Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ1984 33 eink. 8,22 og þriðja varð Dögg frá Hóli, í eigu Bjarna Jónssonar, með aðaleink. 7,89. í flokki 5 v. hryssa varð efst Fið- la, frá Sauðárkóki, í eigu Jóseps Sigfússonar, aðaleink. 8,10, í öðru sæti var Elding frá Hafsteinsstöð- um, í eigu Hildar Claessen, aðal- eink. 8,07 og í þriðja sæti varð Herva frá Sauðárkróki, í eigu Sveins Guðmundssonar, aðaleink. 8,04. Auk þessara hryssa hlaut Lýsa frá Kolkuósi 1. verðlaun, 8,02 í eigu Hólabúsins. Verður að telja þetta frábæran árangur i þessum flokki. f 4. flokki varð efst Máría frá Hólabúinu með aðaleink. 8,03, í öðru sæti varð Gnótt frá Sauð- árkróki í eigu Sveins Guðmunds- sonar, frábærlega hálsfalleg hryssa, aðaleink. 7,83 og þriðja sætið skipaði Kurteis frá Hólabú- inu, aðaleink. 7,79. Að kynbótasýningunni lokinni hófst bæjarkeppnin sem jafn- framt er unglingakeppni og því næst hófst firmakeppnin. Úrslit í bæjarkeppni 1. Sörli 11 v. brúnn. Eig. og kn. Stefán Friðriksson, Glæsibæ. Keppti fyrir Laufhól, Viðvík- urhreppi. 2. Lissy 5 v. brún. Eig. og kn. Björn Friðrik Jónsson, Vatns- leysu. 3. Barki 8 v. brúnn. Eig. Jóhann Þorsteinsson, Miðsitju. Kn. Sig- rún Erlinesdóttir. Firmakeppni 1. Krafla 7 v. brún. Eig. og kn. Jóhann Þorsteinsson, Miðsitju. Keppti fyrir Búnaðarfélag Seyluhrepps. 2. Stirnir 7 v. rauðstj. Eig. Sveinn Jóhannsson, Varmalæk. Kn. Kristján Birgisson. 3. Brynhildur 5 v. leirljós. Eig. og kn. Anna Þóra Jónsdóttir, Vatnsleysu. Veðurblíða var mótsdagana og margt áhorfenda enda ómaksins vert að koma og sjá framfarir í ræktunarmálum Skagfirðinga og ekki þarf að fráfælast móttökurn- ar. JA Ljósm. Sig.Sigm. Séð yfir hluta fundarsalarins á aðalfundi Búnaöarsambands Suðurlands. Búnaðarsamband Suðurlands: Þingmenn gáfu vandað ræðupúlt Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri fyrir skömmu var Búnaðarsambandinu fært að gjöf glæsilegt ræðupúlt í tilefni 75 ára afmælis sambandsins. Ræðu- púltið er smíðað úr eik en framan á því er hiö nýja merki Búnaðar- sambands Suðurlands, teiknað af Rut Magnúsdóttur, en merkið á ræðupúltinu er skorið út í íslenzkt birki af Sveini Ólafssyni mynd- skera. Gefendur eru alþingis- mennirnir Þorsteinn Pálsson, Arni Johnsen og Eggert Haukdal. Aðalfundur Búnaðarsam- bandsins var fjölsóttur og var þar fjallað um mörg hagsmuna- mál bænda og fluttir voru fyrir- lestrar um einstaka bú- skaparþætti. Formaður Búnað- arsambandsins var endurkjör- inn Stefán Jasonarson frá Vorsabæ. Stefán Jasonarson, formaður Búnað- arsambands Suðurlands, talar úr ræðupúltinu sem þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu færðu Búnaðarsambandinu. Ljósmynd Mbl. Sig.Sigm. Hið nýja merki Búnaðarsambands Suðurlands, teiknað af Rut Magn- úsdóttur. Kornin í kornöxunum þremur tákna fjölda búnaðarfélag- anna í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu við stofn- un Búnaðarsambandsins. Kornaxið lengst til vinstri táknar Rangárvalla- sýslu, í miðjunni er Árnessýsla og til hægri er Vestur-Skaftafellssýsla. milljónir króna til námsmanna á þeim kjörum að víxillinn yrði grei- ddur með námsláni strax eftir áramót, vandanum semsagt velt yfir áramótin. Hinsvegar mátti hvergi segja frá þessu opinberl- ega, og fulltrúar f stjórn Lánasj- óðsins voru beðnir að auglýsa það því hér væri um mjög viðkvæmt mál að ræða fyrir bankakerfið þar sem það gæti ekki veitt frekari lán til atvinnuveganna! Þetta er ein af þeim lausnum sem menntamálar- áðherra ætlar að beita sér fyrir vegna lána til námsmanna á fyrsta ári. Hafi verið erfitt fyrir bankana á síð- asta ári að veita 10 milljónir króna verða 70 til 100 milljónir enn meira vandamál á þessu ári. Hvernig fer? Verður þetta e.t.v. einhver leynisamningur sem ekki má upplýsa? E.t.v. fá námsmenn- irnir engan víxilinn og verða að reyna að lifa á verðlausum loforð- um ráðherra? Hvað meinar ráðherra? Menntamálaráðherra fjallar um að því hafi verið lýst yfir að stefnt yrði að því að lánshlutfallið yrði 95% á árinu 1984. Eitthvað átti samt sami ráðherra erfitt með að gera upp við sig hvað hann átti við. í viðtali við ráðherra í október 1983 var ráðherra spurður að því hvort greinargerð með fjárlaga- frumvarpinu um að sömu skerð- ingar skyldu vera á námslánum á árinu 1984 og verið hefðu 1983, þý- ddi að lánshlutfallið yrði 95% eða hvort um væri að ræða frestanir í svipuðum dúr og voru þá fyrir- sjáanlegar. Þá sagðist ráðherra ekki vita hvað þetta þýddi, þetta væri eitthvað frá fjármálaráðun- eytinu! Þetta kom fram í einkavið- tali stjórnar SlNE með ráðherra. Nú virðist hinsvegar sem ráð- herra sé búinn að skilja hvað var við átt. Hinsvegar var lögum ekki breytt, en f lögum um Lánasjóðinn frá 13. maí 1983 segir 1 Ákvæði til bráðabirgða: „Ákvæði 3. gr. þess- ara laga tekur gildi í áföngum þannig að hlutfallstala lána af reiknaðri fjárþörf námsmanna hækkar úr 90% í 95%. 1. janúar 1983 og úr 95% í 100% 1. janúar 1984.“ Stjórn Lánasjóðsins átti því ekki annarra kosta völ er fara að þessum lögum um síðastliðin ára- mót enda hafði lögum ekki verið breytt og tillaga um það ekki kom- ið fram. Hinsvegar sendi ráðherra bréf sjóðstjórninni dagsett 30. desember þar sem kynnt var að ríkisstjórnin hefði ákveðið að flytja með lánsfjárfrumvarpinu tillögu um frestun þessa ákvæðis. Þessi tillaga kom þó ekki fram fýrr en í febrúar og öðlaðist ekki gildi fyrr en með samþykkt láns- fjárlaga í mars. Sjóðstjórnin bar þessi mál undir lögmenn sem töldu stjórnina verða að fara að lögum og þykir sjálfsagt engum undur nema hæstaréttarlögmann- inum Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra. Hér á landi er ekki enn farið að stjórna með tilskipunum. Þannig getur bréf ráðherra ekki frestað gildistöku lagagreina. Til þess þarf laga- breytingu, hvort sem ráðherra finnst að við svo búið skuli standa eða ekki. Pólitískt ofstæki Enn meira virðingarleysi gagn- vart landslögum kemur fram í lít- illi klausu, hálfgerðum hortitti, í greinargerð ráðherra þar sem fjallað er um hvemig stjórn lána- sjóðsins er skipuð. Þessi klausa sýnir aðeins pólitiskt ofstæki ráð- herra en alís ekki málefnalega umfjöllun. Til þess að glöggva les- endur, þá segir í 4. gr. laga um Lánasjóðinn: „Ráðherra skipar stjórn sjóðsins þannig: Einn skv. tilnefningu Stúdentaráðs Háskóla íslands, einn skv. tilnefningu Bandalags íslenskra sérskóla- nema, einn skv. tilnefningu Sam- bands islenskra námsmanna er- lendis, einn skv. tilnefningu fjár- málaraðuneytisins og tvo án til- nefningar og skal annar vera formaður stjórnar. Stjórnin skal skipuð til fjögurra ára í senn, nema fulltrúar námsmanna sem skipaðir eru til tveggja ára.“ Ráð- herra segir að stjórnin sé „að mestu pólitískt skipuð og and- stæðingar ríkisstjórnarinnar sitja þar í meirihluta“. Þetta er dæma- laus óhróður. Stjórn sjóðsins er skipuð skv. áðurnefndum lögum. Þrír fulltrúar eru skipaðir af hagsmunasamtökum námsmanna og er ekki enn spurt um afstöðu til stjórnmála þegar þeir eru skipað- ir. Hinir þrír eru skipaðir af ráð- herra. Þeir sem nú sitja að visu af Ingvari Gíslasyni sem tilnefndi tvo og einn sem tilnefndur var af Ragnari Arnalds. Ráðherra sem er eins málefnalega fátækur og hér hefur verið sýnt fram á ætti að huga að öðru starfi en ráðherra- starfi. Ráðherra þarf að sýna áb- yrgð og þekkingu en alls ekki stjórna eftir pólitísku ábyrgð- arleysi og hleypidómum. Að halda andlitinu Ráðherra fjallar um það hvern- ig LÍN eigi að greiða fyrir náms- mönnum á árinu 1984. Þar er talað um væntanlegt samkomulag við viðskiptabanka. Þegar hefur verið greint frá slíku samkomulagi frá síðasta ári og hvaða þýðingu það hafði fyrir námsmenn þá. Vonandi tekst ráðherra betur að semja við fjárvana banka nú en þá. En þá vaknar hin spurningin má velta vandanum yfir áramót? Mennta- málaráðherra segir að halda skuli lánshlutfallinu í 95% en í staðinn hætta að lána fyrir heimildarákv- æðum. Þetta þýðir að tekið verður úr öðrum vasanum og sett í hinn. Þá hefur ráðherra beint þeirri hugmynd til stjórnar sjóðsins hvort ekki sé hugsanlegt að lækka framfærslumatið. Þarna sér ráðh- errann þann leik á borði að segja framfærslumatið er of hátt. Lækkum það um einhvern hund- raðshluta. Af hverju ekki í 60% og höldum síðan lánshlutfallinu óbreyttu. Það er ljóst að hugm- yndirnar beinast allar að því að skera niður en reynt að halda and- litinu út á við og segja láns- hiutfallið er hið sama og áður. Námsmenn skiptir það ekki máli hvort þeir fá lánað sem svarar 60% af 15.000 krónum eða 95% af 9.500 krónum. Niðurstaðan er hin sama, um 9.000 krónur. Þá langar ráðherra að slá sig til riddara með því að segja: „Menntamálaráðherra lét breyta reglum um útborgun lána til hags- bóta fyrir námsmenn erlendis þannig að þeir fái þau greidd ef óskað er beint inn á reikning { dvalarlandi í gjaldeyri þess lands og mánaðarlega. (Aður var greiðsla í isl. kr. og 3 mán. eftir á.) „Við þetta er það að athuga að skv. 17. gr. reglugerðar um námslán og námsstyrki „setur sjóðstjórn regl- ur um það ... hvernig útborgun skuli hagað ... “ Með hliðsjón af þessari reglu samþykkti stjórn sjóðsins nokkrum mánuðum áður en núverandi menntamálaráðh- erra tók við völdum tillögu full- trúa SlNE í stjórn lánasjóðsins um þetta mál og var ákveðið að kanna hvort bankakerfið treysti sér til að annast framkvæmd. Raunveruleikinn er sá að þótt lið- nir séu um 15 mánuðir frá sam- þykkt tillögunnar hefur bankak- erfið ekki fundið leiðir til að verða við henni. Hinsvegar auglýsir ráð- herra það hvar sem er að fyrir- komulaginu hafi verið breytt að sínu undirlagi. Jákvætt við þetta er að ráðherra skuli gera tillögu SÍNE að sinni. Þá segir ráðherra: „Nú er heim- ilt að hafa meiri vinnutekjur en áður, án þess að lánsmöguleiki skerðist." Þetta er annað áhuga- mál námsmanna sem ráðherra hefur gert að sínu. Hlutfallstala sem hér um ræðir var hækkuð úr 10% í 25% að tillögu ráðherra. Hinsvegar er rétt að benda á að þetta hefur i för með sér um 22 milljón króna útgjaldaauka fyrir Lánasjóðinn. Verður þetta e.t.v. eitt af heimildarákvæðum sem ráðherra lætur fella niður. Undir lok greinar sinnar fjallar ráðherra um að lögð verði á það áhersla að útborgun haustlána dragist ekki, þó að hinn endanlegi útreikningur fyrir allt haustmiss- erið liggi ekki fyrir. Ráðherra virðist gleyma því að námsmenn verða að gera áætlanir um það hvernig þeir ætla að skrimta af haustið. Þeir greiða húsaleigu, fæði og i sumum löndum skóla- gjöld. Þegar það er haft i huga duga ekki 50% af væntanlegu láni. Námsmenn hljóta að gera kröfu til þess að vita hve mikið fé þeir fái milli handa. Hvort það verði 95% eins og ráðherra stefnir að eða hvort LÍN standi þannig að málum að tekið sé mið af stöðu ríkisfjármála eins og ráðherra vill og nýta þurfi ákvæði i lögum frá 18. maí 1984 og breyta lánshlut- fallinu svo fjármagn sjóðsins end- ist. Með greinargerð sinni hefur ráðherra reynt að sýna fram á að ekki sé stefnt að þvi að skerða fjárhag Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Það eina sem kemur fram er að ráðherra virðist hafa áhuga á að lánshlutfallið haldist 95% og að því marki skuli náð með öllum tiltækum brögðum, jafn- framt því sem fram kemur dæm- alaust virðingarleysi við landslög. Emil Bóasson er íulltrúi SÍNE í stjórn Lánasjóós ísl. námsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.