Morgunblaðið - 27.05.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.05.1984, Qupperneq 34
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 UmrsAur fara ekki fram á þinginu. Málin hafa áður verid rsdd í svokölluð- um leshringjum. Þeir eru milli 60 og 70 talsins í Ausserrhoden. Þar eru haldnir fyrirlestrar og hugmyndir ráðamanna um nýjar tillögur teknar til umfjöllunar löngu áður en þsr komast á lokastig. Þar kemur í Ijós hvað fólkinu finnst og konur fá að vera með. Auk þess sem Hringurinn er of Iftill til þess að konur komist þar fyrir með körlunum. Og ekki kemur til greina að flytja þingstaðinn og granda þannig gamalli hefð. En fyrst voru ráðherrar kantónunnar (karlarnir með pípuhattana) endurkjörnir, landshöfðinginn (í rsðustól) og dómarinn (í hvítri slá) kosnir. Nöfn þeirra voru lesin upp og karlar réttu upp hönd með eða á móti. Þrír buðu sig fram til landshöfðingja og það tók fimm atkvsðagreiðslur þangað til það var Ijóst að flestir réttu upp hönd með yngsta frambjóðandanum, Hans Höhener. Síðan voru greidd atkvsði um fjárlögin og önnur innansveitarmál. Karlaveldi á fjallaþingi Þennan dag greiddu karlarnir at- kvsði um tillögu Jafnaðarmanna sem stungu upp á að leynileg alls- herjaratkvsðagreiðsla fsri fram í kantónunni um kosningarétt kvenna. Meirihluta karlanna þótti það hin mesta vitleysa. Hvað yrði ef þsr fengju kosningarétt á endan- um? Áttu þsr þá að fara að kaupa sér sverð eða dálk eins og hver ann- ar karlmaður? Nei, konur hafa ekkert með kosningarétt að gera. Það þarf ekki að hafa leynilega allsherjar- atkvsðagreiðslu um það mál, ákváðu karlmenn á þingi sínu í fjallakantónunni Appenzell Auss- errhoden í Sviss, síðasta sunnudag í apríl 1984. Þeir koma saman einu sinni á ári og halda þing, eins og tíðkaðist á Þingvöllum til forna, í nokkra klukkutíma. Þingstaðurinn er á torgi, sem kallað er Hringur- inn, í litlum fjallabs. Þangað streyma Appenzell-karlar alls stað- ar að, búnir sverðum eða dálkum, til að greiða atkvsði um menn og málefni kantónunnar og sjá til þess að engin glaprsði eigi sér stað. Svissnesku kantónurnar ráða stjórnarháttum sínum sjálfar. Appenzell, Unterwalden og Glarus halda enn í gamla Þing- vallasiðinn og spyrja sitt fólk álits á útisamkomum. Þar greið- ir fólk atkvæði með eða á móti með því að rétta upp höndina og leynilegar atkvæðagreiðslur um innansveitarmál tíðkast ekki. Kantónurnar eru á „svarta list- anum“ í mannréttindabók bandariska utanríkisráðuneytis- ins vegna þessa, en láta sér það í léttu rúmi liggja. Appenzell er ein um að halda konuffi fyrir utan Hringinn. Þær fá þó að greiða atkvæði um þjóðmál sam- kvæmt svissneskum lögum sem voru samþykkt 1972. Appenzell var skipt í tvær hálf-kantónur árið 1513. Auss- errhoden er stærri með 47.200 íbúa og mótmælendatrúar en Innerrhoden er kaþólsk með 12.800 íbúa. Karlar kusu nýja „Landammann" eða „landshöfð- ingja" á báðum stöðum umrædd- an sunnudag í apríl og konur horfðu á. Ýmis önnur mál kant- ónunnar voru á dagskrá. Mynd- irnar frá Ausserrhoden segja sína sögu. Lestirnar til Ausserrhoden, Appen- zell, sem er í norð-austurhluta Sviss, voru þéttsetnar körlum með sverð og dálka 29. aprfl sl. Enginn fær að koma óvopnaður inn í Hringinn, sverðin eru eins konar nafnskírteini. En á þinginu sjálfu standa þær til hliðar eða sitja úti í glugga og fylgjast með ákvörðunartöku karlanna. " 'r [r jl/ Aðkomufólk fylgist af forvitni með þinghaldinu. Margaretha Bischof, hús- freyja á heimili, sem stendur við Hringinn (öftust á myndinni), hefur alltaf fullt hús af fólki á þingdaginn. Hún sagðist vera hæstánægð með ákvörðun karlanna að fara ekkert að athuga hversu margir vildu kosningarétt fyrir konur. „Ég hef engan tíma til að fara að standa í Hringnum,“ sagði hún. „Það er gömul hefð að karlarnir standi þar einir og henni má ekki breyta. Ég myndi hvort eð er bara spyrja manninn minn hvernig ég ætti að kjósa svo að ég hef ekkert við kosningarétt að gera.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.