Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 4
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984
„... ein lög og
einn sið ... “
Prédikun, flutt í Þingvallakirkju 17. júní
— eftir séra Heimi
Steinsson
Teiti: 1. Mós. 12:7.
í dag höldum við íslendingar
hátíð af tvennu tilefni: Sunnudag-
ur er runninn yfir landið og þar
með Þrenningarhátíð, dagur helg-
aður heilagri þrenningu, Guði,
föður, syni og heilögum anda.
Jafnframt er þjóðhátíðardagur,
17. júní, og raunar í þeim skilningi
sérlegur þjóðhátíðardagur, að
liðnir eru réttir fjórir tugir ára
frá því að lýst var stofnun lýðveld-
is hér að Þingvöllum við Öxará, en
nýrri klukku hringt í tumi Þing-
vallakirkju jafnharðan, klukk-
unni, sem hljómar hér í dag, lýð-
veldisklukkunni, sem sumir nefna,
fslandsklukkunni endurborinni.
Við megum jafnvel una eina ör-
skotsstund við þá tilhugsun, að at-
höfn þessi átti sér stað klukkan
tvö síðdegis. Þannig varð lýðveldið
íslenzka fertugt í þeirri andrá sem
við komum saman til tíða hér i
kirkjunni nú, á þessu regnþunga
hásumardægri.
Spyrja má, hversu það hið tví-
þætta tilefni, sem hér um ræðir,
verði saman tengt í hugum
manna? Er ástæða til að ætla, að
Þrenningarhátíð og þjóðhátíðar-
dagur eigi í nokkrum skilningi
samleið? Er ekki rétt, að menn
minnist heilagrar þrenningar án
skírskotunar til merkisviðburða í
þjóðarsögu, en hafi í huga afmæli
lýðveldisins óáreittir af þrenning-
arlærdómi kirkjunnar og öðrum
átrúnaðarþáttum hennar?
Víst gæti svarið við síðast-
greindri spurningu verið jákvætt.
Algengast mun, að títtnefnd til-
efnin tvenn séu höfð til umræðu
hvort í sínu lagi. Þar með er ekki
sagt, að sú aðgreining sé nauð-
synleg og þaðan af síður, að hún sé
æskileg.
LitiÖ um öxl
Hér eru bæði stund og staður til
að líta um öxl og rifja upp þjóðar-
sögu, þótt í fáum orðum verði.
Hugurinn reikar til horfinna
kynslóða, ekki um fjóra áratugi
einungis, heldur um aldir, nær tíu
aldir raunar. Þar með getum við
einnig að skaðlausu litið ör-
skotsspöl fram á veginn: Að sex-
tán árum liðnum minnumst við
þúsund ára afmælis kristnitök-
unnar, er fram fór hér að Lög-
bergi. Engum getum skal að því
leitt, hvernig það minni verður
heilagt haldið. Hitt er víst, að
kristnitakan varð einn örlagarík-
asti atburðurinn í sögu þessarar
þjóðar, hvort heldur til hennar er
litið af sérkristnum ellegar af al-
mennum sjónarhóli. Kristnitakan
hafði í för með sér menningar-
byltingu á Islandi. I kjölfar henn-
ar urðum við sú þjóð bóka og æðri
mennta, sem við höfum reynt að
vera æ síðan. Segja má, að sá
veruleiki samfélags og menningar,
sem blasað hefur við á íslandi um
nærfellt þúsund ára skeið, liti
dagsins ljós, hér á Þingvöllum,
þegar Þorgeir kvað upp úrskurð
sinn. Tilvera landsmanna fram að
þeirri stundu er eins konar að-
dragandi þjóðarsögu: Landnám
fer þar fyrir, en síðan sá víðfrægi
tími ýmiss konar ókyrrleika, sem
gengur undir nafninu „söguöld" og
rómaður er í miðaldabókmenntum
okkar, en einkenndist i raun af
takmörkuðu öryggi, sem
beztu menn í sífellu reyndu að
auka og tryggja, þó án viðhlítandi
árangurs. Kristnitakan er hins
vegar að sínu leyti upphaf þeirrar
svonefndu „friðaraldar", sem ent-
ist á annað hundrað ár og nægði
til að leggja grundvöll þjóðmenn-
ingar, er stóð af sér róstur Sturl-
ungaaldar, vaxandi íhlutun og síð-
ar ýtrustu harðdrægni erlends
valds, og dugað hefur Islendingum
allt fram til okkar daga.
Kristnitakan:
Forsenda þjóðríkis
Hér er stórri sögu hreyft í
stuttu máli. En því nefni ég
kristnitökuna á þessum afmælis-
degi lýðveldisins og á Þrenningar-
hátíð, að saga kristnitökunnar
geymir orð og hugtök, sem e.t.v.
eru nær því að vera hugmynda-
legur kjarni og forsenda þjóðríkis
á íslandi en flest annað, er sagt
Heimir Steinsson
„Saga kristnitökunnar
geymir orð og hugtök,
sem e.t.v. eru nær því að
vera hugmyndalegur
kjarni og forsenda þjóð-
ríkis á Islandi en flest
annað, er sagt hefur ver-
ið og skráð; en jafn-
framt hefur sú saga
þrenningarlærdóminn
að þungamiðju, sem
stígur fram alsköpuð í
Ieikslok.“
hefur verið og skráð; en jafnframt
hefur sú saga þrenningarlærdóm-
inn að þungamiðju, sem stígur
fram alsköpuð í leikslok.
Svo segir í Njáls sögu, að þegar
kristnum mönnum og heiðnum
laust saman á Þingvöllum árið eitt
þúsund, þá „varð svo mikið óhljóð
að Lögbergi, að enginn nam ann-
ars mál“. Þegar sú saga gerðist,
var hið forna íslenzka lýðveldi sjö-
tíu ára gamalt. Þann tíma allan
höfðu menn leitazt við að haida
uppi allsherjarriki í þessu landi.
Árangur viðleitninnar hafði löng-
um verið tvísýnn og nú var svo
komið, að öllu virtist stefnt í vísan
voða sakir ágreinings um lífsskoð-
anir, átrúnað eða „sið“, eins og
forfeður okkar nefndu þessi efni.
Hinir andstæðu hópar gengust svo
hart í gegn, að „hvorir sögðust úr
lögum við aðra“, eins og Kristni
saga kemst að orði. í raun hafði
hið forna lýðveldi liðazt í sundur,
klofnað í tvennt. Á íslandi voru
tvö ríki og þau voru hvort öðru svo
fjandsamleg, að „stórnær hafði, að
þeir mundu berjast" þá þegar, er
hér voru saman komnir, á griða-
stað alþjóðar. Sá höfðingi, er úr-
slitum réð um lausn vandans,
spáði, að hér af „mundu gerast
bardagar og ófriður og mundi það
ryðja til landauðnar".
Ur þessum öngum leystust Is-
lendingar með atburðum, sem
hverju barni a.m.k. til skamms
tíma hafa verið kunnir. Ræða
Þorgeirs Ljósvetningagoða við það
tækifæri verður ekki rakin hér, en
víst mun hún mega teljast örlaga-
ríkasta ávarp, sem flutt hefur ver-
ið á Islandi. Kjarna ræðunnar er
að finna i Kristni sögu, þar sem
Þorgeir mælist til, „að vér höfum
allir ein lög og einn sið“. En nánar
er innihaldið rakið í Njáls sögu,
þar sem Þorgeir segir það „upphaf
laga vorra, að menn skulu allir ve-
ra kristnir hér á landi og trúa á
einn guð, föður, son og anda helg-
an“.
Hér er í raun lagður grundvöll-
ur að hugmyndafræði þjóðríkis.
Jafnframt er þvf slegið föstu, að
sá grundvöllur sé kristinn siður.
Og kjarni kristins siðar er á lofti
hafður, — trúin á heitaga þrenn-
ingu, — til marks um það, hvert
nú stefni.
Ein lög skulu ríkja í landi, ein
lög, en ekki tvenn eða fleiri. Hér er
einungis eitt ríki, en ekki tvö ríki
eða mörg, hvert öðru fjand-
samlegt. Og einn sið skal hafa,
einn átrúnað og eitt atferli við
Hornvík og nágrenni
— eftir Gísla
Hjartarson
Athygli ferðamanna tók að
beinast að Hornströndum fyrir
allmörgum árum og er nú svo
komið að skipulagðar ferðir
þangað njóta æ meiri vinsælda.
Óneitanlega er meira öryggi í
því að ferðast með staðkunnug-
um fararstjóra um þessar slóðir,
margs er að gæta, t.d. er algengt
að verða að sæta sjávarföllum
þegar gengið er með sjó fram og
þokan getur orðið niðdimm á
einu andartaki.
Hin óspillta náttúra á Horn-
ströndum vekur strax athygli
ferðamannsins. Þar hefur ekki
verið búið í hartnær fjörutíu ár
og þar af leiðandi ekki verið um
neinn ágang bi'fjár af neinu tagi
að ræða. Landið er því óðum að
ná sér og líkist nú enn meir því
Ferdafélags
íslands
óspillta landi sem við tókum við
er landnám hófst.
Hornvík er vík á milli tveggja
stærstu fuglabjarga landsins,
Hornbjargs og Hælavíkurbjargs.
I björgunum verpa milljónir
svartfugla og aðrar tegundir sjó-
fugla. Mikið er um refi á svæð-
inu og eru þeir óvenju spakir —
svo spakir að dæmi eru um að
ferðafólk hafi gefið þeim mat úr
lófa sínum.
Engin vélknúin farartæki á
landi eru á svæðinu og mun því
ekki vélarhljóð spilla þeirri frið-
sæld sem ferðalangar á Horn-
ströndum sækjast eftir.
Gönguleiðir frá tjaldstað í
Hornvík eru ekki erfiðar, en
hafa verður í huga að gönguferð-
ir á fjöll og fjallaskörð hefjast
við sjávarmál.
I þessum dagsferðum frá
tjaldstað er víða hægt að fara,
t.d. til Hlöðuvíkur, á Hælavík-
urbjarg og skoðuð hin sérstæða
náttúra í Hvannadal. Gengið á
Hornbjargsbrúnir og Kálfatinda
(534 m). Einn dagur fer enn-
fremur til þess að skoða Látra-
vík og Hornbjargsvita. Á fjall-
garðinum milli Jökulfjarða og
Hornvíkur er fallegt útsýni yfir
Jökulfirði, Hornvík og vestur yf-
ir Djúp. Margar fleiri leiðir er
hægt að fara í dagsferðir frá
tjaldstað í Hornvík.
Eins og áður er sagt hefjast
allar gönguferðir við sjávarmál,
en yfirleitt er gengið í 300—400
m hæð og er það hægur vandi
fyrir alla.
Þarna er land víða votlent og
hefur oft komið sér vel að hafa
góð göngustígvél, þótt gönguskór
séu við hæfi líka.
Áð í Hvannadal.
Gísli Hjartarson er fanrstjóri hjá FÍ.
✓
Áð í Hafnarskarði.
Kálfatindur.