Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Yfir 600 mannslíf árlega Hvers vegna vilja alþingismenn ekki stöðva fósturdrápin? — eftirJón Val Jensson Sirtlaust, grimmdarlegt athæfi fer nú fram í sjúkrahúsum og heilsu- gæzlustöóvum þessa lands. Um margra ára skeið hefur það viðgeng- izt, að læknum og hjúkrunrfólki, sem vígð eru til líknar- og mannúð- arstarfa, hefur verið fengið það öm- urlega hlutverk á hendur að tortíma lín saklausra barna í móðurkviði. Svo ötullega er gengið fram við verknaðinn, að árið 1982 voru 613 börn drepin með þessum hætti hér- lendis, en árið áður 597 börn. Það má heita ótrúlegt, að annað eins geti gerzt á íslandi nútímans nánast þegjandi og hljóðalaust. Þessi blóðskuld, sem hvílir á okkur fslendingum, hefur lengi þjakað og angrað samvizku mína. Það er því skylda mín eins og allra annarra, sem skilja alvöru þessa máls, að bera fram kröftug, opinská mótmæli gegn þeirri sví- virðu, sem hér fer fram undir lagavernd og á kostnað þjóðarinn- ar allrar. Með þögn okkar og að- gerðarleysi eignumst við hlutdeild í þessum glæp og nánast hrópum á það, að blóð hinna saklausu komi yfir okkur og afkomendur okkar, rétt eins og múgurinn í Jerúsalem, sem hrópaði yfir sig blóð Jesú Krists (Mt. 27:25). Rétta orðið: fósturdráp Áður en lengra er haldið, skal það tekið fram, að viljandi hef ég kosið að nota ekki orðið „fóstur- eyðing" um þennan verknað, þar sem það hugtak virðist annað- hvort orðið til sem gerilsneydd fegrunarnafngift (evfemismi) um dráp á mannlegu lífi ellegar sem óvirðingarheiti, er minnir á ekkert annað fremur en „rottueyðingu" eða „meindýraeyðingu". Hvorug hugsunin, sem að baki liggur, virð- ist verðug eða sómasamleg. Þegar ég tek hér upp orðið fóst- urdráp að dæmi annarra, er það því ekki til að fara út í óviðeigandi tilfinningasemi, heldur til þess að tala hreint og skýrt um það fyrir- bæri, sem hér er um að ræða, því að óvefengjanlegt er, að umrædd „læknisaðgerð" felur í sér dráp á lifandi veru. Á hinn bóginn kýs ég ekki að nota orðið „fósturmorð". Ástæðan til þess er þó ekki sú, að fósturdráp eru leyfð að landslög- um, því að Alþingi smíðar ekki siðalögmálin og breytir því ekki, að glæpur gegn þeim er og verður glæpur. En að kalla þennan verkn- að „fósturmorð" samrýmist hins vegar ekki rótgróinni merkingu orðsins „morð“, sem þýðir mann- dráp framið með leynd (í fornöld var jafnvel talað um að „myrða hlut“ = að fela hann). Fósturdráp virðist því rétt og viðeigandi orð í þessu efni. Stóraukning fósturdrápa Það er vert að líta til baka og athuga, hverjar breytingar hafa átt sér stað á fjölda fósturdrápa síðustu árin og hvaða ástæður liggja að baki þeim. Ég hafði sam- band við skrifstofu landlæknis og fékk þar upplýsingar um fóstur- dráp á síðustu árum. Árið 1982 voru þau 613 og skiptust þannig: 1) af félagslegum ástæðum: 543, 2) af lænisfræðilegum ástæðum: 35, 3) af félagslegum og læknisfræði- legum ástæðum: 31,4) vantar upp- lýsingar: 4. Athygli vekur hér hið háa hlutfall „félagslegra ástæðna" til fóstur- drápa, þ.e. 88,6% á móti aðeins 5,7% af hreinum læknisfræðilegum ástæð- um. Fjórum árum fyrr, árið 1978, voru 453 fóstur drepin í landinu, þar af 72% af félagslegum ástæðum, 16% af læknisfræðilegum ástæðum og 11 % af báðum ástæðum í bland. Fósturdráp af hreinum læknis- fræðilegum ástæðum voru 1982 einungis sautjándi hluti (1/17) all- ra fósturdrápa og aðeins 35% af því hlutfalli, sem læknisfræði- legar ástæður höfðu í tölunum 1978. Stórfelld breyting kemur einnig í ljós, er skoðaðar eru tölur um fósturdráp af félagslegum ástæðum frá þessum sömu árum. 1978 voru þau 326, en 1982 voru þau komin upp í 543, sem er 66,6% aukning á aðeins fjórum árum. Hið mikla hlutfall félagslegra ástæðna 1982 virðist þó ekki stundarástand, því að árið 1981 voru fósturdráp af félagslegum ástæðum þegar komin upp í 88% heildarfjöldans. Það virðist því orðið nokkuð stöðugt hlutfall, að fósturdráp af læknisfræðilegum sem og af blönduðum ástæðum (félags- og læknisfræðilegum) taki aðeins yfir áttunda til níunda hvert fósturdráp, öll hin eru af fé- lagslegum ástæðum eingöngu, þ.e. rúmlega sjö af hverjum átta fóstur- drápum. Áhrif „laganna“ frá 1975 Árið 1935 voru fyrst sett „lög um fóstureyðingar" hérlendis (en ísland varð fyrst allra Norður- landa til slíks). Frá 1935 til 1960 var fjöldi fósturdrápa nokkuð jafn, í kringum 50 að meðaltali á ári. 1961—65 var fjöldi þeirra 78 á ári, en 1971 hefst stórfelld aukn- ing þeirra, frá 99 árinu áður upp í 142, og hefur síðan fjölgað jafnt og þétt, unz komið er upp í þær geigv- ænlegu tölur, sem hér hafa komið fram, yfir 600 fósturdráp árlega. Áttundi áratugurinn var tími kvennabyltingar og Rauðsokka- hreyfingar. Miklum áróðri var haldið uppi fyrir frjálsum fóstur- drápum, og þrýst var á stjórn- málamenn að breyta landslögum í samræmi við „óskir og þarfir kvenna”. Matthías Bjarnason ráð- herra reyndist þá sá ógæfumaður að mæla fyrir lagafrumvarpi því, sem samþykkt var á Alþingi 1975, en þar voru í fyrsta sinn lögleyfð fósturdráp af félagslegum ástæð- um. Þótt almælt væri, að næstu ár á undan hafi verið farið að túlka fyrri „lög“ frjálslega (sbr. fjölgun- ina úr 99 fósturdrápum 1970 í 224 árið 1974), er fróðlegt að skoða áhrif „laganna" frá 1975 á þróun næstu ára. Síðasta árið fyrir nýju „lögin“ voru fósturdráp á landinu 224, en aðeins átta árum seinna 613, þ.e. 174% aukning eða fjölgun um tæplega 50 fósturdráp á hverju ári. Að meöaltali eru nú framin um tvö fósturdróp í landinu á hverjum virkum degi, en árið 1974 voru þau 0,72 hvern virkan dag til jafnaðar. Landlæknisembættið hefur ekki tiltækar tölur um fósturdráp á síð- astliðnu ári, en þó fékk ég þær upp- lýsingar, að þar væri „alla vega um einhverja aukningu að ræða frá ár- inu 1982“ (þegar framin voru 613 fósturdráp). Óbærileg blóðskuld Heildarfjöldi fósturdrápa frá árs- byrjun 1975 til ársloka 1982 var 3847. Ef að líkum lætur, verður þessi fjöldi kominn yfir 5000 fyrir nk. áramót. Það eru áratugs afköst í þessu efni hjá þeirri stétt, sem sett er til að gæta heilsu og heil- brigðis landsmanna. Er úr vegi að minna lækna á þessa setningu úr Hippókratesareiðnum: „Sömuleið- is mun ég forðast að fá konu í hendur nokkur þau tæki, sem valdið gætu fósturláti"? Eið þenn- an voru læknar látnir sverja að loknu prófi í Háskóla íslands a.m.k. til skamms tíma. Meirihluti háskóla notast hinsvegar nú orðið við Genfar-yfirlýsinguna, sem heimssamtök lækna (WMA) sam- þykktu 1948, en þar er þetta ákvæði hluti svardagans: „Ég mun bera fyllstu virðingu fyrir mannlegu lífl allt frá getnaði...“ Það verður ekki mitt verk hér að hreinsa heilbrigðisstéttirnar af þeirri sekt, sem á þeim hvílir Jón Valur Jensson „Lagafrumvarp um þetta mál mun ekki ná eyrum Alþingis, ef ekki kemur til víðtækur og afdráttarlaus stuðning- ur við það úr þjóðfélag- inu. Ég skora því á alla þessa aðila að hrista nú af sér slenið og una því ekki, að Alþingi fái að sniðganga lífsrétt ófæddra barna enn eitt árið í röð. Baráttan verður að hefjast nú þegar, svo að Þorvaldur Garðar fái þann bak- stuðning, sem máli hans ber.“ vegna fósturdrápanna, þótt hins megi minnast, að til er það starfs- fólk sjúkrahúsanna, sem neitar með öllu að taka þátt í þessum athöfnum. En miklu fleiri eiga hér hlut að máli, allt frá hinu háa Al- þingi og þeim þrýstihópum, sem opinberlega réttlæta þessi smán- arverk, til þeirra, sem næstir standa hinu ófædda barni, þ.e. móðir þess og faðir, aðrir aðstand- endur og „ráðgjafar". Hlutur Al- þingis hefur verið sá að löghelga fósturdrápin og greiða fyrir þeim sem hverjum öðrum réttmætum þætti í heilbrigðisþjónustunni. En líf er líf, á hvaða stigi sem það er. Líf í móðurkviði er mannlegt Iff, öðruvísi líf kviknar ekki af mann- legu sæði og eggi móðurinnar. Og sem mannlegt líf á það skilyrðis- laust að njóta sama lífsréttar og Tvö dæmi úr sænska réttarkerfinu Frá Magnúsi Brynjólfssyni fréttaritara Mbl. í Uppsölum Refsivert að gleyma steikarpönnunni á eldavélinni í 46 ár hefur Eva Svensson, 76 ára, eldað soðninguna ofan í eiginmann sinn í Högsby í Smálöndunum. Aðeins einu sinni gleymdi hún pönnunni á eldavélinni. Eldur kom upp í feitinni en Eva náði að slökkva hann í eldhúsvaskinum og þar með hélt hún að málið væri úr sögunni. Ekki aldeilis, því nú fær hún að gjalda fyrir brot sitt með 20 dag- sektum. Frú Svensson varð það á að kalla á brunaliðið og þaðan var tilkynnt til lögreglunnar. Er slökkviliðið kom á vettvang, var eldurinn löngu slokknaður. Slökkviliðsvarðstjórinn sagði m.a. fyrir réttinum að eldurinn hefði líklega slokknað af sjálfu sér. Þessi mistök urðu til þess að Eva var ákærð eftir ákvæðum brunavarnarlaganna. Frú Svensson fékk að vísu 480 skr. út úr tryggingunum fyrir ónýtan gufugleypi, nýjan eld- hússkáp og málningu á innrétt- inguna. Málið gat ekki endað svona vel. Evu var boðin réttarsátt. Saksóknarinn vildi sekta um 500 skr. vegna brots á brunavarnar- lögunum. Evu þótti þetta hlægi- legt og reyndi að prútta niður sektina. Saksóknari svaraði með ákæru. Síðan var réttað í málinu með tilheyrandi hætti. Verjandi Evu kvað það ekki geta verið ref- sivert að missa augnablik sjónar á eldavélinni, þar sem hún hefði alltaf verið nálægt til að grípa inn í sem hún og gerði. Slökkviliðsvarðstjórinn sagði Evu hafa sýnt gott fordæmi, því enginn hefði slökkt betur og fljótar en hún gerði. En réttvísin varð að hafa sinn gang og bókstafnum varð að hlýða. Eva Svensson var dæmd í 20 dagsektir. Eva ætlar sér ekki að áfrýja undirréttardómnum, því nóg þykir henni skömmin þegar orð- in að þurfa að standa reikn- ingsskap gerða sinna fyrir einu yfirvaldi. Slökkviliðsvarðstjórinn sagði eftir á, að nú væri illt í efni, því hann væri mest hræddur við að fólk þyrði ekki að hringja í brunaliðið héðan í frá, þar sem nú væri kominn refsidómur fyrir það eitt að gleyma steikarpönn- unni á eldavélinni, þó maður sjálfur réði niðurlögum eldsins. Ók 5 rúnta á 12 mínútum — dæmdur fyrir víta- verðan akstur Það getur verið dýrt spaug í Svíþjóð að aka fimm sinn- um í kringum sömu húsin á 12 mínútum. Það fékk 26 ára gamall maður að reyna í Hudiksvall, er hann var dæmdur í 400 skr. sekt. Dómstóllinn taldi manninn hafa brotið gegn umferða- lögunum. Málið hefur vakið athygli um alla Svíþjóð og ekki síst meðal ungmenna í Hudiksvall, sem álitu það í hæsta máta furðulegt af lögreglunni að stöðva akstur unga mannsins. Atburðurinn átti sér stað í ág- úst á fyrra ári, er umræddur maður fór nokkra rúnta á amer- ískum „kagga". f húsunum, er standa næst rúntinum, búa margir leigjendur og kvöldið, sem lögreglan lét til skarar skríða, höfðu margar kvartanir borist símleiðis til hennar. Hvers vegna ökumaðurinn ók svona marga rúnta gat hann ekki útskýrt, en niðurstaðan varð sú að þingrétturinn áleit aksturinn óþarfan og truflandi fyrir grannana. Eftir dómsniðurstöðu þessa hafa risið upp háværar raddir, sem spyrja hvort almenningur lifi ekki lengur í lýðfrjálsu landi. Hér greiða menn vegaskatt og svo á að setja hömlur á ferða- frelsi með þessu hættulega for- dæmi. Margir íbúar Hudiksvall telja dóminn réttarhneyksli. Á lögreglunni að leyfast að stoppa bifreiðir venjulegra borgarbúa af því að þeir fara nokkrum sinnum framhjá sama stað? Eða t.d. ef bílstjórar fara nokkra hringi til að finna laus bíla- stæði? Þess ber þó að geta að til eru nokkrir, sem eru ánægðir með niðurstöðu dómsins. Hverjir þá? Jú, íbúarnir í húsunum næst rúntinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.