Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 Í5 r _ _____ Islensk húsgögn á Scandinavian Furniture Fair í Kaupmannahöfn: Athyglin beindist einkum að Maxis-stól Péturs Lútherssonar ÍSLENSK húsgögn vöktu mikla at- hygli á stórri alþjóðlegri húsgagna- sýningu, Scandinavian Furniture Fair, í Bella Center í Kaupmanna- höfn fyrr í þessum mánuði. Athyglin beindist einkum að nýjum stól úr Maxis-línu húsgagnaverslunarinnar Axis í Kópavogi en hönnuður línunn- ar er Pétur B. Lúthersson, húsgagna- arkitekt. „Það verður að segjast eins og er, að þetta gekk mjög vel og ég get fullyrt að við munum á næstunni selja baeði stólinn og fleiri húsgögn til nokkurra landa,“ sagði Helgi Steingrímsson, sölustjóri hjá Axis, í samtali við blaðamann Mbl. Helgi var ásamt fleiri starfsmönnum fyrir- tækisins á sýningunni í Bella Center. Gert er ráð fyrir að stóllinn fari í framleiðslu upp úr miðju sumri, að því er hönnuðurinn, Pétur Lúthersson, sagði í samtali við blaðamann Mbl. um það bil sem sýningin ytra var að hefjast. „Þessi stóll nýtist sem tveir stólar, þar sem á þarf að halda, t.d. í þröngu húsnæði. Með einu hand- taki breytir hann mikið um útlit — breytist úr almennum funda- eða borðstofustól í ágætan hæg- indastól eða öfugt," sagði Pétur Lúthersson. Pétur hefur gengið með hug- rmrndina að stólnum í nokkur ár. „Ég var farinn að hugleiða þetta og velta fyrir mér hönnuninni áð- ur en ég fór að vinna með Axis fyrir tveimur árum,“ sagði hann þegar gestirnir höfðu komið sér þægilega fyrir í nýja stólnum í rúmgóðri verslun Axis við Skemmuveg. „Ég veit að það er erfitt og jafnvel varasamt að taka stórt upp í sig í þessu sambandi en ég þekki ekkert fyrirbrigði af þessari gerð, við teljum að stóllinn sé einstæður og höfum á grund- velli þess sótt um einkaleyfi á framleiðslu þessa stóls.“ Stóllinn er úr formspenntum Guðmundur Helgason Landsvirkjun: Guðmundur Helgason ráðinn rekstrarstjóri HINN 31. mars sl. auglýsti Lands- virkjun stöðu rekstrarstjóra Lands- virkjunar lausa til umsóknar. Um- sækjendur voru þrír, þeir Gísli Júlí- usson, deildarverkfræðingur hjá Landsvirkjun, Guðmundur Helga- son, aðstoðarrekstrarstjóri Lands- virkjunar, og Hákon Örn Arnþórs- son, nemi í byggingartæknifræði. Á fundi hinn 1. þ.m. samþykkti stjórn Landsvirkjunar að veita Guðmundi Helgasyni stöðuna frá 1. júlí nk. að telja, en þá lætur núverandi rekstrarstjóri Lands- virkjunar, Ingólfur Ágústsson, af störfum hjá Landsvirkjun fyrir aldurssakir. spæni úr aski eins og önnur hús- gögn í Maxis-seríunni. Áklæðið er íslensk ull. Sérstakt mót var búið til fyrir hverja einingu fyrir sig, þ.e. setu og arma, og einingarnar síðan framleiddar í Þýskalandi, þar sem ekki er enn hægt að ann- ast slíka vinnu hér heima. „Askur hefur lítið verið notaður hér heima hingað til en þessi viðarteg- und er mjög áberandi í Evrópu, bæði lituð og ólituð, eins og við erum með í Maxix-seríunni. Askur hefur marga góða kosti og þetta er ekki óáþekkt eik en hefur meiri sveigju en flestar heilviðartegund- ir, enda var askur áður fyrr mikið notaður í skíði," sagði Pétur. Scandinavian Furniture Fair er árleg kaupstefna húsgangafram- Ieiðenda, tvímælalaust talin þýð- ingarmesta húsgagnasýning Norð- urlandabúa. Hana sækja þúsundir fagmanna og innkaupastjóra víðs- vegar að úr heiminum til að kynna sér það nýjasta í norrænni hús- gagnahönnum og -framleiðslu. Áuk Axis tóku Víðir og Ingvar & Gylfi þátt í sýningunni í Bella Center að þessu sinni. — Morgunblaðið/RAX Pétur Lúthersson húsgagnaarkitekt (til vinstri) í nýja stólnum. Þórður Ax- elsson, framkvæmdastjóri Axis, stendur við stólinn í hægindastólsútfærsl- unni. Borðið á milli þeirra er ýmist sófaborð eða funda- og borðstofuborð. öflug hmðflutningspjónusta Fm verksmiðjidchfrum erlendis aíla íeið hám í hbð Nýja hraðflutningsþjónustan okkar, „EIMSKIP - EXPRESS" tryggir þér mesta mögulegan flutn- ingshraða á sjóoglandi. „EIMSKIP - EXPRESS" sér um að sækja vöru þína við verksmiðjudyr erlendis og annast flutning hennar til útskipunar- hafnar, þar sem skip Eimskips taka við. Nú þegar bjóðum við „EIMSKIP - EXPRESS" í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Þýskalandi og Danmörku, og auðvitað höldum við áfram útbreiðslu Express-þjónustunnar víðar um heim. Flutningur er okkar f ag ■ I P E W Sl K P 1 h « Sími 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.