Morgunblaðið - 29.05.1984, Page 17

Morgunblaðið - 29.05.1984, Page 17
mortAM oo wTTnArrTTTnT«<T QiaA mT/TTOírnM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1984 máli um þetta og notuðu stór lýs- ingarorð þegar rætt var um Hrímni og frammistöðu hans. Ginn sagði að þetta væri líkast málverki af draumahestinum sínum. Voru menn einnig sammála um að hest- urinn hafi aldrei verið eins góður og einmitt nú, þó að hann hafi áður staðið efstur á landsmóti og í tölti á íslandsmóti. Af sýningaratriðum Toppsýningar er svo eftir að minn- ast á þátt skeiðhestanna. Þar voru mættir til leiks Leistur, Torfi, Fannar, Börkur, Jón Haukur og Máni, allt þekktir og þrautreyndir kappreiðavekringar og knaparnir einnig. Sérstaklega vil ég minnast á Leist sem Sigurbjörn Bárðarson sat, en þeir sýndu mjög góða spretti og ekki bara einn heldur hvern á fætur öðrum sýningu eftir sýningu. Þar var samspil manns og hests í fulikomnu lagi og aðdáunarvert hversu gott jafnvægi hesturinn hef- ur á skeiðinu. Þrír Evrópumeistarar mættu til leiks, þeir Aðalsteinn Aðalsteins- son, Tómas Ragnarsson og síðast en ekki síst Þjóðverjinn Hans Georg Gundlach sem var með námskeið hérlendis fyrir tamningamenn fyrr í þessum mánuði. Hans Georg sýndi frábæra reiðmennsku á Tígli frá Holti, sem er landskunnur gæðing- ur. Nokkrar kunnar hestakonur sýndu reiðmennsku kvenna fyrr á tfmnm bað er að segja söðulreið. miður voru undantekningar á því hvað varðar góða reiðmennsku. Var það sérstaklega einn knapi sem sýndi af sér mjög grófa reið- mennsku — svo grófa að varla sést annað eins á kappreiðum þar sem stundum er gengið út fyrir allt vel- sæmi. Um leið og hér eru látin falla stór lýsingarorð um það sem já- kvætt var þá er því miður ekki hægt að komast hjá að minnast á þessi leiðindi í þeirri von að slíkir hlutir endurtaki sig ekki. Rétt er þó að taka það fram að þó eitt fölnað laufblað í skóginum sé fordæmt þá stendur skógurinn eftir sem áður jafngóður. Þarfasti þjónninn Á undan Toppsýningu var áhorf- endum gefin innsýn inn í hlutverk hestsins hér á árum áður. Var sýnd- ur flutningur á heyi eða heybands- lest eins og það var kallað, hestar fyrir vagni, póstlest var sýnd og sett var á svið kaupstaðarferð með áburðarhesta. Til þess að gera sýn- ingu þessa mögulega þurfti að fá lánuð ýmiskonar hestaáhöld og verkfæri sem ekki hafa sést í notk- un nú um 30 ára skeið. Þetta atriði og sýning stúlknanna sem áður var á minnst, gaf mönnum nokkuð góða mynd af notkun hesta hér á árum áður og er vonandi að atriðum sem þessum verði viðhaldið á sýningum sem þessari. Eftir að hafa séð þessi eldri vinnubrögð gerir maður sér Sigurbjörn Bárðarson og Háfeti frá Kirkjubæ settu íslandsmet í hæðar- stökki. Var þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt sýningaratriði, en sennilegt er að fæstir áhorfenda hafi séð slíkt áður. Fóru konurnar á brokki, tölti og skeiði, riðið bæði hægt og yfirferð. Ennþá gleður Náttfari augað Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði kom nú fram á sjónarsviðið eftir fimm ára hlé og fylgdu honum nú tíu afkvæmi en ekki börn eins og þulurinn hafði á orði. Manni datt nú svona í hug að ef farið verður að kalla afkvæmi hrossa börn er þá ekki næst að stóðhestarnir hætti að fylja hryssurnar en fari í þess stað að barna þær. Á síðasta landsmóti fullyrti hrossaræktarráðunautur BÍ að ef Náttfari hefði verið sýndur þar með afkvæmum hefði hann fengið góð fyrstu verðlaun og það er augljóst mál að nú stendur spurningin um það hvort hann eigi möguleika á heiðursverðlaunum eða ekki. Hæfi- leikar afkvæmanna eru ótvíræð en byggingin er veiki punkturinn. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála því senn hlýtur að koma að því að Náttfari verður leiddur í dóm með afkvæmum. Af þeim afkvæmum sem sýnd voru nú bar hæst þá Hlöð frá Hvoli og Eld- járn frá Hvassafelli. Auk þess mætti nefna Fylki frá Bringu, Stóra-Hofs hryssurnar Hyllingu og Buslu, fínlegar og vel vakrar báðar tvær. Náttfari sjálfur stóð vel fyrir sínu og átti hann gott „come back“ svo maður seilist nú í orðasmiðju fótboltamanna. Eitt fölnad laufblað Áður en skilið er við Toppsýning- una er ekki úr vegi að minnast lítilsháttar á reiðmennskuna þessa helgi. Yfirhöfuð sýndu knapar fal- lega og fágaða reiðmennsku, voru öruggir í sýningum sem kröfðust nákvæmrar samvinnu milli manna. Stundvísi var í góðu lagi svo sýn- ingarnar gengu vel fyrir sig. En því óneitanlega betur grein fyrir nafn- giftinni þarfasti þjónninn. Fyrsta vörusýning sinn- ar tegundar hérlendis Eins og kemur fram í upphafi greinarinnar var haldin vörusýning inni í Garðalundi, félagsmiðstöð Garðabæjar, og var þar sýnt flest allt sem viðkemur hestum og hesta- mennsku. Reiðtygjaversalnir voru flestar ef ekki allar með bása, bæði innflytjendur og nokkrir söðlasmið- ir. Kom greinilega í ljós á þeim ís- lensku hnökkum sem þarna voru sýndir að söðlasmiðir eru í ríkum mæli farnir að breyta hnökkum í samræmi við kröfur nútímans. Á efri hæðinni var sýning á gömlum reiðtygjum og ljósmyndasýning um íslenska hestinn. Var þessi sýning og munir fengnir frá Árbæjarsafni. Stórkostlegt átak hjá litlu hestamannafélagi Það er í einu orði sagt aðdáunar- vert að svo lítið félag sem Andvari er, skuli hafa bolmagn og getu til að hrinda í framkvæmd sýningu sem hér um ræðir. Þarf stóran hug og mikinn kjark til að slíkt sé gerlegt. Einnig þarf mikið fjármagn að koma inn ef sýningin á að standa undir sér, því vitað er að kostnaður- inn við hana skiptir hundruðum þúsunda, jafnvel þó mest öll vinna hafi verið gefin. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvernig málin standa peningalega, en ljóst er að tæplega kemur þetta til með að skila gróða, því aðsókn var dræm föstudag og laugardag og aðgangs- eyri mjög í hóf stillt. Ekki er ósennilegt að veðrið hafi eitthvað sett strik í reikninginn en eigi að síður er það umhugsunarefni af hverju aðsókn var svo dræm. En svona í lokin er rétt að óska þeim Andvaramönnum til ha- mingju með þetta góða framtak sem óneitanlega minnir um margt á söguna um Davíð og Golíat. NEGATIV LIMSTAFIR í MÖRGUM LETURGERÐUM & LITUIVI OG ÖLLUM stærðum frá 1cm upp í GOcm háa stafi SKRIFTIN GETUR VERIÐ RÉTT EÐA DUTO (spegilskrift), POSITIV EÐA HaUandi fram og VvaWavwSx atwuv. fyrir hverskonar merkingar á skilti, verslunarglugga, bila, báta o.s.frv. Möguleikamir eru ótrúlegir. HÆGT ER AÐ FÁ STAFINA UPPSETTA I ORÐUM, MEÐ RÉTTU STAFABIU TILBÚNA TIL ÁUMINGAR. VID VEITUM FÚSLEGA ALLAR UPPLÝSINGAR. UMFERÐARMERKIHF, Skilti & Auglýsingar BRÆDRAB0RGARST1G 9 - SÍMI22191 ^ Ungi fiskimaöurinn er fyrsta verkið í nýjum flokki listaverka frá Glit. Aöeins veröa gefin út 15 tölusett eintók at þessu sérstæða listaverki og þvi er hér um oveniuoott tilefoi Verkið er brennt í grófan steinleir hæð 32 cm. R Verkið verður selt eftir því sem pantanir berast. Hvert eintak á kr. 14.800,— HÖFÐABAKKA 9 SiMI85411 Ungi fiskimaðurinn listaverk eftir Ragnar Kjartansson myndhögvara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.