Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
53
Hverjir eru vinir Póllands?
— eftir Arnór
Hannibalsson
Laugardaginn þann 28. febrúar
árið 1981 var boðað til fundar í
Norræna húsinu í Reykjavík.
Sumir þeir er þar komu álitu, að
stofna ætti félag til kynningar á
Póllandi og Pólverjum. En það
kom fljótlega í ljós eftir að fund-
urinn hófst, að þetta var misskiln-
ingur. Allfríðan flokk manna
hafði drifið að, undir forystu Lúð-
víks Jósepssonar, og mátti greina
að hér var um herútboð að ræða
frá þeim aðalstöðvum sem þá hétu
Grettisgata 3 en heita nú eitthvað
annað. Af hálfu þessa hóps var
gert ljóst, að hér var ekki boðað til
stofnfundar, heldur átti þetta að
heita aðalfundur félags sem sagt
var vera til. Frá því var skýrt, að
félag þetta hefði verið stofnað árið
1958, en óljóst var, hversu langt
var frá síðasta fundi í félaginu, að
öllum líkindum þó hátt í annan
áratug. Allan þennan tíma hefði
verið formaður fyrir félaginu (en
frá því var ekki skýrt hversu oft
hann hefði sem slíkur þegið opin-
ber boð til ferðalaga um Pólland
né með hvaða kjörum). Af ræðum
forystumanna „félags" þessa
mátti skilja, að það hefði enga fé-
lagaskrá og að því hefði aldrei
verið sett nein lög. Óljóst var,
hverjir sátu í stjórn, aðrir en
formaður. „Félagið" átti enga
fundargerðabók, og engir reikn-
ingar voru lagðir fram fyrir það
aldarfimmtungstímabil, sem liðið
var frá síðasta fundi. Ekki var
skýrt frá neinni starfsemi nefnt
tímaskeið. Eðlilegast hefði því
verið að ætla að „félag" sem svo er
ástatt um, væri ekki til. Fundur-
inn ályktaði þó, að „félagið" væri
til, og í næstu andrá einnig að að-
alfundur þess skyldi setja félaginu
lög. Nú skyldu menn mega ætla,
að það að setja félagi lög sé nákv-
æmlega það sama og að stofna fé-
lag. Fundurinn samþykkti því
bæði að félagið væri til og ekki til,
að ekki þyrfti að stofna nýtt félag
og að það væri verkefni fundarins.
Þar með hafði fundurinn gert
sjálfan sig að marklausum skríp-
aleik. Gekk ég þá af fundi þessum.
Lítið hefur heyrzt af félagi
þessu síðan. Aðallega hefur það
lýst yfir stefnu sinni með þögn-
inni. Það mótmælti ekki valdaráni
hersins, það lýsti yfir engum
stuðningi við Samstöðu, það hefur
ekki sýnt pólitískum föngum sam-
úð. Ekki hefur það, svo vitað sé,
heldur lagt eyris virði í neyðar-
hjálp til Pólverja. Rauði krossinn
og Hjálparstofnun kirkjunnar
skipulögðu Póllandssöfnun, en frá
Vináttufélaginu við Pólverja
heyrðist hvorki hósti né stuna.
Það fór heldur ekki milli mála á
ofannefndum fundi, að vináttuna
skyldi rækja eftir réttri Flokks-
línu, og sú vinátta felur þá einnig
í sér velvild í garð Hershöfðingj-
ans og þeirrar menningar sem
hann boðar.
Vituð ér enn?
Að sjálfsögðu hef ég engin
skipti átt við ofannefnt félag. Þó
er þess að geta að ég varð við
beiðni um að leggja fram efni á
fundi í félaginu. Ég þýddi sögu
eftir Tadeusz Borowski, er heitir
„Þessa leið í gasklefann, dömur
mínar og herrar". Hún er um einn
dag í lífi fanga í Auschwitz. Les-
endur í Póllandi hafa skilið þessa
sögu ótvírætt á einn veg: Hún er
um þeirra eigið þjóðfélag — gúl-
ag- þjóðfélagið. Það skiptir nefni-
lega ekki höfuðmáli hvernig fas-
ismi er á litinn, hvort hann er
brúnn eða rauður. Það sem gildir
um þann brúna á einatt vel við
þann rauða. Einungis hefur sá
rauði reynzt lifseigari og ógnar nú
ekki aðeins Evrópu heldur allri
heimsbyggðinni.
Saga þessi mun hafa verið lesin
upp á fundi í félaginu og verið vel
tekið. Aðstandendur þessa félags
létu sér sem sé vel líka að þeim
væri fluttur sá boðskapur að
leggja mætti Hitler og Stalín að
jöfnu. Gerðu þeir sér grein fyrir
því, að í þessari sögu var verið að
lýsa lífshugsjón þeirra sjálfra? Ef
til vill. Ef til vill ekki. Hvort held-
ur sem var, ber hér að sama
brunni: Hinum rauða fasisma hef-
ur verið lýst á fundi í félaginu, og
enginn af formælendum þess hef-
ur lýst sig andvígan honum.
Hverjir eru vinir
Póllands?
Um þessar mundir eru 40 ár lið-
in frá því Rauði herinn fór yfir
núverandi austurlandamæri Pól-
lands og stofnað var til þeirrar
stjórnar. sem enn ríkir í landinu. {
40 ár hefur pólska þjóðin barizt
gegn alræði fámennrar klíku, sem
stjórnar í skjóli erlends valds. Á
þessum 40 árum hafa Pólverjar
fimm sinnum risið upp til átaka
gegn valdinu. Ný kynslóð hefur
vaxið úr grasi, og hatrið á kúgun-
arvaldinu eykst. Seinni heims-
styrjöldin hófst með undanhaldi
Vesturveldanna fyrir hinum
brúna fasisma og henni lauk með
undanhaldi Vesturveldanna fyrir
hinum rauða. í ágúst 1939 sam-
mæltust einræðisríkin um hina
fjórðu skiptingu Póllands. í febrú-
ar 1945 lögðu Vesturveldin blessun
sína yfir yfirráð Sovétríkjanna i
þeim löndum, sem Rauði herinn
hafði „frelsað". Pólverjar börðust
allt stríðið fyrir frjálsu Póllandi,
en ekki fyrir því stjórnarfari sem
komst þar á að stríðinu loknu.
Þeir hafa aldrei viðurkennt lög-
mæti þess stjórnarfars. Fámenn-
isklíka sú sem fékk völdin úr
höndum Rauða hersins hefur alla
tíð átt i vök að verjast og væri
löngu hrunin ef ekki kæmi til
stuðningur erlendis frá. Stjórnin
hefur allt tímabilið staðið í átök-
um við íbúa landsins.
Bændur hafa verið svínbeygðir í
svaðið, svo að búskapur er í rúst
og hungur í landinu.
Verkamenn hafa verið knosaðir
niður í algert réttleysi, svo að fáir
hafa hug á að leggja sig fram við
vinnu. (Því lýsir Andrzej Wajda
vel í kvikmyndinni „Marmara-
maðurinn").
Menntamenn, listamenn, rithöf-
undar og andlegrar stéttar menn
hafa verið ofsóttir með slíku
offorsi, að öll menning á erfitt
uppdráttar og fjöldi hinna beztu
manna þjóðarinnar hraktir í út-
legð.
p jKgpsnVI te .þiþ
g Metsölublad á hverjum degi!
Arnór Hannibalsson
„Um þessar mundir eru
40 ár liðin frá því Rauði
herinn fór yfir núver-
andi austurlandamæri
Póllands og stofnað var
til þeirrar stjórnar, sem
enn ríkir f landinu. í 40
ár hefur pólska þjóðin
barizt gegn alræði fá-
mennrar klíku, sem
stjórnar í skjóli erlends
valds.“
Að því kom árið 1980 að efna-
hagskerfið hrundi í rúst, Flokkur-
inn tvístraðist (þriðjungur
Flokksmanna starfaði í Samstöðu)
og ríkiskerfið lamaðist.
í kjölfarið fylgdi valdarán hers-
ins, þ.e.a.s. ógnarstjórn Hershöfð-
ingjans kom i stað ógnarstjórnar
Flokksritarans. Sumir halda að
Hershöfðinginn sé þjóðvinur. Það
er ekki rétt. Hann er umboðsmað-
ur hins erlenda valds, klæddur í
pólskan einkennisbúning. Valda-
vélin hefur fyrir löngu gefizt upp á
því að reyna að ná til fólksins. í
landi þar sem verkamenn hafa
ítrekað gert uppreisnir gegn Vald-
inu þýðir ekki að halda því fram,
að Flokkurinn sé forystusveit
verkamanna. Þar með er fallin
grunnforsendan fyrir öllu hug-
myndakerfinu. Á það trúir enginn
lengur. I orði kveðnu löghelgar
það valdið en í raun byggir það á
ofbeldi einu saman. Frá valdaráni
hersins í desember 1981 hefur
mikið verið talað um þjóðarsátt,
þ.e. að þjóðin sætti sig við Valdið
ef það að sínu leyti gefi mönnum
brauð. En það er 40 ára reynsla
fyrir því, að skriffinnskuhagkerfi
gengur ekki. Og herstjórnin
hyggst halda sig við sama hey-
garðshorn í efnahagsmálum. Á
hvaða forsendum eiga þá sættir að
takast?
Þeir sem telja sig vini Póllands
verða að gera upp við sig eftirfar-
andi.
Eru þeir með eða móti her-
stjórninni? Styðja þeir hinn rauða
fasisma — eða ekki?
Styðja þeir rétt Pólverja til lýð-
ræðislegra stjórnarhátta? Eru
þeir með tilverurétti verkalýðsfé-
laga — eða ekki?
Styðja þeir baráttu Pólverja
fyrir þjóðfrelsi og fullveldi ríkis-
ins — eða ekki?
Styðja þeir rétt Pólverja til al-
mennra mannréttinda — eða
ekki?
Eru þeir með því eða móti að
fangelsa megi menn án dóms og
laga fyrir skoðanir sínar — eða
ekki?
Styðja þeir rétt Pólverja til að
lifa í friði fyrir ágangi valdboðs og
alræðis — eða vilja þeir gefast
upp fyrir skriðdrekum og kylfum
alræðisins?
Valið ætti að vera auðvelt. En
þeir sem vilja iðka vináttu við
Pólverja verða að velja. Það er
ekki hægt að vera beggja vinur,
Hershöfðingjans og Samstöðu. Sá
sem lýsir fylgi við Samstöðu lýsir
sig þar með andvígan Hershöfð-
ingjanum og málstað hans.
NiÖurlag
Hver var tilgangurinn með því
að endurvekja félag til eflingar
vináttutengslum við Pólverja, úr
því þetta félag hefur engu lýst yfir
um atburði sem hafa verið að ger-
ast í Póllandi undanfarin ár? Það
skyldi þó ekki vera að tilgangur-
inn sé sá að biðja um gott veður
hjá þeim, sem þar ráða nú ríkjum
og hafa ráðið í 40 ár? Sé það svo
hafa aðstandendur þessa félags
lítt meðmælaverða afstöðu til
þrautagöngu hinnar pólsku þjóð-
ar, og þar með einnig til þeirra
verðmæta sem okkar eigin menn-
ing byggist á.
Araór Hannibalsson er dósent í
heimspeki í heimspekideild Há-
skóla íslands.
Innilegar þakkir til allra þeirra er glöddu mig meö
heimsóknum, gjöfum og hlýjum ámaöaróskum á 80 ára
afmœli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Jóel Sigurðsson,
Hraunbæ 114.
M/
Frábæru dönsku K.E.W.
háþrýstiþvottavélarnar
komnar
Vandaðar vélar. Hagstætt verð.
ÖFLUGAR OG
STERKBYGGÐAR
HREINSIDÆLUR.
1. Fyrir heitt og kalt vatn.
2. Meðfærilegar á hjólum.
3. Fyrir sápu og hreinsiefni.
4. Vinnuþrýstingur 180 Bar.
5. Afköst 18,3 lítr./mín.
6. Allir vatnssnertifletir úr ryöfríu stáli.
Fyrir: frystihús
fiskvinnslur
fiskiskip
vélar og tæki
og landbúnaðinn.
Leitið upplýsinga.
Atlas hf
ÁRMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK.
SiMI: 26755.
_ ^ _ Plastpoka og prentun færðu hjá
PlaslM ll182655
1974
1984