Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 Minning: Magnea Guörún Jensdóttir Fædd 31. desember 1899 Dáin 2. júlí 1984 Fræðimaður segir í bók nokk- urri, að gagnvart dauðanum skynji maðurinn fyrst sjálfan sig og líf sitt. Hann verður þess áskynja að hann er dauðlegur. Dauðinn túlkar m.ö.o. líf manns- ins. En enginn reynir eigin dauða, segir hann, heldur er það dauði annarra sem vekur okkur til um- hugsunar um mannlegt líf, tilgang þess og markmið. En hvað býr handan lífsins? Hannes Pétursson, skáld, spyr i ljóði: Hve lengi get ég lofsungið þessi fjöll lofsungið þetta haf, þessar eyjar og strendur já menn og alla hluti sem huga minn gleðja hve lengi, án þeirrar vissu að eitthvað sé til ofar sérhverjum stað, hverri reynslu og hugsun sem teflir þessum fjöllum fram, þessu hafi fjarlægð og nálægð, öllu — lífi og dauða leikur því fram fyrir augum mér öruggri hendi? Já, dauðinn vekur spurnir og kallar fram játningu og lifsaf- stöðu. Játning hins kristna manns er að Guð, faðir, sonur og heilagur andi, sé höfundur lífs og tilveru. Sá sem trúir, hann treystir á að allt sé í Drottins hendi. Hann er öruggur og sáttur við örlög sín, felur Drottni vegu sína og treystir honum, þvf hann mun vel fyrir sjá. Þannig var trú Magneu Guðrún- ar Jensdóttur sem kvödd er í dag með söknuði af eiginmanni, börn- um og öðrum vinum og vanda- mönnum. Magnea fæddist að Söndum á Akranesi 31. desember 1899. Foreldrar hennar voru Málfríður Magnúsdóttir og Jens Jónsson. Hún fluttist mjög ung til Reykjavíkur og ólst þar upp. Snemma fór hún að vinna fyrir sér eins og algengt var á þeim tím- um og vann við hin ýmsu störf er til féllu. Hún átti fjögur systkini: Ástu, Kristinn, Mörtu og Ágúst, en þau tvö síðastnefndu lifa systur sína. Árið 1921 hóf hún búskap i Reykjavík með eftirlifandi eig- inmanni sínum, Hirti Þorkelssyni, netagerðarmeistara, sem ættaður er frá Ölvaldsstöðum í Borgarfirði en uppalinn á Akranesi. Hjörtur var til sjós á togurum er þau bjuggu í Reykjavík. Árið 1929 fluttu þau til æskustöðva sinna, Akraness, og bjuggu þar í 18 ár. Hjörtur vann áfram við sjó- mennsku og síðar sem netagerðar- maður. Til Keflavíkur fluttu þau síðan árið 1947 og hafa búið þar síðan að Heiðarvegi 6, sem þau byggðu. Börn þeirra hjóna eru: Jóhann, húsgagna- og húsasmíðameistari í Keflavík, kvæntur Sigríði Jóns- dóttur, Helgi, rafvirkjameistari í Grindavík, kvæntur Katrinu Lár- usdóttur, og Hjördís, húsmóðir í Keflavík gift Reynari óskarssyni, starfsmanni hjá aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Barnabörn þeirra Magneu og Hjartar eru sjö, barnabömin tólf og barnabarnabarn eitt. Magnea unni mjög manni sínum og fjölskyldu allri og lagði sig fram um að gleðja og hvetja þá er umgengust hana. Lif hennar sner- ist um fjölskylduna og hennar hag. Hún hafði sjálf átt erfiða æsku og unglingsár og þráði þess ' vegna að börn hennar nytu þess sem hana sjálfa dreymdi um í æsku en fékk ekki notið sjálf. Hún gat líka þakkað margt á ævi- kvöldi, glaðst yfir velgengni og blessun í lífi barna sinna og fjöl- skyldu. Magnea var létt í lund og naut þess alla tið að vera samvistum við annað fólk. Félagslyndi var henni í blóð borið og þau hjón tóku virkan þátt í félagslifi og nú sein- ustu árin i hópi aldraðra á Suður- nesjum. Ég man er ég kynntist þeim hjónum fyrst. Þau voru þá bæði komin yfir sjötugt en báru aldur sinn vel. Magnea var myndarkona og það var reisn yfir henni, en í reisn sinni var hún lítillát og auð- mjúk gagnvart Guði og samferða- mönnum sínum. Ég kynntist ein- lægri trú hennar og Hjartar. Hún talaði um frelsara sinn á óþving- aðan hátt — hún þekkti Jesúm Krist og hjálpræði hans. Á löng- um vökunóttum, þegar hún átti erfitt með svefn, bað hún oft til Drottins fyrir ástvinum sínum og lagði allt í hans hönd. Það er hverri fjölskyldu dýrmætt, já ómetanlega dýrmætt, að eiga slíka að, sem skynja mátt bænar og trú- ar. Hún var söngelsk, hafði góða söngrödd og kunni mikið af sálm- um og ljóðum. Hjónaband þeirra Magneu og Hjartar var farsælt og þau fengu að vera samferða í rúm sextíu ár. Á langri ferð, sem þeirra, verða kærleiksbönd sterk og söknuður því mikill hjá þeim sem eftir lifir. En á sorgarstund kemur andi Drottins og huggar og græðir. Trúin veitir þrótt og styrk þegar hún kallar eftir fyrirheitum Drottins. Mér komu í huga þessi orð úr Hebreabréfinu eftir að Magnea veiktist, en hún lést i Landa- kotsspítala eftir rúma sólarhrings legu: „Þér eruð ekki komnir til fjalls, sem á verður þreifað, ekki til brennandi elds og sorta, myrkurs, ofviðris ... Nei, þér eruð komnir til Síonfjalls og borgar Guðs lif- anda, hinnar himnesku Jerúsalem, til tugþúsunda engla, til hátíðar- samkomu og safnaðar frumget- inna, sem á himnum eru skráðir, til Guðs, dómara allra, og til anda réttlátra, sem fullkomnir eru orðnir, og til Jesú, meðalgangara nýs sáttmála ..." (Hebr. 12:18, 22—24a). Þessi orð voru í mínum huga bæði fyrirheit og bænasvar við dánarbeð Magneu. Eðli trúarinnar er að treysta — treysta fyrirheit- um Drottins, og þegar við mætum lífi okkar í dauða annarra erum við hvött til að treysta og vona á Guð skapara okkar, því góður er Drottinn þeim er á hann vona og þeirri sál er til hans leitar. (Harmlj. 3:25.) Við Fríða og börnin biðjum Guð að helga og blessa minningu Magneu Guðrúnar Jensdóttur um leið og við biðjum eftirlifandi eig- inmanni og ættingjum blessunar og styrks. Minning: Tómas Guðbrandsson frá Skálmholti Tómas Guðbrandsson fæddist í Skálmholti í Villingaholtshreppi 8. maí 1897 en lést 27. júní sl. á sjúkrahúsinu á Selfossi. Foreldrar hans voru hjónin Guðbrandur Tómasson frá Áuðs- holti og Hólmfríður Hjartardóttir úr Hrunamannahreppi. Börn þeirra hjóna voru 13. Tvö þeirra dóu ung. — Þetta var stór barna- hópur, en hjónin voru samhent og dugleg, öll börnin mannsefni, sem fljótt fóru að taka til hendi, eftir því sem kraftar leyfðu. Blessaðist þetta vel í sameinuðum huga, þar sem allir hjálpuðust að. Kynni okkar Tómasar urðu að- allega á tímabilinu 1918—ca. 1930. Við vorum nágrannar, samrýmdir og áttum gott skap saman, og vin- áttan varð ævilöng. Tómas hafði mikinn áhuga á búskap og bjó sig vel undir starf bóndans, meðal annars með því að ganga í Bænda- skólann á Hvanneyri (1921 — 1923), sem var góður skóli og gaf verðandi bændum gott veganesti. Árið 1933 giftist Tómas Berg- Minning: Að heilsa og kveðja það er lífs- ins saga. í dag kveð ég tengdamóð- ur mína, Guðleifu Þ. Guðjónsdótt- ur, f. 28. okt. 1907, hinstu kveðju. Meö fáum orðum langar mig að minnast hennar til aö þakka henni samfylgdina sl. 12 ár. Að verða tengdadóttir Guðleifar og eftirlifandi manns hennar, Guðmundar Guðjónssonar, Há- teigsvegi 4, var mikið gæfuspor. Ekki aðeins mitt heldur einnig barna minna tveggja sem tekið var opnum örmum. Það er margs að minnast, en páskadagsmorgun einn er enn ferskur í huga mér. þóru Björnsdóttur frá Björnólfs- stöðum í Langadal. Þau eignuðust 5 börn, allt stúlkur, og heita þær, taldar upp eftir aldri: Élín, Hólmfríður Guðbjörg, Ásta Guð- rún og Anna María, sem voru tví- burar, og svo Brynhildur yngst. — Allar eru þessar góðu konur giftar og gengnar út, einsog sagt er. Vissi ég að Tómas var mjög ánægður yfir vali dætranna á eig- inmönnunum. — Hjónaband Tóm- asar og Bergþóru varð ekki langt, því árið 1946 andaðist Bergþóra. Var það mikið áfall fyrir Tómas og tregaði hann hana mjög. — Ég kynntist aldrei Bergþóru, en sögð var hún góð kona, með mikinn persónuleika. Eins og fyrr segir giftist Tómas 1933. Byrjuðu þau hjónin búskap- inn með því að búa sambúi með foreldrum Tómasar. Stóð það sambú í 2 ár, en þá taka þau Tóm- as og Bergþóra við allri búsýslu í Skálmholti. Á tímabilinu, meðan sambúið stóð yfir, brann bærinn í Skálm- Eftir að hafa farið í kirkju um morguninn kl. 8 var komið við á Háteigsvegi 4 og var það í fyrsta skipti sem börnin mín komu í heimsókn. Þetta var því sérstakur dagur. Hinum innilegu móttökum gleymum við aldrei. Á örskammri stundu var töfrað fram veisluborð. Sólin skein inn um gluggann og kepptist við tengdaforeldra mína um að gera allt bjart og hlýtt. í gegnum árin hafa allar móttökur verið slíkar. Það var föst regla að þau hjón eyddu aðfangadagskvöldi með holti. Byggðu þeir bæinn strax upp aftur. Éftir að Tómas missir konu sína (1946), heldur hann áfram búskap um sinn, en 1949 hættir hann búskap og leigir jörðina. 1958 brann bærinn í Skálmholti í ann- að sinn. Færði Tómas þá bæjar- stæðið á annan stað, sem honum líkaði betur og byggði þar vandað og gott íbúðarhús að nýju. í Skálmholti búa nú tveir dótt- ursynir Tómasar, þeir Atli og Jón- as Lilliendahl. Eitt af því sem Tómasi þótti vænst um, var að okkur Sævari og börnunum. Eitt slíkt kvöld treysti tengdamóðir mín sér varla til að fara á milli ættin skyldi búa áfram í Skálm- holti. Tómasi þótti afar vænt um staðinn og honum var það því mikið gleðiefni að svona vel skyldi fara. Árið 1951 tekur hann að sér ráðsmannsstarfið á Laugardæl- um. Þar starfar hann í 2 ár, en tekur þá að sér húsvörslu í Lands- bankahúsinu á Selfossi. Gegndi hann því starfi þar til á árinu 1967 að hann hættir vegna aldurs. Síðustu árin bjó Tómas í íbúð sinni í Grænumörk. — Alla tíð var náið og gott samband milli Tóm- asar og dætranna. Þetta sem hér er sagt eru aðeins nokkrir sundurlausir punktar úr starfi Tómasar. Tómasi lék vel all- ur búskapur og hafði mjög gott vit á öllum fénaði, og þori að segja óvenju gott. — Til gamans í þessu efni vil ég segja frá því, að nokkur haust fórum við saman til fjár- kaupa. Var þá ýmist farið í rétt- irnar eða heim á bæina. Féð var keypt á fæti, einsog kallað er. Tómas sá um fjárkaupin og verð- setti kindurnar. Eitt sinn segir Tómas, að hann hafi áhuga á að vita, hversu nákvæmur hann sé í fjárkaupunum. Hann vildi á hvor- ugan halla, hvorki seljanda eða kaupanda. Skyldi ég ráða hvaða kindur við tækjum í prufuna, en láta hann ekki vita fyrirfram um valið. — Litlu síðar kaupum við 10 vegna lasleika. Klukkan var að verða 6 og börnin sögðu að það yrðu engin jól ef amma og afi kæmu ekki. Elsta dóttirin stakk upp á því að við færum með jóla- matinn og pakkana til þeirra i staðinn, en áður en til þess kæmi breyttist líðanin til hins betra og þau komu öllum til mikillar gleði. Á síðustu jólahátíð var mér ósjálfrátt hugsað til þess hvort okkur auðnaðist að fá að verða öll saman á næstu jólum, en þó mennirnir voni og áætli, þá ræður Guð. Örlögin höguðu því svo til að Guðleif var sjúklingur mikinn hluta ævi sinnar. En þó hlutskipti hennar yrði að bera erfiðan sjúk- dóm var aldrei svo dimmt yfir að hún gleddist ekki og fagnaði fölskvalaust hverri heimsókn eða lítilræði sem gerði svolitla til- breytni í hugann. Hún var gæfukona að því leyti að hún átti einstakan eiginmann kindur af einum bónda. Eftir að samningar höfðu tekist var ákveð- ið að athuga hvernig þessi kaup kæmu út. Tómas tilgreindi strax skrokkþyngd kindanna. Þessum kindum var haldið sér við slögtun. — Eftir að skrokkarnir voru vegn- ir kom í ljós, að frávikið frá þyngd þeirri, sem Tómas tilnefndi var innan við 2 kg á þessum 10 skrokk- um. Þetta fannst mér sýna, hversu glöggur Tómas var á kindur. Eins var um annan fénað. Annars var það alveg sama hvar að garði bar með umræðuefni, al- staðar var hann vel heima og hafði myndað sér skoðanir. Ég er ekki maður til að meta greind eða vit manna, en frá mínu sjónarhorni tel ég hann til þeirra greindustu. — Andleg mál voru honum hjartfólgin og í þeim sem öðrum hafði hann ákveðnar skoð- anir — enda gat hann stuðst við eigin reynslu. Hann var andlega opinn og lifði bæði í draumum og vöku, ýmislegt sem öðrum var hul- ið. Gegnum þessa reynslu var hann oft hreinn spámaður. — Læt ég vera að rekja það frekar hér. Ég veit að Tómas er nú kominn á góðar slóðir og þar veitist hon- um auðvelt að takast á við ýmis málefni, í trú og kærleika. Bestu kveðjur til eftirlifandi ættingja og vina. Iluxley Ólafsson sem bar hana á höndum sér gegn- um erfið ár og aldrei brást. Sama var að segja um synina tvo, Sævar kvæntan undirritaðri, börn okkar eru fjögur, og Helga Þór, kona hans er Salome G. Guðmundsdótt- ir og eiga þau eina dóttur. Guðleif varð bráðkvödd á heim- ili sínu hinn 30. júní sl. Þvf má segja að hún hafi fengið þá ósk sína uppfyllta að ferðbúast frá sínu eigin heimili þegar kallið kom, sem allir verða að hlýða fyrr eða síðar. Fagna þú sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af anneldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin. (JJ. Smári.) Guð blessi og leiði tengdamóður mína á sumarlandinu þar sem all- ir hittast aftur. Álfheiður Bjarnadóttir. Guðleif Þórunn Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.