
Sumargleðin á 100. plötunni frá Steinum
ÞESSA dagana er veriö aö leggja
síöustu hönd i gerð 100. hljóm-
plötu útgáfufyrirtækisins Steina
hf. Það er í hljóðveri Hljóörita í
Hafnarfirði, sem liðsmenn Sumar-
gleöinnar eru aö syngja síðustu
raddirnar inn á nýja breiðskífu
undir stjórn Gunnars Þórðarsonar.
Þrjár aðrar breiðskífur eru nú í
lokavinnslu hjá Steinum hf. —
með HLH-flokknum og hljóm-
sveitunum Kikk og Pax Vobis.
Fleiri plötur eru í vinnslu hjá
Steinum, m.a. safnplatan Breska
bylgjan.
Steinar h.f. hyggjast halda
sérstaklega upp á hundruðustu
plötuna á „hátíðarkvöldi" í
Broadway 22. júní næstkomandi.
Þar munu koma fram fjölmargir
þeirra listamanna, sem Steinar
hafa átt samvinnu við á undan-
förnum níu árum, m.a. Stuð-
menn, sem gerðu fyrstu plötuna,
„Sumar á Sýrlandi". Sumar-
gleðimennirnir frumflytja hluta
af dagskránni, sem farið verður
með um landið í sumar, HLH-
flokkurinn (Halli, Laddi og
Björgvin Halldórsson) kemur
fram og fleiri. Ymsum lista-
mönnum forlagsins verða veittar
viðurkenningar, að því er for-
ráðamenn Steina hf. sögðu á
blaðamannafundi fyrir
skemmstu.
Umtalsverð breyting hefur
nýlega orðið á eigendahlutföllum
og yfirstjórn Steina hf. eftir að
eigendur Karnabæjar hf. og erf-
með útgáfu og markaðsmálum
og þar með samskipti við inn-
lenda listamenn, og Jónatan
Garðarsson, sem hefur umsjón
með vaxandi alþjóðlegum sam-
skiptum Steina hf. Steinar Berg
rekur dótturfyrirtækið Steinar
Records UK, Ltd. í London, en
það gerir m.a. út hljómsveitina
Mezzoforte.
Goóar gasvorur
-á einum staö
Það tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að máli, að starfsemi
gasvörufyrirtækisins GASOLfer eftirleiðis fram í OLÍS búðinni
við Grensásveg.
Þar bjóðum við vandaðar vörur og veitum viðurkennda
þjónustu þar að lútandi.
OVAKO
rafsuðuvír og logsuðu-
tæki.
ENO gaseldavélar og gasofnar.
Remolron gasmiðstöðvar.
En Mekmor-produkl
mPLEIN
yUAIR
gaskæliskápar, gaskælikistur,
gaseldavélar, gasluktir og gas-
ferðavörur.
gasvatnshitarar fyrir sumarhús
og ofnkranar.
EUROVELD og 3E rafsuðuvélar.
Gjörið svo vel. Skoðið úrvalið, reynið þjónustuna.
fP03'
Grensásvegi 5, Sími: 84016/84319