Morgunblaðið - 27.05.1984, Side 47

Morgunblaðið - 27.05.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 95 Úr blaðadómum um Hefty Load Hefty Load viröist ekki þurfa annaö en tónlist sína til þess aö komast inn á markaöinn. Án nokkurra auglýsingabragöa komu fram eftirfarandi athugasemdir er plata þeirra, samnefnd þeim, kom á markaöinn. Eftirfarandi er haft eftir stærri blöö- um. Helsingin Sanomat (leiö- andi finnskt dagblað, 12. mars ’84). — í þeirri teknó-fönk tónlist sem er á þessari plötu birtist örvæntingarkraftur hinna firrtu borgarbarna, hún hefur kröft- ugan takt, dáleiöandi takt, taugaveikluð, nýtískuleg, og ef til vill rómantísk, allt aö einu þá sigrar hún hlustandann. Schlager (leiöandi Skand- inavískt (sænskt) rokkblaö, 7. febrúar ’84). — Án efa er þetta ein at- hyglisverðasta hljómsveit í Skandinavíu í dag. Á þessari hljómplötu er allt það aö finna, sem ég leita eftir í tónlist. Ilta-Sanomat (leiðandi finnskt kvöldblað. 13. nóv- ember '83). — Helsinki hefur ekki orðiö fyrir öðru eins „sjokki” síðan á Ólympíuleikunum ’52. Ilta-Lenti (annað stærsta kvöldblaöiö 14. febrúar ’84). — Þegar þú ert staddur á hljómleikum hjá Hefty Load upplifirðu undarlega hluti. Hefty Load skapar brálæöis- kenndan dans, með sterkri er- ótískri tilfinningu. Rumba (stærsta rokkblað Finna nr. 6 ’84). — Tónlist Hefty Load er danshæfust þeirrar fönk-tón- listar sem ég hef heyrt í Skandinavíu í langan tíma. Sterk svört áhrif eru í tón- listinni allt frá fæöingardegi til prinsins, en furðulegt þó þá kemur eigin stíll hljómsveitar- innar í Ijós í gegnum þessi áhrif. Seura (stærsta vikublaö Finna, nr. 15 ’84). — Fyrir rokktónlistina þaö sem Jean Paul Sartre er fyrfr bókmenntirnar. Soundi (hátt skrifað finnskt rokkblað, nr. 4 ’84) — Það eru 5 finnskir tón- listarmenn í Hefty Load, sem líta út eins og tré- skuröarbrúöur sem mótaðar hafa verið með öxi og einn svartur Svíi. Tónlist þeirra er í anda iðnaðar og köld, en hins vegar góð danstónlist í háum gæðaflokki. Brot úr spjalli við Cirkus Modern „Velkomin, velkomin dömur mínar og herrar. Viö bjóðum þér hinn babelska hátíöasöng, viö bjóöum allar nýjar útgáfur af lyg- inni.“ Tilboöiö kemur frá mjög at- hyglisveröri nýsköpun I norskri rokktónlist, hljómsveitinni CIRK- US MODERN. Bak viö þetta nafn felst þraut- reynt fólk meö bakgrunninn í fram- úrstefnuböndunum Kjott og De- Press ásamt nýgræöingi meö klassískan bakgrunn (tónlistarl- ega). Og langt frá pönktónlist Kjott frá fyrri tíma og framúrstefnutil- raunum DePress er komin ný tón- list. CIRKUS MODERN spila rokk. Punktur. — Þaö skiptir miklu aö ná sam- bandi viö fólk, ná út. Það er lítíö vit í aö vera kjallaraband og ofsalega framúrstefnandi, ef enginn nennir aö hlusta á þaö, segir söngvarinn og textahöfundurinn Helge Gaard- er. — Eru þeir hættir tilraunastarf- seminni? — Nei segir Jorn Christensen gítarleikari. Viö erum sér í lagi meö tilraunir en ekki aðeins tilraunir. Viö höfum lært mikiö á því aö gera einkennilega hluti. Þungamiöja okkar nú er samt miölun. CIRKUS MODERN er mun melódískari en Kjott og Montasje voru segir Helge. Viö höfum notaö mikinn tíma til þess að finna okkar eigin stíl þannig aö sá stíll sé ekki eingöngu svolítiö frá Kjett og svo- lítiö frá DePress. — CIRKUS MODERN eru allir mikilvægir. Viö vinnum að lögun- um í sameiningu. Enginn kemur meö úthugsaöar hugmyndir og keyrir þær í gegn, segir trommu- leikarinn Ola Snortheim. — Allir finna sinn staö i hverju einasta lagi. Endanleg útkoma er oft allfrábrugöin upprunalegu hugmyndinni segir Helge. Þaö er afbragö aö vinna svo náiö saman meö svo sterka einstaklinga. Norski flokkurinn Cirkus Modsrn. Fyrirliggjandi í birgðastöð Stálgæði: Remanit 4301 IIIC Stálgæði: Remanit 4016 Plötuþykktir: 0.8 - 3.0 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 Nýr sykurlaus appelsínu drykkur Nýjung! Sætiefnið Nutra Sweet er notað í Topp TOPP appelsínu drykkur Fæst í öllum matvöruverslunum SÓL H/F.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.