Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 Lokun sjúkradeilda: Hjúkrunarfræðingaskort- ur eða eitthvað annað eftir Sigþrúði Ingimundardóttur Undanfarið hefur talsvert verið skrifað í fjölmiðla um sparnaðar- aðgerðir innan heilbrigðiskerfis- ins. Ein sparnaðarráðstöfun er lokun sjúkradeilda i sumar. í þeirri umræðu eins og svo oft áður hefur allri skuldinni verð skellt á hjúkrunarfræðinga, að loka verði vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um og ástandið „óstjórnlegt" eins og kom fram í einu dagblaðanna. Það er þvf ekki úr vegi að greina frá stöðunni séð frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga. 15. febrúar sl. fengu forstöðu- menn og stjórnendur sjúkrastofn- ana, sem heyra undir daggjalda- kerfið, bréf, undirritað af Matthí- asi Bjarnasyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Páli Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra. Bréfið var þess efnis, að sam- kvæmt fjárlögum fyrir árið 1984 væri launaliður skertur um 2,5% og almenn rekstrargjöld um 5% miðað við rekstur ársins 1983. Jafnframt væri ráðuneytinu ljóst, að aðhald af þessu tagi gæti þýtt samdrátt í starfsemi eða þjónustu og óskaði því eftir, að hver stofnun léti vita, hvernig hún hygðist taka á málinu. Ein leiðin sem stofnanir völdu var „lokun sjúkradeilda". Ríkis- spítalarnir lögðu t.d. fram áætlun um að loka hinum ýmsu legudeild- um f 40 vikur. Mundu þá sparast 4,5 milljónir króna. Ríkisspftalar hafa undanfarin ár lokað legu- deildum í 18 vikur yfir sumarmán- uðina. Rekstrarlega hefur slíkt þótt hagkvæmt, starfsemi deilda dregst saman yfir hásumartím- ann. Kemur þar til m.a. sumarfrf starfsfólks og einnig það, að oft er viðhalds og breytinga þörf og tím- inn nýttur í það meðan deildin er lokuð. Það er þvf ljóst, að lokun sjúkradeilda í ár getur ekki skrif- ast á reikning hjúkrunarfræðinga heldur er hér um beinharðar sparnaðarráðstafanir að ræða. Hinu er ekki að neita, að oft vantar hjúkrunarfræðinga til starfa, það bera auglýsingar eftir hjúkrunarfræðingum vitni um. En hver er orsökin fyrir þvf, að erfitt reynist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, er það vegna lélegra launa, fólksfæðar í stéttinni eða — eftir Þorstein Haraldsson í fréttum dagblaðanna síðustu vikur hafa verið óhugnanlegar lýs- ingar á stöðu fíkniefnamála hér á landi. Því miður hafa þeir aðilar sem í gegnum árin vöruðu mjög eindregið við þeirri hættu og því ófremdarástandi sem hér gæti skollið á nær fyrirvaralaust, ef ekki yrði gripið til harðra mótað- gerða, haft rétt fyrir sér eins og flesta grunaði reyndar. En það virðist helst líta út fyrir að það tregðulögmál sé í gildi hjá íslensk- um stjórnvöldum, að ekki megi byrgja brunninn FYRR en barnið er dottið ofan í og er það léleg stjórnkænska. Hér á landi virðist það raunar gilda að ekki er gripið til aðgerða af hálfu stjórnvalda til að fyrirbyggja stórskaða í málum sem þessum, heldur er haldið að sér höndum þar til ástandið er orðið slíkt að ekki verður við snú- skammsýni í heilbrigðismálum undangenginna ára? Einhlítt svar er ekki til, en hollt væri mönnum að hugleiða eftirfarandi stað- reyndir áður en allri skuldinni er skellt á hjúkrunarstéttina. Árið 1930, þegar Landspftalinn tekur til starfa, verður grundvöll- ur fyrir því, að hjúkrunarnám verði numið hér heima, áður þurfti að sækja hjúkrunarmennt- un erlendis. Hjúkrunarkvenna- skóli íslands, síðan Hjúkrunar- skoli íslands, er stofnaður árið 1931. Húsakynni skólans var háa- loft Landspitalans og skólastjóri hans forstöðukona spítalans. Möguleikar skólans á að taka inn marga nemendur voru því litlir. Árið 1956 flytur skólinn í eigið húsnæði og batnaði hagur hans mikið við það. Upp úr 1960 hefjast miklar framkvæmdir f bygginga- málum innan heilbrigðisþjónust- unnar. Byggt er við Landspítalann og hann stækkaður um meira en helming, Borgarspítalinn rís, St. Jósefsspitalinn í Reykjvfk byggir, Kleppsspítalinn, Hrafnista og fjöldi annarra stofnana utan höf- uðborgarsvæðisins og á því. Það var mikil gróska, en f öllum fram- kvæmdunum láðist að gera áætlun um mannafla þann, sem þyrfti til að reka stofnanirnar. Þegar siðan búið var að byggja, stóðu allir á öndinni yfir því, að ekki var hægt að opna þessa eða hina deildina vegna þess að það vantaði fólk. Og það vantaði fólk. Hjúkrunarskóli íslands er á þessum tíma sveltur fjárhagslega og alltaf vantaði hjúkrunarkennara, enginn mögu- leiki á því að ná sér í þá menntun hér heima. Um 1970 bauð mennta- málaráðuneytið upp á einn til tvo styrki árlega að upphæð 200 þús- und gamlar krónur. Nýttu nokkrir hjúkrunarfræðingar sér það og héldu utan til náms. Styrkurinn hrökk þó skammt með árunum, þar sem fjárupphæðin hélst óbreytt og var svo komið í fyrra, að auglýsingakostnaður nam sem næst styrkupphæðinni. Bolmagn Hjúkrunarskóla íslands til að mennta nægjanlegan fjölda hjúkr- unarfræðinga miðað við „bygg- ingaframkvæmdir" var því lítið. Það er ekki fyrr en um 1970, að hlutir fara að vænkast, en þá brautskráir Hjúkrunarskólinn 82 hjúkrunarfræðinga það árið. Árið 1973 innritast svo fyrstu ið. Fréttir af afbrotum og ýmsum glæpaverkum sem tengjast beint neyslu fíkniefna eru orðnar dag- legt brauð. Samkvæmt síðustu fréttum hafa lögregluyfirvöld fengið staðfestingu á því að hér í Reykjavík og jafnvel víðar um landið sé stunduð skipulögð vænd- isstarfsemi. f mörgum tilvikum er hér um að ræða unglingsstúlkur sem stjórn- að er af „melludólgum" sem sam- kvæmt heimildum dagblaðsins Nútíminn hafa sumir hverjir lífsviðurværi sitt af þessari starfsemi. í stað þröngs hóps fíkniefna- neytenda sem löggæsluyfirvöld áttu tiltölulega auðvelt með að nálgast og hafa eftirlit með virðist neyslan nú vera miklu dreifðari, þ.e. ná til mun stærri hóps en áður hefur þekkst. Að sama skapi fer aldur neytenda stöðugt lækkandi. Þær tölur sem SÁÁ hefur birt um hlutfall þeirra sem koma í meðferð árlega vegna fíkniefna- neyslu eru ógnvænlegar og segja sína sögu um ástandið. Sigþrúdur Ingimundardóttir. „Hér hefur verið bent á þá staðreynd, að lokun sjúkradeilda á sjúkra- húsum í sumar stafar ekki á skorti á hjúkrun- arfræðingum heldur er spurningin um peninga og hvernig og hvar megi spara þá. Þessi sam- dráttur í þjónustu er uggvænlegur, því að fólk er útskrifað af sjúkrahúsum með lág- markslegudagafjölda miðað við ástand og skortir oft tilfinnanlega á, að fólk geri sér grein fyrir því, hvað taki við, er einstaklingurinn kemur heim misjafn- lega hress.“ nemendur námsbrautar í hjúkr- unarfræði í Háskóla íslands. Ef litið er á tölur síðustu sjö ára um útskrifaða hjúkrunarfræðinga, kemur i ljós, að 671 hjúkrunar- fræðingur hefur lokið námi frá þremur skólum. Hér er um 95,86 hjúkrunarfræðinga að ræða á árs- grundvelli, sem verður að teljast gott. Samkvæmt ársskýrslu Hjúkrunarfélags íslands 1. janúar Hvað er til ráða? öllum má ljóst vera að grípa verður nú þegar til mótaðgerða til að spyrna kröftuglega við þessari hræðilegu þróun. Raunverulega þarf allur almenningur að taka höndum saman. Sú stofnun sem hefur með eftirlit og umsjón með fíkniefnum að gera er fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavik og verður að segjast og meta það að þar hefur á síðustu árum verið unnið þrekvirki í þessum málum. Má það furðu sæta miðað við fá- menni starfsliðsins. En þótt þar séu fáir starfsmenn þá er ekkert vafamál að þar er valinn maður í hverju rúmi og þrátt fyrir sinnu- leysi stjórnvalda þá hefur árangur þeirra verið undraverður í gegnum árin. En ekki er nóg að hafa deild sem þessa innan lögreglunnar ef starfsaðstaðan er slík að hún sé til hindrunar í rannsóknum mála og eftirliti. Það þarf að stórefla fíkni- efnadeild lögreglunnar með auk- inni menntun og fjölgun starfs- 1984 voru félagar 1.766. Af þeim voru: 1 fullu starfi 569. í hlutastarfi 794. 1.363 eða 77,18%. Félagar yfir 65 ára aldri 142. Þar af starfandi 31.111 eða 6,28%. í framhaldsnámi 13 eða 0,68%. Ekki starfandi 267 eða 15,12%. Starfandi sem kennarar, meina- tæknar, ljósmæður o.fl. 12 eða 0,74%. Eins og þessar tölur gefa til kynna, er hlutastarf mikið og áberandi hve það hefur aukist undanfarin ár. Þetta á trúlega við í flestum starfsgreinum þar sem konur eru i meirihluta. Það kemur i þeirra hlut að samræma sina vinnu við heimili og barnauppeldi. Þetta er bláköld staðreynd, sem margur vill líta framhjá, en hefur mikil áhrif i stétt eins og hjúkrun- arstétt þar sem konur eru í algjör- um meirihluta. Einn er sá þáttur heilbrigðis- þjónustunnar, sem ekki var getið um hér áðan, en það er bygging og starfsemi heilsugæslustöðva. í lögum um heilbrigðisþjónustu, er tóku gildi 1. janúar 1974, er kveðið svo á um að ráða skuli hjúkrunar- fræðinga og ljósmæður að heilsu- gæslustöðvum. í dag starfa sam- kvæmt upplýsingum Ingibjargar R. Magnúsdóttur, deildarstjóra sjúkrahúsa- og heilsugæslumála í heilbrigðisráðuneytinu, á annað hundrað hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður á heilsugæslustöðvum í 96 stöðugildum. Einnig, að árið 1971 hafi stöðuheimildir verið 6. Hér er því starfsvettvangur sem sífellt kallar á fleira fólk til starfa. Heilsugæsla hefur haft forgang undanfarin ár innan heilbrigðis- kerfisins. Hefur mörgum þótt nóg um, en telja verður slíkt eðlilegt, þar sem nú fyrst eru að opnast augu fólks fyrir mikilvægi hennar. „Að betra er að fyrirbyggja sjúk- dóma en einblfna á að meðhöndla þá.“ Hér þarf grundvallarbreyt- ingu á hugsunarhætti fólks, að gera einstaklinginn ábyrgan fyrir heilsu sinni. Það krefst mikils fræðslustarfs, sem erfitt er að sýna strax fram á að skili hagnaði. { sumar er starfsemi heilsugæslu- stöðva með sama hætti og undan- farin sumur og mannað f stöður. Mér hefur orðið tíðrætt um byggingamál innan heilbrigðis- kerfisins. Slíkt er eðlilegur hlutur Þorsteinn Haraldsson. „í stað þröngs hóps fíkniefnaneytenda sem löggæsluyfirvöld áttu tiltölulega auðvelt með að nálgast og hafa eftir- lit með virðist neyslan nú vera miklu dreifðari, þ.e. ná til mun stærri hóps en áður hefur þekkst.“ í þjóðfélagi, sem hefur byggst jafn hratt upp og okkar, hvað þekkingu og tækni viðvíkur. Almennt er tal- ið, að frá fjórða áratug aldarinnar hafi sú þekking, er heilbrigðis- þjónustan ræður nú yfir, tvöfald- ast á 15 ára fresti eða um það bil fimmfaldast á þessum sfðustu áratugum. Álíka þekkingarlegri framvindu er spáð á komandi ár- um. Sú staðreynd, að hjúkrunar- þjónustu þarf að veita allan sól- arhringinn, gleymist oft, hana þarf jafnt að veita á helgum dög- um sem virkum og sumarleyfi al- mennt orðið fimm til sex vikur. Það væri því að bera f bakkafullan lækinn að ætlast til þess, að stétt- in ætti slíkan varaforða af fólki að setja inn, að ekki komi upp tíma- bundið ástand þar sem vantaði fólk. í riti heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins 1/1978 „Hjúkrunarmál", eftir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, deildarstjóra, kemur fram, að miðað við störf hjúkrunarfræðinga 1. janúar 1978 þyrftu stofnanir að ráða afleysara fyrir 1.008 hjúkrunarfræðinga í sumar- og vetrarfríum. Taki þeir allir sumarleyfi um 30 daga að meðaltali, þyrfti 91 stöðugildi hjúkrunarfræðinga allt árið um kring til þeirra afleysinga. Taki þeir hinsvegar leyfið á orlofstfma, sem er yfirleitt gert, þyrftu um 252 stöðugildi. Má ætla, að hlutföll í dag séu lfk. Því er svo við að bæta, að auk sumar- og vetrarleyfa koma til barnsburðarleyfi, námsleyfi og veikindaleyfi, sem ráða þarf af leysingafólk í. Mörg stöðugildi á ári felast einnig í því hjá hverri stofnun, sem er með bráðaþjón- ustu, að vera yfir mikið veikum sjúklingum. Slíkar vaktir eru f höndum hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarstörf hafa í gegnum tíðina verið illa launuð og eru það enn í þann dag í dag. Eftir 3ja ára hjúkrunarnám eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga samkvæmt 14. launaflokki 2. þrepi eða kr. 16.398.-. Það er sorglegt til að vita, að fólk hverfur frá starfi í dag vegna mikils vinnuálags og lélegra launa. Þvf að hjúkrunarfræðing- um er annt um starf sitt, það kom glöggt fram f könnun, sem gerð var fyrir ári siðan á starfi og starfsaðstöðu hjúkrunarfræðinga. Hér hefur verið bent á þá stað- reynd, að lokun sjúkradeilda á sjúkrahúsum f sumar stafar ekki af skorti á hjúkrunarfræðingum heldur er spurningin um peninga og hvernig og hvar megi spara þá. Þessi samdráttur f þjónustu er uggvænlegur, því að fólk er út- skrifað af sjúkrahúsum með lág- markslegudagafjölda miðað við ástand og skortir oft tilfinnanlega á, að fólk geri sér grein fyrir því, manna. Einnig þarf að stórauka valdsvið starfsmanna hennar til rannsókna og bæta þarf rann- sóknaraðferðir. Þar getum við tekið aðrar þjóðir okkur til fyrirmyndar eins og t.d. Breta en þeir hafa yfir mjög mik- illi þekkingu að ráða sem gæti komið okkur að miklu gagni í okkar baráttu gegn þessum hættulega vágesti. Einnig þarf að stórauka þjálfun tollgæslumanna, til þess að þeir geti betur annast þetta eftirlit í samvinnu við lög- regluyfirvöld. Fyrir þó nokkru var skipuð nefnd á vegum ríkisins, ein af fjöldamörgum, þar sem m.a. sitja fulltrúar frá tollgæslu og lög- regluyfirvöldum og var starfssvið nefndarinnar að koma fram með tillögur að úrbótum í þessum mál- um. Það virðist ætla að verða hlutskipti tillagna þessarar nefnd- ar eins og margra annarra á veg- um ríkisins, að deyja drottni sín- um. Mikið er fundað um málið en rýr er eftirtekjan hvað svo sem í vegi stendur. Mönnum ætlar seint að skiljast að til lítils er að ræða á fundum daginn út og daginn inn hvað gera þurfi en eyða i það svo miklum tíma að ekkert verður úr verki. Það þarf að snúa frá orðum til athafna. VIÐ ERUM ÞAR Á ELLEFTU STUNDU. Á elleftu stundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.