Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 29 Námskeið á vegum Landhelgisgæslunnar: GUNNLAUGUR Halldórsson, arki- tekt, var sæmdur gullmerki Bygg- ingaþjónustunnar fyrir gott og mikid starf að málefnum fyrirtækisins á, 25 ára afmæli þess, 18. apríl síðast- liðinn. Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, var við sama tækifæri heiðraður með silfurmerki og einnig fulltrúar þeirra fyrirtækja, sem tekið hafa þátt í störfum Byggingaþjónust- unnar frá upphafi. Gunnlaugur Halldórsson var fyrsti formaður Byggingaþjónustu Arkitektafélags fslands, eins og fyrirtækið hét í upphafi, en það var stofnað að frumkvæði arki- tekta. Guðmundur Kr. Kristinsson var fyrsti framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar. Síðan hafa mörg samtök og stofnanir bæst í hóp þeirra, sem reka Bygg- ingaþjónustuna. Markmið Byggingaþjónustunn- ar er að vera vettvangur islenskra byggingamála, m.a. með því að auðvelda mönnum kynni af hvers konar byggingarefnum og notkun þeirra; að gangast fyrir umræðum um málefni byggingariðnaðar, byggingartækni og byggingarlist- ar; að stuðla að endurmenntun og fræðslu fagmanna á sviði þessara faggreina; að gefa húsbyggjendum og tæknimönnum kost á hlutlaus- um upplýsingum um byggingar- málefni; að leggja áherslu á kynn- ingu á íslenskri byggingarefna- framleiðslu; að starfrækja verð- banka og aðstoða við kostnaðará- ætlanir og útboðsgerð, eins og seg- ir í skipulagsskrá þjónustunnar. Hjá Byggingaþjónustunni er stöðugt í gangi sýning á bygg- ingarefnum, niðurstöðum kann- ana og rannsókna Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins og ýmissa framleiðsluvara. Aðgang- ur að sýningunum og ráðgjöf er ókeypis. Byggingameistarar eru með ráðgjöf fyrir almenning á þriðjudögum kl. 16—18, arkitektar á miðvikudögum kl. 16—18 og Ljóstæknifélags fslands á fimmtudögum. Allt þetta fer fram í húsnæði Byggingaþjónustunnar í kjallara iðnaðarhússins að Hall- veigarstíg 1. Fastráðnir starfsmenn Bygg- ingaþjónustunnar eru þrír: Kol- brún Jónsdóttir, Steinunn Jóns- dóttir og Ólafur Jensson fram- kvæmdastjóri. í stjórn eiga sæti; Anton Bjarnason framkvæmda- stjóri, frá Félagi ísl. iðnrekenda, Guðmundur Gunnarsson verk- fræðingur, frá Húsnæðisstofnun rikisins, Haraldur Ásgeirsson for- stjóri, frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Kristinn Kristinsson byggingameistari, frá Leit og björg- un á hafi úti Bandarískir sérfræöingar sjá um kennsluna Stjórn og framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar. Frá vinstri: Ólafur Sigurðsson, arkitekt, Kristinn Kristinsson, húsgagnasmíðameistari, Haraldur Ásgeirsson, forstjóri, Guðmundur Gunnarsson, forstöðumaður, Anton Bjarnason, forstjóri, og Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Ól.K.M. Byggingaþjónustan heiðrar frumherja NÁMSKEIÐ um leit og björgun á hafi hófst á vegum Landhelgisgæsl- unnar í Stýrimannaskólanum í gær, en þar kenna þrír kennarar frá bandarísku strandgæslunni, sem koma allir frá National Search and Rescue School á Governors Island, sem annast þjálfun starfsmanna bandarísku strandgæslunnar. Þetta námskeið er m.a. haldið fyrir milli- göngu bandaríska sendiráðsins, og það eru Bandaríkjamenn sem standa straum af námskeiðskostnað- inum að mjög miklum hluta. „Þátttakendur á námskeiðinu, sem stendur næstu þrjár vikurnar eru 27,“ sagði Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhelgis- gæslunnar í samtali við blm. Mbl. í gær, er hann var spurður um þetta námskeið. „11 af okkar starfsmönnum taka þátt í nám- skeiðinu, 4 frá Pósti og síma, 4 frá Slysavarnafélaginu, 3 frá Flugmálastjórn, 1 frá Stýrimannaskólanum og 4 frá varnarliðinu í Keflavík,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að nám- skeiðið væri haldið á vegum Land- helgisgæslunnar, en með aðstoð bandaríska sendiráðsins. Nám- skeiðið væri um skipulagningu og starf við leit og björgun á hafi úti. Hann sagði að námskeiðið væri ansi strangt og að kennararnir gerðu miklar kröfur, enda væru þeir kennarar við skóla sem band- aríska strandgæslan ræki á Go- vernors Island, en þangað sagði hann að þeir aðilar sem störfuðu á þessu sviði, víðs vegar um heim allan, sendu þá sem þeir vildu þjálfa á þessu sviði. Gunnar sagði að Landhelgis- gæslunni hefði staðið til boða að senda nokkra menn á þennan skóla í Bandaríkjunum, en hann sagðist hafa talið það heppilegri lausn að halda námskeiðið hér, og fá kennarana hingað, þar sem það hefði gert mun fleirum kleift að sækja þetta námskeið. Hann sagð- ist telja það mjög þýðingarmikið að ólíkir starfshópar, sem þó allir vinna leitar- og björgunarstörf á sjó, ef svo ber undir, skuli nú sitja eitt og sama námskeiðið. Anton Bjarnason, fráfarandi stjórnarformaður Byggingaþjónustunnar, heiðr- ar fyrsta formanninn, Gunnlaug Halldórsson, arkitekt. Á milli þeirra stendur Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar. Þorsteinn Þorsteinsson forseti Skáksarabandsins Gunnar Gunnarsson gaf ekki kost á sér ÞORSTEINN Þorsteinsson var kjörinn forseti Skáksambands ís- lands á aðalfundi sambandsins um helgina. Þorsteinn tekur við af Gunnari Gunnarssyni, sem ekki gaf kost á sér. Aðrir í stjórn Skák- sambandsins eru Þráinn Guð- mundsson, Ólafur Ásgrímsson, Guðbjartur Guðmundsson, Árni Björn Jónasson, Jón Rögnvalds- son og Leifur Jósteinsson. 1 varastjórn voru kosnir, Ólafur H. Ólafsson, Margeir Pétursson, Áskell Örn Kárason og Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Þorsteinn Þor- steinsson hefur starfað í Skák- sambandinu um árabil og varaforseti sambandsins. var Landssambandi iðnaðarmanna og Ólafur Sigurðsson arkitekt, full- trúi Arkitektafélags íslands. l*orsteinn Þorsteinsson kjörinn for- seti Skáksambands íslands. bjoðum aðeins gæðagrípi Mesta úrval landsins af þekktum viöur- kenndum merkjum 10 ára ábyrgö — Varahluta og viðgeröaþiónusta Öryggi — Reynsla. Séryerslun i meira en hálfá öld .. Reióhjólaverslunin ORNINN Spítalastíg 8 Símar; Verzl.: 14661 S. 26888 JfCYCLES PEIICEOT Á! KALKHOFF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.