Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 11

Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 na 51 Einhver annar svarar spurning- unni á annan veg. Menn velta líka oft fyrir sér hættunni sem klifrar- ar setja sig í sjálfsviljugir, oft við erfiðar aðstæður. Hætturnar eru vissulega til. Menn geta fallið í línunni, rekið sig í, lent óþyrmi- lega, fengið stein eða ísstykki í höfuð og líkama, orðið innkulsa, þá getur kalið og þeir geta slasað sig á járnvörunni. Líklega er ís- klifur ívið hættulegra en t.d. fót- bolti. En varkárni, réttar trygg- ingar og rétt mat á aðstæðum draga úr þessum hættum — oftast svo mikið að menn klifra árum og áratugum saman erfiðar leiðir og léttar án þess að verða nokkurn tíma meint af, rétt eins og sæmi- legir svigskíðamenn við sína íþrótt. ísinn er alls staöar Ég hef stundað ísklifur í 1.300 metra hæð í Vatnajökli og inni í Reykjavík, í Öskjuhlíðinni. ísklif- ursvæðin eru ótrúlega víða. Hér við höfuðborgina má finna tugi ís- leiða í Esjunni einni: 70 metra snarbrattan ísfoss, 10 metra lóð- rétt risagrýlukerti, 400 hæðar- metra íslænu í hömrum og allt þarna í milli, því Esjan er stórt fjall og norðurhlíðarnar lengi 1 skugga. Önnur fjöll eða svæði eru t.d. Skarðsheiði, Botnsúlur, Vest- fjarðakjálkinn, miðbik Norður- lands, allir Austfirðirnir og öll suðurrönd Vatnajökuls með hverju stórfjallinu við annað. Þar má finna snjó- og ísleiðir meira en 1.000 hæðarmetra á lengd. Myndirnar með greininni tók Hreinn Magnússon. Þær eru úr öllum áttum og gefa dálitla hug- mynd um um hvað ísklifur snýst. Einu sinni fórum við Hreinn saman í Esjuna með vininum Höskuldi. Okkur langaði til að Klifurstaða í bröttum ís. (Ljósm. Hreinn Magnússon.) eyða sunnudagshluta í að fara lag- legan, lítinn ísfoss sem kallast „Alt i orden“ (segið svo að dansk- an sé ekki lífseig!) fyrir ofan Graf- arbæinn undir Kistufelli í Esju. Hreinn fór á undan upp fossinn úti við kverkina móti berginu, meðan við Höskuldur klifruðum miðhlutann með öllum tilfæring- um. Og við vorum myndaðir í bak og fyrir, settum okkur í ýmsar stellingar til að myndirnar heppn- uðust sem best, biðum í ákveðinni stöðu meðan myndataka var und- irbúin — allir vissir um að þetta yrðu allt frábærar myndir í sól- skini og hæfilegum, glitrandi skafrenningi. Síðar kom svo í ljós að filman hafði bara skrölt á upp- dráttartannhjólinu í vélinni og ljósmyndarinn því tekið einar 20 myndir á sama rammann, sem fékk sko sitt ljós og gott betur. Klifurferðin var jafn góð þrátt fyrir hnökrana á ljósmynduninni og minnir á að ekki eru allar ferð- ir til fjár. Myndirnar með greininni sýna svo ekki verður um villst að film- an hefur yfirleitt ratað réttan gang hjá ljósmyndaranum; svo sannarlega. Arí Trausti (iuðmundsson, kennarí rið Menntaskólann rið Sund. Þessi gleymist skjótt Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Human League Hysteria Virgin/Steinar hf. Don’t You Want Me hét lagið, sem glumdi hér í útvarpinu síð- ari hluta vetrar 1981—82 og var reyndar hið ágætasta lag. Flytj- andinn var Human League- flokkurinn, sem við Mörlandar fengum að berja augum á Lista- hátíð 1982 og það meira að segja í tvígang. Þóttu Phil Oakey og menn hans (og konur!) standa sig bærilega, en síðan hefur vart heyrst hósti né stuna í flokkn- um. I ljósi þess hversu langt er síð- an Human League lét til sín taka í svarta plastinu er það með ólík- indum hversu ómerkileg Hyst- eria er. Þetta er í rauninni hvorki fugl né fiskur, ekki einu sinni flugfiskur. Nei, í alvöru talað. Það er ekki of djúpt í ár- inni tekið að segja lögin vera hvert öðru einhæfara og lang- dregnara. Þrátt fyrir góð tilþrif bassa- leikarans Ian Burden, sem gerir allt hvað hann getur til að brjóta upp hinar einhæfu laglínur, er Hysteria óttaleg flatneskja. Það er aðeins í lokin, að hún nær sér upp en þá er allt um seinan. Lokalagið, Don’t You Know I Want You (samir við sig í nafn- giftum), er það einasta, sem sker sig frá restinni. The Lebanon hefur náð einhverjum vinsæld- um en ég gef Htið fyrir þá smíð. Öll vinnubrögð á plötunni eru hinsvegar til mikillar fyrir- myndar, þar með talið hljóð- færaleikur. Hljóðblöndun og „pródúsering" er fyrsta flokks enda Hugh Padgham þar á ferð. Honum hlýtur þó að hafa runnið til rifja rýrleiki efniviðarins. Þá sakar ekki að geta þess, að ung kona, Renate Blauel, kemur einnig við sögu í upptökunum. Hún er nú e.t.v. þekktari sem eiginkona Elton John. Nei, svo mikið er víst að ef Philip Oakey og táturnar hans tvær, ásamt auðvitað hinum hljómsveitarmeðlimunum, ætla ekki að falla í gleymskunnar dá á mettíma verður að stokka spil- in að nýju. Kannski er það um seinan. Fyrrum unnendur Hum- an League eiga eftir að snúa bakinu við sveitinni I hrönnum með þessari plötu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.