Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 Gvrópskir flóttamenn eftir seinni heimsstyjöldina. Bátsfélkið í Suð-Austur Ast'u Flóttamenn fri Afganistan í Pakistan. 75% flóttamanna í heiminum eru konur og börn. — rætt við Poul Hartling, yfirmann Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna Það eru um 10 milljón flótta- menn í flóttamannabúðum í heim- inum í dag. Þeir geta ekki snúið aftur til síns heima af ótta við ofsóknir og jafnvel dauða. Þeir eru misjafnlega velkomnir þar sem þeir eru niðurkomnir og geta ekki ávallt verið vissir um öryggi sitt. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNCHR, hefur yfir- umsjón með flóttamönnum og starfar ásamt öðrum hjálpar- stofnunum að því að finna lausn á vanda flóttafólksins. Poul Hartling, danski stjórn- málamaðurinn, sem er mörgum íslendingum vel kunnur, hefur verið yfirmaður Flóttamanna- stofnunarinnar síðan 1. janúar 1978. Hann þekkti séra Friðrik Friðriksson vel og sló sér á lær þegar hann var spurður um hann. „Séra Friðrik? Það hangir mynd af honum á vegg heima hjá mér. Hann var í Danmörku á stríðsár- unum. Ég sá þá um að undirbúa dvalarstað fyrir'ungt fólk úti á landsbyggðinni og stakk uppá að séra Friðrik yrði með okkur. Því var tekið heldur fálega og sagt að svo fullorðinn maður ætti ekki heima innan um ungt fólk. Ég vissi betur og séra Friðrik dvaldist hjá okkur. Og hver var vinsælast- ur í hópnum? Séra Friðrik að sjálfsögðu. Við mátum hann mjög mikils, hann var sannkallaður lærifaðir." Hartling var utanrík- isráðherra Dana þegar þeir skil- uðu okkur handritunum og man þann dag og fólksfjöldann á bryggjunni vel. Við hefðum getað talað um þann atburð, ísland og (mynd: ab) Poul Hartling, yfirmaður Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna: íslendinga yfirleitt lengi dags á skrifstofu hans í Genf ( Sviss en Hartling er önnum kafinn maður og sneri sér fljótt að efninu sem var starf Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er besta stofnun Samein- uðu þjóðanna," sagði hann. „Við vinnum mannúðarstarf, fólk treystir okkur og hér er ekki um nein hneykslismál að ræða. Að- eins lítill hluti rekstrarfjárins kemur frá Sameinuðu þjóðunum. Bróðurparturinn kemur frá þjóð- um sem við Ieitum beint til og vita af vandræðum okkar og verkefn- um. Það getur því engin þjóð hót- að að hætta að borga með okkur" (Bandaríkin hafa hótað að hætta að styðja UNESCO, Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna f Parfs), „þeim er frjálst að hjálpa okkur ef þær vilja. Við byrjum með báðar hendur tómar á hverju ári og það er kraftaverki næst að við höfum alltaf fengið það fé sem við þurftum. Við fáum misháar upphæðir frá öllum lýðræðisríkj- um heims." Framlag fslenska rfkisins til Flóttamannastofnun- arinnar var 595 þús. ísl. kr. árið 1983 og 908 þús. kr. eru áætlaðar fyrir árið 1984, samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra. „Fjárþörf stofnunarinnar jókst mjög seint á sfðasta áratug. Við eyddum ekki nema 95 milljón doll- urum árið 1978 en 1980 og 1981 eyddum við hálfri milljón dollara. Fjöldi flóttamanna jókst mjög á þessum árum, þeir flúðu milli landa í Afrfku, frá Afganistan til Pakistan og bátsfólkið í Suð- ‘ austur-Asíu kom til sögunnar. Nú hefur aðeins hægst um og við höf- um sjálfir skorið fjárútlát stofn- unarinnar niður í 400 milljón doll- ara í ár. — Við höfum engan áhuga á miklum umsvifum, best væri ef flóttamenn þekktust ekki lengur og við yrðum atvinnulaus- ir.“ Flóttamannastofnunin var sett á fót til þriggja ára árið 1951. Megnið af flóttamönnum var þá f Evrópu. Þróunarlöndin voru enn nýlendur og sérstök stofnun hafði þegar verið stofnuð í Vínarborg til hjálpar Palestínuflóttafólki. Flóttamannastofnunin tók upp fyrri störf Norðmannsins Frid- ur ávallt verið framlengt til þriggja eða fimm ára f senn. Aga Khan var yfirmaður hennar i ein ellefu ár áður en Hartling tók við. Hann verður 71 árs þegar ráðn- ingartfmi hans rennur út árið 1985 og heldur að hann verði búinn að fá nóg af starfinu þá. „Það er póiitískt starf að halda stofnuninni ópólitískri," sagði Hartling. „Margar dyr myndu lok- ast ef við tækjum pólitiska af- stöðu til mála. Það hafa yfir eitt hundrað þjóðrfki verið stofnuð í heiminum á síðustu 35 árum. Frelsisbarátta og óstöðugleiki í stjórnmálum hefur aukið fjölda flóttamanna en þeir eru nú mest megnis í þriðja heiminum. Ég ferðaðist til Rhodesíu, sem nú heitir Zimbabve, strax eftir að ég tók við starfinu til að kynnast erfiðleikunum þar. Þá voru flótta- menn þaðan f öllum löndunum f kring, nema í Suður-Afríku. Að- skilnaðarstefnan þar olli því að flóttamenn þaðan voru í Rhodesíu og hinum nágrannalöndunum. Skömmu seinna byrjuðu flótta- menn að streyma á láði og legi frá Víetnam, Laos og Kampútseu til Thailands. Mestu erfiðleikarnir hafa þó verið í Pakistan. Yfir tvær milljónir manna hafa flúið þangað á undanförnum árum frá Afgan- istan, það er um tfu sinnum allur fjöldi íslendinga. Við höfum þó ráðið við það við mjög slæmar að- stæður. Og mjög erfitt ástand rfk- ir í Mið-Ameríku. Þar eru flótta- menn frá E1 Salvador og Nicar- agua i Honduras, flóttamenn frá sitt hvorri stjórnmálastefnunni og flóttamenn frá Guatemala f Mex- íkó. Bátsfólkið vakti mesta athygli vegna erfiðleikanna og hættunnar á sjó úti. Það er enn á ferð og ég vona að þjóðir haldi áfram að taka það til sín. Stofnunin reynir að finna varanlega lausn á vanda fióttafólks. Besta lausnin er þegar fólk getur snúið aftur heim sjálf- viljugt. Um 250.000 manns snéru aftur til Rhodesíu eftir að Zim- babve fékk sjálfstæði. Ég var viðstaddur hátíðahöldin 1980 og þá fagnaði innanrfkisráðherrann mér innilega og sagðist hafa hitt mig í flóttamannabúðum árið áð- ur. Ritari hans hafði einnig verið flóttamaður og var nú kominn aft- ur heim. Næst besta lausnin er þegar fólk getur fest rætur f land- inu sem það flýr til. Ég var fyrir nokkru f Tanzaníu til að vera thjof Nansens sem hjálpaði flótta- mönnum frá Rússlandi eftir heimsstyrjöldina fyrri. Sovétríkin og löndin f Austur-Evrópu hafa aldrei stutt Flóttamannastofnun- ina af þessum sökum og telja hana vestræna hugmynd. Þau greiða þó aldrei atkvæði á móti henni á AUsherjarþinginu f New York og smá hluti af framlögum þeirra til Sameinuðu þjóðanna fer í rekstur stofnunarinnar. Starf hennar hef- „Það væri best ef við yrðum atvinnulausir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.