Morgunblaðið - 29.05.1984, Page 20

Morgunblaðið - 29.05.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 E1 Salvador: Vinsældir skæru- liða þverrandi? San Salvador, 28. maí. AP. GREGORIO ROSA CHAVES, varaerkibiskup San Salvador sagði í dag, aö vinsældir og stuðningur við vinstri sinnaða skæruliða í landinu færu ört dvínandi, fólk væri orðið yfir sig þreytt á borgarastríðinu og sæi Ijós í myrkrinu eftir að úrslit forsetakosninganna voru kunngerð. Sagði Chaves að þær aðgerðir skæruliðanna síðustu misserin, að ræna ungmennum í því skyni að þjálfa þau til skæruhernaðar, benti eindregið til þess að hörgull væri nú á mannskap í röðum þeirra. Rosa Chaves hefur í kirkjutíð sinni gagnrýnt ótæpilega bæði vinstri og hægri armana í E1 Salvador og átt litlum vinsældum að fagna í þeim röðum fyrir mikið, þeim mun meiri á hinn bóginn meðal friðelskandi fólks. Hann sagði í sömu ræðu að annað sem benti til betri tíðar með blómum í haga fyrir E1 Salvadorbúa væri hinn harði dómur sem kveðinn var nýlega upp yfir fimm fyrrum stjórnarhermönnum sem voru sekir fundnir að hafa nauðgað og myrt fjórum bandarískum nunn- um. Um skæruliðahreyfingarnar bætti hann svo við að lokum: „Hugmyndafræðin er þurrausin, ævintýraljóminn vikinn fyrir skynsemi og fáviskan hopað fyrir upplýsingu. Þessu lýkur senn.“ Stjórnarhermenn skjóta á skæruliða á svæðinu Las Maria í austurhluta El Salvador. Drottning undir fallbyssurisi Elísabet Bretadrottning var fyrir skömmu í Dortmund í Vestur-Þýskalandi og skoðaði þar aöbúnað breskra hermanna, sem þar eru til staðar á vegum NATO. Hér heilsar hún upp á hermenn ásamt breska herforingjanum og fyrir ofan hana mynda fallbyssuhlaupin óvenjulegt ris. Líbanon: Morð, mannrán og sprengjuhótanir Kína — Grænland: Samvinna um byggingartækni (■rcnlandi, 28. mai. Krá Niels Jörgen Hruun frétUr. Mbl. Grænlendingar og Kínverjar hafa hafið samvinnu á sviði byggingar- tækni, frá og með síðustu helgi, en þá fór frá Grænlandi sendinefnd frá Kína áleiðis heim með sinn hluta tvírits af undirrituðum samningi. Þetta er hálfgerður einstefnu- samningur, það er að segja Kín- verjar skuldbinda sig til að miðla Grænlendingum af reynslu sinni í húsbyggingum í köldu loftslagi. 20. júní kemur kínverski umhverf- ismálaráðherran Li Xming í viku- langa heimsókn til Grænlands og með honum í för verða 6 til 9 sér- fræðingar í húsbyggingum á norð- urhjara. Er það von Grænlend- inga að þeir geti sýnt gestum sín- um byggðirnar við Diskóflóa og þar fyrir norðan. Það er hins veg- ar ekki útséð um það, þar eð hafís virðist ætla að doka lengur þar við á þessu vori en venja er til. Eru nyrstu byggðirnar á Vestur- Grænlandi enn einangraðar og unnið er að því að fá ísbrjót til að brjótast í gegn. Beirut, 28. msí. AP. PALESTÍNUSKÆRULIÐAR úr röðum andstæðinga Yassers Arafat, leiðtoga PLO, játuðu á sig ábyrgð á árás sem gerð var á ísraelskan herflokk í suðurhluta Líbanon. Þrír voru drepnir og tveir særðust illa. llmræddir skæruliðar eru hliðhollir Sýrlendingum og yfirlýsing þeirra kom frá tals- manni í Damaskus. í dag varð einnig uppi fótur og fit í bandaríska háskólanum í Beirút, en shitar úr „Flokki guðs“, eins og þeir kalla sig, hótuðu að ræna öllum bandarískum kennur- um og nemendum. Fylgdi hótun- inni að mannræningjarnir myndu vera gyrtir sprengiefnum, til þess að tryggja það að fórnarlömb þeirra myndu láta lífið ef á þá yrði skotið. Shitar þessir líta á Khom- eini hinn íranska erkiklerk sem foringja sinn og leiðtoga. Ekki verður sagt að vinnufriður hafi verið í háskólanum, því auk þess sem að framan er greint frá, hringdi síminn þar 1 dag og skuggaleg rödd fullyrti að á næstu klukkustundum myndi svo öflug sprengja verða sprengd, að hið The Wall Street Journal: Flugleiðir vinna aftur sinn sess FLUGLEIÐUM hefur ckki bara tekizt að þrauka erfiðleikatíma - meðal annars með því að flytja raunverulega pílagríma til Mekka — heldur hefur félaginu meira að segja tekizt að vinna sér aftur sess sinn í fluginu yfir Atlantshafiö. Sumir af keppinautum félagsins á sviði lágra fargjalda eins og Laker hafa horfið úr sögunni. Efnahags- batinn í heiminum hefur orðið til þess að blása nýju lífi í flugið yfir AtlanLshaf fyrir nær öll flugfélög. Og enda þótt flugfélagið Peopíe Express og leiguflugfélög bjóði lægri fargjöld tii Evrópu, þá eru fargjöldin lægri hjá Flugleiðum en svo til öllum öðrum. Þetta kemur fram í frétt, sem birtist á forsíðu bandaríska blaðsins The Wall Street Journal sl. þriðjudag, undir fyrirsögn, VOL. II NO. 79 Retum Tríp Icelandau Reclaiming Its Place in Pantheon Of Travel Bargains Airline That Brought Europe Americás Counterculture Finds Life in Old Routes Flying Pilgrims to Mecca By Lawrbncb Ingrassia Staff Hrporter of Th* Wali. SnutrT JmwiAL RK3t-_________________________ Fyrirsögnin á forsíðufrétt blaðsins The Wall Street Journal um Flug- leiöir. sem var á þessa leið: „Flugleiðir vinna aftur sinn sess á vettvangi hagstæðra fargjalda." Þá skýrir blaðið frá því, að Flugleiðir hafi flutt um 208.000 farþega yfir Atlantshaf á síðasta ári, en þeir hafi orðið fæstir um 100.000 árið 1980. Þetta sé þó samt færra en metárið 1978, er félagið hafi flutt 280.000 farþega á þessari flugleið. Mestu máli skipti þó, að 3,8 millj. dollara hagnaður hafi orðið á rekstri Flugleiða á síðasta ári eftir sam- fellt fjögurra ára tap. Flugleiðir hafi aldrei verið ráðandi aðili í farþegaflutning- um á Norður-Atlantshafi, en fé- lagið hafi unnið sér orðstír sem frumkvöðull lægra fargjalda á mjög samkeppnishörðum mark- aði. þriggja hæða hús myndi hrynja til grunna og allir innanhúss láta líf- ið. Voru allir reknir út og leitað dyrum og dyngjum, en ekkert fannst. Eigi er vitað hverjir stóðu á bak við hótunina. Kyrrt var að mestu við „grænu línuna", en í stað þess að skjóta hverjir á aðra, rændu sveitir stríðsmanna óbreyttum borgurum sem vildu nýta sér þann mögu- leika að komast milli borgarhluta án þess að bíða tjóns á heilsu sinni. Var alls 50 manns rænt, en öllum hafði verið sleppt innan tveggja klukkustunda og tilgang- urinn sýnilega einungis að skjóta viðkomandi sakleysingjum skelk í bringu. Botha sækir heim 8 lönd Jóhannesarborg, 28. maí. AP. P. W. BOTHA, forsætisráðherra Suður-Afríku, hélt í dag í mestu langferð sem suður-afrfskur þjóðarleiðtogi hefur farið í 40 ár. Mun hann heimsækja átta Evrópulönd og byrja á Portúgal. Þangað kemur hann á morgun, þriðju- dag, en heldur þaðan á fimmtudag til Bretlands. Botha ætlar að reyna að milda viðhorf flestra Evrópuþjóða til Suður-Afríku, en þær viðurkenna ekki minnihlutastjórn hvítra manna í landinu undir hans stjórn. „Botha leiðir Suður-Afríku út úr einangruninni," mátti lesa á forsíðum málgagna stjórnarinnar, en önnur blöð tóku ekki í sama streng og skiptar skoðanir eru um hver árangur kann að verða. Eftir að hafa rætt við ráðamenn í Bretlandi fer Botha til Vestur- Þýskalands, síðan Austurríkis. þá Sviss, Belgíu og Ítalíu, auk þess sem hann mun koma við í Deville Wood í Frakklandi, en þar féllu margir Suður-Afríkumenn í fyrri heimsstyrjöldinni. I flestum þeim löndum sem Botha hyggst heim- sækja, hafa verið skipulagðar fjöldagöngur til að mótmæla að- skilnaðarstefnu stjórnarinnar. Flúði burt frá Tékkóslóvakíu Vín. 28. m»í. AP. TUTTUGU og átta ára gamall Pól- verji lét hvorki tékkneska landa- mæraverði né kalt fljótið hindra sig við að flýja til Austurríkis. Á sunnu- dag synti maðurinn yfir fljótið Tha- ya, sem er hluti af landamærunum milli Tékkóslóvakíu og Austurríkis. Þá sagði maðurinn, að skotið hefði verið á sig af tékkneskum landa- mæravörðum, en þeir hefðu ekki hitt. Gert er ráð fyrir, að maðurinn, sem yfirvöld í Austurríki hafa til- greint sem Marek M., muni biðja um hæli sem pólitískur flóttamað- ur þar í landi. Eitt vitni hefur staðfest, að það hafi heyrt skot- hvelli nálægt þeim stað, þar sem Pólverjinn segist hafa farið yfir ána. Enn er ekki ljóst með hvaða hætti manninum tókst að komast fram hjá öflugum landamæra- virkjum Tékkóslóvakíu, sém gagn- gert er ætlað að koma í veg fyrir, að menn geti flúið yfir landamær- in til Austurríkis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.