Morgunblaðið - 27.05.1984, Side 24

Morgunblaðið - 27.05.1984, Side 24
Freðslustígur á nittúruverndarsveðinu í Ranworth, þar sem sji mi hvernig jarðvegur og gróður þróast fri vatni yfir í skóg, ef ekkert er að gert Ef stigið er út af stígnum sekkur maður í djúpa leðju. Við endann i stígnum er fljótandi safnhús með fuglaskoðunargluggum uppi og greinargóðri sýningu um nittúruna og vernd hennar, niðrí. ^leikritinu Einkalíf eftir Noel ICoward spyr ein persónan: Hvernig er Norfolk? Og svarið er: Flatt! Tveimur Is- lendingum á báti á ám og skurðum hins svonefnda Broadlands í Norfoik, sem sagt var frá í síðasta sunnudagsblaði, þótti þetta stuttorða svar hitta naglann vel á höfuðið. Ef til vill hefði allt eins mátt nota orðið óendanlegt. Fólki frá landi, þar sem fjöll marka sjóndeildarhring og ár grafa sig niður í dalbotna, er slík flatneskja nýstárleg, ekki síst þegar liðið er um hana á vatni með sef í leðju á árhpkkum eða lauftré alveg út í ána. En það er ekki fyrr en með skilningi á þessu landi að maður áttar sig á hversu merkilegt það er. Það er ekki mótað af skaparanum einum eða vatni og vindum, eins og við eigum að venjast. Nei, það er manngert landslag og ef maðurinn heldur því ekki við, þá breytist það á 25 árum og með því allt það fjöl- skrúðuga jurta- og fuglalif sem þar er. Nátturuverndin gengur út á að halda við manngerðri náttúru, sem enginn vill missa. Enda var Nor- folk fyrst breskra héraða til að hefja skipulega náttúruvernd og á þessu svæði eru mörg ómetanleg náttúruverndarsvæði, sem fólk sækir langt að. Norfolk Naturalist Trust var stofnað 1926. Þessi land- sköpun gerðist ekki í fyrra eða hitt- eðfyrra og ekki á einu ári eða tveimur. Þróunin tók aldir. Og hana má sjá á náttúruvernduðu svæðunum á vatnasvæðinu, sem haldið er við bæði fyrir rannsóknir vísindamanna og gestum til ánægju og fróðleiks. Mógrafír í aldir Fyrrum var haldið að þarna væru bara grunn vötn með sefi á bökkum. En vísindalegar rann- sóknir seinni ára hafa sýnt fram á allt annað og merkilega þróun i landsköpun. A þeim tíma sem land- námsmenn voru að koma sér fyrir á íslandi, lögðu íbúar þessa svæðis grundvöllinn að landbreytingum. í 400 ár, frá því á 9. öld og fram til 1300, tóku þeir mógrafir. Norfolk þeirra tíma var vegna mótekjunnar jafn mikilvægt og öflugt kola- námuhérað nútímans. Fyrir 500—600 árum tók að flæða inn í þessar víðáttumiklu mógrafir. Landið var eitthvað að lækka og hækka gegn um aldirnar og kann það að hafa haft áhrif. Og þetta breytti landinu smám saman i Á miðöldum var ullarframleiðsla og vefnaður aðalatvinnugrein Nor- folk-héraðs. Á blómaskeiði ullar- iðnaðarins settust þar að margir hollenskir og flæmskir vefarar, en þá aflaði ullariðnaðurinn þaðan sér frægðar um víða veröld. En með vélvæðingunni færðist slíkur iðn- aður norður til kolanámuhérað- anna og hrakaði þarna. En Hol- lendingarnir komu með aðra gagn- lega verkmenningu, vindmyllurnar, sem gátu ausið vatni í skúffuhjól- um upp úr skurðunum í árnar. Spaðarnir voru úr ofnu klæði, en efsti hluti myllunnar snerist fyrir spaða, sem var aftan á þeim, svo að vængirnir sneru alltaf rétt I vind- inn. Myllurnar byrjuðu að sjást á 17. öld, og fjölgaði svo á 18. öldinni að héraðið varð „skógur af vind- myllum“. Seinna var farið að setja í myllurnar gufupumpur og nú er vatninu að mestu dælt með raf- magni eða olíupumpum. En gömlu myllurnar eru hreinasta augnayndi þar sem þær gnæfa yfir flatt land- ið, sumar farnar að láta á sjá, en öðrum er haldið við. Ýmis verndun- arsamtök, svo sem Norfolk Wind- mill Trust, sjá fyrir því. Það er sannarlega þess virði að leggja að árbakka þar sem er mylla opin al- menningi. Stöku myllur eru sýni- lega í einkaeign og hafa verið gerð- ar upp sem sumarhús, sumar mjög skemmtilega. Sefíð notað á stráþökin Þannig hefur landið sem maður hefur fyrir augunum orðið til með háu sefi á bökkum, sem sjaldan eru mjög þéttir, og við blasir hátt stargresi sem vex upp úr votri leðj- unni. En eftir því sem skurðirnir grynnka af setlögum og leir, þá vill sefið sækja út i vatnið. Þess vegna er víða aðvörun til bátafólks um að leggja ekki að þessum bakka eða hinum eða þá að fara varlega og ekki of nærri bakkanum. En rangt væri að segja að alls staðar prýði bakkana sef. Sums staðar er annar þetta vatnasvæði með sefi á bökk- um, sem blasir við augum beggja vegna þegar báturinn líður eftir ánum. Og fenin í kring eru afleið- ing þess að menn slógu alltaf sefið, en háa stargresið hefur verið notað í aldaraðir í húsþök. Sfðan hafa fenin -verið tengd ánum með skurð- um, svo að sigla má eftir þeim sam- fleytt hundruð kílómetra. Landið umhverfis árnar er svo flatt aö það flæðir oft á vetrum. Á tímabili mun það hafa legið undir vatni tímunum saman. En á 16. öld var byrjað að veita því burt og upp- þurrkun lands hefur staðið allt fram á okkar daga. Þegar fyrstu áveituskurðirnir höfðu verið gerð- ir, fékk vatnið auðvelda rás út í árnar, sem báru það til hafs. En um leið og landið þornaði skrapp það saman, svo að árnar liggja hærra en landið f kring og skurö- irnir. Þykir fslendingi allkyndugt að horfa ofan frá báti sfnum á anni og niður á landið beggja vegna og skurðina með vatni i. Þegar svo var komið, fóru fbúarnir að velta þvf fyrir sér hvernig þeir mættu lyfta vatninu úr skurðunum upp í árnar, svo það mætti renna í burtu. Víða eru bátakvfar bátaleiganna f bæjunum meðfram ánum. Þær eru í samvinnu, svo að hægt er að leggjast upp að þar sem Blakes-fáni blaktir og fá vatn og alla þjónustu frítt. Hér er Ann Hughes í bátaleigu BB í Brundal að fara um borð í Vorfluguna með síðasta útbúnaðinn, en allt sem maður þarf á að halda er í bátunum. Þar hefur maðurinn skapað landið - og verður núað halda því við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.