Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 24
24 i. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 Ní>'v JMtogmtÞIiifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Rockall Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, hefur stigið ákveðið skref til þess að kynna nágrannaþjóðum okkar sjónarmið íslendinga um þau réttindi, sem við telj- um okkur eiga á hafsbotni á Rockall-svæðinu svonefnda. í fyrradag kvaddi utanrík- isráðherra á sinn fund sendi- herra Danmerkur og Noregs í Reykjavík og afhenti þeim greinargerð um afmörkun ís- lenzka landgrunnsins og hafsbotnsréttindi íslendinga í suðri. Jafnframt hélt sendi- herra íslands á írlandi til Dublin þann sama dag og af- henti stjórnvöldum þar greinargerðina. Upphaf þessa máls má rekja til Alþingis haustið 1978 er Eyjólfur Konráð Jónsson flutti þingsályktun- artillögu ásamt 7 öðrum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, þ.á m. núverandi utanríkisráðherra, sem hljóðaði svo: „Alþingi álykt- ar að fela ríkisstjórninni að mótmæla nú þegar öllum til- raunum Breta til að reyna að slá eignarhaldi á klettinn Rokk (Rockall). Alþingi lýsir því jafnframt yfir að ákvörðun ytri landgrunns- marka íslands til suðurs miðast við, að engri þjóð beri tilkall til Rokksins." í fram- haldi af flutningi þessarar þingsályktunartillögu sam- þykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktun í desember sama ár: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að ráða nú þegar íslenzka og erlenda sérfræðinga til að afla sem ítarlegastra upplýsinga um landgrunn íslands og afstöðu til landgrunns nálægra ríkja.“ Sömu þingmenn tóku mál þetta upp á Alþingi haustið 1979 og vorið 1980 var enn samþykkt þingsályktun á Al- þingi á grundvelli þeirrar til- lögu þar sem ríkisstjórnin var hvött til að fylgja fast eftir samþykkt Alþingis frá því í desember 1978. Þessir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins undir for- ystu Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar héldu enn uppi tillögu- flutningi um málið á þingi 1982 og lögðu nú til að reynt yrði að ná samkomulagi við Færeyinga um sameiginlega réttargæzlu á Rockall- svæðinu. Jafnframt verði haldið áfram samkomulags- tilraunum við Breta og íra um eignar- og umráðarétt hafbotnsins á Rockall-sléttu. Þingið samþykkti svo þings- ályktun í marz 1983 þar sem ríkisstjórninni var falið að vinna að slíku samkomulagi í samráði við utanríkismála- nefnd Alþingis. Nú er þetta mál sem sagt komið á það stig, að utanríkisráðherra hefur hafizt handa. Sjálfsagt velta margir því fyrir sér, hvers vegna Islend- ingar geri tilkall til þessa hafbotnssvæðis, þar sem engar ákveðnar upplýsingar liggi nú fyrir um auðæfi á þessu svæði. Því er til að svara, að á næstu áratugum verður stóraukin áherzla lögð á að hagnýta auðlindir hafsbotnsins. Það er því sjálfsagt mál fyrir okkur ís- lendinga að standa á öllum þeim rétti til auðlinda á hafsbotni, sem málefnaleg rök og alþjóðasamþykktir segja til um. Að því getur komið, að sú framsýni eigi eftir að skila góðum arði fyrir íslenzkt þjóðarbú, þótt síðar verði. Aðrar þjóðir munu ekki færa okkur slík réttindi á silfurbakka heldur reyna að halda eins fast utan um sitt og þær framast geta. Öll rök mæla með því, að við íslendingar tökum frum- kvæði í þessum málum eins og við höfum nú gert með að- gerðum utanríkisráðherra. Við eigum að standa fast á okkar rétti um leið og við hljótum að sýna sveigjan- leika í samningum. Þegar samkomulagið var gert um Jan Mayen við Norð- menn sagði Hans G. Ander- sen, sendiherra, m.a. í sam- tali við Morgunblaðið: „Og þá er mikill styrkur fyrir okkur að hafa þessa lausn í höndum, og enginn efi er á því, að Bretar, lrar og Danir munu kynna sér þessi gögn rækilega og vissulega væri ánægjulegt, ef tækist að vinna í sama anda að lausn Rockall-málsins í þeim við- ræðum, sem fyrirhugaðar eru, enda er þar einnig um nágranna- og vinaþjóðir að ræða, sem einmitt hljóta að leita að sanngjarnri lausn miðað við allar aðstæður." Brýnt að fjalla stöðugt um öryggis- og utanríkismál segir Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra „ÞAÐ ER MJÖG ánægjulegt, að fá það staðfest að 80% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir þátttöku okkar ( Atlantshafsbandalaginu. Það kemur heim og saman við það sem menn hafa almennt gengið út frá, cn gott er að fá slfka staðfestingu þar um. Það vekur hins vegar athygli og að vissu leyti vonbrigði, að þriöjungur þeirra sem eru spurðir tekur ekki afstöðu og er erfitt að hugsa sér, að svo hátt hlutfall kjósenda hafí í raun ekki myndað sér skoðun á þessu máli,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, er Morgunblaðið leitaði eftir áliti hans á niðurstöðum nýbirtrar könnunar Ólafs Þ. Harðarsonar, stjórnmálafræðings, á viðhorfum íslendinga til öryggis- og utanríkismála. „Það má vera, að það sé rétt hjá höfundi könnunarinnar, að nokkur skýring á afstöðuleysi þátttakenda liggi í formi spurningarinnar, því byrjað var að spyrja hvort menn hefðu skoðun á málinu, en í öðrum tilvikum var beint spurt um skoðun manna," sagði Geir. „Ég er að visu ekki kunnugur skoðanakönnunum og hef látið í ljós mikla vantrú á þeim. Ég hygg þó að þessi könnun sé ein sú vandaðasta sem gerð hefur verið, en fæ ekki skilið af hverju form spurninganna er breytilegt. Mér virðist að það rýri samanburð- argildi mismunandi spurninga." Geir Hallgrímsson kvað niður- stöðu spurningar um varnarstöðina í Keflavík einnig mjög í samræmi við það sem gengið hafi verið út frá í umræðum um þau mál. Hann sagði að ekki kæmi á óvart að fleiri lýstu yfir stuðningi við aðild að Atl- antshafsbandalaginu en Keflavík- urstöðina. Við inngöngu i bandalag- ið árið 1949 hefði verið gert ráð fyrir því að hér þyrfti ekki að vera her á friðartímum, en reynslan sýnt að hjá því yrði ekki komist. „Það er eðlilegt að menn geri greinarmun á þessu tvennu," sagði Geir, „þvi við viljum halda þeim möguleika opnum að þegar friðvænlegra verð- ur í heiminum, verði hér ekki þörf á erlendu varnarliði, þótt varnar- bandalag eins og Atlantshafsbanda- lagið verði áfram til staðar." Tveir þriðju þátttakenda lýstu yf- ir stuðningi við hugmynd um gjald- töku af varnarliðinu. Hvað finnst þér um þá skoðun? „Það hafa stundum heyrst raddir um að okkur beri að taka gjald fyrir aðstöðu þá sem bandaríska varnar- liðinu er fengin með Keflavíkur- stöðinni og einstaka skoðanakann- anir hafa leitt í ljós töluvert fylgi við slíkar hugleiðingar. Engu aö sið- ur er þessi niðurstaða mér mikil vonbrigði og algjörlega andstæð. 1 þessu efni hlýt ég enn að gera at- hugasemd við form spurningarinn- ar. Fullyrt er: „lslendingar ættu að þiggja gjald fyrir veru bandariska herliðsins hér á landi," og síðan er spurt um álit. Ég held að fullyrðing- in í upphafi geti haft áhrif á svörin; menn hneigist ósjálfrátt fremur til að gjalda jáyrði við slíkum spurn- ingum heldur en að andmæla þeim.“ Meirihluti þátttakenda er í senn hlynntur kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum, friðarhreyf- ingum og telur að Atlantshafs- bandalagið megi ekki dragast aftur úr Varsjárbandalaginu hernaðar- lega ef tryggja á frið. „Ég held,“ sagði Geir, „að rétt sé að hafa það i huga, sem höfundur könnunarinnar vekur athygli á, að miklu færri þátttakendur voru spurðir um þessi efni og eingöngu fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar eru því ekki eins marktækar hvað þessar spurningar varðar." Geir benti á að allar spurningarn- ar í þessum hluta fælu í sér fullyrð- ingu, sem þátttakendur ættu að taka afstöðu til, og enn væri ástæða til að ætla, að meiri líkur væru til þess að menn samsinntu staðhæf- ingunni en að þeir andmæltu henni. „Ef fyrst er vikið að kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum," sagði Geir, „þá er væntanlega ekki mögu- leiki á þvi i svona skoðanakönnun að skilgreina nánar hvað átt er við með hugtakinu. Ég hef t.d. látið þá skoðun opinberlega í ljós, að íslend- ingar ættu vissulega að taka þátt i umræðunni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Um leið hef ég tekið fram, að meiri ástæða sé til þess að byrja annars staðar en á Norður- löndum að lýsa svæði kjarnorku- vopnalaus, því staðreyndin er sú að á Norðurlöndum eru engin slík vopn. Það er t.d. nauðsynlegt að kjarnorkuvopn verði fjarlægð frá löndum sem liggja að Norðurlönd- um, eins og Sovétríkjunum og öðr- um austantjaldslöndum. Ég hef líka lagt á það áherslu, að umræðan um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð- urlöndum verður að eiga sér stað í víðara samhengi og kjarnorku- vopnalaus svæði að hljóta staðfest- ingu kjarnorkuveldanna sjálfra. Það er einnig umhugsunarefni fyrir Geir Hallgrímsson okkur hvort það hefur yfirleitt mikla þýðingu að lýsa ákveðin landsvæði kjarnorkuvopnalaus þeg- ar vitað er, að unnt er að skjóta kjarnorkuflaugum langar vega- lengdir. Þá er rétt að hafa í huga, að kjarnorkuvopnalaus landsvæði geta orðið til þess að ýta kjarnorkuvopn- um á haf út þar sem þau geta spillt lífríki sjávar, ef illa tekst til. Víg- búnaður í hafinu hefur, sem kunn- ugt er, verið okkur íslendingum mikið áhyggjuefni,“ sagði Geir Hallgrímsson. „Varðandi friðarhreyfingar," sagði Geir Hallgrímsson, „þá minni ég á það sem ég hef áður sagt, að slíkar hreyfingar geta verið af hinu góða, einkum ef þær fá að starfa austantjalds sem vestan, en þær eru hins vegar til skaða ef þær leiða til einhliða afvopnunar frjálsra lýð- ræðisþjóða, því þá gæti verið skammt i það að við glötuðum frels- inu. Friðarhreyfingar eru með ýms- um hætti og flytja mál sitt með mismunandi móti, svo sem nýlegt dæmi frá Hollandi er til vitnis um. Þar hefur leiðtogi friðarhreyf- ingarinnar lýst því yfir, að miðað við aðstæður geti það verið nauð- synlegt, til að tryggja frið og koma á viðræðum stórveldanna um af- vopnun, að setja upp kjarnorku- eldflaugar í Hollandi." Geir Hallgrímsson sagði að ekki væri hægt að túlka stuðning við friðarhreyfingar sem stuðning við einhliða afvopnun. Hann benti á í því sambandi að um 70% þátttak- enda hefðu lýst þeirri skoðun, að Atlantshafsbandalagið mætti ekki dragast aftur úr Varsjárbandalag- inu hernaðarlega ef tryggja ætti frið. Utanríkisráðherra var spurður álits á þeirri forvitnilegu niðurstöðu könnunarinnar, að um fjórðungur kjósenda Alþýðubandalagsins er hlynntur aðild að Atlantshafs- bandalaginu og 45% þeirra hlynntir gjaldtöku af varnarliðinu; enn fremur að 48% andstæðinga varn- arliðsins eru hlynntir gjaldtökunni. „Þetta sýnir,“ sagði Geir, „að jafnvel innan eigin raða hefur al- þýðubandalagsmönnum ekki orðið ágengt i andróðrinum gegn Atl- antshafsbandalaginu. Hitt er óhugnanlegra að næstum helming- ur alþýðubandalagsmanna og her- stöðvaandstæðinga vilja taka gjald fyrir Keflavíkurstöðina. Sú ályktun er nærtæk í því sambandi, að þeir mundu hætta andstöðu sinni við stöðina ef gjald kæmi í staðinn. Slík afstaða er fyrir neðan virðingu sjálfstæðra íslendinga.“ Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, benti að lokum á það, að öryggis- og utanríkismál væru flók- in og margþætt og að það væri afar erfitt að útbúa spurningar í skoð- anakönnun um einstaka þætti þeirra þannig að ekki færi milli mála hver afstaða manna væri. „Einmitt vegna þess hve mikilvæg þessi mál eru,“ sagði Geir, „þá er afar brýnt að um þau sé stöðugt fjallað. Erlendar þjóðir sem hafa her þurfa að taka afstöðu til þess árlega hve miklum hluta af þjóðar- tekjum sínum þær verja til varn- armála og í tengslum við umræður um þau efni á þjóðþingum lýðræð- isríkja verða sjálfkrafa sams konar umræður úti í þjóðfélaginu. Þessu er auðvitað öfugt farið í einræðis- ríkjunum þar sem valdamenn þurfa ekki að spyrja fólkið. Þótt við ís- lendingar þurfum ekki að verja tekjum okkar til herútgjalda leysir það okkur ekki undan því að gera okkur sjálfstæða grein fyrir því á hverjum tíma hvað nauðsynlegt er að gera til þess að tryggja okkur frið og frelsi.“ Borgarstjóm Reykjavíkur: Ársreikningar 1983 afgreiddir Á fundi borgarstjórnar á fímmtu- dag voru ársreikningar Borgar- sjóðs Reykjavíkur og stofnana hans árið 1983 samþykktir með 12 samhljóða atkvæðum eftir seinni umræðu um reikningana. Við umræður um reikningana sagði Sigurjón Pétursson, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, að hann hefði aldrei séð verri út- komu áður úr ársreikningum borgarinnar. Tekjur 1983 hefðu reynst 10 prósent undir áætlun, rekstrartekjur hefðu farið veru- lega fram úr áætlun og veltu- fjárhlutfallið hefði verið lægra en’ nokkru sinni áður. Aukningin í skuldum og lántökum borgar- innar á árinu 1983 væri uggvæn- leg. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, gerði hækkun á yfirdráttarheim- ild borgarinnar hjá Landsbanka íslands í vetur m.a. að umræðu- efni. Kvað hann hana segja ákveðna sögu um fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Þá hefði verulega Iægri upphæðum verið varið til skólabygginga, stofnana fyrir aldraða og íþróttamála á árinu 1983 en áætlað hafði verið. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að menn væru að fja.Ha um upplýsingar sem legið hefðu fyrir og verið ræddar við gerð fjár- hagsáætlunar þessa árs í janúar. Á árinu 1983 hefðu gatna- gerðarframkvæmdir verið mjög miklar í borginni til að tryggja ný byggingarsvæði eftir eyði- mörkina í tíð vinstri meirihlut- ans. Léleg innheimta á gatna- gerðargjöldum það ár hefði verið áfall fyrir borgarsjóð og enn- fremur verðbólgan á fyrri hluta ársins 1983 sem þá stefndi í 200%. Borgarsjóður mundi verða í góðri stöðu um næstu áramót m.a. vegna þess hve vel lóðaút- hlutanir gengju nú hjá borginni. Veltufjárstaðan væri sterk hjá borginni og hlutfallið nánast óbreytt 1983 frá 1982. Engin ástæða væri til að örvænta um hag borgarinnar að neinu leyti. Borgarstjórn í sumarleyfi Á fundi borgarstjórnar ( fyrrakvöld var borgarráði falið að afgreiða fund- argerðir nefnda á vegum borgarinnar og mál sem berast borgarráði i sumar- leyfi borgarinnar sem nú er hafið og lýkur 20. september í haust. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1984 25 Myndin sýnir Rockall-„hásléttuna“ á hafsbotni. Inn á myndina hefur núverandi efnahagslögsaga Islands verið teiknuð með brotinni línu. í framhaldi af núverandi lögsögu á Reykjaneshrygg er teiknað 150 mflna belti sem óumdeilanlega mun tilheyra lslandi, svo og landgrunnið í kringum Rockall, sem við gerum einnig kröfur tfl. Orkney islanda 2QDsjómKiir Verðum einhliða að taka okkar réttindi í samræmi við alþjóðalög — segir Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utan- ríkismálanefndar um tilkall íslands til Rockall-svæðisins ÍSLENSK stjórnvöld hafa kynnt stjórnvöldum í Bretlandi, Danmörku og írlandi sjónarmið íslendinga um hafsbotnsréttindi íslendinga á Rock- all-svæðinu suður af íslandi, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. I frétt Mbl. ( gær kom fram að utanrik- ismálanefnd Alþingis hefur mælt með því við ríkisstjórnina að farið verði að tillögum ráðgjafa okkar í hafsbotns- málefnum á Rockall-svæðinu þess efnis að íslendingar telji sig eiga til- kall til Hatton-Rockall-hásléttunnar og muni tilkynna Sameinuðu þjóðun- um að þeir hyggist setja landgrunns- mörk sin allt frá 200 mflna mörkum írlands, Bretlands og Færeyja og að efnahagslögsögu Grænlands. Yrði þá hafsbotnslögsaga íslands 350 mflur á Reykjaneshrygg og allt að 700 mflur á Rockall-svæðinu. Eyjólfur Konráð Jónsson alþing- ismaður var fyrsti flutningsmaður tillögu, sem sjálfstæðismenn stóðu að, til þingsályktunar um land- grunnsmörk íslands til suðurs, sem flutt var haustið 1978. Var þessu máli þá hreyft í fyrsta skipti á opinberum vettvangi. Eyjólfur Konráð er nú formaður utanríkis- málanefndar Alþingis og sneri blaðamaður sér til hans vegna þessa máls. Eyjólfur Konráð rakti málið á eftirfarandi hátt: „Haustið 1978 fluttum við fyrstu þingsályktunar- tillöguna um þetta mál, og var síðar um veturinn samþykkt tillaga í málinu. Allar götur síðan hafa ís- lendingar haldið fast fram þessum rétti sínum og Alþingi þrívegis sam- þykkt ályktanir þess efnis. íslend- ingar hafa i einu og öllu farið með málið í samræmi við hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þegar frá árinu 1978 óskað form- legra viðræðna við Breta, íra og Dani f.h. Færeyinga og raunar einn- ig margrætt málið beint við Færey- inga. Fulltrúar íslands á hafrétt- arráðstefnu SÞ héldu marga fundi, bæði formlega og óformlega með þessum aðilum til að þrýsta á um lausn málsins. Irar hafa aldrei fall- ist á formlegar viðræður en það hafa Bretar og Danir hinsvegar gert. Var fyrsti formlegi fundurinn með Bretum haldinn i Genf í ágúst 1981. Eins og þingsályktanirnar bera með sér þá telja Islendingar ótví- rætt að þeir eigi mest réttindi allra þjóða til hafsbotnsins á Hatton- Rockall-hásléttunni og einir rétt til 300 mílna hafsbotnsréttinda á Reykjaneshrygg og út frá hlíðum hans. í samræmi við þetta hafa stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis að sjálfsögðu starfað og meðal annars notið ráðuneytis eins færasta sérfræðings á sviði hafs- botnsréttinda, dr. Talwani, sem einnig var ráðgjafi okkar í Jan May- en-málinu en það var leitt til lykta með merkum samningi á milli ís- lendinga og Norðmanna um sam- eign og samnýtingu náttúruauðæfa á víðáttumiklu hafsvæði umhverfis Jan Mayen. Við höfum ætíð óskað svipaðrar lausnar á umráðarétti á Rockall- svæðinu og sérstaklega leitað sam- vinnu við Færeyinga. Það er okkar skoðun að við eigum óumdeilanlega mest réttindi á þessu svæði en höf- um engu að síður boðið Færeyingum sameiginleg eignarumráð og marg- sinnis óskað samvinnu við Breta og Ira. Þessar samningaviðræður hafa hinsvegar dregist á langinn og nú er óviðunandi fyrir okkur að bíða leng- ur. Þessvegna hljótum við einhliða að taka okkar réttindi í samræmi við alþjóðalög en teljum engu að síður eðlilegt að senda ríkisstjórn- um allra þeirra þjóða sem telja sig eiga hagsmuna að gæta tilkynningu um það hvernig við munum halda á málum á næstunni og gefa þeim svigrúm til að koma á framfæri hugsanlegum athugasemdum, áður en frá málinu verður gengið á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna." Eyjólfur Konráð rökstuddi kröfur fslands í grein sem hann skrifaði um réttindi Islands á Rockall- hásléttunni og birtist i Mbl. þann 12. mars 1982. Þessi rök voru síðar á árinu tekin óbreytt upp i greinar- gerð við flutning þriðju þingsálykt- unartillögu sjálfstæðismanna um málið en Eyjólfur Konráð var fyrsti flutningsmaður hennar eins og hinna tveggja. Hér á eftir fer hluti úr grein Eyjólfs: „Við íslendingar færum fjölmörg rök fyrir réttindum okkar á Rock- all-hásléttunni og skulu nokkur tal- in: 1. Sanngirni er sú meginregla, sem rikja á samkvæmt orðum og anda hafréttarráðstefnu og hafrétt- arsáttmála, og sanngjarnt hlýtur að teljast, að við eigum einhverja íhlutun í þessum réttindum, a.m.k. ef írar eiga það. Og sanngjarnt hlýtur það líka að teljast, hvernig við höfum nálgast málið. 2. í 100 milljónir ára hafa sömu jarðfræðilegu umbrotin sett ein- kenni sitt á jarðsögu Rockall-há- sléttu, íslands og Færeyja. 3. Eftir Íslands-Færeyja- hryggnum tengjumst við Hatton- banka beint, en hiyggúrinn er nátt- úrulegt framhald fslands. 4. Islands-Færeyjahryggurinn er af sérstakri tegund úthafsskorpu, sem kölluð er „Icelandic type crust“. 5. Dýpi frá íslandi til Hattonb- anka er hvergi meira en 2500 metr- ar, sem er sú viðmiðun, sem getið er um i 76. grein. Allmikil setlög, sem myndast hafa af framburði ís- lenskra fljóta, eru meðfram Hatt- onbanka og allt suður i Biskayaflóa. 6. Ef miðlínuregla væri látin gilda mundi svo til allur Hatton-banki falla í hlut Islendinga. 7. Á fslands-Færeyjahrygg hafa fundist set mynduð á landi f bor- kjarna á 1300 metra dýpi frá sjávar- máli. 8. Jarðfræðisaga Islandssvæðis- ins allt frá Grænlandi, Jan Mayen og Færeyja- og Rockall-svæðinu er einstök á hnettinum. 9. Orðin eðlilegt framhald, „nat- ural prolongation", hafa ekki verið skilgreind á neinn afgerandi hátt, þannig að eðli máls á að ráða, enda tilbrigðin óteljandi á heimshöfun- um. 10. En sú regla, sem myndaðist með Jan Mayen-samkomulaginu, á að vera vegvísir við lausn ágrein- ingsmála þessara fjögurra ná- grannaþjóða. 11. Ef ekki næst samkomulag þeirra þjóða sem tilkall gera til svæðisins gæti svo farið að engin fengi neitt, en svæðið yrði alþjóð- legt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.