Morgunblaðið - 29.05.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.05.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 37 þeim lífskjörum sem við búum við í dag. Þau þykja að vísu ekki góð, en hvernig hefði þau verið, ef upp- bygging áttunda áratugarins hefði aldrei átt sér stað. — Það ættu menn að hugleiða, ekki síst þeir sem búa utan þéttbýlisins við Faxaflóa. Margir sóttu Ólaf heim á 70 ára afmæli hans hinn 1. mars 1983. Þegar ég heilsaði honum og árnaði honum heilla, þá sagði hann: Ég var að vonast eftir afmæliskveðju frá þér í bundnu máli. — Mér varð hverft við og mun hafa orðið hálf- vandræðalegur. Ég svaraði ólafi, að ég væri engan veginn fær um að setja saman ljóð, sem væri hon- um samboðið, enda hefði það ekki einu sinni hvarflað að mér að reyna það. Þá svaraði Ólafur: Enginn frekar en þú gætir það af þeim sem þekkja mig best. Þessi orð hafa aldrei fallið mér úr minni og hafa nú sótt á mig með auknum þunga, eftir að mér barst fréttin um að hann væri horfinn yfir móðuna miklu. Bara það að hann skyldi láta í ljós ósk þess efnis, að ég reyndi að setja saman ljóð til hans gerir það að verkum, að mér finnst hann eiga það hjá mér, að ég geri tilraun til þess að setja saman eftirmæli um hann, þegar tækifæri og næði gefst. En hvort það verður annað en tilraunin verður framtíðin að leiða í ljós. Með ólafi Jóhannessyni er genginn einn merkasti stjórn- málamaður þessarar aldar. Um hann gustuðu oft nöturlegir stormar, blátt áfram gjörninga- veður, sem gerði honum lífið leitt og olli honum hugarkvöl. En hann rak allar slíkar sendingar af hönd- um sér og stóð jafn réttur eftir. Ég hygg, þegar upp er staðið, að þá hafi enginn íslenskur stjórn- málamaður á síðustu árum notið jafn almennrar virðingar og ólaf- ur Jóhannesson. Það eitt sýnir hvaða mannkostum hann var bú- inn. Dóra mín. Við Fjóla sendum þér og dætrum þínum innilegar sam- úðarkveðjur með þeirri ósk, að sá sem öllu ræður styrki ykkur og styðji í raunum ykkar. Stefán Valgeirsson íslandsmeistararnir í tvímenningi 1984, Jón Baldursson og Hörður Blöndal ásamt, forseta Bridgesambands íslands, Birni Theodórssyni. Á bak við Hörð er eiginkona Jóns, Elín Bjarnadóttir. MorKunbiaðið/Arnór. Islandsmótið í tvímenningi: Hörður Blöndal og Jón Baldursson sigurvegarar Fjórði sigur Jóns í mótinu á jafnmörgum árum Bridge Arnór Ragnarsson Jón Baldursson gerði hið ómögulega á íslandsmótinu í tvímenningi sem lauk sl. sunnudag á Hótel Loftleiðum. Jón sigraði í mótinu ásamt spilafélaga sínum Herði Blöndal og er þetta í fjórða sinn á jafnmörgum árum sem hann vinnur íslandsmeistaratitil- inn. Jón vann mótið 1981 og 1982 með Val Sigurðssyni og í fyrra með Sævari Þorbjörnssyni. Það má því segja að það sé ekki lengur spilað um 1. sætið í fslandsmótinu, það virðist vera frátekið hver svo sem meðspilari Jóns Baldurssonar er. Gífurlegur fjöldi tók þátt í undankeppninni (96 pör) sem fram fór fyrir hálfum mánuði og sigruðu þá Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon. Jón Bald- ursson og Hörður Blöndal urðu þá í 16. sæti en helztu keppendur þeirra í mótinu nú, Guðmundur Páll Arnarson og Þórarinn Sig- þórsson, urðu í 19. sæti í undan- keppninni. Keppnin hófst kl. 13 sl. laug- ardag og voru spiluð 5 spil milli para. Staðan eftir 6 umferðir: Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 73 Jón Alfreðsson — Eiríkur Jónsson 71 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 62 Ólafur Valgeirsson — Ragna Olafsdóttir 45 Guðbrandur Sigurbergsson — Ásgeir Ásbjörnsson 44 Jón og Hörður voru í 8. sæti með 21 stig en Guðmundur Páll og Þórarinn voru með 11 mín- usstig. Eins og sjá má á stöðu efstu para var ekki óeðlilegt að ætla að miklar sviptingar yrðu um efstu sætin eins og kom á daginn en staðan eftir 12 um- ferðir var mjög ólík: Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 107 Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 80 Jón Baldursson — Hörður Blöndal 80 Guðmundur Páll Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 71 Jón Alfreðsson — Eiríkur Jónsson 70 Aðalsteinn Jörgensen — Óli Már Guðmundsson 57 Ólafur Lárusson — Hermann Lárusson 44 Guðmundur Hermannsson — Björn Eysteinsson 29 Miklar tilfærslur voru milli umferða í efstu sætunum. Aðal- steinn og Óli Már tóku um tíma forystu í mótinu og eftir 18 um- ferðir var staðan mjög jöfn og spennandi og aðeins 5 umferðum ólokið. Aðalsteinn — Óli Már 107 Jón B. — Hörður 106 Jón — Símon 104 Þórarinn — Guðmundur Páll 99 Tveimur umferðum sfðar voru Jón og Hörður annars vegar og Guðmundur Páll og Þórarinn hins vegar orðnir hnífjafnir með 143 stig og útséð að þessi pör myndu berjast um titilinn. Þó voru Óli Már og Aðalsteinn ekki búnir að gefast upp, höfðu 128 stig. Lokasprettur Jóns Bald- urssonar og Harðar Blöndal var hins vegar meiri en andstæð- ingarnir réðu við og sigur þeirra í höfn verðskuldaður. Guðmundur Páll og Þórarinn áttu afleita síðustu setuna og máttu þakka fyrir að halda öðru sætinu. Lokastaðan: Jón Baldursson — Hörður Blöndal 176 Guðmundur Páll Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 119 Óli Már Guðmundsson — Aðalsteinn Jörgensen 111 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 84 Ólafur Lárusson — Hermann Lárusson 77 Símon Símonarson — Jón Ásbjörnsson 77 Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 51 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 43 Jón Hjaltason — Guðmundur Sveinsson 29 Bræðurnir Hermann og ólaf- ur hlutu 5. sætið í mótinu skv. reglugerð en þeir voru með jafn- mörg stig og Jón og Símon. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson og reiknimeistari Vigfús Pálsson. Áhorfendur voru fáir nema síðustu umferðirnar. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 22. maí ’84 lauk firmakeppni félagsins. Þetta var tveggja kvölda keppni og urðu úrslit þessi: Firmakeppni: Litaver (Sp. Bergur Ingimundarson) 119 Neonþjónustan (Sp. Stefán Oddsson) 113 Versl. Kjötborg (Sp. Ragnar Hermannsson)112 Heimilistæki (Sp. Jón Björgvinsson) 110 Versl. Bangsimon (Sp. Guðmundur Samúelss. 106 Efnalaugin Hraðhreinsun (Sp. Sigfús Skúlason) 104 Einmenningskeppni Úrslit: Bergur Ingimundarson 210 Ragnar Hermannsson 205 Sigurður Björnsson 205 Sigfús Skúlason 205 Jón Björgvinsson 203 Meðalskor 180 Næsta þriðjudag fer fram verðlaunaafhending fyrir keppn- ir vetrarins. Einnig verður spil- að létt rúbertubridge. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvís- lega. Garðhúsgögn í fjölbreyttu úrvali Góöir greiösluskilmálar Hagstætt verð Bláskógar Ármúli 8, sírai 86080. SÍMASKRÁNA íMfóarkápu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ® Hafið samband við sölumann. jf Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.