Morgunblaðið - 27.05.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984
7-7
Aðalfundur Rithöfundasambandsins:
Sambandið fái greiðslur
eftir 50 ár frá láti höfunda
AÐALFUNDUR Rithöfundasam-
band fslands var haldinn 5. maí
1984. Þar var samþykkt áiyktun
þess efnis að skora á ríkisstjórnina
að fela nefnd, skipaðri fulltrúum
stjórnvalda og samtökum rétthafa,
að semja frumvarp til laga um gjald,
sem greiða skuli fyrir afnot verka
þegar 50 ára verndartími frá láti höf-
undar er liðinn. Skuli slíkt gjald
renna til samtaka eigenda höfund-
arréttar til ráðstöfunar samkvæmt
meginreglum, sem nefndin geri til-
lögur um.
artímans. Tekjur af gjaldi þessu
fyrir afnotin renna í sjóði, sem
notaðir eru til að styðja bæði lif-
andi höfunda og afkomendur lát-
inna höfunda.
Ekki verður talið ósanngjarnt
að þeir, sem fénýta sér verk höf-
unda sem látnir eru fyrir meira en
50 árum, gjaldi fyrir slík afnot að
einhverju marki. Er það í sam-
ræmi við þá viðteknu reglu, að af-
not fjármuna séu ekki endur-
gjaldslaus og þá reglu að framleið-
endur verðmæta og þeir, sem síðar
taka við verðmætunum, skuli
njóta fjárhagslegra tekna af verð-
mætunum. Ennfremur má á það
benda að við hækkandi tilkostnað
útgáfu getur orðið tilhneiging til
að gefa út verk, sem fallin eru úr
vernd í stað þeirra, sem enn njóta
verndar, til að spara þann hluta
sem felst í endurgjaldi til höfund-
ar eða erfingja hans.
Lagt er til að stjórnvöld hafi
frumkvæði um að semja frumvarp
til laga um málefni þetta í sam-
ráði við samtök rétthafa."
Sólbað f búðarglugga
Það mátti sóla sig, jafnt utan dyra sem innan, í Hafnarstrætinu sl.
föstudag, verslunin Heimilistæki bauð þá vegfarendum að reyna nýja
sænska sólbekki, Solana, sem verslunin hefur nú hafið sölu á. Var
sólbekk komið fyrir í glugga verslunarinnar og verður sami háttur
hafður á á mánudag.
í greinargerð Rithöfundasam-
bandsins segir: „Svo sem alkunna
er helst höfundarréttur uns 50 ár
eru liðin frá næstu áramótum eft-
ir lát höfundar. Um þetta eru
ákvæði í 43. gr. höfundarlaga nr.
73/1972. Önnur fjármunaréttindi
haldast um ótakmarkaðan tima og
er því reglan um 50 ára gildistíma
höfundarréttinda eftir lát höfund-
ar sérregla, sem er frábrugðin al-
mennum reglum og takmarkar
gildi höfundarréttinda miðað við
önnur fjármunaréttindi. Regla
þessi leiðir til þess að höfundar-
réttindi verða almannaeign og
getur hver sem er haft af þeim
fjárhagslegar nytjar að liðnu 50
ára tímabilinu án nokkurs endur-
gjalds.
Regla þessi hefur ekki þótt
sanngjörn í alla staði og hefur
leitt til þess að í nokkrum löndum
hafa verið settar reglur um smá-
vægilegt gjald fyrir afnot verka,
sem fallin eru úr vernd skv. höf-
undarlögum vegna 50 ára vernd-
Ferðaskrifstofa
stúdenta:
Uppselt í
ferðir fram
í ágúst nk.
UPPSELT er í ferðir á vegum Ferða-
skrifstofu stúdenta fram í ágúst nk.
Samkvæmt upplýsingum sem blm.
Mbl. fékk á skrifstofunni, er um að
ræða ferðir til Kaupmannahafnar,
Osló, Stokkhólms, Luxemborgar og
Amsterdam, en ferðaskrifstofan hefur
20 sæti í flugvélum Flugleiða til þess-
ara staða, einu sinni í viku og stundum
oftar.
Ferðirnar eru mikið notaðar af ís-
lendingum, sem stunda nám erlendis
og munar töluverðu á verði miðað
við almenn fargjöld. Fyrir þá, sem
kaupa farmiða hjá Ferðaskrifstofu
stúdenta utan og heim aftur, munar
einnig nokkru á verði miðað við
ódýrasta almenna fargjaldið, en
misjafnlega miklu eftir áfangastöð-
um. Slíkir miðar gilda í sex vikur.
Coldwater:
Veitir fimm
frystihúsum
viðurkenningu
Á aðalfundi Sölumiðstöðvarinnar
kom meðal annars fram, að Coldwater
hefði ákveðið að veita 5 frystihúsum
innan SH viðurkenningu fyrir góða
frammistöðu og úrbætur í framleiðslu.
Þessi hús eru Hraðfrystihúsið í
Hnífsdal, Fiskiðjan í Vestmannaeyj-
um, Útgerðarfélag Akureyringa,
Jökull á Raufarhöfn og Haraldur
Böðvarsson & Co. á Akranesi. Magn-
ús Gústafsson, framkvaemdastjóri
Coldwater, mun veita þessar viður-
kenningar í frystihúsunum f sumar í
ljósi þess, að þær eru ekki sfður til
almenns starfsfólks þeirra en
stjórnenda.
VIÐ FENGUM RAUÐA ROS
í SLOPPANA
ÞEGAR VIÐ FLUTTUM
í SÍÐUMÚLA 4
Veggfóðrarinn hf. og Málning
& Járnvörur hf. hafa um
áratuga skeið séð viðskiptavinum
sínum fyrirvönduðum bygginga-
vörum. Eins hafa starfsmenn
þessara rótgrónu verslana gefið
öllum sem leitað hafa til þeirra
holl ráð og leiðbeiningar.
IMú hafa starfsmenn beggja
verslana tekið höndum
saman, og starfa framvegis
undir sama þaki, í nýjum og
rúmgóðum húsakynnum í
Síðumúla 4.
V,
VtCCFÓÐRARINN -
Áfram verða á boðstólum
þrautreyndar gæðavörur:
málning, dúkar, veggfóður,
járnvörur, verkfæri og ótalmargt
annað sem húseigendur og
iðnaðarmenn þurfa á að halda.
Engar breytingar verða í starfsliði
eða í þjónustu. Það er aðstaðan
sem breytist.
Þú munt örugglega finna það
sem þú leitar að í björturr^og
rúmgóðum húsatynnum
okkar.
Við munum leggja
okkurfram við
að liðsinna þér.