Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 15 hvað taki við, er einstaklingurinn kemur heim misjafnlega hress. Heimahjúkrun tekur ekki enda- laust við og ekkert hefur verið gert nú til að gera henni kleift að sinna auknu álagi. Það er því slæmt ástand í málefnum heima- hjúkrunar, eftir því sem Kolbrún Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri heimahjúkrunar, hefur tjáð mér. Það sama kom fram hjá Jóninu Pétursdóttur, forstöðukonu heim- ilishjálpar Reykjavíkurborgar. Þar er mikið álag, stöðugildi eru um 220, en fjöldi manns í hluta- starfi. Þar hefur verið vandamál að fá fólk til starfa, laun léleg og starfsaðstaða æði misjöfn. Virðist allt bera að sama brunni þar sem konur eiga í hlut. Þó eru stofnanir sem leggja sitt af mörkum til að leysa vandann. Er það virðingarvert framtak og ánægjulegt, að mönnun hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða sé það góð, að hægt sé að fylgja eftir þjónustu við þá, er þurfa á henni að halda eftir útskrift, án þess að þjónusta innan stofnunar sé skert meir en búið er. Það eru aldraðir einstaklingar, sem njóta þjónustu heimahjúkrunar og heimilishjálp- ar að mestu leyti. Ástandið í þeim málum hér í höfuðborginni er ólýsanlegt og gæti enginn nema sá, er til þekkir, getið sér þess til, hvernig sumt fólk, gamalt og ör- vasa, hefur það. Stórt átak hefur verið gert í byggingu verndaðra vistheimila í borginni undanfarin ár. Er slíkt til fyrirmyndar, en hrópandi þörf er á hjúkrunar- heimilum fyrir aldraða. Það er stærsta heilsuvandamál okkar hér á íslandi í dag. Ég hef í þessu greinarkorni komið inn á ástæður fyrir lokun sjúkradeilda í sumar jafnfram því að benda á ýmsar staðreyndir, er liggja að baki þess, að i dag vantar hjúkrunarfræðinga tímabundið til starfa. Rétt er að benda á, að sl. haust hófu 191 nemandi nám í hjúkrun- arfræði. Forráðamenn hjúkrun- arstéttarinnar telja, að með inn- töku jafn margra nemenda hafi vel verið komið til móts við þarfir þjóðfélagsins og bætt úr skorti á hjúkrunarfræðingum. Einnig að þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir um hjúkrunarþjónustu næstu ára, benda til þess, að hægt verði að fullnægja eftirspurninni. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi þróun mála í heilbrigðis- þjónustunni og samdrátt á öllum sviðum, þannig að eftir 15—20 ár gætu hjúkrunarfræðingar á Is- landi staðið frammi fyrir atvinnu- leysi líkt og læknar gera nú og félagar okkar víða um lönd gera einnig. Sigþrúður Ingimundardóttir er form. Hjúkrunarfélags íslands. Aukin fræösla Eitt af því sem ekki hefur verið lögð nóg rækt við er fræðsla um skaðsemi fíkniefnaneyslu. Nú til dags er til mikið og handhægt efni t.d. á myndböndum sem lýsa skað- legum áhrifum fíkniefnaneyslu sem sýna mætti í sjónvarpi, skól- um og á fundum um landið. Það er mjög brýnt að hrint verði í framkvæmd fræðsluherferð t.d. í 8. og 9. bekk grunnskóla og einnig í hinum ýmsu framhaldsskólum landsins þar sem kynnt yrði skað- semi fíkniefnaneyslu. í þvi sam- bandi er æskilegast að félaga- samtök ungs fólks taki af skarið i samráði við viðkomandi ráðuneyti og eins félagasamtök sem hafa látið þessi mál til sin taka eins og útideild Reykjavfkurborgar og SÁÁ (samtök áhugamanna um áfengisvandamálið). Ég sem fulltrúi Iðnnemasam- bands íslands í þessum málaflokki skora hér með á önnur samtök ungs fólks að taka höndum saman i þessari baráttu. Því fyrr þvi betra þvi að tíminn er naumur. Viðskipti íslands og Sovétríkjanna: Mjög hefur dregið úr viðskiptahalla MJÖG hefur dregið úr þeim halla sem verið hefur á viðskiptum Íslands og Sovétríkjanna undanfarin ár. Á árun- um 1978 til 1980 var útflutningsverð- mæti íslenskra vara 43% af innflutn- ingsverðmæti sovéskra vara. í ár er hinsvegar reiknað með að þetta hlut- fall verði 73%. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu viðskiptaráðuneytisins um við- ræður fslenskrar og sovéskrar nefndar um framkvæmd viðskipta- samnings Islands og Sovétrfkjanna sem gildir fyrir árin 1981 til 1985 en viðræðurnar hafa farið fram í Reykjavík undanfarna daga. Þessi þróun hefur orðið vegna þess að á sama tima og innflutningur frá Sovétrikjunum hefur lftið breyst hefur útflutningur á nokkrum vöru- tegundum, sérstaklega saltsíld og frystum fiskflökum, aukist mikið. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, sem er formaður íslensku við- ræðunefndarinnar, sagði í samtali við blm. Mbl. að frá 1980 hefði út- flutningur saltsíldar til Sovétríkj- anna rúmlega þrefaldast og freð- fisks meira en tvöfaldast auk nokk- urrar aukningar á lagmetisút- flutningi. Til afgreiðslu á þessu ári hefðu verið seldar um 180 þúsund tunnur saltsíldar eða 20 þúsund meira en árið áður. Af freðfiskinum hefðu verið seldar 17 þúsund lestir af flökum eða fullur kvóti og 6 þús- und lestir af heilfrystum fiski, en þar væri kvótinn á bilinu 4 til 7 þús- und lestir. Af hálfu íslensku nefndarinnar var i viðræðunum lögð áhersla á, að Sovétrikin gerðu viöbótarsamning fyrir fryst fiskflök og að samninga- viðræðum um saltsild, sem yrði flutt út á tímabilinu desember 1984 til mars 1985, yrði flýtt. Einnig var þess eindregið óskað, að magnið yrði hækkað frá þeim 180 þúsund tunn- um sem hafa verið afgreiddar á þessu ári. Þá var einnig mælst til þess að samið yrði um viðbótarmagn af lagmeti. Sovéski nefndarformað- urinn, Vladimir Simakov, yfirmaður Vesturlandadeildar utanríkisvið- skiptaráðuneytis Sovétríkjanna, lýsti því yfir að sovésk stjórnvöld kæmu til með að athuga þessar óskir eftir að nefndin kæmi til Moskvu. Nyir og notaöir bílar í nýjum og glæsilegum sýningarsal. Árg. MMC Colt 1200 GL. Blár. 1981 MMC Sapporo 2000 GSL. Blár-silfur. 1982 MMC Sapporo 1600 GL. Rauöur. 1982 MMC Lancer 1660 GSR. Drapplitaður. 1982 MMC Lancer 1400 sjálfsk. Drapplitaður. 1981 MMC Galant 1600 station. Silfur. 1980 MMC Galant 1600 station. Brúnn. 1981 VW Passat. Blár. 1980 VW Passat. Silfur. 1982 VW Passat station. Rauöur. 1982 Opið frá kl. 13—17 í dag Splunkunýtt og smart! Kynnum nýjar vandaðar innréttingar. Skoðið eldhús sem er „öðruvísi", svo eigum við allt í stíl, frá smáhlutum upp í næstum allt sem þér dettur í hug. Þorsteinn Haraldsaon starfar í sumar sem tollrörður i Keflaríkur- flugrelli. PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.