Morgunblaðið - 29.05.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.05.1984, Qupperneq 18
~ 18_____________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1984_ Ólafur Jóhannesson fyrr- verandi forsœtisráðherra Dr. ólafur Jóhannesson er lát- inn. Genginn er mikilhæfur stjórnmálamaður, virtur og dug- mikill fræðimaður, drengskapar- maður, vandaður og traustur. Við ólafur Jóhannesson áttum samleið um hálfrar aldar skeið, fyrst sem skólabræður, en síðar sem nánir samstarfsmenn, kenn- arar við lagadeild Háskóla íslands í tæplega aldarfjórðung og ná- grannar í 27 ár. Raunar tengdi það okkur upphaflega með öðrum hætti, að feður okkar voru skóla- bræður frá Möðruvallaskóla og gott í þeirra vinfengi. Samstarf okkar ólafs við Háskólann var framúrskarandi ánægjulegt. Þar ber engan skugga á, en af því staf- ar gleði. Við bárum gæfu til sam- lyndis um stefnumörkun og af- greiðslu allra meiriháttar mála, og féllu skoðanir okkar vel saman um markmið og leiðir til eflingar deildar okkar og Háskólans. Samstarf okkar prófessors ólafs er mér ekki síst minnisstætt fyrstu árin, sem ég kenndi við Há- skólann. Þá vorum við þrír pró- fessorar í lögfræði, Ólafur Lárus- son, gagnmerkur vísindamaður, sem kennt hafði lögfræði í rösk 30 ár, þegar ég hóf kennslu, og ólafur Jóhannesson, sem hóf kennslu ári á undan mér. Samvinna okkar þriggja var með ágætum. Við vor- um samhentir og einhuga um, að þoka málum deildarinnar áfram. Kennslusvið okkar var með fá- dæmum víðfeðmt, og munu nú vera 9 fastakennarar við laga- deild. Við Ólafur töldum, að ýmsu þyrfti að breyta í kennslu og námsfyrirkomulagi. Minnist ég þess með ánægju, hve dr. ólafur Lárusson, sem var okkar langelst- ur, tók vel tillögum okkar ungu kennaranna, og var reglugerð um laganám og kennslu breytt á ýms- an veg þegar árið 1949. Á fyrstu kennsluárum okkar prófessors Ólafs voru stúdentar tiltölulega fáir, miðað við það, sem nú er, en þó urðu t.d. 17 stúdentar kandídatar í lögfræði vorið 1949. Tengslin við stúdentana voru ná- in. Við þekktum vel hvern nem- anda. Þeir leituðu til okkar með vandamál sin og um málefni deild- arinnar. Reyndum við m.a. að styðja þá í félagsstarfsemi þeirra, en Örator, félag laganema, hefir lengi verið atkvæðamest allra deildarfélaga Háskólans. Úlfljótur hóf göngu sína 1947, og var okkur ánægja að liðsinna þeirri útgáfu- starfsemi eftir mætti, en nú hafa laganemar haldið úti þessu stór- merka tímariti af reisn í 37 ár. Við prófessor ólafur rifjuðum oft upp á góðri stundu ýmislegt frá þess- um árum og yfirleitt frá kennslu- tíma okkar fyrr og síðar. Dvöldum við þá gjarna við það, hve ánægju- legt það var fyrir okkur að blanda geði við stúdentana i félagslífi þeirra og m.a. á árshátíðum Ora- tors, þar sem ávallt ríkti glað- værð, sem hreif á líðandi stundu, og yljar sífellt, þegar horft er um öxl. Eru skemmtilegar myndir frá árshátiðum Orators birtar í Ólafsbók og mjög til vitnisburðar um það, sem hér var sagt. Sam- skiptin við ungt fólk, viðkynning við það, fjörmiklar samræður um þau mál, sem leita á unga hugi — allt er það meðal þess, sem gerir kennarastarfið heillandi og skap- ar því sérstöðu meðal annarra starfa. Prófessor Ólafur vandaði mjög til kennslu sinnar. Honum var það ljóst, að bagalegur skortur var á kennslubókum í greinum hans. Gekk hann að því með einstakri elju og áhuga, lærdómi og vand- virkni að rita kennslubækur og jafnframt ýmsar ritgerðir um af- mörkuð viðfangsefni. Verða rit hans ávailt talin meðal grundvall- arrita í íslenskri lögfræði. f ýms- um efnum voru þau brautryðj- andaverk. Um rit hans, ritferil og höfundarauðkenni hefi ég ritað f Ólafsbók. Vík ég ekki frekar að því hér, en legg áherslu á, að ritstörf- in eru veigamikill þáttur f hinu fjölþætta ævistarfi dr. ólafs, og með þeim hefir hann reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Ekki er að efa, að hann hefði bætt þar ýmsu við, ef honum hefði orðið lengra lffs auðið, enda stóð hugur hans til að beita sér að ritstörfum eftir að mestu önnum létti. í dag verða margir til að minn- ast dr. Ólafs sem stjórnmála- manns. Vissulega leysti hann á vettvangi stjórnmála af hendi stórmikil og merk störf, ekki sist i ráðherratíð sinni um rösklega 11 ára skeið. Þau störf þekki ég þó aðeins sem hver annar þegn sam- félags okkar. Eitt er víst, að hann vann störf sfn þar af þeim vönd- ugleik, sem honum var í merg runninn. Vafaiaust hefir hin mikla þekking hans á sviði stjórn- skipunarréttar og stjórnsýslurétt- ar komið að góðu gagni í stjórn- málastörfum hans, en það er raunar athyglisvert, að allir þeir menn, sem gegnt hafa prófessors- embætti í stjórnskipunarrétti við Háskóla íslands hafa orðið alþing- ismenn og flestir þeirra ráðherr- ar. Um ólaf Jóhannesson gustaði svo sem gerist um stjórnmála- menn hér á landi. Sú gagnrýni, sem hann sætti á stundum, var hvorki réttsýn né sannsýn, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Úr þeirri orrahríð kom prófessor Ólafur með skfran skjöld og hvergi féll á orðstír hans sem heiðursmanns í hvfvetna. Frá stjórnmálaferli ólafs verður sennilega lengst í minnum hin merka og giftudrjúga forysta hans f landhelgismálum. Þar lagðist allt á eina sveif, fræðileg þekking hans, staðfesta og vitsmunir. Þess er einnig vert að minnast, að hann beitti sér bæði sem dómsmála- ráðherra og einnig sem kirkju- málaráðherra fyrir markverðum endurbótum á lögum. Má þar nefna endurbætur á löggjöf um rannsókn opinberra mála, mikla réttarbót, nýskipan þinglýs- ingarmála og gjaldþrotaskipta og ýmsar breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði og al- mennum hegningarlögum. Lög- gjöfin um efnahagsmál frá 1979 ber hans heiti, ólafslög, og er það einstakt hér á landi, að lög séu kennd við aðalhöfund frumvarps. Á sl. hausti kom út Ólafsbók, helguð dr. ólafi, mikið rit, þar sem fjailað er um ýmsa þætti í ævi- starfi hans. Er ritið merk heimild um ævi hans og störf, ritað af mönnum, sem átt hafa samleið með honum á ýmsum sviðum. Á heillaóskaskrá fremst í ritinu eru nöfn mörg hundruð manna, og munu þar vera fleiri nöfn en á nokkurri hliðstæðri skrá á landi hér. Er það glöggur vitnisburður um þá virðingu sem íslensk þjóð ber fyrir honum og hversu mjög menn mátu störf hans í þágu lands og lýðs. Er það mikið ánægjuefni öllum vinum hans, hve vel tókst til með ritið, og gladdi það próf. Ólaf mjög mikið. Prófessor ólafur Jóhannesson var vitur maður, gæddur skarpri greind, atgervismaður, vinnusam- ur með afbrigðum og verklaginn. Úg hygg, að honum hafi sjaldan fallið verk úr hendi þau ár, sem ég átti mesta samleið með honum. Hann var maður í miklu andlegu jafnvægi, „staðgóður og stilltur drengur", svo að vitnað sé í orð Gríms Thomsen, og rasaði ekki um ráð fram. Hann gekk vafn- ingalaust að verkefnum, sem við var að etja, og allt víl og fjas var honum víðsfjarri. Hann var mað- ur samúðar og hafði næman skiln- ing á högum þeirra, sem halloka fóru í lífinu. Honum var ofarlega í huga að leysa mál með sanngirni og að bestu manna yfirsýn, en hann var frábitinn kraftúð í mannlegum samskiptum. Hann var að vísu alvörumaður að allri gerð, en bjó þó yfir góðri kímni- gáfu, sem vel naut sín á góðra vina fundi. Prófessor ólafur var mikill fjöl- skyldumaður og ákaflega heima- kær. Hann kvæntist ágætri konu, Dóru Guðbjartsdóttur, árið 1941, en þau urðu stúdentar sama ár, 1935. „Þá steig ég mesta heillaspor ævi minnar,“ segir Ólafur, er hann minnist giftingar sinnar. Þau hjón voru fágætlega samhent, heimili þeirra var menningarheimili og heimilisbragur aliur með ágætum. Minnist ég og fjölskylda min með þökk ánægjulegs sambands við það góða heimili um áratuga skeið. Við Valborg þökkum af alhug samfylgdina góðu og biðjum frú Dóru, dætrum þeirra, tengdasyni og barnabörnum blessunar Guðs. Hvíli svo góður vinur í Guðs friði. Ármann Snævarr Með ólafi Jóhannessyni er fall- inn frá sá maður, sem mestan svip hefur sett á íslenzk stjórnmál á undanförnum áratug. Þótt margar brimöldur hafi gengið yfir bióöfé- lagið á þeim árum, sem Ólafur hélt um stjórnvölinn og íslend- ingar orðið fyrir ýmsum áföllum, hafa flestir lært að meta að verð- leikum vilja hans til góðra verka, skapfestu og æðruleysi, hvað sem á dundi. Ég kynntist Ólafi fyrst fyrir hálfum þriðja áratug, þegar hann varð stjórnarmaður í Seðlabank- anum og síðar bankaráðsmaður, eftir lagabreytinguna 1961. Veru- leg urðu kynni okkar þó ekki fyrr en eftir að hann varð forsætis- ráðherra og síðar viðskiptaráð- herra. Átti ég þá lengi við hann náið samstarf, sem ætíð einkennd- ist af þeirri hreinskilni og tillits- semi af hans hálfu, sem mér virt- ist ávallt setja svip á störf hans. Ólafur var umfram allt skapfestu- maður, sem taldi sér skylt að bera möglunarlaust hverja byrði, sem á hann var lögð. Réttsýni var hon- um í blóð borin, auk þess sem þekking hans og djúpur skilningur á lögum og rétti setti svip á öll vinnubrögð hans og ákvarðanir. En þótt íslendingar hafi fáa vammlausari menn átt á okkar dögum, fékk hann ekki öðrum fremur frið fyrir þeim, sem gjarn- ast er að vega menn með rógi og getsökum. Nú þegar ólafur Jóhannesson er kvaddur er okkur Dóru konu minni efst í huga þakklæti fyrir að hafa eignast vináttu hans og Dóru konu hans, þótt tækifærin til sam- funda hafi hin síðari ár orðið færri en við hefðum áreiðanlega öll viljað. Ólafur var dulur maður, sem ekki flíkaði tilfinningum sfn- um, en hjartahlýjan leyndist ekki þeim, sem kynntust honum að nokkru ráði og áttu því láni að fagna að eiga kyrrláta stund á heimili þeirra hjóna. Atvikin haga því svo, að við Dóra getum ekki vegna fjarvista fylgt ðlafi síðasta spölinn, en við sendum innilegar samúðarkveðjur til Dóru konu hans og allra ást- vina. Að skilnaði þökkum við Ólafi vináttu hans og drengskap. Jóhannes Nordal Fáeinum dögum eftir að Ólafur Jóhannesson varð utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen í febrúar 1980 flutti hann ræðu á fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi. Þar lýsti hann afdráttarlausum stuðningi við aðild íslands að Atl- antshafsbandalaginu og varnar- samstarfið við Bandaríkin. Er ekki vafi á þvf að þessi ræða styrkti rfkisstjórnina út á við og orð Ólafs vöktu meiri eftirtekt en ella fyrir þá sök, að í sáttmála stjórnarinnar sem hann veitti for- sæti 1971 til 1974 voru ákvæði um að varnarliðið skyldi hverfa af landi brott í áföngum. Þá var stað- an þannig f íslenskum stjórnmál- um að Alþýðubandalagið fékkst ekki til stjórnarþátttöku án þess að hróflað væri við grundvallar- atriðum utanríkisstefnunnar. Þegar ólafur myndaði stjórn öðru sinni 1978 einnig með Alþýðu- bandalaginu var ekkert slíkt ákvæði í sáttmálanum. Á meðan Ólafur var utanríkisráðherra 1980 til 1983 lýsti hann því hvað eftir annað yfir að hann sætti sig ekki við neitunarvald alþýðubanda- lagsmanna um þau málefni sem undir hann heyrðu. Hinn 7. apríl síðastliðinn talaði hann aftur á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs, að þessu sinni í tilefni af 35 ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins. Var hann þá jafnvel skorinorðari en áður um nauðsyn þess að íslendingar væru virkir í varnarsamstarfi lýðræðis- þjóðanna. - Á kveðjustundu vil ég fyrir hönd Samtaka um vestræna sam- vinnu þakka Ólafi Jóhannessyni fyrir að bregðast vel við þegar til hans var leitað af félagsins hálfu og stuðning hans við málstað þess. En fleira sækir á hugann á þess- ari stundu. Það kom f minn hlut sem skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu að starfa náið með ólafi Jóhannessyni á meðan hann var forsætisráðhera 1978 til 1979. Var það ekki síður lærdómsríkt en að sitja á skólabekk hjá honum f lagadeildinni og fræðast um stjórnskipun íslands og stjórnar- farsrétt. ólafur Jóhannesson var vafn- ingalaus við allar ákvarðanir og átti auðvelt með að greina á milli aðalatriða og aukaatriða. Hann sýndi embættismönnum mikið traust án þess þó að skilja þá eftir í vafa um sína skoðun á þeim mál- um, sem um var að ræða. Ólafur stjórnaði fundum ríkisstjórnar- innar af öryggi. Auðvitað naut hann þess í störfum sfnum, að hann var öllum hnútum kunnugur í stjórnlögum og stjórnskipan, enda hafði hann ritað um það efni gagnmerk fræðirit „sem hafa nú f áratugi verið aðalheimildir þeirra, sem þurfa að kynna sér „rétt lög“ á þessu sviði, en það eru eigi að- eins lögfræðingar heldur og þeir, sem láta sig stjórnmál og stjórn- sýslu landsins varða," eins og seg- ir í formála afmælisritsins sem helgað er Ólafi Jóhannessyni sjö- tugum og út kom á síðasta ári. Báru aðrir ráðherrar og þingmenn mikið traust til hans á þessu sviði, og þekking hans á stjórnlögunum kom honum oft að góðum notum í umræðum á þingi. Mér verður ógleymanleg ferðin sem ég fór með þeim hjónum ólafi og frú Dóru Guðbjartsdóttur til Winnipeg f Kanada sumarið 1979 þegar hann var gerður að heið- ursdoktor í lögum við Manitoba- háskóla. Ólafur mat mikils þann heiður sem honum þar var sýndur og naut sfn vel í hinum virðulega hópi doktora en ekki sfður meðal Vestur-íslendinganna sem við hittum. Blessuð sé minning Ólafs J6- hannessonar. Björn Bjarnason Fjórir forsætisráðherrar komu við sögu þjóðhátíðarhalds íslend- inga árið 1974. Þeir voru dr. Bjarni Benediktsson, Jóhann Haf- stein, Ólafur Jóhannesson og Geir Hallgrfmsson. Á því ári ög á þeirri stund, sem þjóðhátiðin á Þingvöll- um stóð yfir, var Ólafur Jóhann- esson í forsæti fyrir rfkisstjórn landsins og kvaddi hátfðargesti eftir fagran dag og ógleymanleg- an. Ræða hans var stórbrotinn endir á miklum fagnaði þjóðarinn- ar við öxará, og kom þá fram sem oft áður hve sterkur hann var á stórum stundum, en um leið hóg- vær og hlýhuga. Þótt þjóðin bæri gæfu til að verða samhuga um að halda virðu- lega upp á afmæli ellefu alda byggðar í landinu sumarið 1974, var við ýmsa erfiðleika að etja við undirbúning slíks hátíðarhalds og almenns, og dró ekki úr þeim erfið- leikum, að skömmu fyrir hátfðar- sumarið urðu mestu náttúruham- farir í byggðum síðan í Skaftár- eldum. Þurfti þá kjark og áræði til að láta ekki undan þeim duldum vilja fjölmargra að aflýsa hátíð- inni. Þá tók Ólafur Jóhannesson sér stöðu í stafni og lét hvergi geiga að stýra undirbúningi hátíð- arinnar til þess besta vegar sem þjóðfélaginu var fær, með þeim árangri að nú er þjóðhátíðarhald- ið ein af góðu minningunum sem við eigum öll frá sumrinu 1974. Ég mun ekki á þessum vettvangi lýsa aðgerðum ólafs Jóhannessonar til eflingar þjóðhátíðarhaldi í ein- stökum atriðum, vegna þess að sú lýsing kemur í bók um þjóðhátfð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.