Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ1984 17 AVARP framkvæmdanefndar alþjóðasambands samvinnumanna á alþjóðadegi samvinnumanna 7. júlí Góðir samvinnumenn Samstaða í samvinnu 1984 felst staðfesting á spakmælinu kunna, „samein- aðir stöndum við, en sundraðir föllum við". Með því er jafnframt viðurkennt, að tugur manna sem vinnur saman, fær meiru til leiðar komið með þeim hætti en þeir gerðu samanlagt, ef hver ynni fyrir sig. Þetta á einnig við um starfsemi samvinnufélaga framleiðenda, hvort sem um er að ræða samvinnufélög verka- manna eða samvinnufélög í landbúnaði eða sjávarútvegi. Þessu er sömuleiðis þann veg farið í viðleitni samvinnufélaga neytenda við að bæta kjör manna og gildir þá einu hvort um er að ræða samvinnufélög, sem fást við vörusölu, tryggingar, byggingar, lánastarfsemi eða annað. Samstaða er samvinnumönnum í blóð borin. Frelsi í samvinnu 1984 felst frelsi til þess að velja í stað þess að láta neyða upp á sig skoðunum eða sannfæringu annarra. í því felst að móta ákvarðanir. Jafnframt felur þetta í sér, að fólk getur sjálft valið milli samvinnufélaga. Við eigum líka að leggja fram okkar skerf við stefnumörkun og stjórn samvinnufélags okkar. Það er siðferðileg skylda, sem leiðir af þeirri ákvörðun okkar að ganga í samvinnufélag. Sam- vinna leggur mönnum skyldur á herðar jafnframt því sem hún felur í sér frelsi, því að innan samtaka samvinnumanna er sú ábyrgð sem menn taka sjálfviIjugir á sig, forsenda frelsisins. Réttlæti í samvinnu 1984 felst einnig, að menn vilji endurheimta þá hug- sjón sem birtist í því, „að það sem þú vilt, að aðrir menn gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra". Þessi réttlætishugsjón á að sjálfsögðu við það að hver bæti annan upp, þannig að jöfnuður í samskiptum miðist við gildi þess sem hver gerir fyrir annan. Samvinna er líka réttlæti. Eigi réttlæti að ríkja í veröldinni, hljótum við að leitast við að vinna saman í daglegu lífi, jafnvel án þess að gera okkur alltaf grein fyrir því. En í heimi eins og þeim sem við búum í, þar sem margt orkar tvímælis, háttarþóöðru vísitil. Þessvegna erokkur nauðsyn að halda vöku okkar. Með því að leitast við að efla samstöðu, frelsi og réttlæti styrkjum við friðinn. Samvinna og þróun Nú eru í heiminum 370 milljónir karlaog kvenna, sem tekið hafa höndum saman í samvinnufélögum, stórum og smáum, og vinna saman að margvíslegum efnahags- og félagslegum verk- efnum. Þetta fólk á sér sömu hugsjónirogfrumkvöðlarnir í Roch- dale, og margir aðrir á síðustu öld. Samvinnufélög hafa á lýðræðislegan hátt lagt mikið að mörkum til þess að draga úr vöruverði og bæta starfsskilyrði - og keppi- nautar þeirra hafa orðið að fara að dæmi þeirra. Leggja verður áherslu á, að trú á samvinnuhugsjónina er jafnframt trú á lýð- ræði. Samvinnufélög hafa myndað landssamtök, eftir viðfangsefnum, til þess að auka styrk sinn. Þessi samtök hafa aftur myndað með sér sambönd. Með því að beita aðferðum, sem hæfðu við lausn þeirra vanda- mála sem við var að etja á þeim tíma kom þar 1895, að stofnað var alþjóðasamband samvinnumanna. Meginmarkmið þess er að tryggja, að grundvallarreglum samvinnumanna sé fylgt á öllum sviðum. Enginn sigur er endanlegur og hvert mannlegt samfélag þarf sífellt að bæta, ef það á að eiga sér lífs von. Sam- vinnuhreyfingin á að vera í stöðugri þróun. 1984 Alþjóðasamband samvinnumanna - ICA — heldur þing sitt á þessu ári — og það tækifæri þarf að nota til þess að efla samvinnuhugsjónina. í október koma um 1000 fulltrúar hvað- anæva úr heiminum saman í Hamborg með þetta markmið í huga. Þeir munu fjalla um lög og áætlanir sambandsins og þau vandamál sem samvinnuhreyfingin á við að etja um þessar mundir, og ræða mögulega lausn á þeim, til þess að efla þrótt samtakanna og búa þau undir framtíðina. Hver einstaklingur getur lagt sinn skerf að mörkum í þessu efni með því að glöggva sig á þeim hugsjónum sem hann tengir sam- vinnunni og gera grein fyrir þeim og deila þeim með öðrum samvinnumönnum á fundum í hverju samvinnufélagi. „Draum- ar eins manns verða aðeins draumar — en þeir eru upphaf nýs veruleika, ef menn deila þeim með öðrum". í samvinnu felst sameining. Með þeim hætti eiga menn saman vonina um heim, þar sem ríkir meiri jöfnuður, frelsi og friður en nú gerist. Jafnframt vinna þeir að því að gera þessa von að veru- leika. Alþjóðasamband samvinnumanna, sérnefndir þess, að- ildarfélögin og þær 370 milljónir manna sem í þeim eru um heim allan, munu helga þessari hugsjón krafta sína. Megi 62. samvinnudagurinn verða til þess að efla starf og umræðu sem beinist að þessu marki. Framkvæmdanefnd ICA Alþjóðasamband samvinnumanna SENDUM ÍSLENSKU SAMVINNUFÓLKI ÁRNAÐARÓSKIR íTILEFNI ALÞJÓÐADAGS SAMVINNUMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.