Morgunblaðið - 29.05.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984
Yngvi Jóhannes-
son látinn
YNGVI Jóhannesson lést í
Reykjavík í fyrradag, 87 ára að
aldri. Yngvi var verzlunarmaður
allan sinn starfsferil, en þekktast-
ur var hann fyrir þýðingar sínar.
Yngvi fæddist 16. ágúst 1896 á
Kvennabrekku, Miðdalahreppi,
Dalasýslu. Hann brautskráðist
frá Verzlunarskóla íslands 1919
og hóf strax eftir verzlunarpróf
störf sem bréfritari og fulltrúi
hjá Nathan & Olsen. Þar starf-
aði hann til ársins 1929, að hann
hóf störf hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur, þar sem hann síð-
an starfaði ailan sinn starfsald-
ur. Meðfram verzlunarstörfum
lagði Yngvi stund á þýðingar-
störf, og meðal verka sem hann
þýddi er Úr djúpinu eftir Oscar
Wilde, Bókin um veginn eftir
Lao Tse, sem hann þýddi ásamt
Jakob Smára, bróður sínum, og
Faust í bundnu máli sem sýnt
var í Þjóðleikhúsinu og síðar
gefið út af Menningarsjóði. Þá
samdi Yngvi ljóð og var ljóða-
bók hans Skjýjarof gefin út árið
1947.
Yngvi var kvæntur Guðrúnu
Jóhönnu Jónsdóttur Bergmann
og lifir Guðrún mann sinn. Þau
eignuðust þrjú börn, Örn, Stein-
unni og Óttar, sem öllu eru á
lífi.
Útför dr. Ólafs Jóhannes-
sonar fer fram í dag
ÚTFÖR dr. Ólafs Jóhannessonar Stephensen jarðsyngur.
fyrrum forsætisráðherra, sem andað- Orgelleik við útförina annast
ist í Reykjavík 20. maí sl., verður Marteinn H. Friðriksson, Gunnar
gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í Kvaran leikur á selló og Dómkór-
dag, þriðjudag, kl. 13.30. Fer hún inn syngur. Dr. ólafur verður
fram á vegum ríkisins. Séra Þórir jarðsettur í Fossvogskirkjugarði.
Fyrirtæki í sjávarútvegi á Austurlandi:
Guðmunda Kristinsdóttir, fremst fyrir miðju, ásamt afmælisgestum í gærkvöldi. MorminbimAið Kmilía
Stöðvast á næstu
vikum með óbreyttri
stjórnarstefnu
— segir Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Neskaupstað
Héldu upp á afmælið
í Reykjavík og París
„ÞAÐ er rétt, ég get ekki komið
heim til íslands á Listahátíðina
vegna þess að ég er svo önnum
kafinn við verkefni fyrir Renault-
verksmiðjurnar,** sagði listmálar-
inn Guðmundur Guðmundsson,
Krró, er Morgunblaðið ræddi við
hann í París í gærkvöldi.
„Renault-verksmiðjurnar
pöntuðu hjá mér fjögur stór
málverk, sem ég þarf að klára í
nóvember. Ég nota aðeins efni
sem verksmiðjurnar nota í bíl-
ana sína, allt frá vél og uppúr.
Þetta er því nýstárlegt verkefni.
Verkin ætla þeir að setja á safn í
Suður-Frakklandi. Ég vinn af
kappi og kemst því ekki til ís-
lands. Ég verð að láta nægja að
senda fimm stór verk á sýning-
una á Kjarvalsstöðum," sagði
listamaðurinn.
Erró gat þess að lokum að
hann væri í miðjum veizluhöld-
um þetta kvöld. „Ég fékk sendan
reyktan rauðmaga, lax, urriða úr
Mývatni og fleira góðgæti frá
vini mínum Garðari Svavarssyni
og bauð nokkrum Frökkum og
Afríkumönnum að snæða með
mér. Ég er nefnilega að halda
upp á 80 ára afmæli Guðmundu
Kristinsdóttur, móðursystur
minnar, sem er í dag. Ég held
upp á afmælið í París en hún á
Freyjugötu 34 í Reykjavík,"
sagði Erró að lokum.
Erró hélt upp á afmælið í París.
„NTAÐA fyrirtækja í sjávarútvegi hér
á Austurlandi er slík, að með
óbreyttri stjórnarstefnu í sjávarút-
vegsmálum, stöðvast þau á næstu
vikum. Við metum tap saltfiskverk-
unar um 5% af tekjum, útgerðar um
15% og frystihúsin eru í mesta lagi í
núllinu margumtalaða. Það vantar
mikiö upp á það, að tekið hafi verið á
málunum eins og um var talað við
síðustu fiskverðsákvörðun," sagði
Ólafur Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, er Morgunblaðið innti hann
eftir stöðunni á Austurlandi.
Sjávarútvegsmenn á Austur-
Hagkaup
hefur pantað
100 tonn af
kartöflum
HAGKAUP hefur pantað 100 tonn af
kartöflum sem koma til landsins
vikulega út júnímánuð. Fyrirtækið
tilkynnti landbúnaðarráðuneytinu
um þessar pantanir í gær, en von var
á fyrstu sendingunni í gærkvöldi.
Aður hafði fyrirtækið fengið tvo
kartöflufarma til landsins, annan
þeirra varð eins og áður hefur ver-
ið sagt frá að endursenda, en hinn
seldist upp á skammri stundu í
verslunum Hagkaups.
landi héldu almennan fund á Eg-
ilsstöðum síðastliðinn sunnudag
með Halldóri Ásgrímssyni, sjáv-
arútvegsráðherra, þar sem þessi
staða var rædd. Fundurinn sendi
engar ályktanir frá sér af þessu
tilefni, en Ólafur Gunnarsson
sagði, að það biði í eina viku. Ætl-
unin væri að sjá, hvernig fisk-
verðsákvörðun yrði háttað og
fleiri málum, sem nú væru á döf-
inni. Lítið gengi með skuldbreyt-
inguna og alls ekkert hefði verið
tekið á afkomumálunum og því
hrönnuðust lausaskuldirnar upp.
Hann vildi gjarnan fá að heyra
um þann kaupmann, sem treysti
sér til að kaupa vöru á 100 krónur
og selja hana aftur á minna verði
eins og raunin væri í fiskvinnsl-
unni nú.
Þá sagði Ólafur, að við hinar
nýju áætlanir Þjóðhagsstofnunar,
sem nú hefðu litið dagsins ljós,
könnuðust menn í sjávarútvegin-
um ekki. Þær sýndu hagstæðari
rekstur en staðreyndir sýndu, ekk-
ert tillit væri tekið til augljósra
staðreynda svo sem skuldabagga
útgerðarinnar, sem stafaði af
gengisþróun undanfarinna ára.
Aflasamsetning væri mun óhag-
stæðari en gert væri ráð fyrir í
þessum áætlunum, birgðahald
væri meira og ekki tekið mið af
framleiðslutakmörkunum á hag-
kvæmustu framleiðslunni, svo
sem ýmsum pakkningum af karfa
og þorski.
%■ -r-
Þessi mynd er tekin úr lofti í síðustu viku af Bessastöðum og nágrenni. Samkvæmt fyrra samkomulagi var
benzínstöðinni ætlaður staður hérna megin við aðalveginn, sem vörubílarnir aka eftir, en vinstra megin við veginn
næst okkur við gatnamótin beint á móti biðskýlinu hvítmálaða.
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps:
HREPPSNEFND Bessastaðahrepps
ákvað á fundi sínum sl. laugardag að
falla frá fyrri bókun um æskilega
staðsetningu benzínstöðvar á
Grandastykki á Bessastaðagranda.
Erla Sigurjónsdóttir oddviti Bessa-
staðahrepps sagði í viðtali við Mbl.,
að ástæða þessarar ákvörðunar væri
hin skýra andstaða, sem fram hefði
komið af hálfu íbúa hreppsins gegn
benzínstöð á þessum stað, en mikill
meirihluti atkvæðisbærra íbúa hefur
undirritað mótmælalista gegn stöð-
inni.
Erla sagði ennfremur að aðal-
atriði þessa máls væri það, að nú
væri verið að vinna að aðalskipu-
lagi Bessastaðahrepps. Þegar það
lægi fyrir og þar með ákvörðun
um staðsetningu miðbæjarkjarna
yrði einnig ljóst hvaða mannvirki,
sern tengdust þjónustu við íbúana,
yrðu þar.
Mótmælalistana undirrituðu að
sögn Erlu 219 atkvæðisbærir
Bessastaðahreppsbúar, en í síð-
ustu kosningum þar voru 289 á
kjörskrá.
Féll frá heimild
fyrir benzínstöð